Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 2. desember 1987 2. desember 1987 - DAGUR - 9 Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík hóf starfsemi sína 10. október 1947. Samlagsstjóri var Har- aldur Gíslason mjólkur- fræðingur og gegndi hann stöðunni þar til hann féll frá síðla árs 1984. Þann 20. nóvember sl. þáði fjöldi manns boð um að heimsækja mjólk- ursamlagið og þiggja veitingar í tilefni af 40 ára afmæli þess. Dagur mætti í afmælisveisluna og tók þá myndirnar sem birt- ast hér í opnunni. Einnig var rætt við fjóra starfsmenn sam- lagsins, fyrst við Hlífar Karls- son sem tók við starfi samlags- stjóra 1. mars 1985. Hlífar er fæddur og uppalinn á Húsavík og hefur lengst af búið hér, 18 ára hóf hann störf í mjólkursamlaginu. „Til að byrja með vann ég hérna og kynntist þessu en svo var mér boðinn samningur. Það var ekkert sem vakii áhuga minn frekar, ég hafði aðeins komið við í pylsugerðinni, ég vissi að ég var ekki góður smiður og langaði ekki til að verða múrari en þetta var það helsta sem manni stóð til boða að læra hér á þessum tíma. Ég sló því til og skellti mér í mjólkurfræðina og mér hefur alltaf fundist gaman að vinna við þetta. Það má segja að þetta sé lifandi starf, hér er unnið með líf- ræn efni.“ Hlífar fór til Danmerkur vorið 1967 og lauk þar námi ári síðar, 1976 hélt hann til framhaldsnáms í Danmörku og lauk mjólkur- tækninámi, eftir það kom hann heim aftur og tók við ostagerð samlagsins. - Mjólkursamlagið hefur hlot- ið verðlaun og viðurkenningar fyrir osta, varst þú ekki heilmikill ostameistari? „Jú, alveg rosalegur ostameist- ari. Nei, nei, en mér fannst þetta skemmtilegasta vinnan, var búinn að vinna við alla þætti framleiðslunnar. Það er ekki einn maður sem gerir osta heldur er þetta hópvinna en það er rétt að við höfum fengið verðlaun á þeim ostasýningum sem við höf- um tekið þátt í. Á ostasýningu í Danmörku fengum við viður- kenningarskjal en ekki verðlaun enda voruin við ekki formlegir þátttakendur þótt við fengjum að vera með. Einnig tókum við þátt í alheimsostasýningu fyrir tveim KAUPFELAGS ÞINGEYINGA en við gætum tekið á móti meiri mjólk en við gerum í dag. Það sem gildir nú er að halda sér alltaf í takt við tímann, að vera með í því sem er að gerast og láta vita að við séum til. Hér vinna 24 starfsmenn þar af 6 m j ólkurfræðingar. “ - Ertu heppinn með starfslið- ið? „Já, hér er ekki mikið um breytingar á starfsliði. Það er ákveðinn kjarni sem hér hefur unnið saman og endurnýjast á eðlilegan hátt, þetta finnst mér benda til þess að vinnustaðurinn sé góður, mórallinn góður og starfsvettvangurinn góður.“ - Varstu ánægður með daginn sem haldið var upp á 40 ára afmælið? „Afmælið var stórkostlegt, ég held að við höfum fengið rúm- lega 1000 gesti. Hingað kom fólk bæði úr bænum og sveitunum. Ég hefði gjarnan viljað sjá meira af bændafólkinu en við erum svo miklir bæjarbúar að afmælið var auglýst heldur seint og grunur leikur á að sumir hafi ekki frétt af þessu fyrr en sama dag og þá hafi verið of seint fyrir þá að gera ráð- stafanir til að komast í veisluna. En við munum bæta úr þessu og auglýsa næsta afmæli tímanlega svo enginn missi af því. Við höf- um ekki áður haft svona opið hús en þetta þarf að gera oftar, þetta mæltist vel fyrir og svona sam- band við neytendur er ómetan- legt.“ - Fannst þér mörgum koma á óvart það sem hér fer fram? „Já, mér fannst það. Segja má að margir sem vinna hérna sjái ekki mjólkina fyrr en þeir opna fernuna heima á eldhúsborði, hér er allt orðið svo tæknivætt en það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því. Dagurinn var dýrlegur og ég hallast að því að við mun- um taka upp þann sið að hafa einhvers konar mjólkurdag í framtíðinni. Þá getum við sýnt fólki hvað við erum að gera, ekki síst yngstu kynslóðinni. Fjöldi ungra sveina lýsti því yfir að hér ætluðu þeir að vinna þegar þeir yrðu stórir. Ég sagði að það væri gott og blessað en að hér ynni enginn sem ekki drykki mjólk og þá voru þeir komnir með mjólk- urfernur í hendurnar alveg um leið. Ég á ekki von á að hér verði neinn hörgull á starfsmönnum í framtíðinni, enda er yfirleitt langur biðlisti með umsóknum um vinnu hjá okkur.