Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 2. desember 1987 Eitt sinn skáti. . . I ár eru liðin 70 ár síðan skáta- starf hófst á Akureyri. Um síð- ustu helgi stóðu skátar fyrir afmælishátíð í íþróttaskemm- unni á Akureyri þar sem skátaflokkar sýndu störf sín, sýndar voru myndir og munir úr skátastarfi, Hjálparsveit skáta sýndi búnað sinn og fleira var til skemmtunar. Af þessu tilefni fengum við þau Þorbjörgu Ingvadóttur og Tryggva Marinósson skáta í spjall um starfsemi skátahreyf- ingarinnar vítt og breitt. Ef verið er að skipuleggja ferðalag og ákveðið hefur verið aö steikja pylsur er verkefnunum skipt niður á hvern og einn í hópnum t.d. þannig að inn kem- ur með prímus og annar eldspýt- ur. Ef sá með eldspýturnar mætir ekki, er mikilvægur hlekkur brotinn. Þetta barn mun aldrei aftur gleyma sínum hlut og hefur þarna fengið ákveðna ábyrgðar- tilfinningu. Varðandi útilegur, mun barn sem mætir í gallabuxum og striga- skóm bara gera það einu sinni. „Lœrðum að lifa lífinu“ - Þorbjörg Ingvadóttir og Tryggvi Marinósson í spjalli Ljóst er að skátastarf hefur eflst á ný eftir lægð. Við spurðum Tryggva og Þorbjörgu hvort þau hefðu orðið vör við það. „Svona starfsemi byggir á því hvað fullorðið fólk vill leggja á sig. Upp úr 1970, þegar mikið var um að vera í þjóðfélaginu m.a. vegna bygginga og annars, misst- um við mikið af fullorðnu fólki. Við erum í raun í sömu aðstöðu nú en málið er, að erfiðara er að ná fullorðnu fólki til starfa nú. Samt gengur starfið óvanalega vel miðað við þetta. Mikill hugur er í yngra fólkinu okkar.“ - Hversu ung mega börn sem ganga í skátahreyfinguna vera? „Þau mega vera 7 ára. Á skáta- þingi í fyrra var þetta endanlega staðfest en við vorum búin að prófa þetta hér í 2 ár áður. Yngri börnin eru í svolítið öðruvísi starfi en þessari heföbundnu skátadagskrá. Við höfum sér- staka dagskrá fyrir börn 7-9 ára þar sem þau fá nasaþefinn af því sem er í vændum þegar þau verða 10 ára. Við teljum þetta vera bráðnauðsynlegan þátt til þess að viðhalda endurnýjun, því þarna byrja mörg börn og alltaf hættir um það bil helmingur aftur. Síðar þegar börnin eldast meira, detta enn fleiri út. Þegar við vorum að skoða skátastarf ofan í kjölinn, könnuðum við m.a. framboð á starfi fyrir börn. Þá kom í Ijós að 7 ára börn eru á millibilsástandi. Þau eru hætt í leikskólum og of ung til þess að byrja í íþróttum. Skátastarf er þess eðlis að það krefst mikils af þeim krökkum sem þar starfa. Því eldri sem þeir verða, því meiri verða kröfurnar. Þá gera flestir upp hug sinn hvort þeir vilja halda áfram eða ekki. Áhugamái geta breyst og þeir þroskast í aðrar áttir. Við höfum aldrei, undanfarin 3 ár, haft eins marga unglinga í starfi og nú. Þetta gefur til kynna að við séum með eitthvað sem höfðar til þeirra, jafnvel meira nú en undanfarin ár. Barn sem tekur þátt í skáta- starfi hverfur aldrei í fjöldann og er mikilvægur einstaklingur í hópnum. Skátastarf er byggt á valddreifingu þannig að allir hafi hlutverk." - Hvað er það sem heillar þessi börn? „Aðallega útilífið. Svo fá þau að kljást við hluti þarna sem þau fá ekki annars staðar. Sem dæmi þá fá börnin hugmynd og þau vinna sjálf við hana þar til hún verður að veruleika. Ef hug- myndin er ferðalag, vinna þau við að skipuleggja og undirbúa allt þar til ferðin er farin. Auðvit- að fá þau þá aðstoð sem þau þurfa. Af smærri verkefnum má nefna bíóferð. Þau ákveða í sam- einingu hvaða mynd skuli sjá, hver eigi að kaupa miðana o.s.frv. Seinna koma þau svo e.t.v. saman og endurskoða myndina á næsta fundi. Þarna fá þau miklu meira út úr ferðinni en bara að fara í bíó.“ - Nú hafið þið starfað með skátahreyfingunni frá því þið voruð börn. Hvað finnst ykkur þið hafa lært á þessum? „Að lifa lífinu! Það er eigin- lega eina svarið. Einnig hlýtur að vera eitthvað við þetta sem fær fjölskyldufólk eins og okkur til þess að gefa tíma í starfið fyrir utan fullan vinnudag. Við teljum okkur vera að miðla einhverju til barna og unglinga sem virkilega þarf að komast á framfæri. Þarna læra börn ýmis smáatriði sem koma öllum til góða. Það er t.d. framkoma og tjáning bæði skriflega og munnlega. Við reyn- um að efla með þeim sjálfstæði og ábyrgðartilfinningu. Það lærir að gallabuxur sem t.d. blotna eru kaldar og þorna ekki. Sömu sögu er að segja um striga- skó og barnið kemur í stígvélum næst. Þarna hefur barnið lært, að klæða sig í útilegu eftir veðri. Þetta er mjög þroskandi því það lærir á mistökunum. Þarna má segja að skýrist hug- takið: „Eitt sinn skáti, ávallt skáti.“ Þú býrð að því sem þú lærir í skátahreyfingunni alla ævi. Langflestir sem kynnst hafa skátastarfi, þó ekki sé nema í stuttan tíma segja að þeir hefðu alis ekki viljað verða af þeirri reynslu.“ - Er skátastarf í gangi allt árið? „Já en að vísu með hléum því árið skiptist í þrjú tímabil með mánaðarhléi á milli." - Geta allir, án tillits til aldurs, gengið í skátahreyfinguna hvenær sem er? „Já, svo framarlega sem þeir eru orðnir 7 ára. Þetta er kostur- inn við nýja kerfið okkar sem samþykkt var á síðasta ári. Áður ef t.d. 15 ára unglingur ætlaði að ganga í skátahreyfinguna, þurfti hann að byrja að lesa efni fyrir 11 ára börn. Nú gengur viðkomandi beint inn í sinn árgang." - Er margt fullorðið fólk sem starfar með ykkur? „Nei, því miður. Þetta er stærsti gallinn, því það væri afskaplega ánægjulegt fyrir okk- ur ef einhverjir af þessum eldri skátum kæmu okkur til aðstoðar og stuðnings. Það er aldrei neinn of gamall til þess að koma inn. Við erum ekki endilega að fara fram á að fólk komi og fari að æða upp á fjöll í útilegur eða vera með sveit eða flokk. Fólk sem vill koma í hreyfing- una getur haft samband við skrif- stofuna í Hvammi sem er opin virka daga frá kl. 17.00-19.00.“ VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.