Dagur - 10.12.1987, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 10. desember 1987
Grafík
Mikill tónleikahaldsbuna hefur
staðiö yfir hér í bænum gráa við
fjörðinn bláa að undanförnu. Svo
mikil reyndar að elstu menn (sem
eru þó hundgamlir) muna ekki
annað eins. Einir fernir tónleikar
voru haldnir á 5 dögum og þykir
mér það nú býsna gott og vel
það. Hvað um það, útspilið áttu
Grafík í Sjallanum fimmtudags-
kvöldið 3. des. Samkvæmt stund-
vísi mikilli mætti hljómsveitin
einum og hálfum tíma á eftir aug-
lýstum byrjunartíma og voru
flestir orðnir nokkuð langeygir
og lútir eftir bandinu. En eftir l()
mínútur var maður nú búinn að
fyrirgefa greyjunum því strax í
byrjun sýndi sveitin hvers hún er
megnug í þéttri syrpu af nýju
plötunni Leyndarmál. Drengirnir
í bakvarðarsveitinni eru allir góð-
ir spilamenn, sérstaklega gaman
að heyra Hjört taka í flygilinn, og
mikið déskoti er hún Andrea góð
svona „læf“. Svo var bara stuð og
gaman, trommusóló, pönklag og
alle græjer en því miður var pró-
grammið allt of stutt, þetta slef-
aði rétt klukkutíma og það var
eins og eitthvað vantaði, smá
krydd svona hér og þar . . .
Sykurmolarnir
Sykurmolarnir eru svolítið sér-
stakir. Ekki bara að tónlistin sé
öðruvísi (og betri) en gengur og
gerist heldur og starfsaðferðir
hljómsveitarinnar allar. Þau
neita að semja lög og gefa út eftir
pöntun, né heldur láta þau stóru
plötufyrirtækin ginna sig á þræla-
samning þrátt fyrir loforð um fé
og frama. Viðhorf sem því miður
eru orðin allt of sjaldgæf í efnis-
hyggjuþjóðfélaginu íslandi árið
1987. Fyrirtæki (sic) Molanna,
i
An
Flestir kannast sennilega við Spilahöllina, og „skrílinn"
þar. Ef ekki af eigin raun, þá af afspurn og umtali. Sjálf var
ég talsvert oft þar í fyrravetur og í sumar, og þess vegna
langar mig dálítið til að kynna ykkur aðeins staðinn.
í haust sem leið urðu eigendaskipti, og skipt var um
allt starfslið og næstum öll spilin. Þarna inni eru svokall-
aðir tölvuleikir, spil sem krakkarnir borga í og spila svo
tímunum saman.
Staðurinn hafði haft illt orð á sér fyrir sóðaskap, og
svo fannst sumum að bæði krakkarnir og starfsfólkið á
staðnum fældu frá. En álit krakkanna þarna var og er
annað. Þarna myndaðist fljótt stór vinahópur, auk þess
sem krakkarnir löðuðust mikið að fullorðinni konu sem
vann þárna, Fjólu. Staðurinn varð þeirra annað heimili,
en hálfgerð Ijónagryfja að mati ýmissa annarra. En þegar
eigendaskipti urðu, breyttist margt. Nýi eigandinn (sem
er að sunnan og á svipaða staði þar), fór að gera ýmis-
legt fyrir staðinn, og nú er þetta eins og að koma í annan
heim. Núna nýlega skipti staðurinn líka um nafn, og heit-
ir nú Las Vegas. Það er álit margra að ímynd staðarins
muni breytast enn meira við það. Sjálfri finnst mér að
krakkarnir hafi breyst í takt við staðinn, en hvað finnst
þeim sjálfum?
Á laugardagskvöldið skrapp ég niður eftir og ræddi mál-
in við þrjá hressa krakka.
Gumm
Guðmundur Hermannsson
er 16 ára og vinnur á Kjötiðnað-
arstöð KEA. Gummi er einn af
þeim sem voru alltaf í Spilahöll-
inni. En hvað kemur hann oft
hingað?
„Ja, svona einu sinni til tvisvar
á dag. Ég kem hingað aðallega til
að hitta krakkana, alveg eins og
áður. Mér finnst þetta vera voða-
lega svipaðir krakkar og voru
hérna áður, þetta er sami sora-
lýðurinn, ha, ha, ha. Það eru
bara fleiri núna.“
- Hvað finnst þér um breyt-
ingarnar sem hafa orðið hér á
staðnum?
„Mér finnst þetta bara ágætt.
Það eru miklu betri spil og svona,
gömlu spilin voru orðin úrelt.
Það er líka gott að hafa græjurn-
ar.“
- Er þetta dýrt?
„Já, það hefur líka hækkað
svolítið. Ég hugsa að ég eyði
svona ca. þúsundkalli hér á
viku.“
- Sérðu eftir gömlu Spilahöll-
inni?
„Já ég sé eftir Fjólu, og svolítið
eftir glymskrattanum. Svo mátti
reykja inni á gangi þá. Núna má
starfsfólkið bara reykja inni, ekki
krakkarnir, það finnst mér mjög
óréttlátt.“
- Hvað er svona gaman hérna,
Gummi?
„Bara, spila, hitta krakkana,
reykja og bara.... allt.“
- Hlakkarðu til jólanna?