Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 1
Filman þin á skiliö þaö besta1 Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 Sími 27422 • Pósthólf 196 H-Lúx gæðaframköllun Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Glerárdalur: Kauptilboði hafnað öðru sinni Súlan EA 300: Kaupum frestað þykkt sem svokölluð náttúru- verndarnefnd gerði á sínum tíma um friðun Glerárgils. Til þess vill bærinn taka gilbarminn inn í kaupin en það hafa kaupendur ekki viljað ræða fyrr en sala á heima- og afréttarlandi er frá- gengin. Magnús Oddsson annar eig- enda Glerár sagðist í samtali við Dag hafa viljað fá ekki minna en 14 milljónir fyrir landið og hann myndi því ekki lækka sig frekar. Því virðist sem málið sé komið í hnút að sinni. Landið sem um ræðir er annars vegar óskipt sameign bæjarins og Glerár en hins vegar óskipt sam- eign bæjarins, Glerár og Hlíðar- enda. Fyrrnefndi hlutinn er um 3525 hektarar og þar af á bærinn 3/5 hluta en Glerá 2/5. Síðar- nefndi hlutinn er um 1425 hektar- ar og þar á bærinn 9/18, Glerá 7/ 18 og Hlíðarendi 2/18. Hreinn Pálsson bæjarlögmaður staðfesti í samtali við Dag að nú væri farið að hugleiða þá leið að skipta landinu samkvæmt lögum um landskipti. Slík skipti fara fram undir stjórn sérstakra matsmanna og myndi þá næsta nágrenni Skíðastaða að líkindum koma í hlut bæjarins.Hreinn sagði að þetta myndi þó verða þrautalending. ET -Fer Akureyrarbærfram á skipti landsins? Á fundi bæjarráðs Akureyrar ig koma til framkvæmda sam- 24. nóvember síðastliðinn var lagt fram bréf eigenda jarðar- innar Glerár, þar sem bænum er gert tilboð um kaup á heima- og afréttarlandi jarðar- innar fyrir 12 milljónir króna. Bæjarráð lagði til að tilboðinu yrði hafnað og var sú afgreiðsla staðfest á fundi bæjarstjórnar í gær. Það verð sem rætt er um í þessu nýja tilboði er fimm millj- ónum lægra en það verð sem áður hafði verið boðið, og hafnað. Það þykir enn of hátt. Þá vilja forráðamenn bæjarins einn- Frágangur vinnupalla: Verktak- inn er bóta- skyldur - fyrir tjóni af völdum veridæra er detta ofan af vinnupöllum „Ég veit ekki til þess að örygg- isnet hafi verið notuð á Akur- eyri. Algengur frágangur hjá okkur er að klæða pallana þétt í vegg og setja tvö borð upp að utanverðu sem öryggiskant og síðan handrið þar fyrir ofan. Þá er gjarnan sett ein slá niðri til að fólk gangi síður undir pallana,“ sagði Marinó Jóns- son hjá Meistarafélagi bygg- ingarmanna á Akureyri. Vinnupallar við byggingar, yfir gönguleiðum, hafa verið talsvert til umræðu og að því fundið að á Akureyri hafi öryggis vegfarenda ekki verið nægilega gætt. Pallarn- ir hafa ekki verið lokaðir og verk- færi og annað lauslegt átt greiðan aðgang að vegfarendum á jörðu niðri. Frágangurinn sem Marinó lýsti hér að framan á að vera fullnægj- andi, en hann benti einnig á að fólk væri stundum að brölta yfir slárnar til að komast undir pall- ana í stað þess að taka krók framhjá þeim. Væntanlega gerði fólk þetta í þeim tilgangi að stytta sér leið en þær sekúndur sem spöruðust gætu reynst afdrifarík- ar. Aðspurður um tjón af völdum verkfæra sem detta ofan af vinnu- pöllum og hver bæri ábyrgð á þeim sagði Marinó: „Verktakinn er bótaskyldur og þá bætir trygg- ing hans tjónið ef sá sem fyrir því verður er utanaðkomandi. Fyrir- tækin eru flest með frjálsa ábyrgðartryggingu sem bætir tjón þriðja aðila, en ef t.d. bíll við- komandi fyrirtækis verður fyr- ir skemmdum þá er hann ekki bættur. Verktakinn er hins vegar ábyrgur fyrir slysum, hvort sem um er að ræða starfsmenn fyrir- tækisins eða aðra, og ábyrgðar- trygging hans bætir slík tjón.