Dagur - 10.12.1987, Blaðsíða 20

Dagur - 10.12.1987, Blaðsíða 20
Æ Jólatré og greinar Sala í Göngugötu kl. 13-18, í Kjarnaskógi kl. 9-18. Opið á sunnudögum frá kl. 13-18 í Kjarna. Styrkið skógræktarstarfíð. Skógræktarfélag Eyfírðinga. Ný slökkvistöð á Akureyri: Líklega á fjárlögum næsta árs „Bygging nýrrar slökkvistöðv- ar er orðið mjög aðkallandi verkefni og ég geri ráð fyrir því að sett verði fjármagn í þetta á næsta ári og byggingunni jafn- vel lokið á næstu tveimur árum,“ sagði Sigurður Jóhann- esson bæjarfulltrúi í samtali við Dag. Ljóst er að tillögum stjórn- skipulagsnefndar bæjarins, sem Sigurður á sæti í, verður ekki hrint í framkvæmd án þess að slökkvistöðin víki úr núverandi húsnæði sínu á neðstu hæð húss- ins við Geislagötu. „Þó svo að auðvitað eigi ekki að blanda sam- an þessum tveimur verkefnum, að byggja upp stjórnkerfi og að skaffa því húsnæði, þá er ljóst að þessar breytingar ganga ekki saman nema slökkvistöðin verði flutt," sagði Sigurður. Hann sagði að þessi mál hefðu talsvert verið rædd í nefndinni en ekki formlega í bæjarráði eða bæjar- stjórn. í nefnd þessari sitja fjórir bæjarráðsmenn. En hvar á hin nýja slökkvistöð að vera? Fyrir liggur samþykkt síðustu bæjarstjórnar um að stefna skuli að byggingu hennar við Dalsbraut, en svo á fyrirhug- aður vegur vestur úr Glerárgötu og upp með Glerá, að heita. Gróf kostnaðaráætlun sem á sínum tíma var gerð fyrir slökkvistöð á þessum stað hljóðar upp á 40-45 milljónir. Fleiri hugmyndir hafa komið fram síðan, um staðsetningu slökkvistöðvar og þá helst sú hugmynd Sigfúsar Jónssonar bæjarstjóra að byggja sameigin- lega slökkvistöð fyrir Akureyrar- bæ og flugvöllinn. Úr þeirri hug- mynd eða öðrum hefur þó ekkert verið unnið og meðan svo er stendur samþykkt fyrrverandi bæjarstjórnar óhögguð. ET Sauðárkrókshöfn: Innlegg í jólaskreytingakapphlaupid? Mynd: TLV Kannaður möguleiki á dýpkun í krikanum - Kominn vísir að Suðurgarði í síðustu viku voru staddir á Sauðárkróki menn frá Vita- og hafnamálastofnun í þeim til- gangi að kanna botnlög í krik- anum innst í höfninni. Þessa dagana er svo verið að keyra út efni í Suðurgarð. Gerður verð- ur 20-30 metra stubbur til að hindra sandburð inn í höfnina að sunnanverðu. Botnlagskönnunin er gerð til að komast að raun um hvort dýpkun innst í krikanum, sem komið hefur til tals, er fram- kvæmanleg. Að sögn Harðar Ingimarssonar formanns hafnar- stjórnar bendir allt til að svo sé. Að þarna sé móhella og grjót, en ekki klöpp eins og margir hafi álitið. Dýpkun á þessum stað mun skapa viðlegurými fyrir eitt skip í viðbót og aðstaða við að ísa skipin gjörbreytast. En Fiskiðjan hefur í huga kaup á nýjum og betri vélum til ísframleiðslu og Neytendafélag Akureyrar og nágrennis: Gerir nýjan og betri samning við verkalýðsfélögin Nýlega var undirritaður nýr samningur milli Neytendafélags Akureyrar og nágrennis og verkalýðsfélaga á svæðinu. Samningur þessi er að því leyti frábrugðinn fyrri samningum að hann er ótímabundinn en uppsegjanlegur með 6 mánaða fyrirvara af hálfu beggja aðila. Sigfríður Þorsteinsdóttir hjá neytendafélaginu sagði í samtali við Dag að í samningnum væri ákvæði um að vcrkalýðsfélögin borgi laun starfsmanns í hálfu starfi auk helming húsaleigu. Áður var styrkurinn föst upphæð á ári sem vildi rýrna á verðbólgu- tímum og samningurinn gilti eitt ár í senn, „svo við eru öruggari nú,“ sagði hún. Neytendafélagið nýtur líka styrks frá Akureyrar- bæ og er eina neytendafélagið á