Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 5
3T. tlesember 1987 - ÐAGUR - 5 á mótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar biluðu og blasti rauði i liturinn lengi dagsins látlaust við I ökumönnum á Þingvallastræti. 29. Framsóknarflokkur, Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðubanda- lag mynduðu nýjan meirihluta í bæjarstjórn Siglufjarðar. Bæjarstjórn Akureyrar hafði sitthvað við þá afgreiðslu æsku- lýðsráðs bæjarins að athuga þeg- ar það ákvað að veita nýrri útvarpsstöð Útvarps Norður- lands aðgang að plötusafni Dyn- heima. Æskulýðsráð endurskoð- aði afgreiðslu sína og samþykkti að veita Hljóðbylgjunni tak- markaðan aðgang að safninu. 30. Ekki voru deilur vegna hins nýja útvarpsfélags úr sögunni því Yngvi Kjartansson gerði athuga- semdir við notkun á lögskráðu firmanafni blaðsins sem hann rit- stýrir. Fulltrúar rækjuverksmiðjanna í verðlagsráði sögðu upp gildandi hráefnisverði frá og með mán- aðamótunum. Maí 5. Dýpkun hafnarinnar á Ólafs- firði hófst. Alls var gert ráð fyrir að dæla um 32-36 þúsund rúm- metrum af sandi upp úr höfninni. Hluti efnisins var notaður sem undirlag undir nýjan íþróttavöll. Bæjarstjóraskipti urðu hjá Húsvíkingum um mánaðamótin. Bjarni Aðalgeirsson lét þá af störfum en við tók Bjarni Þór Einarsson. Sagt var frá stofnfundi Fisk- markaðar Norðurlands hf. á Akureyri. Upphaflegt hlutafé fyrirtækisins var 2,5 milljónir króna og skráðir hluthafar 26 talsins. Sigurður P. Sigmundsson var skömmu síðar ráðinn fram- kvæmdastjóri markaðarins. 6. Áður hefur verið sagt frá rekstrarerfiðleikum Húseininga en nú var fyrirtækið lýst gjald- þrota í kjölfar þeirra. Nefnd sem skipuð var árið 1985 komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að fækka bæri slát- urhúsum landsins úr 55 í 22. Mánaberg, hinn nýi togari Ólafsfirðinga landaði úr sinni fyrstu veiðiferð 240 tonnum af heilfrystri grálúðu, sem var full- fermi. Verðmæti aflans var nálægt 20 milljónum. Þrír sóttu urn stöðu fræðslu- stjóra Norðurlands eystra. Auk Sturlu Kristjánssonar voru það þeir Ólafur Guðmundsson skóla- stjóri Egilsstaðaskóla og Guð- mundur Ingi Leifsson fræðslu- stjóri Norðurlandi vestra. 7. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga fór að venju fram í Sam- komuhúsinu á Akureyri. Fundur- inn stóð í tvo daga. 8. í framhaldi af uppsögnum og manneklu í Slippstöðinni á Akur- eyri var um það rætt að fá pólska rafvirkja og járniðnaðarmenn til starfa við stöðina. Formaður Rafvirkjafélags Norðurlands sagði félagið ekki myndu gefa leyfi fyrir þessum „innflutningi“ að svo stöddu. 11. Slökkvilið Akureyrar var kvatt að bænum Helgastöðum í Saurbæjarhreppi þar sem logaði glatt í gamalli timburhlöðu. Sigfús Jónsson viðraði þá hug- mynd sína að til þess að standa straum af kostnaði við uppbygg- ingu miðbæjar Akureyrar þá ætti bæjarsjóður að selja hlut sinn í ýmsum fyrirtækjum, svo sem ÚA og Krossanesverksmiðjunni. Hugmyndir þessar vöktu ekki mikla hrifningu meðal annarra framámanna í bænum. Sauðburður hófst eins og vera ber, að vísu örlítið seinna en venjulega. Að sögn Ólafs Vagns- sonar var frjósemi ánna góð. 12. Á aðalfundi Útgerðarfélags Akureyringa kom fram að hagn- aður fyrirtækisins á árinu 1986 var um 86 milljónir króna. Fjórhjólin voru mörgum áhyggjuefni í vor. Eigendur 7. Sala á fóðri frá hinnu nýju verksmiðju ístess í Krossanesi gekk mjög vel og umfram áætlan- ir. Pétur Bjarnason markaðs- stjóri sagðist telja líklegt að í framtíðinni myndi ístess kaupa allt loðnumjöl af loðnuverk- smiðjunni í Krossanesi og jafnvel meira til. Skyndibitastöðum á Akureyri fjölgaði mjög og má segja að skollið hafi á skyndibitastríð. Nýir staðir spruttu upp en sumir þeirra hafa nú fallið í valinn. Undanfarandi helgi var ein sú besta sem orðið hefur í Hlíðar- fjalli enda giskaði ívar Sigmunds- son á að um 2500 manns hefðu notið veðursins og aðstöðunnar. 