Dagur - 10.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 10.12.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 10. desember 1987 OTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. I tilefni mann- réttindadags RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREVJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vandi landbúnaðaríns íslenskur landbúnaður er atvinnugrein á tímamót- um. Bændur hafa þurft að draga mjög úr fram- leiðslu hefðbundinna landbúnaðarafurða á undan- förnum árum og reyndar er sú stétt vandfundin sem hefur þurft að sæta meiri skerðingu í umsvif- um. Það þarf enginn að fara í grafgötur um ástæður þessa samdráttar. Neysluvenjur almennings hafa breyst mjög mikið á tiltölulega skömmum tíma og hinar hefðbundnu landbúnaðarvörur hafa því ekki þótt eins sjálfsagðar til daglegrar neyslu og ávallt áður. Jafnframt hafa helstu útflutningsmarkaðir fyrir landbúnaðarvörur okkar nánast lokast á örfá- um árum, vegna mikillar offramleiðslu landbúnað- arvara í flestum löndum hins vestræna heims. Færa má rök fyrir því að stjórnvöld hafi, bæði með margra ára aðgerðarleysi svo og röngum ákvörðun- um, átt sinn þátt í að koma landbúnaðinum í þá erf- iðu stöðu sem hann er í nú. Um langt árabil voru bændur, bæði beint og óbeint, hvattir af stjórnvöld- um til að leggja út í óarðbærar fjárfestingar og framleiða vöru sem illa gekk að selja. Búmarki var frjálslega úthlutað og bændur freistuðust til að auka hlut sinn með meiri framleiðslu. Það var ekki fyrr en í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar sem stjórnvöld tóku í raun á þeim vanda sem við blasti í landbúnaðinum. Þá var vandamálið orðið risavaxið og grípa varð til margra og misjafnlega vinsælla aðgerða til að koma lagi á framleiðsluna og forða bændastéttinni frá hruni. Það hefur tekist eft- ir atvikum vel undir forystu Jóns Helgasonar land- búnaðarráðherra. Sem fyrr segir eiga stjórnvöld mikla sök á þeim ógöngum sem landbúnaðurinn var kominn í og þeim ber því skylda til að veita honum nauðsynlega aðstoð til að rétta úr kútnum. Bændur þurfa tíma til að aðlaga framleiðsluna breyttum aðstæðum og byggja upp nýjar búgreinar og aðrar atvinnugrein- ar í sveitum. Núverandi landbúnaðarráðherra hefur frá upphafi sýnt fullan skilning á þeim vanda sem við er að etja og hefur í stefnumótun sinni byggt á samþykktum bændanna sjálfra og samtökum þeirra enda er það forsenda þess að árangur náist. Búvörusamningurinn svonefndi, sem gildir til næstu fimm ára, er gífurlega dýrmætur fyrir bændastéttina alla og reyndar landsbyggðina í heild, enda er landbúnaðurinn önnur undirstöðu- atvinnugreinin í dreifbýlinu og hefur margfeldiáhrif hvað þjónustu og úrvinnslu varðar inn í þéttbýlis- kjarnana um allt land. Það er hins vegar með öllu óvíst hvað tekur við þegar sá samningur rennur út. Stjórnvöld verða að standa við ákvæði búvöru- samningsins og veita tilskildu fjármagni til land- búnaðarins. Það er grundvallarskilyrði. BB. Til að vekja athygli á ýmsum þeim málefnum sem Sameinuðu þjóðirnar beita sér fyrir, hafa þær valið ákveðna daga og tileinkað þeim. Einn þeirra, alþjóðlegi mannréttindadagurinn, er hald- inn árlega 10. desember. Okkur íslendingum kann í fljótu bragði að virðast umræða um mannréttindi koma okkur lít- ið við, því þau séu hér með því sem best gerist í heiminum. - Einmitt þess vegna höfum við þó frjálsari hendur en margir aðrir til að vinna fyrir málstað rétt- lætisins, og berum nokkra ábyrgð að falla ekki í sinnuleysi um mannleg málefni. Bahá’íar eru meðal þeirra ópólitísku aðila sem starfa við Sameinuðu þjóðirnar, og eiga m.a. fulltrúa við mannréttinda- stofnun þeirra. í samþykktum og yfirlýsingum Sameinuðu þjóðanna hefur því margsinnis verið haldið fram að áhrifaríkasta, og raunar eina leiðin til að bæta mannlegar aðstæður - til að tryggja mann- réttindi og koma á friði og rétt- læti á jörðinni - sé með menntun. Bahá’íar telja að menntun í þessu samhengi geti ekki verið bara fræðileg. Sú menntun sem þarf er þroskun skapgerðar. Það er t.d. ekki nægilegt að segja barni að það sé skylda þess að virða mannréttindi, heldur þarf tilsögn og þjálfun sem þróa með barninu eiginleika svo sem rétt- lætiskennd, umburðarlyndi og samúð - eiginleika sem eru ómissandi ef barnið á í framtíð- inni að stuðla að og vernda mannleg réttindi. Fram hjá því verður ekki gengið, að uppeldi er undirstaða menningar og mannlegra fram- fara. Þess vegna leggja Bahá’íar til að ríkisstjórnir stuðli að skiln- ingi og viðurkenningu allra sem fást við uppeldi - og þá sérstak- lega foreldra og forráðamanna - á ómissandi hlutverki sínu, og hve fordæmi þeirra er mikilvægt félagslegum, andlegum og sið- ferðilegum þroska barnanna. Hlutverk unglinga í mótun framtíðarsamfélags okkar er afar athyglisvert. Mannréttindastofn- unin hvatti fyrir fáum árum ríkis- stjórnir til að gera ráðstafanir til þess að ungmenni nýti sér öll mannréttindi sín, þ.á m. réttinn til náms og vinnu, og til þess að ungt fólk geti tekið virkan þátt í að móta og framkvæma áætlanir varðandi efnahagslega og félags- lega þróun í löndum sínum. Það er mikilvægt að á öllum stigum, bæði á heimilinu og utan þess, sé ungt fólk búið undir að takast á hendur störf, sem ekki eru aðeins ágóðavænleg, heldur þjóna samborgurum okkar. Við íslendingar segjumst oft vera fáir og smáir. Frumkvæði okkar, og fordæmi getur þó verið stórt. F.h. svæðiskennslunefndar Bahá’ía á Vestfjörðum og Norðvesturlandi Ingibjörg Daníelsdóttir. Frá kjörbúðum KEA Jólasteikin í ár er kryddlamb Ný ljúffeng vara Aðeins kr. 621.- kg Til sölu á öllu félagssvæðinu meðan birgðir endast

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.