Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 10
1Ó -'DÁ'&JR - 1 l^jainiar rfÓ8Ó
1
fþróttir
p-
Enska knattspyrnan - FA-bikarkeppnin:
Ekkert stjömuhrap í 3. umferð
- Liverpool og Everton sluppu fyrir horn
3. umferð FA-bikarkeppninn-1
ar var leikin um helgina á1
Englandi. í þeirri umferð
koma 1. og 2. deildarliðin fyrst
við sögu í keppninni ásamt
þeim liðum úr 3. og 4. deild
sem hafa komist í gegnum
tvær fyrri umferðir. En FA-
bikarkeppnin hófst strax í
haust meðal utandeildarliða og
Bath, Macclesfield, Maid-
stone, Sutton og Yeovil voru
þau 5 utandeildarlið sem kom-
ust alla leið í 3. umferð að
þessu sinni. Oft hafa orðið
mjög óvænt úrslit í þessari
umferð, en að þessu sinni urðu
engin verulega óvænt úrslit þótt
sum stóru liðanna slyppu með
skrekkinn, en lítum þá á helstu
úrslit á laugardaginn.
Sutton náöi bestum árangri
utandeildarliðanna á laugardag
þegar liðið náði jafntefli á heima-
velli sínum gegn Middlesbrough
sent er í hópi efstu liða í 2. deild.
Gary Pallister náði forystu fyrir
Middlesbrough, en 7 mín. fyrir
leikslok náði utandeildarliðið að
jafna og fær því annað tækifæri.
Liverpool sem er yfirburðalið
í 1. deild lenti í kröppum dansi í
leik sínunt gegn Stoke City. Mjög
erfiður völlur setti ntark sitt á
leikinn og Mike Hooper lék í
marki Liverpool þar sem Bruce
Grobbelaar hafði meiðst á æfingu
fyrr í vikunni. Pað var einmmitt
Hooper sem bjargaði Liverpool 6
mín. fyrir leikslok er hann varði
frá Graham Shaw sem var
nýkominn inn á sem varamaður.
Hann slapp í gegnum vörn Liv-
erpool, en Hooper bjargaði
með úthlaupi. Peter Beardsley og
John Barnes léku vel í liði
Liverpool sem náði aldrei veru-
lega góðum tökum á leiknum, en
George Berry miðvörður hélt
John Aldridge alveg niðri. Liðin
verða því að mætast aftur og þá
ætti Liverpool ekki að verða
skotaskuld úr því að sigra á An-
field.
Everton slapp einnig með
skrekkinn á útivelli gegn Shef-
field Wed. og fær annað tækifæri
á heimavelli sínum í næstu viku.
Everton fór illa með færin í leikn-
um og virðist fyrirmunað að
skora mörk. Á 74. mín. náði
heimaliðið forystunni með marki
Colin West eftir sendingu frá Lee
Chapntan. Allt virtist því benda
til þess að Everton félli úr keppn-
inni þar til 9 mín. fyrir leikslok að
Peter Reid jafnaði fyrir Everton
eftir að markvörður Sheffield
hafði hálfvarið skot.
Bikarmeistarar Coventry kom-
ust áfram með sigri á Torquay.
Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sent
ekkert var skorað náði Brian
Kilcline fyrirliði Coventry foryst-
unni með marki úr vítaspyrnu
snenuna í þeim síðari og varla
höfðu leikmenn Coventry lokið
fagnaðarlátum sínum er Cyrille
Regis braust í gegnum vörn
Torquay og bætti við síðara
marki liðsins.
Utandcildarliðið Yeovil barð-
ist ntjög vel gegn Q.P.R. og gaf
1. deildarliðinu lítið eftir, en
munurinn á þessum liðuin var sá
að Q.P.R. hafði menn til að
Mitchell Thontas og félagar hjá
Tottenham gerðu góða ferð til
Oldham.
íþróttamaður
Norðurlands 1987
Nafn íþróttamanns:
1.
