Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 3. desember 1987 Húsavík: Helgarruslið fer Húsvíkingar eru greinilega duglegir að taka til hjá sér um helgar því þegar Baldur Ingv- arsson sorpbrennslumaður mætti til vinnu sinnar á mánu- dagsmorguninn biðu hans tveir fullir gámar af rusli og auk þess var myndarlegur ruslahaugur framan við gámana. Gámarnir tveir eru við sorp- brennslustöðina til þess að fólk geti sett í þá brennanlegt rusl á þeim tímum sem stöðin er ekki opin. Baldur sagðist furða sig á því hve fólk kæmi sjálft með mik- ið af rusli að stöðinni, sorp væri hreinsað úr bænum vikulega en þá bærust alltaf margir hálftómir ruslapokar í stöðina. Baldur sagði að yfirleitt væri komið með mikið af rusli um helgar, oft meira en um síðustu helgi, stundum væri verr gengið Könnun á rekstrarvanda fyrirtækja í ullariðnaði: Úr prjónadeild. Mynd: EHB Mikilvægt að na Samkvæmt beiðni iðnaðar- ráðuneytis gerði Þjóðhags- stofnun athugun á rekstri og efnahag nokkurra fyrirtækja í ullariðnaði. Starfshópur mat lauslega stöðu sauma- og prjónastofa og líklega þróun í framtíð m.a. á grundvelli Jólaferðalög: Uppselt til Kanaríeyja síðla sumars Alltaf eru það einhverjir sem kjósa að dvelja erlendis um jólin. Flestir leita til sólarlanda á þessum árstíma, utan þeirra sem bregða sér í innkaupaferð- ir til Skotiands eins og vinsælt er um þessar mundir. Gísli Jónsson hjá Ferðaskrif- stofu Akureyrar sagði að ein- hverjir tugir Norðlendinga færu til Kanaríeyja um jólin. Práttfyr- ir aukið framboð á þessum ferðum, sagði hann að eftirspurn hefði ekki aukist í samræmi við það. Yfirleitt væri það sama fólk- ið sem færi ár eftir ár og væri það helst fólk um og yfir miðjum aldri. Hjá Samvinnuferðum Landsýn fengust þær upplýsingar að færri hefðu komist þar að í Kanarí- eyjaferðir en vildu. Uppselt hefði verið í jólaferðirnar þegar síðla sumars. Samvinnuferðir bjóða einnig skíðaferðir á þessunt árstíma en ekki ntun mikil eftir- spurn eftir þeim ferðum. Enda ekki nema von, því Akureyringar vilja frekar bíða eftir snjónum í Hlíðarfjalli. VG þeirra upplýsinga sem fram koma í skýrslu Þjóðhagsstofn- unar, gagna frá Hannari hf. og Landssamtökum sauma- og prjónastofa. Úttekt Þjóðhagsstofnunar miðast við skilyrði í október 1987. í nóvember hefur orðið 17% hækkun á bandi og 10,5% hækkun á prjónavoð að meðaltali til prjóna- og saumastofa. Tölur um verðhækkun á afurðum þess- ara fyrirtækja liggja ekki fyrir. Ef þessar hækkanir eru reikn- aðar til viðbótar þeim rekstrar- halla sem fram kemur í október ’87, myndi tap saumastofa sem hlutfall af tekjum aukast um 7% eða úr 18,4% í 25,4% og halli blandaðra fyrirtækja um 4,4% eða úr 26,4% í 30,8%. Ástæður slæmrar afkomu í ullariðnaði telur starfshópurinn vera misgengi verðþróunar á er- lendum mörkuðum og innlendra kostnaðarhækkana. Verðstöðn- un og verðlækkun í dollurum hafi átt sér stað á erlendum mörkuð- um auk þess sem gengi dollarans hafi fallið verulega. Á sama tfma hafi bæði laun og hráefni hækkað verulega. Um framtíðarhorfur segir í skýrslu starfshópsins að líkur séu á verðhækkunum á afurðum á næstunni en þær séu engan veg- inn í þeim mæli sem vegið gæti upp það tap sem er í greininni. Ekki sé að vænta mikilla breyt- inga á mörkuðum en þó sé ljóst að kröfur markaðarins leiði til aukinnar sérhæfingar í einstök- um fyrirtækjum. Talið er að fækkun fyrirtækja í ullariðnaði gefi þeim sem eftir lifa meiri möguleika á að lifa en þeir mögu- leikar vegi þó ekki upp tap við núverandi rekstrarskilyrði. Lík- legt er að verkefni sem krefjast verðbólgu niður meiri saumaskapar flytjist úr landi og í staðinn sé hugsanlegt að framleiðsla á einfaldari fatn- aði aukist. Um helstu leiðir segir starfs- hópurinn að mikilvægt sé að ná niður verðbólgu á sama stig og í samkeppnislöndum. Þannig fari kostnaðarhækkanir ekki frekar fram úr verðbreytingum á afurð- um en orðið er. Takist það ekki er talið víst að mun fleiri fyrir- tæki hætti starfsemi. Nauðsynlegt er að koma á samvinnu þeirra aðila sem flytja út um að hækka verð í áföngum að því marki sem nauðsynlegt er til að greinin geti átt framtíð m.a. með nýjum afurðum og mörkuðum. Æskilegt