Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 13
1i. janúar 19Ó8 - DAGUh - 13 hér & þor Hann œtlar að giftast stjúpdóttur sinni Hinn gráhærði, fimmtugi, Ron Norris fékk skilnað frá konu sinni því hann var orðinn ástfanginn af 18 ára gamalli dóttur hennar, frá fyrra hjónabandi. Nú hafa hann og stjúpdóttir hans, Sandy, búið saman í þrjú ár og ætla að gifta sig. Ekki nóg með það, eiginkona hans fyrrverandi og tilvonandi tengdamóðir hefur gefið þeim blessun sína og ætlar meira að segja að vera brúðarmær. Ron segir: „Þegar ég giftist móður Sandy árið 1981, var Sandy aðeins barn og bjó hjá föð- ur sínum. Um 1984 var hjóna- band mitt um það bil að bresta, við bara rifumst sí og æ. Sandy, sem þá var orðin 18 ára, flutti til okkar til þess að reyna að sætta málin og bjarga hjónabandinu. En það fór ekki eins og til var ætiast. I fyrstu hafði ég ekki áhuga á Sandy nema fyrir það að hún var stjúpdóttir mín. Við töluðum oft um hjónabandserfiðleika mína og ég man að ég hugsaði oft, hvað ég vildi vera 30 árum yngri og gæti liitt stúlku eins og Sandy. Nótt, eina kom Sandy til mín og sagði: „Ég veit að samband ykkar mömmu er búið, en þar með er ekki sagt að hamingjan hafi snúið baki við þér, því ég elska þig og vil giftast þér.“ Ég hélt mig væri að dreyma. Ég væri farin að heyra vitlaust, en þetta var staðreynd! Ég kast- aði mér í fang hennar og kyssti hana. Ég fann að ég var raun- verulega ástfanginn af henni. Á meðan gleðitárin runnu niður kinnar mínar, hugsaði ég: Hvern- ig mun Janet taka þessu? Hún kom okkur báðum á óvart því hún sagði: „Ég veit að hjóna- band okkar var búið. En þú ert yndislegur maður svo ég gef ykk- ur blessun mína. Þetta gekk ekki hjá okkur, en það er eitthvað sérstakt við þig. Ég vona að þið verðið hamingjusöm.“ Við Sandy réðum okkur ekki af gleði og trúðum ekki hversu heppin við vorum. Lögin segja að stjúpforeldrar megi ekki giftast stjúpbörnum sínum, svo við bjuggum saman í þrjú ár. Það gæti hafa farið svo, að við hefðum aldrei getað gifst, en árið 1986 rættist sá draumur okkar þegar lögunum var breytt og fólki eins og okkur var heimil- Ron og Janet á brúðkaupsdegi sínum 1981. Hjónabandið entist í 3 ár. Ástfangið par, Ron og Sandy, 20 ára göniul stjúpdóttir hans. að að ganga í hjónaband ef stjúp- barnið er orðið 21 árs gamalt.“ Þann 21. febrúar n.k. verður Sandy 21 árs og þau hafa ákveðið að gifta sig í ágúst. „Hann er hinn fullkomni eigin- maður, og ég get ekki beðið eftii að giftast honum,“ segir Sandy. „Við erum svo ástfangin og á hverjum degi sé ég sjálfa mig í anda, klædd hvítu að ganga kirkjugólfið með Ron. Fyrir mér er hann ekki grá- hærður gamall maður. í hjarta sínum og huga er hann ungur. Mig hefur alltaf langað að eignast börn. Ef lögunum hefði ekki ver- ið breytt, veit ég ekki hvað við hefðum gert. Mamma er mjög hamingjusöm með þennan ráða- hag og styður okkur fullkomlega. Ef við giftum okkur í kirkju, ætl- ar hún að vera brúðarmær." Ron sagði að þrátt fyrir aldurs- muninn, hefðu þau Sandy mörg sameiginleg áhugamál. „Við erum hamingjusamasta par í heimi.“ Eiginkonan hans fyrrverandi segir- „Ég samgleðst þeim inni- lega og styð þau. Ég vona aö þau verði hamingjusöm." rl dagskrá fjölmiðla SJONVARPIÐ MÁNUDAGUR 11. janúar 17.50 Ritmálsfréttir 18.00 Töfraglugginn. Endursýndur þáttur frá 6. janú- ar. 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 íþróttir. 19.30 George og Mildred. Breskur gamanmyndaflokkur. 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Stuðpúðinn. Flutt verða nokkur stuðlög frá árinu 1987. M.a. verður sýnt myndband við lagið „Ég er lítill, svartur maður“ sem Bubbi Morthens syngur. 21.00 Míkadó. Bresk sjónvarpsuppfærsla á söngleik Gilberts og Sullivan. Leikstjóri: JohnMichaelPhillips. Aðalhlutverk: Felicity Palmer og Eric Idle. Aðalsöguhetjan er böðull nokkur, Ko-Ko að nafni, en hann keppir við ungan mann um ástir stúlkunnar Yum-Yum. 23.10 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SJONVARP AKUREYRI MÁNUDAGUR 11. janúar 16.20 Kraftaverkið; saga Helen Keller. (Helen Keller, the Miracle Con- tinues.) Þetta er saga blindu og heymar- lausu stúlkunnar Helen Keller og kennara hennar, Annie Sulli- van. Helen tókst fyrst að rjúfa einangrun sína þegar hún var orðin sjö ára gömul. í myndinni er sögð sagan af lífi þeirra tíu ámm síðar. Aðalhlutverk: Blythe Danner, Mare Winningham, Perry King, Vera Miles, Peter Cushing og Jack Warden. 18.00 Hetjur himingeimsins. (He-man.) 18.20 Handknattleikur. Sýnt frá helstu mótum í hand- knattleik. Umsjón: Heimir Karlsson." 