Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 15
3. desember 1987 - DAGUR - 15 Sjónvarpsstjaman og gamanleikarinn - Johnny Carson giftist í fjórða sinn og dregur sig í hlé 62 ára - Bob Hope safnar fé handa ekkjum flugmanna hér & þar Ein vinsælasta sjónvarpsstjarna Bandaríkjanna, Johnny Carson, sem nú er 62 ára að aldri, lýsti því yfir á dögunum að hann ætlaði að hætta að koma fram í sjónvarps- þáttum. „Mér finnst ég vera yngri og hressari nú en áður,“ segir hann. „Ég á góða konu, sem ég vil vera meira með, og þar að auki langar mig til að ferðast meira, leika tennis og njóta lífs- ins á meðan ég get.“ Johnny Carson áformar að losa sig úr fyrirtækjum og öðrum skuldbindingum til að geta lifað áhyggjulausu lífi. Hann hefur lýst því yfir, að best sé að hætta með- an hann er ennþá á toppnum hvað vinsældir snertir. Og meira til - Carson og Alex, hin 37 ára eiginkona hans, - eru að velta því fyrir sér hvort þau eigi ekki að ættleiða barn. Sá möguleiki er ennþá fyrir hendi en gamli mað- urinn hefur ekki ákveðið sig í þessu efni. Alex og Johnny giftust í júlí sl. og sagt er að þá hafi hugmyndin fæðst hjá þeim síðarnefnda um að draga sig í hlé frá opinberu lífi. Þetta hafði í för með sér að stokka þurfti upp í fyrirtækinu „Carson Productions“. Petta fyrirtæki er milljóna dollara virði og hefur á sínum snærum fram- leiðslu á þremur af vinsælustu sjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. nl Þetta hefur valdið miklu fjaðrafoki vestra en Johnny ætlar þó ekki að hverfa algerlega af skjánum held- ur stefnir að því að koma fram við sérstök tækifæri, líkt og Bob Hope gerir. „Hvers vegna ætti ég að ham- ast í bransanum nokkur ár í viðbót? Ég dett niður dauður einn góðan veðurdag og hvað hef ég þá haft upp úr þessu? Nei, nú er ég hættur og ætla að lifa líf- inu,“ segir sjónvarpsstjarnan, sem er giftur fjórðu eiginkon- unni. Og einn gullmoli að lokum frá Johnny Carson: „Til hvers er að komast á toppinn ef þú átt aldrei frí til að njóta þess?“ En, vel á minnst, Bob Hope. Gamanleikarinn heimsfrægi er nú að mestu sestur í helgan stein, og kemur ekki fram nema við sérstök tækifæri. Þeim, sem vita eitthvað um hann, er kunnugt um dálæti hans á bandaríska flug- hernum. Ástæðan er sú að árið 1942 bjargaði flugherinn lífi leikarans með sérstökum hætti, en það er önnur saga. Bob Hope hefur um dagana ótal sinnum haldið skemmtanir fyrir flugherinn en nú er nýjasta tiltæki hans að safna fé til að koma upp heilu þorpi fyrir ekkj- ur flugmanna og annarra starfs- manna flughersins. Nú þegar hafa Bob Hope, stundum kallaður „Gamli skíðanefur“, dáist að styttu af sjálfum sér. Johnny Carson og Alex, kona hans. Þau vilja njóta lífsins, áhyggjulaus með öllu. verið byggð á annað hundrað hús og stefnt er á töluna 256 íbúðir innan tíðar. Þetta framtak er ekki á neinn hátt styrkt af opin- berum aðilum eða sjóðum. Fjár- magnið kemur allt frá einstakl- ingum og fyrirtækjum sem vilja styrkja málefnið. „Ef þú átt flug- hernum eitthvað að þakka þá gefurðu peninga til ekkjuþorps- ins,“ segir Bob Hope, og bætir við um leið að staðurinn sé nú þegar orðinn svo vinsæll að ekkjurnar vilji alls ekki fara það- an og mun meiri eftirspurn sé fyr- ir hendi en hægt sé að anna. dagskrá fjölmiðla SJONVARPIÐ FIMMTUDAGUR 3. desember 17.50 Ritmálsfréttir. 18.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 29. nóvember. 18.30 Þrífætlingarnir. (Tripods). Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga, gerður éftir kunnri vísindaskáldsögu sem gerist á 21. öld. Þýðandi: Trausti Júh'usson. 18.55 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.05 íþróttasyrpa. 