er að fyrirtæki sem hafa besta möguleika fái aukið áhættufé svo og að fyrirtæki leiti eftir samning- um við sinn söluaðila um tíma- bundna aðstoð sem bæti núver- andi rekstrarstöðu þeirra. Starfs- hópurinn telur að fjárhagsleg aðstoð geti komið til greina við þau fyrirtæki sem líklegt er að eigi framtíð fyrir sér s.s. með skuldbreytingum hjá bönkum og sjóðum gegn áætlunum og eftir- liti lánastofnana. Gæti slík aðstoð t.d. miðast við afkomu- möguleika í framtíð og eiginfjár- stöðu. Miðað við núverandi rekstrarskilyrði duga ekki skuld- breytingar einar og sér. Ljóst er að rekstrarafkoma verður að batna ef framtíð á að vera hjá greininni. JÓH áflakk frá því sem ekki kæmist í gámana og þá vildi það fjúka um. Litla þýðingu hefur að aka rusli að sorpeyðingarstöðinni ef það fýkur á hæla fólks í bæinn aftur. Enginn hefur heldur áhuga á að rusl fjúki til fjalls, fjöru eða sveita. Greinilega þarf að setja upp fleiri eða stærri sorpgáma við stöðina og biðja fólk að ganga þannig frá helgarruslinu sínu að það fari ekki á flakk. IM Haustmót Skákfélags Akureyrar: Rúnar þrefald- ur meistari? Gylfí Þórhallsson og Tómas Hermannsson hafa nú teflt tvær skákir af fjórum í einvígi sínu um sigurinn í Haustmóti Skákfélags Akureyrar en þeir urðu efstir og jafnir í því móti, eins og skýrt hefur verið frá. Staðan er sú að Gylfi hefur hlotið 1 1/2 vinning gegn 1/2 vinningi Tómasar. Keppni í unglinga- og drengja- flokki lauk um helgina og urðu úrslit þessi: Unglingaflokkur, 15 ára og yngri. 1. Rúnar Sigurpálsson 8 v. (af 9 mögulegum) 2. Magnús Teitsson 7 1/2 v. 3. Reimar Pétursson 7 1/2 v. 4. Ólafur Gíslason 5v. 5. Júlíus Björnsson 4 1/2 v. Drengjaflokkur, 12 ára og yngri. 1. Þorleifur Karlsson 6 v. (af 9 mögulegum) 2. Birkir Magnússon 5 1/2 v. 3. Páll Þórsson 5 v. 4. Örvar Amgrímsson 5 v. Þorbjörg Þórsdóttir sigraði í telpnaflokki. Álls tóku 20 keppendur þátt í þessum flokkum. Þess má geta að þetta var þriðji sigur Rúnars Sig- urpálssonar í unglingaflokki á fjórum árum á Haustmótinu. Hausthraðskákmótið var háð s.l. föstudagskvöld og þar sigraði Rúnar Sigurpálsson stórglæsi- lega, vann allar sínar skákir, tólf talsins, og varð fjórum vinning- um ofar en næstu keppendur. Það voru þeir Þór Valtýsson og Bogi Pálsson með 8 vinninga. Sigurjón Sigurbjörnsson varð fjórði með 7 vinninga. Rúnar á nú góða möguleika á að vinna þrefaldan sigur á Haustmótinu, sem er mjög sjaldgæft, en Haust- hraðmótið fyrir unglinga- og drengjaflokk verður haldið laug- ardaginn 19. desember n.k. Svokölluð 10 og 15 mínútna mót voru háð fyrir stuttu. Á 10 mínútna mótinu sigraði Þór Val- týsson, fékk 6 vinninga af 7 mögulegum. í 2. sæti varð Jón Björgvinsson með 5 1/2 vinning, í 3. sæti Hjörleifur Halldórsson með 4 1/2 vinning og í 4. sæti varð Magnús Teitsson, einnig með 4 1/2 vinning. Sigurjón Sigurbjörnsson sigr- aði á 15 mínútna mótinu, fékk 6l/i vinning af 7 mögulegum. Annar varð Jón Björgvinsson með 6 vinninga, í 3. sæti varð Rúnar Sigurpálsson með 4 1/2 vinning og Hjörleifur Halldórs- son hafnaði í 4. sæti með sama vinningshlutfall. GÞ./BB. Miðbæjarskipulagið: Ekki bæjar- piýði að öllum húsunum „Þegar hjólin fara að snúast varðandi stjórnsýsluhúsið verðum við að setja kraft í að kaupa upp húseign Iðnaðar- bankans við Geislagötu, þar sem Norðurleið hefur aðstöðu, og Strandgötu 7, þar sem Aug- sýn er til húsa, því ný gata á að koma þarna í gegn,“ sagði Sig- fús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri. Sigfús sagði ennfremur, að hér væri um mikið nauðsynjamál að ræða. Ekki væri nein bæjarprýði að sumum húsunum í reitnum milli Geislagötu, Strandgötu og Gránufélagsgötu, en auðvitað kostaði það bæinn talsverðar upphæðir að kaupa eignirnar. Þá þyrfti að koma upp nýju biðskýli fyrir Strætisvagna Akureyrar á þessum slóðum. Bygginganefnd Akureyrar ítrekaði á dögunum fyrri bókanir þess efnis að bæjaryfirvöld tækju af skarið með kaup á eignum og framtíðarskipulag svæðisins. „Þessar eignir verða keyptar í áföngum og ég reikna með að það taki nokkur ár að ganga endanlega frá þessum málum,“ sagði bæjarstjóri að lokum. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.