Dagur - 26.11.1987, Side 10
10 - DAGUR -26. nóvember 1987
Heimili og skóli:
„Vona að fólk verði
forvitið og kaupi blaðið“
- segir Guðrún Sigurðardóttir kennari
Guðrún Sigurðardóttir kennari
við Hafralækjarskóla starfar í
ritnefnd blaðsins, Heimili og
skóli. Guðrún stundaði tveggja
ára framhaldsnám við tal-
kennslu í Noregi. Hún starfar
að mestu sem almennur kenn-
ari en sér um stuðnings- og sér-
kennslu í Hafralækjarskóla,
auk þess sem hún kennir
nemanda frá Húsavík tvisvar í
viku.
„Ég kemst ekki yfir meira, þar
sem ég á fáar frístundir og er
búin að fylla þær af félágsmála-
verkum fyrir kennarasamtökin,
bæði samtökin hér á Norðurlandi
eystra sem forsvarsmaður þessa
blaðs og einnig er ég í fastanefnd
á vegum KÍ.“
- Nú er Heimili og skóli
nýkomið út, viltu segja okkur
svolítið frá þessu blaði?
„Þetta er eiginlega gamall
grautur í nýjum potti. Þetta er
43. árgangur blaðsins, það hefur
komið út nánast óslitið síðan
1942. Þá var það Kennarafélag
Eyjafjarðar sem réðist í það stór-
virki að gefa út blað. Eins og
nafnið, Heimili og skóli bendir til
er blaðið ætlað sem tengiliður
milli heimila og skóla. Það var
Hannes J. Magnússon sem var
fyrsti ritstjóri blaðsins, og síðan
má segja að það hafi verið gefið
út af dugnaði og eldmóði ein-
staklinga. Yfirleitt var einn mað-
ur sem sá um að vera ritstjóri,
afla efnis og koma blaðinu út.
Það hafði geysilega mikla
útbreiðslu hér á Norðurlandi
eystra, en var lítið selt til annarra
landshluta þótt þar væru einstaka
áskrifendur.
Þegar ég var krakki var lítið
um dagblöð, viku- og mánaðar-
rit. Þá komu á heimilið: Æskan,
Vorið og Heimili og skóli, það
var beðið eftir þeim öllum með
jafnmiklum spenningi. Blaðið
var keypt á flestum þeim heimil-
um sem ég þekkti til.
Nú á áttunda áratugnum var
stofnað Bandalag kennara á
Norðurlandi eystra, það fékk
þetta blað í hendur og hefur það
verið gefið út nokkuð reglulega
síðan. í tvö ár var blaðið gefið út
í tengslum við KÍ, en seinna var
farið út í samstarf við Norður-
land vestra, þetta er svolítið
merkilegt að kennarasambönd úr
tveim kjördæmum taki sig saman
um útgáfu blaðs. Síðustu árin var
farið út í að selja ekki blaðið
heldur dreifa því ókeypis til
heimila allra skólabarna á
Norðurlandi, því það var orðið
svo mikið verk að safna áskrif-
endum og rukka þá.
í fyrrahaust var ákveðið að
þetta gengi ekki lengur, þetta
væri orðið alltof mikið fyrirtæki
til að kennarar gætu unnið að því
ólaunað í sínum frístundum að
koma út svona blaði. Ekkert
tímarit í landinu helgar sig því að
fjalla um uppeldis- og skólamál á
grasrótargrundvelli, Ný mennta-
mál er vísindarit. Það birtir vís-
indagreinar um uppeldismál sem
eru í sjálfu sér mjög góðar en það
er ekki fyrir alla að lesa þær, því
fannst okkur þörf fyrir Heimili og
skóla. Ég var fengin, ásamt Svan-
hildi Hermannsdóttur skólastjóra
í Bárðardal, til að gera tillögur að
því hvernig hægt væri að gera
þetta að landsblaði.
Við erum að berjast við að
sýna fram á að þörf sé fyrir þenn-
an miðil þrátt fyrir öll hin blöðin.