19.25 Austurbæingar. (East Enders). Breskur myndaflokkur í léttum dúr. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 20.00 Fréttir og vedur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður: Hallur Hallsson. 21.15 Matlock. Bandarískur myndaflokkur. Aðalhlutverk: Andy Griffith, Linda Purl og Kene Holhday. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.05 í vinnu hjá Nasistum. (Jobtilbud i nazismens Tyskland.) Dönsk heimildamynd með leikn- um atriðum. Fjallað er um Dani sem sóttu vinnu til Þýskalands á meðan land þeirra var hersetið í seinni heimsstyrjöldinni. Þýðandi: Veturhði Guðnason. 23.05 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SJONVARP AKUREYRI FIMMTUDAGUR 3. desember 16.15 Jarðskjálftinn. (Earthquake.) Spennumynd um hrikalegan jarðskjálfta í Los Angeles. Aðalhlutverk Charlton Heston, Ava Gardner, Lome Greene, George Kennedy og Walter Matthau. 18.15 Handknattleikur. Sýndar verða svipmyndir frá leikjum 1. deildar karla í hand- knattleik. 18.45 Litli folinn og félagar. (My Little Pony.) Teiknimynd með íslensku tah. 19.19 19.19. 20.30 Á heimaslódum. Skátastarf í 70 ár. Komið við á Dalvík. Umsjón: Helga Jóna Sveinsdóttir. 21.30 Fólk. Bryndís Schram heimsækir áhugavert fólk. 22.10 Hinsta óskin. (Garbo Talks). Sidney Lumet bregst ekki boga- hstin í þessari bráðskemmtilegu gamanmynd með alvarlegu ívafi. Anne Bancroft hefur sjald* an verið betri en nú þar sem hún leikur konu sem berst gegn óréttlæti hvar sem það finnst, í hvaða mynd sem það finnst. En hún á sér draum. Drauminn um að hitta Gretu Garbo sem sést öðm hverju á gangi um New York, 79 ára að aldri. Þegar hún kemst að því að hún er haldin sjúkdómi sem hún getur ekki sigrast á biður hún son sinn um að koma því þannig fyrir að hún geti látið drauminn rætast áður en hún deyr. 23.50 Stjörnur í Hollywood. (Hollywood Stars.) Viðtalsþáttur við framleiðendur og leikara nýjustu kvikmynda frá Hollywood. 00.05 í hita nætur. (Still of the Night.) Handritahöfundurinn og leik- stjórinn Robert Benton (Kramer vs. Kramer) sýnir hér á sér nýja hhð. Ef þú vilt þenja taugarnar til hins ýtrasta, naga neglumar upp í kviku og eiga andvökunótt þá er þetta einmitt myndin fyrir þig. Roy Scheider leikur sálfræð- ing sem verður ástfanginn af konu nokkurri sem vinnur á hstasafni. Sá gaili er á gjöf Njarð- ar að konan er hugsanlegur morðingi eins af sjúklingum hans og með hann sjálfan í sigt- inu. Mögnuð spennumynd,, bönnuð börnum. 01.45 Dagskrárlok. © RÁS 1 FIMMTUDAGUR 3. desember 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Kristni Sigmundssyni. Margrét Pálsdóttir talar um dag- legt mál kl. 7.55. 9.00 Fréttir. 9.03 Jólaalmanak Útvarpsins 1987. Umsjón: Gunnvör Braga. 9.30 Upp úr dagmálum. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tónlist • Til- kynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynning- ar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn. 13.35 Miðdegissagan: „Sól- eyjarsaga" eftir Elías Mar. 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Plöturnar mínar. Umsjón: Rafn Sveinsson. (Frá Akureyri.) 15.00 Fréttir. 15.03 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. (Frá Akureyri.) 15.43 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - J.M. Leclair, Weber og Giuliani. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið - Atvinnumál - þróun, nýsköpun. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Að utan. 20.00 Aðföng. Kynnt nýtt efni í hljómplötu- og hljómdiskasafni Útvarpsins. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskóla- bíói. Fyrri hluti. 