Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 13
hér & þar 2. desember 1987 - ÐAQUR - 13 i l Draumur flestra bílaáhugamanna er að eignast bíl sem kalla má „alvörubíl". Ekki er til nein ákveðin uppskrift að „alvörubíln- um“, en þó má finna sitthvað sem einkennir hann. Þó er eitt helsta einkennið að bíllinn er það dýr að fáir hafa ráð á að kaupa liann! í bæklingi sem General Motors sendi frá sér í haust um 1988-lín- una af framleiðslu fyrirtækisins kennir að vonum margra grasa. Þar er um að ræða a.m.k. 23 gerðir bifreiða; fólksbíla, jeppa og sendibifreiðir. Hægt er að velja um sæg aukahluta í hvern bíl, auk þess er hægt að fá bílana sérmálaða - „custom painted" - og er það ekki til að lækka verðið. Álfelgur, pústflækjur og ýmsir aukahlutir í vélar bílanna eru daglegt brauð, ef svo má að orði komast. Skoðum í gamni einn bíl sem hefur vakið athygli og átt vin- sældum að fagna allt frá því hann kom fyrst á markað á 6. áratugn- um. Chevrolet Corvette árg. 1988 er með þekktum línum en þó er eitthvað nýtt og frísklegt við þennan vinsæla sportbíl, sem kallaður hefur verið draumabíll amerískra unglinga. Bíllinn er með 5,7 lítra vél standard. Að sjálfsögðu er rafeindastýrð bein innspýting á bensíni og sjálfskipt- ing með overdrive. Bíllinn er framdrifinn og fer hann auðveld- lega yfir 200 km hraða á klst. Chernkt Comtte 1988 Að öðru leyti eru þessar upp- lýsingar gefnar um tæknileg atriði og búnað: Loftkæling, aflstýri, aflhemlar á öllum hjólum, raf- drifnar rúður, fullkominn hljóm- flutningstæki með sjálfvali og fjórum hátöl- urum, Bosch ABSII „anti -lock“ hemla- kerfi, sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum, sérhann- að fjöðrunar- og demparakerfi úr hertu áli og fíberglass-efnum, rafmagnslæsingar, sjálfvirk bens- íngjöf (electric speed control with resume speed), bíltölva, leðurvafið stýri og búnaður til að eyða móðu af öllum rúðum, einn- ig hliðarrúðum. Mál (í tommum): Hjólabil 96,2. Lengd 176,5. Breidd 71,0. Rúmtak farangursgeymslu 17,9 rúmfet. Bensíntankur tekur um 20 gallon. Hægt er að velja um tvær gerðir, Coupe og Convertible (opinn með blæju). Coupe- gerðin, nánar tiltekið Corvette IYY67, kostar kr. 2.720.000.- Verðið er miðað við gengi í nóvember. Afgreiðslutími frá verksmiðju er 3-4 mánuðir frá pöntun. nl dagskrá fjölmiðla SJONVARPIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. desember 17.50 Ritmálsíréttir. 18.00 Töfraglugginn. Guðrún Marinósdóttir og Her- mann Páll Jónsson kynna gaml- ar og nýjar myndasögur fyrir börn. 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Steinaldamennirnir. Bandarískur teiknimyndaflokk- ur. 19.30 Gömlu brýnin. (In Sickness and in Health). Breskur gamanmyndaflokkur um noldursegginn Alf og eigin- konu hans, Elsu. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Áhrif. Þátturinn fjallar um ýmiss konar áhrif á íslendinga og þjóðlífið, svo sem menningaráhrif, áhrif tækniframfara, erlend áhrif o.s.frv.. 21.30 Leiftur frá Líbanon. (Lightning Out of Lebanon.) Ný, bresk heimildamynd sem fjallar um átökin í Líbanon. Tal- að er við leiðtoga Sjíta, Hussein Mussawi, sem hefur ekki fyrr gefið vestrænum sjónvárps- stöðvum kost á viðtali. Einnig er fjallað um starfsemi öfgahópa og öryggisvörslu við flugvöllinn í Beirút. 22.20 Kolkrabbinn. (La Piovra.) Lokaþáttur spennumynda- flokksins um Cattani lögreglu- forningja og viðureign hans við Mafíuna. Atriði í myndinni eru ekki talin við hæfi ungra barna. 23.15 Útvarpsfróttir í dagskrár- lok. SJONVARP AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 2. desember 16.25 Leiktímabilið. (1.000000 $ Infield.) Hugljúf mynd sem fjallar um eitt leiktímabil hornaboltaleik- manna, störf þeirra og mislán- samt einkalíf. Aðalhlutverk: Rob Reiner, Bob Constanzo, Christofer Guest og Bruno Kriby. 18.15 Smygl. (Smuggler.) 18.45 Garparnir. 19.19 19:19. 20.30 Morðgáta. (Murder she Wrote.) 21.25 Mannslíkaminn. (The Living Body.) Hæfni mannsins til þess að taka ákvarðarnir er líklega sá hæfi- leiki sem tryggt hefur framgang kynstofnsins. En það að taka rétta ákvörðun á réttum ðmá byggist nauðsynlega á* því hvernig heilafrumurnar virka. Það er hinn virti læknir prófessor Christian Barnard sem er læknisfræðilegur ráðunautur þessara þátta en þýðandi og þulur er Páll Heiðar Jónsson. 21.50 Af bæ í borg. (Perfect Strangers.) 22.20 Handtökuskipun. (Operation Julie.) 23.15 Auga nálarinnar. (Eye of the Needle.) Árið 1940 hlerar breska leyni- þjónustan skeyti til Þýskalands, maður myrðir leigjanda sinn, nýgift hjón farast í bflslysi og hús sagnfræðings springur í loft upp. Hvernig tengjast þesir atburðir? Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Ken Follett. Aðalhlutverk: Donald Suther- land og Kate Nellingan. Bönnuð börnum. 01.05 Dagskrárlok. © RÁS 1 MIÐVIKUDAGUR 2. desomber 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Kristni Sigmundssyni. 