Dagur - 10.12.1987, Blaðsíða 5
10. desember 1987 - DAGUR - 5
Iðnrekstur:
Nýjar reglur í
gildi um áramót
- er varða öryggisbúnað véla
og varnir gegn ioftmengun við málmsuðu
Frá Kjörbúðum KEA
Xil jólanna!
Niöursodnir ávextir:
Ananassneiðar, ananasbitar,
ananasmauk.
Mjög gott verð.
Aprikósur Yi dós kr. 93,90
Aprikósur Yi dós kr. 68,40
Blandaðir ávextir Yi dós kr. 86,00
Blandaðir ávextir Yi dós kr. 57,00
Ferskjur Yi dós
Ferskjur Yi dós
Perur Yi dós
Perur Yi dós
Jarðarber Yi dós
kr. 72,00
kr. 40,50
kr. 77,70
kr. 49,25
kr. 96,00
Kynnið ykkur verðið sem
er það hagstæðasta í bænum
o?.sv
Vélsleðasýning
Vélsleðamarkaður
n.k. laugardag og sunnudag frá kl. 13-18
í sal Bflasalans við Hvannavelli.
Félagsmálaráðherra hefur
undirritað og birt í „Stjórnar-
tíðindum“ tvenns konar reglur
sem varða iðnrekstur. Þær eru
samdar á vegum stjórnar
Vinnueftirlits ríkisins með
heimild í „Lögum um aðbúnaö,,
hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum“. Reglurnar
ganga í gildi um áramót.
Reglur og leiðbeiningar
um öryggisbúnað véla
Alvarleg vinnuslys tengjast oftast
vélanotkun. Markmiðið með
setningu reglna um öryggisbúnað
véla er að draga úr slíkum slysum
og bæta vinnuskilyrði og öryggi
þeirra sem starfa við vélar.
Reglurnar taka til fjölmargra
vinnustaða og varða marga aðila:
Innflytjendur véla, stjórnendur
fyrirtækja, verkstjóra og verka-
fólk - og þær auðvelda eftirlits-
mönnum Vinnueftirlitsins starf
sitt. Ýmsar sérreglur um vélar og
vélbúnað eru nú í gildi, s.s. um
lyftur, frystikerfi, vatnshitunar-
kerfi, naglabyssur og heftibyssur,
en það er fyrst nú sem almennar
öryggisreglur um vélar ganga í
gildi.
Sjálfar reglurnar eru fremur
ágripskenndar en myndskýringar
og leiðbeiningar, sem fylgja,
skýra nánar hvað átt er við og
auðvelda þeim sem eiga að fara
eftir reglunum að ganga rétt frá
því sem fjallað er um.
Reglurnar skiptast í átta kafla.
Kaflinn um gerð véla er efnis-
mestur. Þar er m.a. fjallað um
öryggisráðstafanir, stjórnbúnað,
sjálfvirkar vélar, mæla- og við-
vörunarbúnað, neyðarstöðvun,
hemlabúnað, rafbúnað og loft-
og vökvaþrýstibúnað. Sérstakur
kafli fjallar um staðsetningu,
uppsetningu og viðhald véla.
I hinum nýju reglum er nánari
útfærsla á lagaákvæðum um
skyldur innflytjenda og framleið-
enda véla, m.a. um merkingar og
leiðbeiningar á íslensku. Þar eru
og ákvæði um að framleiðendur
og seljendur véla geta beðið
Vinnueftirlit ríkisins um umsögn
um vélar enda þótt þær séu ekki
viðurkenningarskyldar. Enn-
fremur eru stofnuninni ætlað að
meta vélar og notkun þeirra frá
öryggissjónarmiði og gera kröfur
til seljenda og notenda í samræmi
við niðurstöðurnar.
Reglur um varnir gegn
loftmengun við málmsuðu
Markmiðið með setningu þessara
reglna er að koma í veg fyrir
heilsutjón þeirra sem vinna við
málmsuðu. Mengun frá suðureyk
getur verið varasöm. í sumum til-
vikum er hún talin geta valdið
krabbameini þegar tímar líða,
s.s. mengun sem fylgir suðu í ryð-
frítt stál.
Meginefnið í „Reglum um
varnir gegn loftmengun við
málmsuðu“ er um öryggisráðstaf-
anir við suðuvinnu, merkingu á
rafsuðuvír, loftræstingu og loft-
ræstibúnað. í reglunum er fjallað
um þrenns konar skyldu:
- Skyldu atvinnurekenda til að
koma upp fullnægjandi loft-
ræstingu þar sem meginreglan
er sú að fjarlægja mengað loft
áður en það nær vitum starfs-
manna. Ennfremur er atvinnu-
rekanda gert skylt að láta gera
mengunarmælingar í andrúms-
lofti suðumanna.
- Skyldu innflytjenda til að
merkja rafsuðuvír samkvæmt
flokkun og skilgreiningu sem
sett er fram í reglunum. •
- Skyldu starfsmanna til að fara
eftir leiðbeiningum um rétta
notkun á tilheyrandi suðubún-
aði og nota nauðsynlegan
öryggisbúnað, þ.ám. öndunar-
rímur.
umræddum reglum er ákvæði
um að með hverju loftræstikerfi
skuli fylgja verklýsing á íslensku
um notkun, eftirlit og viðhald.
Sérprentun á málmsuðureglun-
um og reglum og leiðbeiningum
um öryggisbúnað véla má fá með
því að snúa sér til Vinnueftirlits
ríkisins. Stofnunin hvetur þá
aðila, sem þessar nýju reglur
varða, til að kynna sér þær sem
best.
. og síðan nokkrir
dropar af sósulit
frá Flóru
EFNAGERÐIN dfypfo
V SÍMI96-21400 AKUREYRI J
Sjáið allar 1988
árgerðirnar frá
Skii-Doo, Polaris,
Yamaha og Artic Cat.
★ ★ ★★
Komið og ræðið við
umboðsmenn og
sölumenn - fáið verð
og bæklinga.
Landssamband
ísl. vélsleðamanna
Úrval af notuðum
sleðum og hjólum til
sýnis og sölu.
★ ★ ★★
Komið með gamla
sleðann á markaðinn
strax á föstudag og
reynið að skipta á
nýrri!
Sölumenn Höldurs
aðstoða.
Aftanísleðar,
vélsleðakerrur,
kuldafatnaður,
kuldaskór, hjálmar
og allskonar
aukabúnaður til sýnis
og sölu.
★ ★ ★★
Bílsímar, lórantæki,
varahlutir og olíur.
Barnaútigallar
stærðir 60-80 Verö kr. 1242.-
Barnaútigallar
stærðir 80-100 Verð kr. 1422.'
Barnaútigallasett
stærðir 90-110 Verð kr. 1885.'
10% jólaafsláttur
Eyfjörð
Hjalteyraigötu 4 • sími 22275
vtsa