Við fengum mjög jgóðar undir-
tektir á aðalþingi KI í vor, þá var
gerð sérstök samþykkt um að
þörf væri á þessu blaði og í dag
lítum við svo á að við séum með
útgáfuna sem sérverkefni á veg-
um Kennarasamtaka íslands.
Þetta sé sérverkefni sem norð-
lendingafjórðungi hafi verið út-
hlutað.
Nú erum við að berjast við að
auglýsa blaðið og ég vona að fólk
verði forvitið og vilji kaupa það.
Nýja eintakið er í ofurlítið
breyttu formi frá því sem áður
hefur verið, áður voru greinar í
blaðinu sem voru skrifaðar um
eitthvert sérstakt efni og þá var
kannski vandað meira til þeirra.
Núna viljum við að fólk sjái að
þetta er ekki síður ætlað sem
fréttabréf þar sem menn geta
skotið inn hugmyndum og sagt
fréttir. Við viljum gjarnan að
hver fjórðungur eigi fastar síður í
blaðinu þar sem komi fréttir af
skóla- og félagslífi, starfi for-
eldrafélaga og fleiru. Þetta fyrsta
blað er bara sýnishorn af því sem
við getum hugsað okkur að gera,
það er margt, margt fleira sem
hefði getað verið þarna og kemur
kannski næst.“
- Hvað á blaðið að koma oft
út á ári?
„Lágmarkið er fjórum sinnum,
við höfum hugsað okkur að nýta
skólaárið og spurningin er: Kom-
um við út fjórum eða kannski sex
blöðum? Allavega ætlum við að
koma út fjórum blöðum til að
byrja með. Það er erfitt að halda
úti svona blaði ef við ætlum að
treysta á lausasölu og við viljum
gjarnan fá áskrifendur. Við höfum
dreift blaðinu í bókabúðir og ætl-
um að dreifa því í bókabúðir víðs
vegar um landið. Við sendum öll-
um trúnaðarmönnum skóla bréf
og eintak af blaðinu, þeim er í
raun falið að kynna blaðið innan
skólans og meðal foreldra og
safna áskrifendum, þannig að
þeir geti fengið þetta fyrsta ein-
tak sent og svo framvegis næstu
eintök. Við erum strax farnar að
undirbúa næsta eintak.“
- Hvert er helsta efnið í blað-
inu sem var að koma út?
„Þarna eru nokkrar greinar og
fréttaskot um svipað efni, t.d. er
þó nokkuð mikið af fréttum frá
Norðurlandi vestra þar sem
spurt er hvernig fræðsluskrifstof-
an þar hafi þjónað. Fræðslustjóri
Vestfjarða skrifar grein þar sem
hann tekur fyrir skólamál í sínum
fjórðungi, það er mjög fróðleg og
vönduð grein og persónulega
finnst mér mjög gott og forvitni-
legt að sjá hvernig skólastarf
gengur annars staðar en þar sem
ég þekki beinlínis til. Við vorum
að reyna að koma af stað
umræðu um hvort grunnskólinn á
að vera undir sama þaki, hvort
það er neikvætt eða jákvætt að
börn þurfi að skipta um skóla á
grunnskólaferlinum. Við birtum
grein þar sem þetta er álitið já-
kvætt og við vonumst til að fá
viðbrögð frá þeim sem ef til vill
hafa upplifað eitthvað annað.
Ein greinin er eftir ungan mann
sem er nýskriðinn út úr mennta-
kerfinu, þar gagnrýnir hann mjög
heiftarlega sína grunnskóla-
kennslu. Þessi grein hefur vakið
þau viðbrögð að það er búið að
taka viðtal við hann í tveimur
útvarpsþáttum. Þrátt fyrir allt
finnst mér hann hafa staðið sig
mjög vel, hann færir rök fyrir
sínu máli, þetta er óneitanlega
hans reynsla og sjálfsagt og eðli-
legt að hún komi fram. Það væri
mjög athyglisvert að fá að heyra
frá fleirum.