8.45 íslenskt mál. 9.00 Fréttir. 9.03 Jólaalmanak Útvarpsins 1987. Flutt ný saga eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur og hugað að jólakomunni með ýmsu móti þegar 22 dagar eru til jóla. Umsjón: Gunnvör Braga. 9.30 Upp úr dagmálum. 10.00 Fróttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar • Tonlist. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynn- ingar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Unglingar. 13.35 Miðdegissagan: „Sól- eyjarsaga'* eftir Elías Mar. 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Harmonikuþáttur. Umsjón: Einar Guðmundson og Jóhann Sigurðsson. (Frá Akureyri). 14.35 Tónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Landpósturinn - Frá Vest- fjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermanns- son. 15.43 Þingfréttir. Tilkynningar. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Tilkynningar. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Haydn, Schumann og Schubert. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið - Efnahagsmál. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Glugginn - Menning í útlönd- um. 20.00 Nútímatónlist. 20.40 Kynlegir kvistir - Tika- Mangi. 21.10 Dægurlög á milli stríða. 21.30 Aðtaili. Jón Þ Þór flytur skákþátt. 22.00 Fréttir • Dagskrá morgun- dagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Sjónaukinn. Af þjóðmálaumræðu hérlendis og erlendis. 23.10 Djassþáttur. Jón Múli Ámason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. ■Il MIÐVIKUDAGUR 2. desember 7.03 Morgunútvarpið. Tíðindamenn Morgunútvarpsins úti á landi, í útlöndum og í bæn- um ganga til morgunverka með landsmönnum. Miðvikudagsgetraunin lögð fyrir hlustendur. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Gestaplötusnúður kemur í heim- sókn. Umsjón: Kristín Björg Þorsteins- dóttir. 12.00 Áhádegi. Dægurmálaútvarp á hádegi hefst með fréttayfirliti. Stefán Jón Hafstein flytur skýrslu um dægurmál og kynnir hlustendaþjónustuna, þáttinn „Leitað svars" og vettvang fyrir hlustendur með „orð í eyra". Sími hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 A milli mála. M.a. talað við afreksmann vik- unnar. Umsjón: Gunnar Svanbergsson. 16.03 Dagskrá. Ekki er ólíklegt að svarað verði spurningum frá hlustendum og kallaðir til óljúgfróðir og spak- vitrir menn um ólík málefni auk þess sem litið verður á framboð kvikmyndahúsanna. 18.00 íþróttarásin. Arnar Björnsson lýsir leik íslend- inga og Júgóslava í handknatt- leik á Pólmótinu í Osló. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. Umsjón: Samúel Örn Erlingsson. 22.07 Háttalag. Umsjón: Gunnar Salvarsson. 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Guðmundur Benediktsson stendur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. RÍKlSUIVARPfÐ ÁAKUl ^AKUREYRN Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. MIÐVIKUDAGUR 2. desember 8.07-8.30 og 18.03-19.00. Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Margrét Blöndal. fljóðbylgjan FM 101,8 MIÐVIKUDAGUR 2. desember 08-12 Olga Björg Örvarsdóttir og rólegheit í morgunsárið. Afmæliskveðjur og óskalög. 12- 13 Ókynnt tónlist i hádeginu. 13- 17 Hinn fjallhressi stuðkarl Pálmi „Bimbó" Guðmundsson leikur gömlu, góðu tónlistina fyr- ir húsmæður og annað vinnandi fólk. 17-19 íslensk tónlist í öndvegi meðan verið er að undirbúa kvöldmatinn. Stjóm- andi Ómar Pétursson. 19- 20 Tónlist á meðan kvöldmaturinn rennur niður. 20- 24 Kvöldskammturinn. Marinó V. Marinósson á léttum nótum. Fréttir klukkan 10.00, 15.00 og 18.00. 989 BYLGJAN MIÐVIKUDAGUR 2. desember 07.00-09.00 Stefán Jökulsson og morgunbylgjan. Stefán kemur okkur réttum meg- in fram úr með tilheyrandi tón- list og lítur yfir blöðin. 09.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir á léttum nótum. Morgunpoppið allsráðandi, afmæliskveðjur og spjall til hádegis. Og við lítum inn hjá hyskinu á Brávallagötu 92. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt hádegistónlist og sitthvað fleira. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og síðdegispoppið. Gömlu uppáhaldslögin og vin- sældalistapopp i réttum hlutföll- um. 17.00-19.00 Hallgrímur Thor- steinsson i Reykjavík síðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttimar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. 19.00-21.00 Anna Björk Birgis- dóttir. Bylgjukvöldið hafið með tónlist og spjalli við hlustendur. 21.00-23.55 Öm Árnason. Tónlist og spjall. 23.55-01.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. Miðvikudagskvöld til fimmtu- dagsmorguns. Ástin er alls staðar. Tónlist, ljóð, dægurlagatextar, skáldsögubrot o.fl. 01.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. - Bjami Ólafur Guðmundsson. Tónlist og upplýsingar um flug- samgöngur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.