Dagur


Dagur - 11.11.1987, Qupperneq 10

Dagur - 11.11.1987, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 11. nóvember 1987 Stuttur vinnslutími Þegar snyrtingunni er lokið fara flökin til vigtarmanns sem sér um að vigta nákvæmlega í bakka það magn sem síðar fer í hvern pakka. Vogin sem sér um að vigta bakkana er tengd við tölvu- kerfi uppi í brú skipsins þannig að skipstjórinn getur samtímis séð hversu mikið magn er búið að vinna, hvaða tegundir hafa verið unnar, hvernig fiskurinn hefur verið unninn og jafnvel getur hann séð verðmæti fisksins. Eftir að vigtuninni er lokið taka pakkararnir við og pakka flökunum í pappaöskjur. Þremur slíkum öskjum er raðað á þar til gerðar pönnur og pönnunum því næst raðað í frystinn. í þessum frystum eru pakkarnir hraðfrystir og eftir um 2-3 klukkutíma eru þeir teknir út, raðað í pappa- kassa og settir niður í lest. Þar með er lokið nokkuð langri vinnsluleið og þótt ótrúlegt megi virðast tekur þessi meðferð ekki nema um hálftíma þegar full afköst hafa nást. Góð aðstaða Hér að framan hefur aðeins verið lýst hluta af þeim búnaði sem er í vinnslusalnum. Til viðbótar þessu er vélasamstæða til að vinna karfa og grálúðu og þar að auki er lausfrystir í skipinu sem reyndar fékkst ekki til að vinna eðlilega í þessum túr. Aðstæður til vinnslunnar í Sléttbak hljóta að vera með betra móti í samanburði við önnur frystiskip. Plássið er kappnóg og varla er hægt að merkja að nokk- urs staðar valdi þrengsli neinum vandræðum. Flest tækin á milli- dekkinu virtust vinna vel þó svo að smávægilegar lagfæringar þurfi að gera. Jöfn og mikil vinna Mannskapurinn á Sléttbak vinn- ur á vöktum. Hver vakt er sex tímar að lengd en vaktaskipti fara fram á miðnætti, hádegi og kl. 6 að morgni og kvöldi. Mann- skapurinn er við vinnu alla vakt- ina utan matar- og kaffitíma. Skipverjar um borð sögðu að helsti munurinn á frystitogurum og ísfisktogurum lægi einmitt í því að á ísfisktogurum væri vinn- an meiri tarnavinna en á frysti- skipunum væri vinnan jafnari alla vaktina. Þó geta komið tarnir á frystiskipunum t.d. þegar mikið fiskast og þá þurfa menn ef til vill að standa frívaktina líka til að undan hafist að vinna aflann. A frívaktinni geta menn slapp- að af og safnað krafti fyrir næstu vakt. Flestir sofa einhvern hluta af vaktinni, fara í koju eins og það heitir víst á sjómannamáli. Þá er líka hægt að setja sig niður í setustofunni og horfa á sjónvarp eða vídeo, grípa í spil eða bara spjalla við félagana. Ekki væsir heldur um áhafnarmeðlimi í setu- stofunni þar sem nú hefur verið komið fyrir leðursófasetti af fín- ustu gerð. En þetta er sem betur fer sú þróun sem er nú í skipunum. Jafnframt því að bæta aflaineð- ferðina og þannig skapa meiri verðmæti eru skipin sífellt að verða íburðarmeiri hvað varðar aðbúnað áhafna. Þó svo að í þessum túr hafi allar aðstæður verið hinar bestu þá tók maður eftir því að miklu skiptir að vel sé búið að mönnum þegar svo mikl- ar kröfur eru gerðar til þeirra sem raun ber vitni. JÓH Þá er ferðinni gegnum vinnsliina lokið og fiskurinn kominn í 30 stiga frostið í Iestinni. „Lfet mjög vel á skipið“ - rætt við Birgi Erlendsson eftirlitsmann Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Það er ekki nóg að veiða fisk- inn og vinna hann. Einhver þarf að sjá um að þessi verð- mæti sem sköpuð eru á sjón- um komist á erlenda markaði og sjómennirnir uppskeri þannig laun vinnu sinnar. Söluntiðstöð hraðfrystihús- anna sér um þennan þátt fyrir Sléttbak og um borð í veiði- ferðinni var Birgir Erlends- son, eftirlitsmaður frá Sölu- miðstöðinni í þeim erinda- gjörðum að líta eftir vinnsl- unni og fylgjast með að fisk- urinn væri rétt unninn, í rétt- um pakkningum, rétt merkt- ur o.s.frv. Birgir var spurður hvort Sléttbakur væri fyrsti frystitogarinn sem seldi í gegnum Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. „Nei, við höfum á okkar snærum fleiri frystitogara m.a. Akureyrina frá Akureyri, Mánaberg og Sigurbjörgu frá Ólafsfirði og Frera frá Reykja- vík.