Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 11
31. desember 1987 - DAGUR - 11 í framhaldi af ummælum slökkviliðsstjórans á Akureyri um brýna þörf fyrir körfubíl, flutti Sigurður Jóhannesson tillögu þess efnis að tækjabúnaður þess yrði aukinn. Bæjarstjórn vísaði tillögunni til bæjarráðs. 8. Framkvæmdir við viðhald á Minjasafninu á Akureyri reynd- ust dýrari en áætlað var og sótti stjórn þess um aukafjárveitingu. 12. í óveðri sem geisaði á Norðurlandi urðu talsverðar skemmdir á hafnarmannvirkjum í Ólafsfirði, á Siglufirði og víðar. Talsverðar umræður urðu um nauðsyn þess að gera breytingar á yfirstjórn byggingarmála á Akureyri og var Ágúst Berg gagnrýndur mjög. Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi tók upp hanskann fyrir húsameistara og sagði að hann væri iðulega gerður ábyrgur fyrir verkefnum og mistökum sem hann í raun bæri ekkf ábyrgð á. 13. Heimamenn á Siglufirði könnuðu möguleika á að kaupa eignir þrotabús Húseininga. Ekki varð þó af þeim kaupum en heimamaður keypti eignirnar nokkru síðar. Akureyrin var enn aflahæst þegar togaraskýrsla LÍÚ fyrir fyrstu átta mánuði ársins leit dagsins ljós. Dagur jók þjónustu sína veru- lega þegar blaðið opnaði rit- stjórnarskrifstofu í Reykjavík með blaðamann í fullu starfi. 14. Alvarlegur fóstruskortur gerði vart við sig á Akureyri. Aðeins voru 14 fóstrur starfandi í bænum til samanburðar við 22 árið 1985. Ástæðan fyrir þessum fóstruskorti var fyrst og fremst slæm launakjör þeirra. Lokun ýmissa dagvistardeilda vofði yfir. Uppsagnir starfsfólks Orku- stofnunar ollu upplausn þess á meðal og óvissu um framtíð ýmissa verkefna sem stofnunin vann að. Fiskeldisverkefni stofn- unarinnar í Skagafirði voru þar á meðal. 15. Smíði hófst á nýju Snæfelli fyrir Útgerðarfélag KEA. Skipið er smíðað í Flekkefjord í Noregi. Leki á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri komst að nýju í hámæli þegar mynd birtist af húsverði hallarinnar að þurrka upp leka í miðjum kappleik. Ekki voru menn sammála um ástæður lekans eða hver bæri ábyrgð á þeim mistökum sem gerð höfðu verið við hönnun og smíði þaksins. 19. Ólafsfirðingar fögnuðu heim- komu togara síns Ólafs bekks frá Póllandi þar sem hann hafði ver- ið í viðamiklum breytingum síð- an í febrúar. Lúður þær sem taka þátt í til- raunaeldi á Hjalteyri komu á staðinn með flutningabíl frá Grundarfirði. Lúðurnar voru veiddar í Breiðafirði. 20. Fjármálaráðuneytið lagði til að Norðurland eystra yrði eitt gjaldheimtusvæði. Sigfús Jónsson lýsti þeirri skoðun sinni og bæjar- ráðs að réttara væri að skipta kjördæminu í tvö svæði. 21. Rækjuframleiðendur á Norð- urlandi og Vestfjörðum funduðu á Akureyri og ályktuðu að rétt væri að þeim væri úthlutað helmingi væntanlegs kvóta á úthafsrækju- veiðar á móti útgerðarmönnum. Útgerðarmenn lýstu sig andvíga slíkri úthlutun og töldu kvótann eiga að vera hjá skipunum. 22. Eigendur Glerár vestan Akureyrar buðu bænum fjall og dal tilheyrandi landareign sinni, til sölu á 17 milljónir. Bærinn hafnaði tilboðinu og síðar öðru sem hljóðaði upp á 12 milljónir. 23. Fjárveiting til VMA sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi var minni en búist var við og myndi óbreytt seinka framkvæmdum við skólabygginguna um 1-2 ár. 26. Útgerðarfélag Akureyringa festi kaup á togaranum Dag- stjörnunni frá Keflavík fyrir 180 milljónir. Þessi sjötti togari Frá afhendingu Sléttbaks. félagsins var keyptur með það fyrir augum að hann yrði „skipti- mynt“ fyrir nýtt skip síðar. 28. SR á Siglufirði barst loks fyrsti loðnufarmurinn á vertíð- inni. Loðnuveiðin var nú loks farin að glæðast eftir mjög lélega veiði framan af. 29. Aftur blossaði upp „stríð“ á Laugum í Reykjadal vegna vinnu- bragða menntamálaráðuneytis í málefnum skólans. Steinþór Þráinsson ritaði sveitarstjórnum bréf og boðaði til fundar um framtíð skólans. Rækjurannsóknir í Húnaflóa leiddu í ljós betra ástand rækju- stofnsins en áður og lagði Haf- rannsóknastofnun til að leyft yrði að veiða 600 tonn í stað 500. Nóvember 2. „Guð hjálpi þeim sem missa þessa samstöðu úr höndum sér,“ sagði Guðmundur J. Guðmunds- son sem endurkjörinn var for- maður VMSÍ á 13. þingi sam- bandsins sem fram fór á Akur- eyri. Enn