Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DÁGlÍR - 2. 'desember 1987 Skólanefnd Akureyrar: Rætt um tengsl skola og Á fundi Skólanefndar Akur- eyrar 23. nóvember var m.a. fjallaó um tengsl skóla og for- eldra. Rætt var um tillögur frá skólastjórum um nauðsyn á auknu svigrúmi til að sinna for- eldrasamstarfi. Eftirfarandi til- laga var samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum: „Á síðustu árum hafa auknar kvaðir verið lagðar á skólana foreldra varðandi tengsl og samstarf við forráðamenn nemenda, sem m.a. falla á starfsemi utan dagvinnu- tíma. Skólanefnd Akureyrar beinir þeim tilmælum til ríkisvaldsins, að í samningum við kennara- samtökin verði í framtíðinni tek- ið aukið tillit til þessara kvaða, þannig að skólarnir geti betur sinnt þessum þáttum.“ SS Uppsagnir póstmanna: Hafa umhugsunar- frest til áramóta „Tillögum okkar um endur- skoðun póstnámsins var vel tekið af ráðuneytismönnum en launamat á þessu námi verður forgangsverkefni við gerð næstu kjarasamninga. Okkur Fréttatilkynning frá Bygginga- fræðingafélagi íslands Staðfestur hefur verið í Hæsta- rétti dómur undirréttar, Arki- tektafélag íslands gegn þremur byggingafræðingum og Félags- málaráðherra, þar sem réttur byggingafræðinga til að árita aðaluppdrætti stendur óhaggað- ur. I máli þessu sóttu arkitektar að ná einokun á rétti til að árita aðaluppdrætti og drógu þar með óréttmæta sérréttindabaráttu sína fyrir dómstóla. Yfirleitt láta menn sér nægja að reka slíka sérréttindabaráttu á öðrum vettvangi og lýsir Bygg- ingafræðingafélag Islands furðu sinni, á þessháttar vinnubrögð- um. í stað þess að ala á tor- tryggni, væri nær að efla samstarf löggiltra hönnuða og stuðla þannig að bættri hönnun mann- virkja. hefur alltaf fundist póstnámið vera vanmetið og vonandi verður breyting til batnaðar hvað það varðar,“ sagði Torfi Þorsteinsson, varaformaður Póstmannafélags íslands. Nokkuð margir póstmenn sögðu upp störfum í haust og var ætlunin að uppsagnirnar tækju gildi 1. desember. Það reyndist þó ekki löglegt miðað við dag- setningu uppsagnanna. Torfi kvað það persónulegt mat hvers og eins hvort við uppsagnirnar yrði staðið og umhugsunarfrestur væri til áramóta. Þó vissi hann til að einhverjir þeirra póstmanna sem sögðu upp væru að hugsa um að vera áfram. „Ein tillaga okkar í átt til auk- innar vinnuhagræðingar er að námi verði komið á fyrir alla sem hefja störf við póstinn til gð minnka leiðbeiningaskyldu reyndari starfsmanna. Með námskeiðahaldi fyrir nýliða myndi miklu vera létt af faglærð- um starfsmönnum. En því verður ekki neitaö að póstmenn þurfa mikla leiðréttingu launa sinna og þeir hafa dregist verulega aftur úr viðmiðunarstéttum sínum, t.d. bankamönnum með sambærilega menntun og starfsreynslu. Þetta má að hluta rekja til óheppilegs starfsmats sem framkvæmt var um 1970 og við höfum þurft að berjast við síðan,“ sagði Torfi Þorsteinsson. EHB Dreifbýlisdjass í Heita pottinum „Við ætlum að spila dreifbýlisdjass í Heita pottinum,“ sagði Ingimar Eydal þegar við hittum hann á Akureyrarflug- velli. Ingimar var þar ásamt Grími Sigurðssyni og Halldóri Haukssyni og biðu þeir félagar eftir flugi til Reykjavíkur. En hvernig er dreifbýlisdjass? Ekki stóð á svarinu. Ingimar sagði að hann væri með alþýðlegu yfirbragði. „Þetta er nokkurs konar samvinnudjass. Þú veist að það er annar þankagangur hjá dreifbýlismönnum hvað varðar ýmis aðal- atriði,“ sagði þessi óskráði konungur Islenskra dægurlagaspilara og hvarf á braut. Á myndinni eru f.v. Grímur, Ingimar og Halldór. Mynd:áþ Skoðanakönnun Morgunblaðsins: Kvennalisti og Framsókn auka fylgi sitt verulega Félagsvísindadeild Háskóla íslands gerði nýlega skoðana- könnun á fylgi stjórnmála- flokkanna fyrir Morgunblaðið. Könnunin var gerð dagana 14.