Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 3
31. desember 1987 - DAGUR - 3 framhaldi af upplýsingum sem menntamálaráðuneytið lét frá sér fara. 19. Háskólanefnd Akureyrar kynnti tillögur sínar á blaða- mannafundi. Megintillögur nefnd- arinnar voru þær að stefna bæri að uppbyggingu sjálfstæðrar og sérhæfðrar menntastofnunar í sem nánustum tengslum við atvinnulífið. Nefndin lagði til að sem fyrst yrði boðið upp á nám í iðnrekstrarfræði, matvælafræði, rekstrarhagfræði og sjávarútvegs- fræði. Baldur Hjörleifsson trillukarl í Hrísey sem var hætt kominn á bát sínum seint í nóvember, snar- aði bát sínum á flot að nýju, klár í slaginn. 20. Hestur í Þingeyjarsýslu slapp ótrúlega vel frá þeirri sérstæðu lífsreynslu að fá hurðarhún á kaf í annað augað, svo kyrfilega að hurðin fór af hjörum. 23. Á 70 ára afmæli skátahreyf- ingarinnar á Akureyri voru Kvenskátafélagið Valkyrjan og Skátafélag Akureyrar sameinuð í eitt félag, Skátafélagið Klakk. Á stóru skinnauppboði sem fram fór í Kaupmannahöfn var meginlínan sú að minkaskinn hækkuðu í verði en refaskinn lækkuðu. 24. Vandi Hitaveitu Akureyrar var stöðugt til umræðu en á árinu var gert ráð fyrir að greiðslur vaxta og afborgana af eldri lánum næmu alls um 277 milljónum króna. Ýmsar hugmyndir voru uppi um lausn vandans m.a. að selja hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. Hljómtækjum sem stolið var úr bifreið á Ákureyri var skilað nokkrum dögum síðar og verður það að teljast sjaldgæf lausn slíkra mála. 25. Það var talið ganga krafta- verki næst að tveir menn skyldu lifa af bílveltu í Selgili við Siglu- fjörð. Menriirnir þrír sluppu með skrámur en jeppinn þeirra stóð vart lengur undir því nafni. Meteftirspurn var í byrjun árs- ins eftir íbúðum úr verkamanna- bústaðakerfinu á Akureyri og iðulega voru umsóknir margfalt fleiri en lausar íbúðir. KEA gerði samning við norska skipasmíðastöð um smíði á nýju skipi í stað Snæfellsins EÁ. Samningurinn var háður sam- þykki stjórnvalda og ákvörðun- um um fjármögnun kaupanna. 26. „Fasteignamarkaðurinn á Akureyri kominn í hnút“ sagði í fyrirsögn þennan daginn. Vitnað var í Pétur Jósefsson fasteigna- sala þar sem hann sagði að nauð- synlegt væri að verð á notuðu húsnæði hækkaði til að jöfnuður næðist við nýtt húsnæði. Þessi sjón blasti við mönnum á bryggjunni við vöruskála Eimskips á Akureyri. Þessi myndarlegi rostungur veltist þar um í fjöruborðinu og sýndi stórar og glæsilegar tennurnar. Mynd: rpb Dag að ef verkfall kennara stæði lengur en í hálfan mánuð myndi skólinn ekki geta útskrifað stúdenta um vorið. Rafvirkjar hjá Slippstöðinni á Akureyri sögðu allir upp störfum sínum. Málið átti sér talsvert langan aðdraganda en það snerist vitanlega um óánægju með launakjör. 10. Mál Þverárhrossanna tók nýja stefnu þegar lögreglunni á Húsavík barst beiðni um að hún tæki að sér rannsókn þessa dular- fulla máls. Ýmsar sögusagnir höfðu þá komist á kreik um þátt manna í hvarfi hrossanna. Anna Guðný Júlíusdóttir 14 ára Akureyrarmær var svo hepp- in að vinna hvorki meira né minna en hálfa milljón króna í Happaþrennu Háskóla íslands. „Ætli ég leggi peningana ekki bara í banka og fái mér svo bíl þegar ég fæ bílpróf,“ sagði Anna í samtali við Dag. 11. Húsnæðisskortur var nú far- inn að hamla fólksflutningum til bæjarins. fasteignasalar sem rætt var við nefndu dæmi um fólk sem ætlað hafði að flytja til Akureyr- ar en fann ekki húsnæði. Mest Mikill fjöldi sótti fund menntamálaráðherra um skólamál sem haldinn var í Sjallanum í janúar. Miklar umræöur urðu á fundinum. Mynd: kþb 27. Grunur kom upp um að tals- vert r..agn af frönskum kartöflum kæmi inn í landið á fölsuðum inn- flutningspappírum. Sveinberg Laxdal formaður félags kartöflu- bænda sagðist telja þetta ástæð,- una fyrir óeðlilega lágu verði þessarar innfluttu vöru, því með þessu móti væri kornist hjá greiðslu innflutningsgjalda. Mars 2. Stofnfundur nýs stjórnmála- flokks, Þjóðarflokksins, var hald- inn í Borgarnesi. Pétur Valdi- marsson frá Akureyri var kosinn formaður flokksins og ákveðið var að bjóða fram í öllum kjör- dæmum landsins fyrir komandi alþingiskosningar. Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík tók til starfa með því að 30 aðilum á Norðurlandi voru send útboðsgögn fyrir ársafla 30 tonna snurvoðarbáts frá Ólafs- firði. 3. Bæjarstjórn Húsavíkur sam- þykkti samning þann sem gerður hafði verið við menntamálaráðu- neytið um stofnun nýs framhalds- skóla á Húsavík um haustið. Júgóslavneski stórmeistarinn Ljubojevic kom til Akureyrar og tefldi fjöltefli við 50 manns. 4. Sagt var frá langvarandi lægð í rekstri Húseininga hf. á Siglufirði en fréttir af greiðslustöðvun bornar til baka. 5. Gífurlegar birgðir nautakjöts hjá sláturhúsi KEA voru mönn- um áhyggjuefni og óttaðist Óli Valdimarsson sláturhússtjóri jafnvel að skortur á geymslurými gæti valdið erfiðleikum við slátr- un um haustið. 6. Yfirvofandi verkfall kennara 16. mars olli mönnum áhyggjum. Jónas Helgason trúnaðarmaður kennara við MA sagði kennara myndu standa fast á kröfunt sín- um um lágmarkslaun og fleira. Reynir Valdimarsson læknir á Akureyri vandaði Vottum Jehóva ekki kveðjurnar í fjölriti sem hann gaf út og kallaði þá ósann- indamenn. 9. Jóhann Sigurjónsson skóla- meistari MA sagði í samtali við var eftirspurnin eftir raðhúsum og meðalstórum einbýlishúsum. 12. Skiptafundur þrotabús gras- kögglaverksmiðjunnar Vall- hólma gekk að kauptilboði Kaupfélags Skagfirðinga og þar með var lokið því óvissuástandi sem varað hafði um málefni verk- smiðjunnar síðan hún var tekin Tveir menn sluppu ómeiddir þegar snjótroöari fór niður um ísinn á Ólafsfjaröarvatni. Mynd: Rt»B Fats Domino við komuna til Akurcyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.