Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 5
3. desember 1987 - DAGUR - 5 afþreying að aka hring eftir hring og sjá fólk.“ - Ragnheiður vinkona ykkar talar um að þetta sé ekki eins og „gamli góði rúnturinn“ þar sem strákar voru að eltast við stelpur og stelpur við stráka. Er þetta rétt, eruð þið ekki að kíkja á stelpurnar? „Auðvitað erum við að kíkja á stelpurnar og þær á okkur.“ - Hvernig hefur lögreglan að ykkar mati staðið að þessu máli? „Ef undan er skilið fyrsta kvöldið þegar þeir voru nokkuð grófir, þá hafa þeir staðið sig mjög vel og viljað halda friði við okkur. Það er erfitt fyrir þá að standa á því að ákveðinn bílstjóri hafi verið að flauta í það og það skiptið. Sumir segja að lögreglan eigi bara að taka sig til og klippa af tíu bílum en það er bara ekki hægt að standa á slíku. Það verður hina vegar örugg- lega lengi í minnum haft þegar átti að loka rúntinum á Akureyri og það er óspart gert grín að þessu annars staðar. í Reykjavík skilst mér að menn bíði þess að sett verði útgöngubann á ungl- inga hér fyrir norðan.“ Þeir félagar voru sammála því sem m.a. kom fram í leiðara Dags á þriðjudaginn að það væri alvarlegt mál þegar „gatan“ væri farin að taka völdin í sínar hendur. „Þeir hefðu bara átt að ræða við okkur þegar sá hvert stefndi og best hefði verið ■ að ræða málið betur og kynna það áður en nokkuð var gert.“ - Mótmælið þið ekki bara næst hækkun bensínverðs eða erfiðu stærðfræðiprófi í einhverj- um skólanum? „Djö... munur væri nú það,“ segja þeir og hlæja. Að lokum vildu þeir félagar koma því á framfæri að við Ráð- hústorg væri komið upp rusla- döllum sem hægt væri að koma rusli í út um bílglugga. Fyrir rúntara framtíðarinnar. ET . ........ ' "......... ' ' ' ............. T3 sölu er Mazda 323 árg. 1982 Góður bíll á góðu verði. Sérstök kjör. Lán til allt að 18 mánaða. Uppl. á Bílasölunni Stórholti, sími 23300. LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboössölu. „ LYFTARASALAN HF. _________________|j Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655. Húfa, trefill og fingravettlingar í einum pakka. Verð kr. 610.- Handklæði, 5 stærðir. Verð frá kr. 132.- Jogginggallar bama. Stærðir 92-116. Verð kr. 620.- Muntö 10% jólaafsláttinn nkkar KVEÐJA FRA AKUREYRI eftir Richardt Ryel Her skráir höfundur minningar fra uppvaxtararum sinum á Akureyri og fram yfir seinni heimsstyrjöld. Frá- sögnin er glettin og hlý og mun yija mörgum lesandanum um hjartaræt- urnar. Bokin er prýdd fjölda mynda fra gömlu Akureyri, sem margar eru áður obirtar. Tilvalin og skemmtileg gjafabók. Verðkr. 1.875,00. fOKRFORLAGSBEK Vorum að taka nýja sendingu af þessum vönduðu þýsku leðursófasettum og hornsófum í svörtu, gráu og brúnu leðri. ★ Þýsku leðurlúx sófasettin væntanleg í næstu viku. Opið á laugardögum. (vRIVDPubœrí1 L-ggJ HUSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SÍMI (96)21410 Njóttu ferðarinnar! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki Góiaferð! tíP"™*" Práð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.