Dagur - 10.12.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 10. desember 1987
Hugbúnaðar-
kvnning
Kynning á hugbúnaði íyrir IBM S/
36 verður að Hótel KE A mánudag-
inn 14. desember.
Kl. 9-12. Hugbúnaður fyrir sjávarútveg:
RT-AFLI (Aflabókhald)
RT-SJÓMANNALAUN
RT-FRAMFISK (Framleiðslu- & birgðabókhald)
Kl. 13-16. Almennur hugbúnaður:
RT-LAUN (með staðgreiðslukerfi skatta og
kennitölum)
RT-KLUKKA (splunkunýtt stimpilklukkukerfi)
ALVÍS (bókhalds- og lagerkerfi)
Einnig verða kynnt einstök
vildarkjör á IBM S/36 PC
Gránufélagsgötu 4 • 600 Akureyri • sími 27322.
fFrá Bændaskólanum
á Hvanneyri
Auglýsing um innritun nemenda á vorönn
1988 í Bændadeild skólans.
• Um er að ræða tveggja ára námsbraut (4 annir)
að búfræðiprófi.
• Lögð er áhersla á almennt búnaðarnám en
nemendum gefst kostur á vissri sérhæfingu á
síðara námsári í formi valgreina.
• Góð aðstaða á heimavist.
• Helstu inntökuskilyrði:
- Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi og full-
nægi lágmarkskröfum um einkunn til inngöngu
í framhaldsskóla.
- Umsækjandi hafi öðlast nokkra reynslu við
landbúnaðarstörf og að jafnaði stundað þau
eigi skemur en eitt ár.
• Stúdentar og aðrir þeir sem hugsanlega geta lok-
ið náminu á einu ári eru beðnir að hafa samband
við skólann sem fyrst.
• Skrifleg beiðni um inngöngu ásamt prófskírtein-
um sendist skólanum fyrir 15. janúar nk.
• Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma
93-71500.
• Kennsla á 1. önn hefst 26. janúar 1988.
Skólastjóri.
Stórbingó
Framsóknarfélag Akureyrar
heldur sitt árlega desemberbingó á
Hótel KEA laugardaginn
12. desember kl. 15.00.
Tiu glæsilegir vinningar
m.a. örbylgjuofn, fatnaður,
matarkörfur auk fjölda
aukavinninga
Stjórnandi: Sveinn Kristjánsson.
Stjómin.
Jón Erlendsson:
Kvæðabók
Út er komin Kvæðabók eftir Jón
Erlendsson.
Þetta er fyrsta bók höfundar
sem er 35 ára gamall Akureyring-
ur. Áður hefur skáldskapur eftir
Jón verið fluttur í útvarp, en
hann hlaut 2. verðlaun í ljóða-
samkeppni MENOR og Svæðis-
útvarpsins á Akureyri í desember
í fyrra. Þá hlaut hann einnig 1.
verðlaun í smásagnasamkeppni
sömu aðila.
Kvæðabók inniheldur 46 Ijóð.
Yrkisefnið er fjölbreytilegt og
höfundur notar ýmist forna eða
nýja bragarhætti.
Bókin er 62 bls. að stærð og er
prentuð hjá Ásprenti á Akureyri.
Frostmark
- Nýjar smásögur eftir
Kjartan Árnason
Út er komin hjá Örlaginu bókin
Frostmark eftir Kjartan Árna-
son. Hér er á ferðinni safn smá-
sagna með 5 nýjum sögum.
Atburðir sagnanna, sem eru allt í
senn hlægilegir, spennandi og
grátlegir, gerast á hinum ótrúleg-
ustu stöðum í nútímanum og
fjöldi hressilegra persóna kemur
við sögu, þar á meðal afi úr kafi,
Hinn og Ég, að ógleymdum E.
Frostmark, Þeim dularfulla upp-
vakningi úr Kyrrahafinu...
í Frostmarki ferðast höfundur
um víðan völl bókmenntanna og
stansar gjarna þar sem útsýni er
gott en frásögnin er þó jafnan
ofarlega í farteski hans.
Bókin er 177 blaðsíður að
stærð, prentuð og bundin í Prent-
stofu G. Benediktssonar. Kápu
gerði Páll Stefánsson.
Frostmark er önnur bók
Kjartans. í fyrrasumar gaf Örlag-
ið út jómfrúarrit hans, ljóðabók-
ina Dagbók Lasarusar.
Efni og orka
- Stórfróðlegt rit
um grundvallarþætti
heimsins okkar
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út bókina Efni og
orka í bókaflokknum Heimur
þekkingar. Bókin er eftir Robin
Kerrod og Neil Ardley í þýðingu
þeirra Ólafs Halldórssonar og
Egils Þ. Einarssonar.
Efni og orka rekur vísindaupp-
götvanir allt frá því að menn tóku
að hagnýta eldinn, til gullgerðar-
listar miðalda, könnunar geims-
ins, þess þegar atómið er klofið
og örtölvubyltingar nútímans.
Grundvallarlögmál þau, er efni
og orka lúta, eru skýrð þannig að
lesandinn fær góða innsýn í
meginþætti eðlis- og efnafræði.