“ SS Menntaskólanám er enginn leikur. Mynd: TLV um sinn „Samningurinn var undirritað- ur með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og miðaðist við að skipið yrði afhent 1. des- ember. Eftir viðræður við aðaleiganda skipsins, Leó Sig- urðsson, náðist samkomulag við hann um að afhendingunni yrði frestað til 16. desember svo bæjarstjórn hefði betra tóm til að fjalla um málið,“ sagði Sigfús Jónsson, bæjar- stjóri Akureyrar, á bæjar- stjórnarfundi í gær. Bæjarstjóri lagði til að 4. lið í fundargerð bæjarráðs, kaupum á Súlunni EA 300, yrði frestað eins og að ofan greinir, og var það samþykkt. Samkvæmt samningi, sem gerður var milli Krossa- nesverksmiðjunnar og eigenda Súlna hf., er kaupverð skipsins 160 milljónir króna. Hér er nokkuð stórt mál á ferðinni enda um háa fjárupphæð að ræða fyrir bæjarsjóð. Þó horfa margir hýru auga til þess, að með kaupunum verði Krossanesverk- smiðjunni tryggt hráefni, sem hún þarf vissulega á að halda. Málið verður tekið fyrir að nýju á fundi bæjarstjórnar 15. desem- ber. EHB Frystihús ÚKE á Dalvík: Utlit fyrir vinnustöðvun Útlit er fyrir að starfsfólk í frystingu og saltfiskverkun í Frystihúsi UKE á Dalvík þurfi að leggja niður vinnu á morg- un vegna hráefnisleysis. Eins og komið hefur fram hefur gámaútflutningur frá Dalvík valdið vinnustöðvun í frysti- - vegna hráefnisskorts dagar til jóla húsinu tvisvar áður í haust en alls eru um 70 manns sem vinna á þessum vinnustöðum. Togarinn Dalborg kom til Dal- víkur s.l. sunnudag með 68 tonn og af því fóru 26 tonn í gáma. Ekkert hráefni var til í frystihús- inu og það hráefni sem húsið fékk úr Dalborgu var allt elsti fiskurinn, sá yngsti 8 daga gamall en sá elsti 13 daga gamall. Af þessum afla sem frystihúsið fékk voru 25 tonn af þorski en afgangurinn voru verðminni teg- undir og undirmálsfiskur. „Að fá aðeins elsta fiskinn úr Dalborgu kostaði að við þurftum að vinna fiskinn fljótar en ella. Það leiðir aftur til að við erum fyrr búnir með hráefnið og því lítur allt út fyrir að við verðum hráefnislausir einhvern tímann á morgun og þurfum að senda allt starfsfólk heim. Það er ekki útlit fyrir að næsti togari komi inn fyrr en eftir helgi þannig að vinna fell- ur niður þangað til. Það er rangt hjá Valdimari Bragasyni, útgerðarstjóra að samkomulag vinnslu og útgerðar hljóði upp á 50-70 tonn á viku. Þessi tala á aðeins við um lág- mark til frystingar en þá er salt- fiskverkun eftir og í heild þarf vinnslan 80-120 tonn á viku,“ sagði Gunnar Aðalbjörnsson, frystihússtjóri í gær. JÓH Kartöfluverksmiðjan á Svalbarðseyri: Framleiðsla hefst senn Engin framleiösla hefur veriö í kartöfluverksmiðjunni á Sva!- barðseyri síöan í júní í sumar. Þá var verksmiðjan stöðvuð þar sem miklar birgðir voru til af unnum kartöflum en að sögn Guðmundar Ingólfsson- ar, framkvæmdastjóra Kjör- lands hafa birgðir minnkað og verksmiðjan mun því fara í gang á næstunni. Verið er að setja upp ný tæki í kartöfluverksmiðjunni, svokallað blancer-tæki sem notað er til að forsjóða kartöflurnar. Forsuða er mikið notuð á grænmeti til að drepa niður yfirborðsgerla en í þessu tilfelli nýtist hún til að sjóða sykur úr kartöflunum. Með þessari meðferð sagði Guð- mundur að gæði kartaflnanna yrðu meiri. Guðmundur sagði að talsverð- ar birgðir væru enn til í verk- smiðjunni þó svo að nokkuð væri gengið á birgðirnar síðan í sumar. Verksmiðjan mun vænt- anlega fara í gang fljótlega eftir að nýju tækin hafa verið sett niður. Sjö manns starfa við fram- leiðslu í verksmiðjunni þegar hún verður gangsett á ný. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.