Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 31. desember 1987 yrðu ekki að veruleika og hún yrði boðin upp eins og aðrar eignir kaupfélagsins. 4. Hátíðarfundur Flugleiða í tilefni af 50 ára afmæli atvinnu- flugs á íslandi, var haldinn á Akureyri. Á fundinum var undir- ritaður samningur um kaup félagsins á tveimur Boeing 737- 400 þotum. 5. Óánægja Skagstrendinga með málefni sjúkraflutninga tók enda þegar Pétur Eggertsson festi kaup á sjúkrabíl til staðarins. í fyrssta skipti í sögu akur- eyrskrar löggæslu var kona ráðin lögregluþjónn. Pað var Unnur Elva Árnardóttir sem braut ísinn. 9. Þverárhrossin sjö sem verið höfðu týnd frá 10. janúar fundust loks skammt frá bænum þar sem þau höfðu hrapað til bana í Sand- feili. Þar með var endir bundinn á hinar ýmsu vangaveltur og ásakanir sem gengið höfðu vegna þessa dularfulla hestahvarfs. Ársþing HSÍ var haldið á Akureyri. Birgir Björnsson þjálf- ari og fyrrverandi Ieikmaður og þjálfari með landsliðinu var sæmdur gullmerki sambandsins. 10. í yfirliti LÍÚ um aflaverðmæti og úthaldsdaga íslenskra togara fyrstu fjóra mánuði ársins kom fram að Akureyrin EA var efst á blaði með aflamagn og verðmæt- ið sem var hvorki meira né minna en 114 milljónir. Mikil gróska var f smíði plast- báta á Norðurlandi og á Skaga- strönd hófst smíði á stærsta plast- skipi landsins 100 tonn að stærð. 11. Umdeildum breytingum á togaranum Stakfelli frá Pórshöfn lauk og var kostnaður við þær um 11 milljónir. Ólafur fræðslustjóri mætti til starfa en sagðist „tilbúinn að standa upp.“ 12. Verðlagsráð sjávarútvegsins samþykkti á fundi sínum að gefa fiskverð frjálst frá 15. júní til 30. september. Miklar vonir voru bundnar við þessa tilraun. 16. Enn jókst eftirspurn eftir nýj- um bílum| og töldu menn að mikla aukningu mætti rekja til ótta við tollahækkanir og gengis- fellingu. 17. Bráðadauði kúa í Eyjafirði vakti með mönnum grun um að þeirra virtust ekki allir kunna með þessi farartæki að fara og víða voru unnin mikil náttúru- spjöll. 14. Mikil gróska var í bílasölu um þetta leyti. Innflutningur var gíf- urlegur en sala á notuðum bílum gekk einnig óvenju vel. Framboð þeirra var þó meira en eftirspurn- in. 15. Mikillar óánægju gætti meðal verslunarfólks á landsbyggðinni vegna þeirra kjarasamninga sem landssamtök þeirra gerðu við vinnuveitendur. Til tals kom að 15 félög verslunarfólks á lands- byggðinni segðu sig úr landssam- tökunum. 18. Kaupfélag Eyfirðinga festi kaup á nýju tölvukerfi fyrir 20 milljónir. Hin nýja tölva er ein sú stærsta á landinu og til dæmis afkastameiri en tölva SÍS. Fiskmiðlun Norðurlands hf. á Dalvík var formlega stofnuð. 32 stofnféiagar skráðu sig fyrir um 1,2 milljón króna hlutafé. Banaslys varð við Árgerðisbrú sunnan Dalvíkur þegar bíll ók á enda brúarhandriðsins. Farþegi í bílnum beið bana en ökumaður og annar farþegi slösuðust alvar- lega. Um þetta leyti var fyrst farið að tala um hugsanlegt samstarf Iðnaðardeildar SÍS og Álafoss- verksmiðjunnar. 20. Plastiðjan Bjarg jók mjög umsvif sín. Keypt var vélasam- stæða til framleiðslu og pökkunar á sogrörum og bygging 1000 fer- metra verksmiðjuhúss var fyrir- huguð. Könnun um útiveru unglinga í miðbæ Akureyrar leiddi í ljós að unglingarnir ættu hrós skilið. 21. Prentsmiðjan Fontur hf. var tekin til gjaldþrotaskipta að beiðni framkvæmdastjóra en áður hafði húseign fyrirtækisins verið seld á nauðungaruppboði. Mikið góðviðri var á Ákureyri síðari hluta maí og iðulega 18-20 stiga hiti. 22. Sverrir Hermannsson lét mót- mæli sem vind um eyru þjóta heldur gerði sér lítið fyrir og setti Ólaf Guðmundsson fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra. 25. Trésmiðir á Akureyri voru svo sannarlega ekki verkefna- lausir um þetta leyti og raunar var skortur á slíkum mönnum yfirvofandi um sumarið miðað við útlit um framkvæmdir í bænum. Guðmundur Ómar for- maður Trésmiðafélagsins sagði að réttara væri að tala um offramboð á verkefnum er skort á smiðum. Hjá Iðnaðardeild SÍS varð þenslunnar líka vart því þar vant- aði starfsfólk. Skortur á húsnæði í bænum gerði þeim Iðnaðar- deildarmönnum erfitt fyrir eins og svo mörgum öðrum. 26. Deilur um verksvið faglærðra óg ófaglærðra starfsmanna Kísil- iðjunnar við Mývatn hafði í för með sér að Járniðnaðarmanna- félagið kærði fyrirtækið. 