Dagur - 10.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 10. desember 1987
Farsóttir.
Hlaupabóla sting-
ur sér niður
Samkvæmt farsóttaskýrslu frá
Heilsugæslustöðinni á Akur-
eyri, hefur nú orðið vart við að
hlaupahóla hafi stungið sér
niður nokkuð víða. AIls eru 40
tilfelli skráð í nóvember en
voru aðeins 7 í október.
Samkvæmt handbók um
skyndihjálp er tíminn frá því að
barn smitast af hlaupabólu, þar
til einkenni koma í ljós u.þ.b. 3
vikur og eru byrjunareinkenni
vanlíðan, höfuðverkur og lágur
hiti. Síðan koma útbrot sem flest-
ir kannast við með tilheyrandi
kláða. Barnið smitár þar til síð-
asta hrúður fellur af en meðferð
sjúkdómsins er, rúmlega þar til
það hefur verið hitalaust einn
dag.
I október varð nokkuð áber-
andi aukning tilfella með kvef og
hálsbólgu. Með streptókokka-
hálsbólgu eru skráð 24 tilfelli, 10
með lungnabólgu, 81 með niður-
gang, 15 með kláðamaur, 4 lúsa-
tilfelli eru skráð, 1 með rauða
hunda og 1 þvagrásarbólgu.
Upplýsingum þessum ber að
taka með þeim fyrir vara, að það
er matsatriði einstakra lækna
hvenær og hvort eigi að skrá ýms-
ar vægari sýkingar. VG
Mikið úrval verkfæra er í nýju deildinni.
Dalvík:
Ný byggingavörudeild UKE
Skömmu fyrir síðustu mánaða-
mót var opnuð ný deild í útibúi
Kaupfélags Eyfirðinga á
Dalvík. I þessa deild var flutt
öll starfsemi byggingavöru-
deildar svo og rafmagnsvörur
og búsáhöld sem áður voru í
Svarfdælabúð. Með þessari
nýju deild er verslunarhúsnæð-
ið f husi kaúþfélagsins á Dalvík
orðið um 1400 fermetrar að
gólfdeti á einni hæð.
Rögnvaldur Skíði Friðbjörns-
son, útibússtjóri á Dalvík sagði
að í nýju byggingavörudeildinni
hafi verið bætt við nokkrum
vöruflokkum t.d. hljómtækjum,
sjónvörpum og vinnufatnaði.
Ymis heimilistæki eru seld í
versluninni svo sem eldavélar,
kæliskápar o.fl. Þá er einnig seld-
ur sportfatnaður og ýmis viðlegu-
útbúnaður í nýju deildinni.
Árið 1983 var byrjað á bygg-
ingu Svarfdælabúðar og var hún
opnuð í mars 1985. Þá fluttust
vefnaðarvö.rudeild og matvöru-
deild í nýja húsnæöið og hafist
var síðan handa í sumar við að
innrétta fyrra pláss þessara deilda
og hefur nú býgingavörudeildin
verið flutt í það sem fyrr segir.
Við þetta stækkar húsnæði bygg-
ingavörudeildar um meira en
helming. JÓH
Húsavík:
Ný bæjarmála-
samþykkt
Ný bæjarmálasamþykkt fyrir
Húsavíkurkaupstað tekur gildi
um áramótin. Félagsmálaráðu-
neytið á eftir að staðfesta sam-
þykktina sem var endanlega
afgreidd á síðasta fundi Bæjar-
stjórnar Húsavíkur.
Miklar breytingar voru gerðar
á bæjarmálasamþykktinni í
sambandi við ný sveitarstjórnar-
lög. Samkvæmt nýju samþykkt-
inni skulu bæjarráðsfundir vera
haldnir á fimmtudögum en
bæjarstjörnarfundir á þriðjudög-
um. Að undanförnu hafa bæjar-
stjórnarfundir verið haldnir á
fimmtudögum kí. 16. Rætt hefur
verið um að halda bæjarstjórnar-
fundina á þriðjudagskvöldum til
að auðvelda fólki að fylgjast með
því sem þar fer fram. IM
Bárðardalur:
Unnið að fjölbreytt-
ara atirinnulífi
Munir eftir
Geir G. Þormar
Húsavík:
Innheimta
gengur verr
en í fyrra
Innheimta útsvara og aðstöðu-
gjalda hjá Húsavíkurkaupstað
gengur heldur verr en á undan-
förnum árum.
í fyrra var búið að greiða
73,65% gjaldanna 30. nóvember,
en á sama tíma í ár var búið að
greiða 71,15%.
„Þetta er mjög bagalegt, bæði
fyrir greiðslustöðu bæjarsjóðs og
ekkert síður fyrir þá sem skulda
gjöldin sín,“ sagði Bjarni Þór
Einarsson í samtali við Dag.
„Um áramótin kemur staðgreiðslu-!
kerfi skatta til framkvæmda,
þá verður innheimt af mönnum
strax við fyrstu útborgun. Það er
enginn skattlaus janúar framund-
an eins og var eftir gamla kerf-
inu.“ IM
Næsta vor er áformað að halda
sýningu á gripum og munum
sem Geir G. Þormar, mynd-
skurðarmeistari, smíðaði og
skreytti á sínum tíma. Sýningin
verður haldin á Akureyri og
leitar ÚUa Árdal, dóttir Geirs,
eftir upplýsingum um muni eft-
ir föður sinn í eigu einstaklinga
og félaga.