var sagt frá nægri atvinnu hjá iðnaðarmönnum á Akureyri. Afleiðingar offramboðs á verk- efnum varð vitanlega sú að verk- lok töfðust víða. 3. Fiskverkunarhús KEA í Grímsey brann til kaldra kola og allt sem inni var. Þar á meðal var Akureyrin tók niðri í Húsavíkurhöfn, hún mjakaöi sér síðan út á flóðinu. Mynd: IM útgerðar og sjómanna annars vegar en fiskvinnslu hins vegar. Öllu starfsfólki Saumastofunn- ar Vöku á Sauðárkróki var sagt upp störfum Þrír sérleyfishafar á Akureyri og nágrenni keyptu eignir Önd- vegis hf. 9. Óiafur Ragnar Grímsson var kjörinn formaður Alþýðubanda- lagsins eftir harða baráttu við Sigríði Stefánsdóttur frá Akur- eyri. Svanfríður Jónasdóttir frá Dalvík var kosin varaformaður. 11. Mikið gekk á í sambandi við byggingar verkamannabústaða á Ólafsfirði. Einn stjórnarmanna sagði af sér vegna afskipta meiri- hluta bæjarstjórnar af störfum stjórnarinnar. Forseti bæjar- stjórnar sagði ástæðu þessara afskipta þá að bæjarstjórnin hefði viljað binda enda á það stríð sem ríkti milli byggingar- verktaka í bænum. 12. Svalbarðseyrarhreppur íhug- aði kaup á þremur hekturum lands umhverfis byggingar þær sem Samvinnubankinn keypti á nauðungaruppboði á eignum Kaupfélags Svalbarðseyrar. Við- ræður við Samvinnubankann voru á byrjunarstigi. Vegna hugmynda um að ríkið hætti þátttöku í rekstri tónlistar- skóla var sú hugmynd viðruð að færa tónlistarnám inn í grunn- skólana og þannig aftur til ríkis- ins. 13. í tillögum nefndar um breyt- ingar á stjórnkerfi Akureyrar- bæjar var lagt til að stjórnkerfinu yrði skipt í fjögur aðalsvið, fjár- mála- og stjórnsýslusvið, félags- og fræðslusvið, tæknisvið og veitusvið. Stofnað var hlutafélag um að koma á fót hótelrekstri í húsinu við Glerárgötu 26. 16. Landssamband íslenskra verslunarmanna hélt 16. þing sitt á Akureyri. 17. Fasteignamat ríkisins sendi sveitarstjórnum bréf um hækkun fasteignamats. Hækkunin varð mest á Akureyri þar sem íbúðar- húsnæði hækkaði um 44% 'en lóðir um 29%. 18. Ríkisstjórnin staðfesti á fundi sínum að staðið yrði við sam- þykktir Alþingis urn að fram- kvæmdir við göng um Ólafsfjarð- armúla yrðu hafnar á næsta ári. Kostnaður við verkið er áætlaður 590 milljónir og á árinu 1988 á að verja til þess 90 milljónum. Frá Dalvík lagði 100 manna hópur starfsfólks frystihúss KEA nær allur tækjabúnaður björgun- arsveitarinnar á staðnum. Tjónið var talið vera um 10 milljónir króna. KEA og nokkur samstarfsfyr- irtæki þess undirbjuggu stofnun dreifingarfyrirtækis fyrir tram- leiðsluvörur sínar á höfuðborgar- svæðinu. í Síðuhverfi á Akureyri var hleypt af stokkunum merku til- raunaverkefni í dagvistun. Verk- efnið miðar að því að meðhöndla Glerárhverfi sem einingu og sam- ræma dagvistarformin þar. Til- raun þessi var liður í framtíðar- stefnumótun dagvista á Akur- eyri. 4. Síðustu hindruninni fyrir smíði Slippstöðvarinnar á tveimur 200 tonna togurum var rutt úr vegi þegar Byggðastofnun samþykkti heimild fyrir láni til væntanlegra kaupenda skipanna. 5. Skiptar skoðanir voru um fyrirhugaðar breytingar á farvegi Svarfaðardalsár. „Nauðsynleg breyting,“ sögðu sumir en „Hræðileg náttúruspjöll,“ sögðu aðrir. Á Grenivík var nýtt fyrirtæki stofnað, með aðstoð Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar. Fyrirtækið ber nafnið Leðuriðjan Tera. 6. Tíðar landanir dalvískra togara í gáma til útflutnings ollu vinnustöðvunum í frystihúsi stað- arins og í framhaldi af því spruttu upp deilur milli hagsmunaaðila, INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓEIS 11.FLB1985 Hinn 10. janúar 1988 er sjötti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 6 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skírteini kr. 313,76 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr.skírteini kr. 627,52 ___________Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini_kr. 6.275,28_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1987 til 10. j’anúar 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 1913 hinn 1. janúar 1988. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 6 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1988. Reykjavík, 31. desember 1987 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.