Bókinni er skipt í tvo hluta eins
og heiti hennar ber með sér. í
hluta Orkunnare.r fjallað um eðli
orkunnar - hita og kulda - raf-
magn og segulmagn - ljós og liti -
hljóðið - tölvur og rafeindatæki.
í hluta Efnisins er fjallað um
atóm og sameindir - breytileika
ásýnd efnisins - kjarnorkuna -
efnabreytingar - frumefnin og
lotukerfið - málma - kolefnissam-
bönd - efnafræðinga að störfum.
Bókaflokkurinn Heimur þekk-
ingar fékk sérstaka viðurkenn-
ingu dómnefndar á bókasýningu
Námsgagnastofnunar á fræðibók-
um árið 1985. í dómnefndaráliti
segir m.a.: Heimur þekkingar
eru hentug uppsláttarrit þar sem
fjallað er á aðgengilegan hátt um
fjölbreytt svið náttúru og
menningar. Útlit og frágangur
eru til fyrirmyndar.“
Jólagleði
Komin er út hjá Iðunni ný barna-
bók sem heitir Jólagleði og er eft-
ir Erik Forsman.
Þetta er gulifalleg bók fyrir
yngstu lesendurna og segir frá
jólaundirbúningnum í heimahög-
um sjálfra jólasveinanna. Það er
nefnilega ekki aðeins mannfólkið
sem á annríkt fyrir jólin, jóla-
sveinarnir hafa líka sannárlega í
mörg horn að líta og þeir
skemmta sér konunglega við leiki
og störf. Og svo þurfa þeir líka að
leggja land undir fót með allar
jólagjafirnar og góðgætið.
Bókin er prýdd líflegum og
litríkum myndum á hverri síðu,
en þýðinguna annaðist Þorsteinn
frá Hamri.
Hrlngsól
- eftir Álfrúnu
Gunnlaugsdóttur
Mál og menning hefur gefið út
skáldsöguna Hringsól eftir
Álfrúnu Gunnlaugsdóttur.
Álfrún rekur i þessari bók
örlagasögu íslenskrar konu. Sag-
an hefst í litlu þorpi við sjó á önd-
verðum fjórða áratugnum þegar
söguhetjan leggur upp í sína
ævireisu. Leiðin liggur til
Reykjavíkur og síðar til megin-
lands Evrópu, en ferðinni lýkur
þar sem hún hófst - fimm áratug-
um síðar. Sérstæður frásagnar-
stíll Álfrúnar gerir það að verk-
um að sagan líkist einna helst
mósaíkmynd sem fullkomnast
ekki fyrr en síðasta brotinu er
komið fyrir.
Álfrún Gunnlaugsdóttir hefur
áður sent frá sér tvær bækur,
smásagnasafnið Af manna völd-
um og skáldsöguna Pel en fyrir
þá síðarnefndu hlaut hún menn-
ingarverðlaun DV.
Kveðja frá
Akureyri
Út er komin bókin Kveðja frá
Akureyri eftir Richardt Ryel.
Richardt Ryel er fæddur á Akur-
eyri árið 1915, sonur hjónanna
Gunnhildar og Baldvins Ryel,
sem lengi var kaupmaður á
Akureyri. Richardt fór ungur að
fást við verslunarstörf á Akureyri
en síðar í Reykjavík og Dan-
mörku, þar sem hann er nú
búsettur.
í bókinni Kveðja frá Akureyri,
eru minningar hans frá Akureyri
fram yfir seinni heimsstyrjöld.
Sagan er rituð á léttu, litríku
máli. Tónn hans er glettinn og
hlýr og sagt er frá mönnum og
atburðum á Akureyri þátímans á
lifandi hátt. Bókin er prýdd
fjölda mynda frá gömlu Ákur-
eyri, sem margar eru áður óbirtar
og gefa þær bókinni verulegt
gildi.
Útgefandi er Bókaforlag Odds
Björnssonar á Akureyri.
Viðkvæm
er jörð
- ný Ijóðabók eftir
Jón Jónsson
frá Fremstafelli
Út er komin ljóðabókin „Við-
kvæm er jörð“ eftir Jón Jónsson
frá Fremstafelli. Þetta er önnur
ljóðabók hans en árið 1982 kom
út bók hans „Hjartsláttur á
þorra."
Jón Jónsson er fæddur að Mýri
í Bárðardal 5. apríl 1908 og flutti
þaðan um 1940 og gerðist bóndi
að Fremstafelli í Ljósavatnshreppi
þar sem hann hefur búið síðan.
Jón er aldamótabarn, hin gamal-
gróna bændamenning og andi
ungmennafélaganna hafa mótað
lífssýn hans eins og skýrt kemur
fram í kveðskap hans. Ást hans á
landinu og því lífi sem þar er lif-
að gengur eins og rauður þráður
gegnum ljóð hans í þessari bók.
Bókin er gefin út á kostnað
höfundar og sett í Dagsprenti.
Hún er prentuð í Tröð á Húsavík
en Félagsbókbandið sá um
bókband.
Bókin verður til sölu hjá höf-
undi, bókabúð Rannveigar að
Laugum og væntanlega í bóka-
búð Þórarins Stefánssonar á
Húsavík.