íþróttagrein:
Nafn:
Sími
Heimilisfang:
Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1987
c/o Dagur Strandgötu 31 600 Akureyri
Skilafrestur til 20. janúar 1988.
koma boltanum í netið. Mark
Falco skoraði tvívegis og Kevin
Brock bætti þriðja markinu við.
Tottenham vann góðan sigur
gegn Oldham á útivelli og virðist
til alls líklegt í keppninni. Clive
Allen náði forystu fyrir Totten-
ham snemrna í leiknum eftir
sendingu frá Ossie Ardiles og
bætti stuttu síðar við öðru marki
með skalla eftir sendingu Chris
Waddle, bæði mörkin stórglæsi-
leg. Tontmy Wright náði að
minnka muninn fyrir Oldham, en
Mitchell Thontas bætti þriðja
marki Tottenham við rétt fyrir
leikhlé. Waddle gerði fjórða
mark liðsins áður en Miehele
Cecere gerði annað mark Old-
ham.
Aston Villa heldur uppteknum
hætti á útivöllum og lagði Leeds
Utd. í fjörugum leik á Elland
Road. Eftir pressu Leeds Utd. í
fyrri hálfleik slapp Alan Mclnally
í gegnum vörn liðsins og skoraði.
Andy Gray sem liðið keypti ný-
lega frá Crystal Palace bætti við
öðru ntarki snemma í síðari hálf-
leik, en Leeds Utd. varð að láta
sér nægja mark Bobby Davison
og er þar með úr leik í keppninni
sem það komst í undanúrslit í
síðasta vetur.
Chelsea hefur gengið illa að
undanförnu, en á laugardaginn
var liðið í miklum ham og sigraði
Derby á útivelli með óvæntum
yfirburðum. Kevin McAllister,
Kerry Dixon og Roy Wegerle
skoruðu mörk Chelsea í leiknum,
en David Penney jafnaði 1:1 fyrir
Derby og seint í leiknum varði
Roger Freestone markvörður
Chelsea vítaspyrnu frá John
Gregory.
Mark Dempsey skoraði sigur-
Paúl „feiti“ Gascoignc skoraúi
sigurmark Newcastle gegn Crystal
Palace.
mark Sheffield Utd. gegn utan-
deildarliðinu Maidstone.
Fjórðu deildar lið Halifax varð
engin hindrun fyrir Nottingham
For. Terry Wilson og Stuart
Pearce skoruðu í fyrri hálfleik,
en í þeim síðari bættu Calvin
Plummer og Paul Wilkinson við
mörkum fyrir Forest.
Micky Weir og Darron Mc-
Donough skoruðu mörk Luton í
1:2 sigrinum gegn Hartlepool.
Blackburn sem hefur staðið sig
mjög vel í 2. deild að undanförnu
varð að láta í minni pokann á
heimavelli gegn Portsmouth úr 1.
deild, Simon Garner skoraði
mark Blackburn, en Mike Quinn
og Kevin Dillon tryggðu Ports-
mouth sigur.
Wimbledon heldur þó áfram á
sigurbraut og burstaði lið
W.B.A. 4:1. John Fashanu,
Dómarínn sleppti
vítaspymu
- og Man. United sigraði Ipswich
Stórskemmtilegum leik Ips-
wich og Manchester Utd. í 3.
umferð FA-bikarkcppninnar á
sunnudaginn iauk með naum-
um sigri Utd. sem skoraði tvö
mörk gegn einu frá heima-
mönnum. Þegar staðan var
jöfn 1:1 gerðist umdeilt atvik
er markvörður Manchester
Utd., Chris Turner, felldi
David Lowe innan vítateigs,
en dómari leiksins sá ekkert
athugavert við það og sleppti
að dæma vítaspyrnu.
Tony Humes skoraði mark Ips-
wich í leiknum, en sjálfsmark
Mich D’Avray jafnaði fyrir
Manchester Utd. Síðan varð hið
umdeilda atvik er Ipswich hefði
getað náð forystunni, en Manch-
ester Utd. slapp fyrir horn og Viv
Anderson skoraði síðan sigur-
mark Manchester Utd. með
skalla eftir hornspyrnu. Mark-
vörður Ipswich, John Hallworth
hefði átt að geta komið í veg fyrir
mark Andersons og framherjar
liðsins fengu tækifæri til að gera
út um leikinn í fyrri hálfleik, en
mistókst og það kostaði liðið
áframhaldandi þátttöku í keppn-
inni.