“ IM im ARA Hermann Jóhannsson ostameistari: „Okknr vantar eina miDjón mimna“ Hermann Jóhannsson mjólk- urfræðingur er ostameistari Mjólkursamlags KÞ. Hann hóf störf hjá samlaginu 1972 og fór á samning sama ár. 1976 hélt hann til Danmerkur og var þar við nám í eitt ár, 1983 fór hann aftur til Danmerkur og lauk þá námi við mjólkurtækniskóla. „Það hefur alltaf verið svolítið sérstakt að vinna hérna, það sýn- ir sig á því að fjölda margir menn hér eru komnir á þriðja tuginn með starfsaldur og einn er kom- inn á fimmta tuginn. Þó nokkrir hafa unnið hér nánast frá því að þeir byrjuðu að vinna, þannig að það híýtur að vera eitthvað sem heldur í menn. Mér finnst vinnu- tíminn hérna góður og þegar maður er búinri að læra er visst öryggi við að vera í þessu, ekki svo auðvelt að hlaupa í eitthvað annað sem er kannski ekki eins öruggt." - Er gaman að búa til ost? „Maður fær hálfgerða leið á þessu svona tíma og tíma, það hlýtur að gerast í öllum störfum. Þetta er dálítið krefjandi og mað- ur er nánast með lifandi vöru, hún þarf sinn tíma til að þroskast og ekki er vitað um niðurstöðuna af framleiðslunni í dag fyrr en eftir þrjá mánuði. Það er erfitt eftir á að leiðrétta mistökin svo maður verður að reyna að vanda sig í upphafi, en í þessu, eins og öðru, má alltaf búast við ein- hverjum áföllum. Númer eitt, tvö uaiiigciimi. Hermann Jóhannsson. og þrjú er að hafa góðan mann- skap með sér við ostageröina." - Þú hefur gert osta sem þið hafið fengið viðurkenningar fyrir. „Samlagið hefur fengið viður- kenningar, ég er vel upp alinn í þessu þannig, að mestum hluta til hef ég unnið við ost og er búinn að vinna við þetta í 12-13 ár núna. Það er alltaf gaman að ná árangri og í flestum tilfellum kemur hann manni jafnvel tölu- vert á óvart. Mér finnst við í þessu samlagi ekki vera alveg samkeppnisfærir við stærstu búin, við höfum hreinlega ekki það góðan tækjabúnað. Ef við náum uppundir það sem þeir á Sauðarkróki og Akureyri ná þá er maður ánægður. í ostadæmingu ræður líka heppni að töluverðum hluta. Þú veist að þú átt góða lög- un og 100 ostar eru eftir af henni en þú mátt bara pikka út einn og hann fer í dæmingu. Fyrirfram veist þú ekkert um hvernig þessi einstaki eini er, hann getur alltaf verið með einhverjum smágöll- um þó að hinir séu góðir.“ - Hver er þinn uppáhaldsost- ur? „Goudaosturinn 26% er sá ost- ur sem mest snýst í kringum hérna og það er sá ostur sem ég borða mest af.“ Mjólkursamlagið. MJÓLKURSAMLAG Hlífar Karlsson með vinkonu sinni Jónu Kristínu Gunnarsdóttur. Sigurjón Benediktsson, Hlífar Karlsson og Kristbjörn Árnason. - Hefurðu áhuga á einhverj- um nýjungum? „Já, maður hefur alltaf áhuga á nýjungum en spurningin er hvað hægt er að gera því flestar nýjungar krefjast töluvert mikilla fjárfestinga. Við erum ekki nema um 240 þúsund og okkur vantar eina milljón munna í viðbót til að borða afurðirnar svo hægt sé með góðri samvisku að fara út í fjár- festingar á tækjum og tólum til að byrja á einhverju alveg nýju og verulega spennandi.“ IM árum í Bandaríkjunum, þar feng- um við 97,6 stig af 100 möguleg- um, það fengu Sauðkrækingar líka og Mjólkursamlagið á Sel- fossi fékk 98 stig fyrir smurost.“ - Hvaða ostur finnst þér best- ur af þeim sem þið framleiðið? „Við framleiðum náttúrlega ekkert nema góðan ost. Þó er einn ostur sem við framleiðum sem mér finnst fólk ekki gera sér grein fyrir hvað er góð vara en það er tilsitterosturinn. Mér finnst hann mjög vanmetinn í ostaflóru íslendinga. Eins er það með mysuostinn því það er sér- staklega hollur ostur.