- 24. nóvember og meginnið- urstaða hennar er að Kvenna- listinn fengi 17,3% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. Kvennalistinn fékk 10,1% í alþingiskosningunum í vor og bætir því verulega við sig, ef marka má könnunina. Fram- sóknarflokkur bætir einnig stöðu sína, hann fengi 23,2% en fékk 18,9% í vor. Sjálfstæðisflokkur bætir lítillega við sig, fengi 28,6% en var með 27,2%. Alþýðuflokkur, Borgaraflokk- ur og Álþýðubandalag tapa fylgi, samkv. könnuninni. Fylgi Alþýðuflokksins er nú 12,4% en var 15,2% í síðustu kosning- um. Borgaraflokkur fengi nú 6,5% en var með 10,9%, tapar 4,4%. Alþýðubandalag er með 9,9% en var með 13,4%. Samtök jafnréttis og félags- hyggju fengju nú 0,1% á lands- vísu en voru með 1,2%. Flokkur mannsins fær 0,7% en var með 1,6% í kosningum. Þjóðarflokk- ur fengi 0,2% en var með 1,2%. Aðeins einn aðili kvaöst ætla að kjósa verkamannaflokk, ef slíkur yrði stofnaður. Niðurstöður könnunarinnar eru, í stórum dráttum, á þá leið að smáflokkarnir tapa allir fylgi yfir til stóru flokkanna. Alþýðu- bandalagið virðist ekki vera á uppleið úr öldudalnum og Al- þýðuflokkur fær slæma útreið. Mörgum þykir líklegt að Sjálf- stæðisflokkur sé nú smám saman að fá til baka fylgið sem fór yfir til Borgaraflokks. Fylgisaukning Framsóknarflokks er mikil á landsvísu. Könnunin náði til 1500 ein- staklinga á aldrinum 18-75 ára, af öllu landinu. 5,9% kjósa ekki, 3,2% skila auðu, 6,5% neita að svara og 12% eru óákveðnir. EHB Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur hafið sölu á grenigrcinum og jólatrjám. Að venju hafa þeir hjá Skógræktinni komið sér fyrir í miðbæ Akureyrar og þar geta bæjarbúar og aðkomufólk fengið ilmandi greinar og gullfalleg tré. Mynd: TLV Rannsoknastofnun fiskiðnaðarins: Tilraunir með meltu- vinnslu í skipum - í samvinnu við fyrirtæki á Akureyri A vegum Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins er að fara af stað tilraun með meltuvinnslu í Krossanesi. Tilgangur tilraun- anna er að leita leiða til meltu- vinnslu um borð í skipum. Tæki eru fengin að láni frá ýmsum erlendum framleiðend- um, Krossanesverksmiðjan leggur til húsnæði og mann- skap við tilraunirnar og SIipp- stöðin sér um uppsetningu tækjanna. Einnig tekur Utgerðarfélag Akureyringa þátt í verkefninu. Hráefni í meltu er ýmiss konar fiskúrgangur eða heill fiskur. Hráefnið er hakkað og saman við það blandað maurasýru sem drepur skaðlegar bakteríur og gerla. Lífhvatar í efninu sjálfu vinna að niðurbroti þess. í raun er þetta sama ferli og fer fram í maga manna og dýra við melt- ingu og þaðan er nafnið komið. Framhald vinnslunnar felur í sér að taka fituna úr og eima úr henni vatn. Afurðir meltu- vinnslunnar eru því lýsi og meltu- þykkni sem inniheldur sömu prótein og fiskimjöl. Afurðirnar eru notaðar í dýrafóður. Meltuvinnsla er ekkert nýnæmi og var til að mynda rekin í Krossanesi síðastliðinn vetur. Það sem nú á hins vegar að gera tilraunir með er að finna hentuga leið til að koma þessari vinnslu fyrir um borð í fiskiskipum. Þá er aðallega horft til frystiskipanna en á þeim fellur til mikið magn af fiskúrgangi sem núna er hent í hafið. Meltuvinnsla var á sínum tíma reynd um borð í frystitogar- anum Frera en það tókst ekki vel. Til stóð að setja meltu- vinnslu um borð í Sléttbak en frá því var horfið af fyrrgreindri ástæðu. Að sögn Geirs Zoéga fram- kvæmdastjóra Krossanesverk- smiðjunnar er gert ráð fyrir að fyrstu niðurstöður tilraunanna liggi fyrir í desember. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.