Geir G. Þormar var með
afbrigðum listfengur og hug-
myndaríkur myndskurðarmaður.
Flesta muqjna smíðaöi hann og
skar út á árunum 1930-1950, éh
hlutirnir voru flestir seldir. Um
er að ræða verðlaunagripi og
verðlaunabikara til íþróttafélaga,
skartgripaskrín, píska, blek-
statív, pennastangir og ótal
margt fleira. Efniviðurinn er oft-
ast tré en einnig hvaltennur og
hreindýrshorn.
Geir G. Þormar var lengst af
handavinnukennari við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar en hann
kenndi einnig teikningu við Iðn-
skólann á Akureyri. Hann lést
árið 1952.
Þeir, sem eiga eða hafa umráð
yfir gripum á væntanlega sýn-
ingu, eru beðnir að snúa sér til
Úllu Árdal í síma 22600 (vinnu-
sími) og 23472 (heima). EHB
Jóhann Gauti Gestsson, eigandi verslunarinnar (í miðið) ásamt Garðari Skaptasyni og Kolbeini Einarssyni, sölu-
mönnum hjá Málningarverksmiðju Slippfélagsins. ' Mynd: tlv
Ný verslun með máhiingarvörur
Síðastliöinn föstudag var opn-
uð ný verslun á Akureyri. Köf-
un sf. er verslun með málning-
arvörur og ýmsar hreinlætis- og
rekstrarvörur. Jóhann Gauti
Gestsson er eigandi verslunar-
innar ásamt Ægi Björnssyni,
sem búsettur er í Svíþjóð.
Að sögn Jóhanns Gauta er
verslumn umboðsaðili fyrir
Hempels málningarvörur frá
Málningarverksmiðju Slipp-
félagsins í Reykjavík. Um er að
ræða málningu jafnt innanhúss-
sem utanhússmálningu en einnig
verður Köfun sf. með skipamáln-
ingu frá Hempels.
Verslunin verður einnig með
olíuvörur og hreinsivörur frá
Aciaco hf. í Reykjavík. Ymis
sjófatnaður fæst líka í versluninni
svo og björgunarfatnaður. Einnig
sagðist Jóhann Gauti koma til
með að verða með regn- og hlífð-
arfatnað í versluninni þegar frá
liði. Vörur verður bæði hægt að
kaupa í smásölu og heildsölu.
JÓH
Rauðafelli Bárðardal, 7. desember.
Árferði hefur verið hagstætt til
búskapar allt frá því fé var
sleppt á fjall vorið 1986. Sam-
göngur voru mjög greiðar síð-
astliðinn vetur, og hafa verið
svo það sem af er þessum vetri.
Atvinnulíf í Bárðardal hefur
verið mjög einhæft. Fyrst og
fremst hefur fólkið haft tekjur af
kindum og kúm. Mikið hefur ver-
ið rætt um að úr þessu þyrfti að
bæta og ögn hefur verið gert til
þess.
Sumarhótel hefur verið rekið í
Barnaskólanum á Stóruvöllum
síðastliðin þrjú sumur, seinni tvö
sumrin undir nafninu Hótel
Kiðagil. Aðsóknin að hótelinu
hefur farið vaxandi. Sveitarfélag-
ið keypti búnaðinn fyrir hótelið
en einstaklingar hafa séð um
reksturinn gegn vægri leigu.
Á síðastliðnum vetri gekk
Bárðdælahreppur í Iðnþróunar-
félag Þingeyinga, úr samstarfi þar
kom hugmynd um steinflísagerð
sem við ætlum að láta verða að
veruleika.
Fyrsta loðdýrahúsið var byggt í
sveitinni í haust, er það á Stóru-
völlum og á að rúma 300 minka-
læður.
í haust var byggður 3,5 km
langur vegur milli Kálfborgarár og
Arnarstaða, var það síðasti vegar-
kaflinn í Bárðardal sem var í
raun útvíkkaðar götur eftir hesta
og annan búsmala.
Barnaskólinn í Bárðardal varð
25 ára á þessu hausti. Þann 1.
desember var afmælisins minnst á
samkomu sem haldin var í
skólanum, m. a. var sögusýning á
samkomunni þar sem börnin
sýndu kennsluhætti, allt aftur til
farkennslu.
í sumar var malbikað 2000 fm
svæði við skólann, bílastæði,
leikvöllur og stígar umhverfis
húsið. Var þessi framkvæmd
verulegt átak fyrir sveitarfélagið.
EG/IM
Friðar-
dagar
Dagana 10.-13. desember
gengst 4. bekkur Félagsvísinda-
deildar MA fyrir dagskrá og
sýningu undir nafninu
FRIÐUR.
Dagskráin verður flutt í
Möðruvallakjallara fimmtu-
dagskvöldið 10. desember kl.
20.30. Þar verða flutt ljóð, sög-
ur og ávörp. Á veggjum verður
margvíslegt lesefni unnið af
nemendum og Samtökum eðlis-
fræðinga gegn kjarnorkuvá. Þar
verður margt sem kemur á
óvart.
Dagskráin er öllum opin.
Um helgina verður líka hægt
að skoða sýninguna í Möðru-
vallakjallara frá föstudegi til
sunnudags, kl. 14-18.