Dagur - 10.12.1987, Blaðsíða 13
10. desember 1987 - DAGUR - 13
Tveir hörkuleikir
í blaki á laugardag
- Karla- og kvennalið KA fá Þrótt í heimsókn
urnar unnu sinn fyrsta leik í
deildinni á laugardag, er þær
sóttu Þróttarastelpurnar heim í
Neskaupstað. Hrefna Brynjólfs-
dóttir leikmaður KA var spurð
unt leikinn á laugardag.
„Þessi leikur leggst vel í mig og
ég á alveg eins von á því að við
vinnum hann. Við erum nú loks-
ins komnar með fullt lið, en
meiðsli hrjáöu liðið framan af og
mér skilst að það séu meiðli í
Próttaraliðinu. Leikurinn á
Neskaupstað um síðustu helgi
var injög góður af okkar hálfu og
ég held að þetta sé allt að smella
saman hjá okkur,“ sagði Hrefna
Brynjólfsdóttir.
Arngrímur Arngrínisson KA-niaður verður í eldlínunni ineð félöguni sinuni
gegn Þrótti á laugardag í 1. deildinni í blaki.
Á laugardag fara fram tveir
hörkuleikir í blaki í íþróttahúsi
Glerárskóla. Lið Þróttar úr
Reykjavík koma norður og
leika gegn KA í 1. deild karla
og kvenna. Karlaleikurinn
hefst kl. 14.30 en kvenna-
leikurinn strax á eftir, eða kl.
15.45 og má búast við tveimur
hörkuleikjum.
Karlalið Þróttar er eitt hið
sterkasta í deildinni og er núver-
andi íslandsmeistari. I liðinu eru
hvorki fleiri né færri en sex lands-
liðsmenn og má þar nefna þá Leif
Harðarson, Samúel Örn Erlings-
son íþróttafréttamann útvarpsins
og Lárentínus Ágústsson svo ein-
hverjir séu nefndir. Það heyrir til
undantekninga að Þróttur tapi
leik en gerðist þó samt í byrjun
síðustu viku, að Stúdentar gerðu
sér lítið fyrir og lögðu liðið að
velli. Það stefnir í hörkubaráttu á
milli þessara tveggja liða á toppn-
um en þó eru HK og KA ekki
langt undan.
KA-menn áttu í mesta basli
með Þrótt frá Neskaupstað um
síðustu helgi en liðinu hefur þó
gengið vel í vetur og unnið 5 af 7
leikjum sínum í deildinni. KA
kom mjög á óvart í fyrravetur, er
liðið sló Þrótt R úr bikarkeppn-
inni í hörkuleik á Akureyri. Dag-
ur hafði samband við Hauk
Valtýsson þjálfara og leikmann
KA og spurði hann um Ieikinn á
laugardag.
„Það er kannski ekki hægt að
vera mjög bjartsýnn svona fyrir-
fram, þetta eru nú einu sinni
íslandsmeistararnir. Maður hefur
heyrt að þeir séu nokkuð þungir
um þessar mundir. Við steinlágum
engu að síður fyrir þeim í fyrri
leiknum fyrir sunnan í haust,
enda gekk þá allt á afturfótunum.
Þetta hefur verið upp á við hjá
okkur síðan og þá erum við á
heimavelli.“
- Var ekki meiningin að leika
þennan leik í Höllinni?
„Jú við ætluðum það en það er
einhver túrnering í handbolta
yngri flokka í gangi í Höllinni á
laugardag og því fékkst það ekki
í gegn. Við ræddum við formann
HKRA og báðum hann um að
færa handboltaleikina, í íþróttahús
Glerárskóla en það gekk ekki.
Hvað sem því líður, vonumst við
til að fá sem flesta áhorfendur á
leikinn og ég hef trú á því að
þetta verði hörkuleikur. Þctta er
síðasti leikur okkar fyrir jól og
með sigri mundu líkurnar á því
að við kæmust í fjögurra liða
úrslitakeppnina aukast til mikilla
muna,“ sagði Haukur Valtýsson.
Kvennaleikurinn strax
á eftir
Strax á eftir leik karlaliðanna
leika kvennalið sömu félaga.
Kvennalið Þróttar hefur ekki ver-
ið eins áberandi og karlaliðið en
er engu að síður í einu af efstu
sætunum, enda með fjóra lands-
liðsmenn innanborðs. KA-stelp-
Körfubolti:
Þór fær IBK
í heimsókn
„Ég hlakka til að mæta Kefl-
víkingum. Þeir eru með mjög
gott lið eins og staða þeirra í
deildinni gefur til kynna og
hún kemur mér alls ekki á
óvart,“ sagði Þröstur Guð-
jónsson þjálfari úrvalsdeildar-
liðs Þórs í körfubolta í samtali
við Dag. En annað kvöld kl.
20.30 mætast Þór og ÍBK í
Höllinni á Akureyri.
„Við náum mun betur saman á
heimavelli og eigum því meiri
möguleika á sigri hér fyrir
norðan. Keflvíkingar spila mjög
hraðan körfubolta, eru með góða
einstaklinga innanborðs og því
gæti þetta orðið skemmtilegur
leikur,“ sagði Þröstur einnig.
„Það var mjög móralskt fyrir
liðið að vinna Breiðablik í síðasta
leik, þó svo hann hafi ekki verið
vel leikinn af okkar hálfu. Við
þurfum að gera mun betur og eig-
um að geta unnið sum þessara
liða á heimavelli.“
- Hvað er helst að hjá Þórslið-
inu?
„Aðalhöfuðverkur okkar er sá
að vörnin opnast enn of mikið og
menn eru að glopra boltanum of
mikið. Þetta eru þeir hlutir sem
við þurfum helst að laga. Það
skiptir miklu máli fyrir liðið að fá
góðan stuðning á heimavelli og
ég skora á bæjarbúa að mæta í
Höllina og hvetja okkur áfram í
baráttunni," sagði Þröstur að
lokum.
Það er óhætt að taka undir
þessi síðustu orð Þrastar og hvetja
fólk til að mæta í Höllina. IBK er
eitt skemmtilegasta lið landsins
og í því eru margir mjög snjallir
leikmenn sem gaman er að fylgj-
ast með. Þórsarar náðu að vinna
sinn fyrsta deildarleik fyrir
skömmu og eru greinilega að ná
sér á strik.
Aðal-
fundur
- Knattspymudeildar Þórs
Aðalfundur Knattspyrnudeildar
Þórs verður haldinn í kvöld,
fimmtudaginn 10. desember f
Glerárskóla og hefst kl. 20.
Á fundinum fara fram venjuleg
aðalfundarstörf og eru allir Þórs-
arar hvattir til þess að mæta.