22.00 Fróttir • Dagskrá morgun- dagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hátíð fer að höndum ein. Þáttur um aðventuna í umsjá Kristins Ágústs Friðfinnssonar. 23.00 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskóla- bíói. Síðari hluti. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. FIMMTUDAGUR 3. desember 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp. Margir fastir liðir en alls ekki all- ir eins og venjulega, t.d. talar Hafsteinn Hafliðason um gróður og blómarækt á tíunda tímanum. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Einungis leikin lög með íslensk- um flytjendum, sagðar fréttir af tónleikum innanlands um helg- ina og kynntar nýútkomnar hljómplötur. 12.00 Á hádegi. Dægurmálaútvarp á hádegi hefst með fréttayfirhti. Sími hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Meðal efnis er Söguþáttrinn þar sem tíndir eru til fróðleiksmolar úr mannkynsögunni og hlust- endum gefinn kostur á að reyna sögukunnáttu sina. 16.03 Dagskrá. Megrunarlögreglan (hollustueft- irlit dægurmálaútvarpsins) vísar veginn til heilsusamlegra hfs á fimmta tímanum, Meinhornið verður opnað fyrir nöldurskjóður þjóðarinnar klukkan að ganga sex og fimmtudagspistillinn hrýtur af vörum Þórðar Kristins- sonar. Sem endranær spjallað um heima og geima. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Niður í kjölinn. 22.07 Strokkurinn. Þáttur um þungarokk og þjóð- lagatónlist. Umsjón: Kristján Sigurjónsson. (Frá Akureyri.) 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Guðmundur Benediktsson stendur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. RlKJSLTlVARPlÐ, Aakureyru Svæðiiútvarp fyrlr Akurtyri og nágrenni. FIMMTUDAGUR 3. desember 8.07-8.30 og 18.03-19.00 Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Margrét Blöndal. Hljóðbylgjan FM 101,8 FIMMTUDAGUR 3. desember 08-12 OlgaBjörg verður hlustendum innan hand- ar með fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 12- 13 Tónlist. 13- 17 Pálmi Guðmundsson í góðu sambandi við hlustendur. Óskalög, kveðjur og vinsælda- hstapoppið í réttum hlutföhum við gömlu lögin. Síminn 27711. 17-19 Ómar Pétursson og islensk tónhst. Timi tækifær- anna á sinum stað klukkan hálf sex. Siminn er 27711. 19- 20 Ókynnt tónlist. 20- 23 Steindór G. Steindórsson í stofu Hljóðbylgjunnar ásamt gestum. Rabbað í gamni og alvöru um hfið og tilveruna. 23-24 Ljúf tónlist i dagskrárlok. Fréttir klukkan 10.00, 15.00 og 18.00. 989 BYLGJAN FIMMTUDAGUR 3. desember 07.00-09.00 Stefán Jökulsson og morgunbylgjan. Stefán kemur okkur réttum meg- in fram úr með tilheyrandi tón- hst og htur í blöðin. 09.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir á léttum nótum. Morgunpoppið ahsráðandi, afmæhskveðjur og spjah til hádegis. Fjölskyldan á Brávallagötunni lætur í sér heyra. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt hádegistónhst og sitthvað fleira. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og síddegispoppið. Gömul uppáhaldslög og vin- sældahstapopp í réttum hlutföll- um. FjaUað um tónleika komandi helgar. 17.00-19.00 Hallgrimur Thor- steinsson í Reykjavik síddegis. Leikin tónhst, htið yfir fréttimar og spjaUað við fóUdð sem kemur við sögu. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Ðjörk Birgis- dóttir. Bylgjukvöldið hafið með tónhst og spjaUi við hlustendur. 21.00-24.00 Júlíus Brjánsson - Fyrir neðan nefid. Júhus spjaUar við gesti og leikur tónhst við hæfi. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. Tónhst og upplýsingar um veður og flugsamgöngur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.