27. Á Húsavík varð vart mikillar skjálftahrinu og eina nóttina varð vart 30 skjálfta. Talið var að skjálftarnir, sem allir voru litlir, gætu verið undanfari stærri skjálfta. Um 20 aðilar lofuðu hlutafé að upphæð um 4,5 milljónir króna til stofnunar hlutafélags um lúðu- eldi í Eyjafirði. 28. Mikillar óánægju gætti meðal íbúa Skagastrandar í kjölfar hús- bruna sem þar varð. Taldi fólk að allt of langur tími hafi liðið frá því hringt var í neyðarsíma á Blönduósi og þar til sjúkrabíllinn var kominn. Júní 1. Loks var gengið frá samning- um um kaup Sovétmanna á ullar- vörum frá Iðnaðardeild SÍS. Samið var um sölu fyrir um 200 milljónir en verðið þótti lágt. Upp komst um eggjastuld úr fálkahreiðri á Tjörnesi rétt einu sinni enn. Lögreglan á Húsavík rannsakaði málið án árangurs. Verkmenntaskólinn á Akur- eyri brautskráði yfir 160 stúdenta tveimur dögum fyrir þriggja ára afmæli skólans, 1. júní. Ritstjóraskipti urðu á Degi. Hermann Sveinbjörnsson lét af störfum eftir rúmlega sjö ára starf en við tóku þeir Áskell Þórisson og Bragi Bergmann. 2. Enn var fræðslustjóramálið til umræðu því Ólafur Guðmunds- son hætti við að mæta til starfa sinna sem fræðslustjóri 1. júní. Ólafur sagðist sjá eftir að hafa ekki hitt norðanmenn áður en hann tók að sér starfið. Tafir urðu á afgreiðslu áburðar til bænda á félagssvæði Kaup- félags Norður-Þingeyinga vegna þess að bankar þráuðust við að veita bændum lán til áburðar- kaupanna. 3. Ákveðið var að hætta fram- leiðslu á frönskum kartöflum í kartöfluverksmiðjunni á Sval- barðseyri sem Kjörland rak. Svo virtist sem samningar um kaup fyrirtækisins á verksmiðjunni garnapest væri að láta til sín taka þar eins og í Austur-Húnavatns- sýslu. 19. Menntaskólinn á Akureyri brautskráði 115 stúdenta. í fyrsta sinn í iangan tíma fór athöfnin ekki fram í Akureyrarkirkju heldur í rúmbetri salarkynnum íþróttahallarinnar. Laxveiði í norðlenskum ám fór vel af stað, sérstaklega í Laxá í Aðaldal. 22. Forráðamenn Héraðsskólans á Laugum voru mjög ósáttir við þá ákvörðun Sverris Hermanns- sonar menntamálaráðherra að leigja einstaklingi húsnæði skól- ans til reksturs sumarhótels, í stað þess sem verið hafði að skól- inn hafði tekjur af slíkum rekstri. Sæplast hf. á Dalvík flutti í nýtt og glæsilegt 840 fermetra húsnæði og þegar hófust fram- kvæmdir við viðbyggingu. 23. „Vinnan“ fréttabréf ASÍ birti niðurstöður könnunar um kyn- ferðislega áreitni á vinnustöðum á Akureyri. í ljós kom að þriðja hver iðnverkakona hafði orðið að þola slíkt í starfi. Veitustjórn Akureyrar sam- þykkti 7,16% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar. 25. Hafrannsóknastofnun rann- sakaði í samvinnu við erlenda aðila, jarðhita á sjávarbotni í grennd við Kolbeinsey. Offramleiðsla á mjólk á félags- svæði Kaupfélags Eyfirðinga var talsvert vandamál. í stað þess að gefa mjólkursamlaginu mjólkina þá tóku allmargir bændur upp á því að hella henni niður. 26. Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna hófst á Melgerðis- melum og stóð í fjóra daga. Mót- ið tókst í alla staði sérstaklega vel enda veður afburðagott fyrstu þrjá dagana. Til að brynna mönnum og málleysingjum á mótinu þurftu tankbílar Mjólk- ursamlags KEA að flytja 90 þús- und lítra af vatni á Melana. 30. Jón Baldvin Hannibalsson skilaði forseta íslands umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir að fyrstu viðræður framsóknar- manna, sjálfstæðismanna og alþýðuflokksmanna fóru út um þúfur. Júlí 1. Sæluhúsið á Öxarfjarðarheiði komst heldur betur í fréttirnar þegar upp komst um vægast sagt hroðalega umgengni sem ein- hverjir höfðu þar gert sig seka um. Smjör í dýnum og hrossa- skítur á gólfum, þannig var aðkoman. Olíufélögin létu sig ekki muna um að snara upp þremur glæsi- legum bensínstöðvum á Akureyri í sumar. Þarna var um að ræða framkvæmdir fyrir tugi milljóna. 2. Enn var skortur á iðnaðar- mönnum til umræðu og nú voru það múrarar og trésmiðir sem voru eftirsóttari en svo að þeir gætu sinnt því. Ástæðan var talin hækkandi verð á notuðum fast- eignum sem leiddi til aukinna nýbygginga. Hjá loðnuverksmiðju SR á Raufarhöfn var unnið að miklum endurbótum og afkastageta verk- smiðjunnar stóraukin. í júní fór bíll í Glerá. Vel gekk að bjarga ökumanni bifreiðarinnar úr flakinu, en hann var cinn í bílnuni. Á meðfylgjandi mynd sjást björgun- armenn hífa manninn upp í sig- kölfu. Mynd: RPB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.