Síðari FA-bikarleikurinn á
sunnudaginn var viðureign Port
Vale og utandeildarliðsins Maccl-
esfield og hafði Port Vale betur í
þeirri viðureign og sigraði með
einu marki gegn engu.
í dag, mánudag, verður dregið
í 4. umferð keppninnar og verður
fróðlegt að sjá hvort stórliðunum
tekst að forðast hvert annað í
drættinum. Þ.L.A.
Viv Anderson hægri bakvörftur
Man. Utd. skoraði sigurmark liðsins
gegn Ipswich.
Dennis Wise, Robert Turner og
Carlton Fairweather sáu um að
skora.
Liam Brady og Tony Cottee
komu West Ham í 4. umferð með
tveim mörkum undir lok leiks
liðsins gegn Charlton.
Southampton er einnig komið
áfram eftir nauman sigur gegn 2.
deildar liði Reading. Matthew Le
Tissier gerði eina mark leiksins í
fyrri hálfleik.
Wolves náði forystu gegn
Bradford á útivelli er einn leik-
manna Bradford skoraði sjálfs-
mark, en þeir John Hendrie og
Mark Ellis sáu um að koma bolt-
anum í rétt mark síðar í leiknum.
Neðsta lið 1. deildar, Watford
tókst ekki að nýta sér heimavöll-
inn gegn Hull City, en fær þó
annað tækifæri. Garreth Roberts
kom Hull City yfir, en Malcolm
Allen tókst að jafna leikinn fyrir
Watford.
Ekki fyrir margt löngu sigraði
Manchester City lið Huddersfield
10:1 í 2. deildar leik, en litlu
munaði að Huddersfield tækist
að hefna þeirra ófara í leik lið-
anna í bikarnum. Gamli bak-
vörðurinn John Gidman sem
áður lék með Man. Utd. jafnaði
fyrir City á síðustu mín. leiksins
sem lauk 2:2.
Newcastle sem lék án Mir-
andhinha sigraði Crystal Palace
með marki Paul Gascoigne.
Martin Foyle og Dean Saund-
ers skoruðu fyrir Oxford gegn
Leicester.
Arsenal sigraði Millwall með
mörkum David Rocastle og
Martin Hayes, en fylgismenn lið-
anna höfðu sumir hverjir meiri
áhuga á að berja hver á öðrum,
en leiknum sem þurfti að seinka
vegna óláta.
Þ.L.A.
Bikarkeppnin: Úrslit
FA-bikarkeppnin 3. umferft:
Arscnal - Millvvall 2:1)
Barnsley - Bolton 3:1
Blackburn - Portsmouth 1:2
Bradford - Wolves 2:1
Brighton - Bournemouth 2:0
Covcntry - Torquay 2:0
Derby - Chclsea 1:3
Gillinghani - Birmingham 0:3
Halifax - Nottingham For. 0:4
Hartlepool - Luton 1:2
Huddersfield - Man. City 2:2
Ipswich - Man. Utd. 1:2
Leeds Utd. - Aston Viila 1:2
Mansfíeld - Bath 4:0
Newcastie - Crystal Palacc 1:0
Oldiiam - Tottenham 2:4
Oxford - Leicester 2:0
Plymouth - Colchester frcstað
Port Vale - Macdesfieid 1:0'
Reading - Southampton 0:1
Scunthorpe - Blackpool 0:0
Shefficld Wed. - Everton 1:1
Shrewsbury - Bristol Rovers 2:1
Shefficld Utd. Maidstone 1:0
Stockport - Leyton Orient 1:2
Stoke City - Liverpool 0:0
Sutton - Middlcshrough 1:1
Swindon - Norwieh 0:0
Watford - Hull City 1:1
West Ham - Charlton 2:0
Wimbledon - W.B.A. 4:1
Ycovil - O.P.R 0:3