8. Ákveðið var að stofna í lok mánaðarins hlutafélag sveitarfé- laga og fleiri aðila um rekstur lúðueldis á Hjalteyri. Gífurleg eftirspurn var eftir leiguhúsnæði á Akureyri og jafn- an tugir manna um hverja þá íbúð sem auglýst var til leigu. Mest var spurt um þriggja her- bergja íbúðir. 9. Enn eitt verkfallið olli tauga- titringi þegar póst- og símamenn hótuðu einu slíku. Talið var að mjög alvarlegt ástand gæti skap- ast ef af verkfalli yrði. 10. Meirihlutasamstarf Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags á Siglufirði fór út um þúfur þegar hinir síðarnefndu sátu hjá við afgreiðslu samnings um kaup á „Gamla bakaríinu" svokallaða. Samningurinn var samþykktur gegn vilja krata og því fór sem fór. Röntgendeild FSA var svo sannarlega í sviðsljósinu þegar yfirmaður tæknideildar sjúkra- hússins sagði það varla forsvaran- legt að vera með sjúklinga í tækj- unum vegna geislunarhættu. 13. Á Akureyri tók Kaupþing Norðurlands til starfa og í Fljót- unum var eldisstöð Miklalax hf. vígð. 15. KEA varð fyrst verslunarfyr- irtækja á landsbyggðinni til að greiða laun eftir nýjum fastlauna- samningi verslunarfólks. Hækk- un launa með hinum nýja samn- ingi varð allt að 25% fyrir þá sem lengstan starfsaldur höfðu. í landi Hleiðargarðs í Saurbæj- arhreppi stóðu átta bændur fyrir borunum eftir heitu vatni. Gert Þá er það loksins farið og í því er lítil eftirsjá. Mynd: RÞB Akureyri. Umsækjendur voru Haraldur Bessason, Stefán G. Jónsson og Hermann Óskarsson. Haraldur var síðar ráðinn for- stöðumaður en Stefán brautar- stjóri í iðnrekstrarfræði. 23. Kjörland hf. gerði tilboð í kartöfluverksmiðju þrotabús Kaupfélags Svalbarðseyrar. Þennan dag hófust á vegum Sjónvarps Akureyrar beinar útsendingar á Akureyri og ná- grenni á efni Stöðvar 2. Þverárhestarnir sjö fundust í Sandfelli. Þeir voru mjög laskaðir eftir niikið 27. Fylgishrun varð hjá Sjálf- fall og hafa sennilega látist samstundist. stæðisflokki og Alþýðubandalagi í alþingiskosningunum laugar- daginn 25. apríl. Framsóknar- flokkurinn hélt sínu, Kvennalisti og Alþýðuflokkur unnu á og Stefán Valgeirsson Samtökum jafnréttis og félagshyggju hlaut örugga kosningu. Steingrímur Hermannsson spáði erfiðleikum við stjórnar- myndun og reyndist sannspár. 28. Óvenju margir ökumenn á Akureyri gerðu sig einn góðan veðurdag seka um að aka yfir á rauðu ljósi. Skýringni á þessari einkennilegu áráttu var sú að ljós Litlar og stórar, liggjandi í sólinni með var ráð fyrir að talsvert magn af vatni myndi finnast á þessum stað. 21. Páskarnir gengu slysalaust fyrir sig og flugumferð gekk vel. Veður var mjög gott víðast hvar og aðsókn í Hlíðarfjall var mjög góð. Á aðalfundi Mjólkursamlags KEA kom fram að alit stefndi í mikla umframframleiðslu mjólk- ur á yfirstandandi verðlagsári. Auknar birgðir ollu mönnum áhyggjum 22. Þrjár umsóknir bárust um stöðu forstöðumanns Háskóla á luktar glyrnur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.