Dagur - 11.01.1988, Síða 5

Dagur - 11.01.1988, Síða 5
11, janúar 198? - QAQWR - 5 Sérhannaðurhugbúnaður fyrir skipstjóra togskipa llm borð í togara Granda hf., Ásbirni, var nýverið tekin með í veiðitúr, tölva af gerðinni Hewlett Packard. Verið var að prófa hugbúnað fyrir veiðiskip í samvinnu Granda, Háskóla íslands, Félags íslenskra iðn- rekenda og Iðntæknistofnunar íslands. Hugbúnaður þessi, sem er á tilraunastigi, heitir Útgerðarráðgjafínn og er unn- inn fyrir styrk frá Rannsókn- arráði ríkisins. Verkefnisstjóri er Kristján Jónasson. Reynsl- an af fyrstu ferðinni lofar góðu um framhaldið. Tölvan er tengd Loran C stað- setningartæki, hraðamæli, dýpt- armæli, olíueyðslumæli og hægt er að tengja hana fleiri tækjum skipsins til gagna- og upplýsinga- úrvinnslu. Birgðaskrá er í hug- búnaðinum fyrir veiðarfæri og annan þann skipsforða sem þarf að endurnýja. Hún getur jafn- framt reiknað út verðmæti afíans, sem um borð er hverju sinni og gengið frá uppgjöri veiðiferðar. Tölvan er með stóran litskjá og má á hverjum stað kalla fram mynd af togslóðum skipsins með öllum upplýsingum um afla og aðstæður í hverju togi. Gert er ráð fyrir að skipstjóri geti haft aflabók sína í tölvunni með öllum þeim upplýsingum sem hann þarf og tengjast ýmsum veiðisvæðum. Skipstjórinn getur t.d. kallað fram upplýsingar um afla tiltekinna fiskislóða frá fyrri tíð og upplýsingar um einstök atriði, eins og sjávarhita, strauma, dýpi o.fl. *. TILKYNNING TIL ® SÖLUSKATTS- GREIÐENDA Samkvæmt lögum nr. 1/1988 um breytingu á lögum um söluskatt ber frá og með 7. janúar 1988 á ný að greiða 25% söluskatt af öllum söluskattsskyldum viðskiptum. Frá sama tíma verður m. a. einnig sölu- skattsskyld eftirtalin vara og þjónusta sem að und- anförnu hefurverið undanþegin söluskatti: a. Öll matvara, þ. m. t. nýmjólk og mjólkurafurðir. b. Einkaflugvélar og eldsneyti fyrir þær. c. Aðgangseyrir að gufubaðsstofum, nuddstofum og heilsuræktarstofum. d. Aðgangseyrir að sýningum á Islenskum kvik- myndum. e. Aðgangseyri að útiskemmtunum. Frá og með 7. janúar 1988 hækkar sérstakur sölu- skattur af sérfræðiþjónustu o. fl. úr 10% í 12%. Aðilum, sem stunda söluskattskylda starfsemi og ekki eru þegarásöluskattsskrá beraðtilkynnastarf- semi sína til viðkomandi skattstjóra þegar í stað. Vegna janúarmánaðar 1988 skulu þeir sem eru sölu- skattsskyldir eða skattskyldir til sérstaks sölu- skatts skila tveimur söluskattsskýrslum, annarri vegnaskattskyldrarstarfsemi frá 1. janúar 1988til og með 6. janúar 1988 og hinni vegna skattskyldrar starfsemi frá 7. janúar 1988 til loka mánaðarins. Þó skulu þeir sem eingöngu stunduðu starfsemi sem undanþegin var söluskatti til og með 6. janúar 1988 aðeins skila eirini skýrslu vegna starfseminnar frá 7. janúar 1988 til loka mánaðarins. Vakin skal athygli á þv( að smásöluverð á nýmjólk, skyri, smjöri og dilkakjöti hækkar ekki í kjölfar sölu- skattsbreytinganna vegna aukinna niðurgreiðslna. Af sömu ástæðum mun smásöluverð á neyslufiski eggjum, alifuglakjöti, svínakjöti og nautakjöti ekki þurfa að hækka umfram 10% vegna söiuskatts, og á ostum ekki umfram 12%. Fjármálaráðuneytið, 6. janúar 1988. GlæsOegar íbúðír tíl sölu íbúðir í fjölbýlishúsi svalir J 18 200 ■■U- II I™ 11 11 * II 1« 1B Erum að byggja stórglæsilegar íbúðir í fjölbýlishúsi við Keilusíðu. Auðvelt er að breyta lánsloforðum fyrir gamlar íbúðir í nýbyggingalán. íbúðir í raðhúsi Teikningar og nánari upplýsingar veita Haraldur í síma Erum að hefja byggingu á hentugum og glæsi- legum raðhúsíbúðum við Múlasíðu 20-28 á Akureyri. Stærð hverrar íbúðar, 110 fm bílskúr 29 fm. Alls 139 fm brúttó. íbúðirnar eru fjögurra herbergja á einni hæð með bílskúr. ★ Aðeins tvær íbúðir eftir. Þær eru vinsælar íbúðirnar í Múlasíðu. /Vií er að slá til og .. rtá sér í góða íbúð. Eigum tvær íbúðir eftir, eina þriggja herbergja og eina tveggja herbergja. f síma^22351 efúr8Ur ★ Húsið er í fullbyggðu hverti. kl. 7 á kvöldin. iaraldur og Guctlaugur b\£gingaverktakar MóðoKÍðu 6. Símar' Har, 25131. GuíH 22351

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.