landinu sem nýtur styrks sveitar- félags. Aðspurð sagði Sigfríður að gríðarlega mikið bærist af kvörtunum til félagsins. „Þarna er aðallega um að ræða kvartanir vegna fatnaðar, svo og vegna samningsbrota. Skrifstofan okkar er opin fjóra tíma á dag og einnig er ákveðinn símatími. Á skrif- stofunni liggja frammi neytenda- blöð sem í eru m.a. úttektir á hinum ýmsu vörum allt frá fjall- gönguskóm upp í tölvur. Þangað geta félagsmenn komið, litið í blöðin og aflað sér hvers kyns upplýsinga." Félagsmenn í Neytendafélagi Akureyrar og nágrennis eru nú um 300 talsins en Sigríður hvatti fólk til að gerast félagar því að- eins þeir fá aðstoð félagsins í kvörtunarmálum. VG með viðlegurými innst í höfninni er hægt um vik að dæla ísnum beint um borð í skipin. Að sögn Harðar kæmi þetta til með að verða dýr framkvæmd. Skipta þarf um stálþil sem sett var á sínum tíma og er allt of stutt. Er reiknað með að dýpkun og nýtt stálþil á 38 lengdarmetr- um muni kosta um 20 milljónir. -þá Stöð 2: Ólæst útsend- ing í kvöld í tengslum viö jólatilboö Stöðvar 2 og sem liður í kynn- ingu Stöövarinnar munu útsendingar verða ólæstar fimmtudaginn 10. desember, frá og með fréttaþættinum 19.19. Með ólæstri útsendingu vill Stöð 2 gefa þeim sem ekki eiga myndlykil kost á að kynna sér dagskrána. Á dagskrá verður 7. þáttur grínmyndaflokksins Heilsubælið í Gervahverfi, sjónvarpsmyndin Hjákonan með Victoriu Principal í aðalhlutverki, viðtalsþátturinn Stjörnur í Hollywood og myndin Eldur í æðum (Burning Bed) sem byggð er á sannri sögu konu sem þola mátti ofbeldi af eiginmanni sínum og greip til örþrifaráða. Virkilega mögnuð mynd. Með aðalhlutverk fara Farah Fawcett og Paul LeMat. Samnefnd bók hefur komið út í íslenskri þýð- ingu. Hliðstæð kynning verður endurtekin þann 17. desember, útsendingar verða ólæstar. Nánari upplýsingar um dag- skrána verða í dagblöðum, útvarpi og einnig má finna þær í Sjónvarpsvísi Stöðvar 2. SS Áramótaflugeldarnir: Tvö tonn fyrir fjóra vélsleða? í gær barst Hjálparsvcit skáta á Akureyri sending sem með réttu má kalla lífsviðurværi sveitarinnar fyrir næsta ár. Hér er auðvitað átt við púðrið sem ætlunin er að selja bæjarbúum fyrir áramótin þegar árið verð- ur kvatt og nýju fagnað með tilheyrandi húllumhæi og sprengingum. Alls er um að ræða um það bil 1,5 tonn af blysum, flugeldum, sprengjum og öðru og er þetta svipað magn og keypt hefur verið undanfarin ár. Auk þess eiga skátarnir 3-400 kíló á lager frá síðasta ári þannig að ef salan gengur vel þeyta Akureyringar nálægt tveimur tonnum upp í loft um áramótin. „Við vonum að fólk eyði ekki öllum peningunum í einhverja vitleysu fyrir jólin og eigi eitt- hvað eftir handa okkur,“ sagði Gunnar Gíslason sveitarforingi í samtali við Dag. Gunnarsagði að ilugeldar hefðu lítið hækkað í verði frá í fyrra, hækkunin yrði á bilinu 12-15%. Um næstu áramót má svo vænta lækkunar í fram- haldi af hagstæðum viðskipta- samböndum sem nýlega tókst að afla. Sala flugelda hefst á Akureyri sunnudaginn 27. desember og vonandi veröa bæjarbúar dugleg- ir við kaupin. Flugeldasalan er aðal tekjulind Hjálparsveitar skáta og sagði Gunnar að mjög brýnt væri að endurnýja vél- sleðakost sveitarinnar. „Draum- urinn er að við getum keypt fjóra sleða,“ sagði Gunnar. ET Ingimar Eydal, Örn Arnarson og Hrcinn Skagfjörð félagar í Hjálparsveit skáta á Akureyri glaðbeittir á svip með kínverskt áramótapúður í fanginu. MY|ld; tlv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.