“ - Nú eru markaðir margir og mismunandi og misjafnt hverjar kröfur eru á hverjum markaði. Gafið þið einhver fyrirmæli til skipstjóra frystiskipanna um hvernig eigi að vinna fiskinn hverju sinni? „Nei, þessu atriði ráða skip- stjórarnir alfarið. Þarna verður að meta hverju sinni hvernig á að vinna en auðvitað reyna menn alltaf að vinna fiskinn á þann hátt sem best verð fæst fyrir hann. Hins vegar getur komið fyrir að fiskiríið verði mikið og þá kjósa menn frekar að vinna fiskinn í ódýrari pakkningar til að vinnslan gangi hraðar fyrir sig því að mestur tíminn fer í að vinna í dýrustu pakkningarnar." - Hvaða pakkningar eru dýr- astar? „Mesta verðmætið liggur í fiskinum ef hann er unninn á Ameríkumarkað þ.e. roðflett, beinlaus og ormahreinsuð þorskflök. Þessi vinnsla er tíma- frekust en þetta er sú verkun sem menn vilja helst nota.“ - En þið seljið á fleiri Birgir Erlendsson sýnir réttu handtökin við snyrtinguna. mörkuðum en Bandaríkja- markaði, er ekki svo? „Jú, við seljum á Evrópu- markað og líka á Japansmark- að. Japanarnir kaupa heilfryst- an karfa og grálúðu af okkur en þrátt fyrir að verkunin sé ekki flókin þá verður að vanda til hennar því Japanarnir borða með augunum. Hjá þeim skiptir verulegu máli að varan líti vel út.“ Erlendur hefur í starfi sínu komið í mörg íslensku frysti- skipanna og því væntanlega séð mismunandi aðstæður um borð. Hann varð því inntur álits á Sléttbak og hvað honum fyndist um vinnsluna um borð. „Mér líst mjög vel á þetta skip. Öll aðstaða til vinnslu á millidekkinu er eins og best verður á kosið, fullkomin tæki og gott pláss fyrir alla vinnslu. Auðvitað er þetta stirt í byrjun en ég hef trú á að þegar reynsla verður komin á skipið þá eigi það eftir að koma vel út.“ JÓH Með í þessum prufutúr Slétt- baks var Yilhelm Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa. Vilhelm hefur fylgst grannt með breytingunum á skipinu síðasta árið og þekkir vel til sögu þess. Ég bað hann að segja frá því hvaðan Sléttbak- ur hafi verið keyptur í upp- hafi. „Sléttbakur er keyptur frá Færeyjum árið 1973. Reyndar keypti Útgerðarfélag Akureyr- inga tvo togara á sama tíma frá Færeyjum, Sléttbak og Svalbak en þessi skip voru nákvæmlega eins og bæði smíðuð í Noregi árið 1969. Hingað komu þessir togarar í október 1973 og sá fyrri fór á veiðar í janúar 1974 og sá seinni um miðjan febrúar sama ár.“ - Er ekki rétt að þetta skip hafi verið frystiskip þegar það var keypt til landsins? „Jú, það er rétt. Þessi skip voru bæði frystiskip en við tók- um frystibúnaðinn úr þeim og útbjuggum sem ísfiskskip því að á þessum árum var bannað sam- kvæmt íslenskum lögum að gera út frystiskip á íslandi né heldur var frystiskipum leyfilegt að stunda veiðar í íslenskri land- helgi. Slíkt var ekki leyft fyrr en frystitogarinn Örvar frá Skaga- strönd var byggður,“ segir Vilhelm. Vilhelm var skipstjóri fyrr á árum en hætti á sjónum árið 1964. Ég spurði Vilhelm hvort það væri rétt að hann væri nú að fara sinn fyrsta túr á togveiðar síðan fyrir 23 árum. „Já, það er rétt. Það eina sem Vilhclm Þorsteinsson fylgist meö snyrtingunni, ég hef farið á togara síðan þá var þegar við fluttum Kaldbak frá Spáni til Þýskalands og þó var ég búinn að vera sjómaður í 22 ár áður en ég hætti." - Og hvernig líkar þér þessi ferð? „Þetta var ansi skemmtileg ferð. Það var gaman að sjá öll þessi nýju fiskileitar- og sigl- ingatæki vinna þótt ég sé nú samt vanari því að horfa út um gluggann," segir Vilhelm. - Ein spurning að lokum. Hvað heldurðu að þetta skip eigi eftir að endast lengi? „Sléttbakur á örugglega eftir að endast lengi. Þetta er gott skip og það er búið að endur- bæta það mikið núna þannig að skipið á eftir að endast lengi hér eftir,“ segir Vilhelm Þorsteins- son. JÓH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.