“ - Var ekki erfitt að taka við þessari stöðu eftir Harald sem í augum margra var nokkurs konar faðir fyrirtækisins? „Jú, hann var að mörgu leyti ákaflega sérstæður maður og setti mjög persónulegan svip á fyrir- tækið sem hann var búinn að byggja upp frá grunni og hann gerði hér ómetanlega hluti. Þar fyrir utan var hann einstaklega skemmtilegur maður og öllum ógleymanlegur sem honum kynntust.“ - Hvernig gengur rekstur sam- lagsins í dag? „Hann hefur gengið mjög vel Hlífar Karlsson samlagsstjóri: Hlifar Karlsson sanilagsstjóri. þessi tvö ár. Framtíðin er alltaf óviss en maður vonar hið besta og reynir að gera sitt besta. Að undanförnu höfum við verið að Ijúka við uppbyggingu, hér vant- aði hús fyrir mjólkurmóttöku, kyndistöð var inni í miðju húsi og var alltaf á undanþágu. Bæði frá heilbrigðis- og öryggissjónarmiði mátti hún ekki vera staðsett þarna og nú erum við búnir að byggja mjólkurmóttöku og kyndistöð. Ég sé ekki að við komum til með að byggja meira í náinni framtíð, mjólkurmagn er frekar á niðurleið heldur en hitt Hlífar Karlsson og Sigtryggur Árnason Litlu-Reykjum. ,,Að halda sér afltaf í takt við tímann“ Jóhannes Guðmundsson á fullu spani. Við vélina sem pakkar súrmjólkinni. Þorkell Bjömsson mjólkurfræðingur: „Súrmjólk besta maga- meðal sem til er“ „Ég byrjaði að vinna hérna í tilefni af frostavetrinum mikla 1968, en sem stráklingur vann ég hér á sumrin, það var 1964- 5,“ sagði Þorkell Björnsson mjólkurfæðingur. Hann fór á samning hjá samlaginu en lauk síðan námi í Danmörku. - Er gaman að vinna við mjólk? „Aðvitað er það gaman, þetta er lifandi efni og það skiptir máli hvernig það er meðhöndlað. í gamla daga voru menn með mjólk í hinum og þessum ílátum og skildu ekkert í því að hún var ekki góð, þá voru þeir ekkert að pæla neitt sérstaklega í hreinlæt- inu. Auðvitað er það fyrst og fremst hreinlætið sem skiptir máli, það sést á þeirri vöru sem við erum að framleiða í dag, þetta er allt önnur vara en sú sem við vorum að framleiða fyrir 15- 20 árum.“ Þorkell Björnsson mjólkurfræð- ingur. - Hvað finnst þér mest gaman að vinna við? „Það er gaman að vinna við framleiðslu sem líkar vel. Eins og hina heimsfrægu Húsavíkurjóg- úrt, það er gaman að framleiða þannig vöru sem fólk vill borða.“ - Er þetta góður vinnustaður? „Þegar menn eru búnir að vera hér eins lengi og ég þá stafar það annað hvort af því að vinnustað- urinn er góður eða maður er svo djöfull latur að maður nennir ekki öðru en að vera á þeim stað sem maður er búinn að koma sér fyrir á. Það er nú sennilega rétt að segja að staðurinn sé skemmtilegur, menn sem eru orðnir eins og mublur hér inni hljóta að vera hér vegna þess að þeir fá einhverja útrás fyrir sínar félagslegu þarfir á staðnum. Auðvitað er stórhættulegt að vinna svona lengi á sama stað og það ætti enginn að gera en þetta er nú einu sinni svona.“ - Drekkurðu mikla mjólk? „Ég drekk ekki mjög mikla mjólk en ét heil kynstur af súrum mjólkurvörum. Það er hlutur sem ég held að menn ættu að gefa miklu meiri gaum, þessar súru mjólkurvörur eru svo heilnæmar, það er svo auðvelt fyrir melting- arvegi líkamans að taka upp vöru þegar fitan og próteinið er búið að breytast eins og það gerir við sýringuna. Þetta róar magann mjög mikið og þeir sem þola að drekka súra mjólk ættu að gera það því hún er besta maga- meðal sem til er í heiminum. Mér verður aldrei misdægurt, einfald- lega vegna þess að ég borða svona mikið af súrum vörum. Eitt árið tók ég mér frí hérna og vann við annað, þá drakk ég lítið af jógúrt og súrmjólk og það var ekkert líkt hvað mér leið miklu verr.“ IM Sjá næstu síðu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.