Svo er grein eftir húsmóður á
Akureyri þar sem hún veltir fyrir
sér hvernig það er að ala upp
börn í nútíma tæknivæddu þjóð-
félagi. Mér finnst þessi grein
frábær, ég heyrði Karolínu flytja
þetta erindi í útvarpi í haust og
hringdi í hana strax daginn eftir
til að vita hvort ég gæti fengið
greinina birta því mér fannst hún
eiga erindi til svo margra.
Á kápusíðu blaðsins eru upp-
lýsingar um hvert menn geta
snúið sér ef þeir vilja koma efni í
blaðið, einnig er hægt að hafa
samband við mig í síma 43585 ef
menn vilja fá eitthvað að vita
eða segja frá einhverju. Heimilis-
fang blaðsins er á fræðsluskrif-
stofunni og þar veita menn upp-
lýsingar.“
- Er ekki mikil vinna við að
standa fyrir útgáfu blaðsins?
„Jú, þetta er dálítið mikið,
miklu meira en ég gerði mér grein
fyrir. Ég tók þetta að mér voða
hress og áleit það ekkert mál að
gefa þetta út á landsvísu því ég
réði bara ritstjóra. En þetta er
töluvert mikið meira, við réðum
að vísu tvo ritstjóra en meðan
ekkert dreifikerfi er til, engin
kynning og enginn veit neitt um
þetta þá þarf ég að sjálfsögðu að
vinna með þeim.“
- Finnst þér verkefnið
skemmtilegt?
„Það er það, bara að ég hefði
meiri tíma til að sinna því, þetta
er fullt starf og svolítið erfitt að
sinna því sem frístundagamni."
IM
FRAMSÓKNARFÉLAG
AKUREYRAR.
Valgerður Sverris-
dóttir alþingismað-
ur verðurtil viðtals í
Hafnarstræti 90,
Akureyri, laugar-
daginn 28. nóvem-
ber frá kl. 15.00-
17.00.
Kökubasar og vöfflukaffi á sama stað (Hafnar-
stræti 90 frá kl. 14.00.
Komið og kaupið brauð til jólanna, drekkið
vöfflukaffi og hittið Valgerði að máli.
Siglufjarðarbridds:
Asgrímur og Jón
tvímenningsmeistarar
Bræðurnir Ásgrímur og Jón
Sigurbjörnssynir báru sigur úr
býtum á Siglufjarðarmótinu í
tvímenningi, sem lauk á mánu-
dagskvöld. Þau úrslit þóttu
nokkuð óvænt, því fyrir síð-
ustu umferðina var talið víst að
annað hvort Anton og Bogi
eða Isak og Viðar myndu
sigra, þar sem staða þeirra var
langvænlegust. Þeim gekk hins
vegar mjög illa í síðustu
umferðinni og náðu ekki með-
alskori, með þeim afleiðingum
að Jón og Ásgrímur skutust
upp fyrir þá og hreppu gull-
verðlaunin.
Alls tóku 20 pör þátt í mótinu
en lokastaða efstu para varð
þessi:
1. Ásgrímur Sigurbjörnsson -
Jón Sigurbjörnsson 492 stig
2. fsak Ólafsson -
Viðar Jónsson 487 stig
3. Anton Sigurbjörnsson -
Bogi Sigurbjörnsson 478 stig
4. Björn Þórðarson -
Jóhann Möller 467 stig
5. Björk Jónsdóttir -
Steinar Jónsson 451 stig
6. Birgir Bjömsson -
Þorsteinn Jóhannesson 443 stig
7. Guðbrandur Sigurbjörnsson -
Friðfinnur Hauksson 438 stig
8. Guðmundur Árnason -
Níels Friðbjarnarson 435 stig
9. Sigfús Steingrímsson -
Sigurður Hafliðason 434 stig
Næsta keppni félagsins er
blönduð hraðsveitakeppni með
þátttöku 9 sveita. Spilað er á
mánudagskvöldum á Hótel
Höfn.