18.50 Fjölskyldubönd. (Family Ties.) 19.19 19.19. Ferskur fréttaflutningur ásamt innslögum um þau mál sem hæst ber hverju sinni. 20.30 Sjónvarpsbingó. Bingó þar sem áhorfendur em þátttakendur og glæsilegir vinn- ingar em í boði. Símanúmer sjónvarpsbingósins er 673888. 20.45 Dýralíf í Afríku. (Animals of Afrika.) Nýir fræðsluþættir um dýralíf Afríku. í þessum fyrsta þætti verður sagt frá skógareldum á Kalaharisvæðinu og fylgst með örlögum ljónynju og þrem hvolpum hennar. 21.10 Vogun vinnur (Winner Take All.) Framhaldsmyndaflokkur í tíu þáttum. 5. þáttur. 22.00 Dallas. 22.45 Auglýsingastofan. (Agency.) Nýir eigendur taka við stóm auglýsingafyrirtæki. Nokkrir starfsmenn komast á snoðir um að ekki sé allt með felldu. Aðalhlutverk: Robert Mitchum, Lee Majors og Valerie Perrine. Bönnuð bömum. 00.20 Dagskrárlok. 0 RÁS 1 MÁNUDAGUR 11. janúar 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ragnheiði Ástu Pétursdótt- ur. Finnur N. Karlsson talar um dag- legt mál kl. 7.55. 9.00 Fróttir. 9.03 Morgunstund barnanna. „Grösin í glugghúsinu" eftir Hreiðar Stefánsson. 9.30 Morgunleikfimi. 9.45 Búnaðarþáttur. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Gengin spor. Umsjón: Sigriður Guðnadóttir. (Frá Akureyri). 11.00 Fróttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit - Tónlist • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynn- ingar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Breytinga- aldurinn - breyting til batnað- ar. Umsjón: Helga Thorberg. 13.35 Miðdegissagan: „Úr minn- ingablöðum" eftir Huldu. 14.00 Fróttir • Tilkynningar. 14.05 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir óska- lög sjómanna. 15.00 Fróttir • Tónlist. 15.20 Lesið úr forustugreinum landsmálablaða. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Vísindaþáttur. Umsjón: Jón Gunnar Grjetars- son. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Finnur N. Karlsson flytur. Um daginn og veginn. Svanhildur Kaaber talar. 20.00 Aldakliður. 20.40 Skólabókasöfn. (Frá Akureyri.) 21.15 „Breytni eftir Kristi“ eftir Thomas a Kempis. 21.30 Útvarpssagan: „Kósakkarn- ir" eftir Leo Tolstoi. 22.00 Fróttir • Dagskrá morgun- dagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Upplýsingaþjóðfélagið. Við upphaf norræns tækniárs. 23.00 Tónlist að kvöldi dags. 24.00 Fróttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. MANUDAGUR 11. janúar 7.03 Morgunútvarpið. Eftir helgina er borið niður á ísa- firði, Egilsstöðum og Akureyri og kannaðar fréttir landsmála- blaða kl. 7.35. Flosi Ólafsson flytur mánudagshugvekju að loknu fróttayfirliti kl. 8.30. Umsjón: Leifur Hauksson, Kol- brún Halldórsdóttir og Sigurður Þór Salvarsson. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Meðal efnis er létt og skemmti- leg getraun fyrir hlustendur á öllum aldri. Umsjón: Kristín Björg Þorsteins- dóttir. 12.00 Áhádegi. Dægurmálaútvarp með frétta- yfirliti kl. 12.00. Stefán Jón Hafstein flytur skýrslu um dægurmál og kynnir hlustendaþjónustuna, þáttinn „Leitað svars" og vettvang fyrir hlustendur með „orð í eyra“. Sími hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfróttir. 12.45 Á milli mála. M.a. kynnt breiðskifa vikunnar. Umsjón: Gunnar Svanbergsson. 16.03 Dagskrá. Heimur í hnotskurn. Fréttir um fólk á niðurleið, fjölmiðladómur Illuga Jökulssonar, einnig pistlar og viðtöl um málefni líðandi stundar. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Ferskir vindar. Umsjón: Skúli Helgason. 22.07 Kvöldstemmning með Magnúsi Einarssyni. 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Guðmundur Benediktsson stendur vaktina til morguns. Fróttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19. 22 og 24. RJWSUIVARPIÐ, ÁAKUREYRI< Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. MÁNUDAGUR 11. janúar 8.07-8.30 og 18.03-19.00 Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Margrét Blöndal. Hjóðbylgjan FM 101,8 MÁNUDAGUR 11. janúar 8.00-12.00 Morgunþáttur Hljóð- bylgjunnar. Olga Björg Örvarsdóttir með rólega tónlist í morgunsárið, auk upplýsinga um veður, færð og flugsamgöngur. 12.00-13.00 Ókynnt tónlist. 13.00-17.00 Pálmi Guðmundsson og gömlu góðu uppáhaldslögin. Óskalög, kveðjur og hin sívin- sæla talnagetraun. 17.00-19.00 Síðdegi i lagi. Ómar Pétursson og íslensk tónlist. Róleg íslensk lög í fyrir- rúmi ásamt stuttu spjalli um daginn og veginn. 19.00-20.00 Ókynnt tónlist með kvöldmatnum. 20.00-24.00 Kvöldskammturinn. Marinó V. Marinósson skammt- ar tónlistina í réttum hlutföllurn fyrir svefninn. Fréttir sagðar kl. 10.00,15.00, og 18.00. 989 BYLGJAN MANUDAGUR 11. janúar 07.00-09.00 Stefán Jökulsson og morgunbylgjan. Stefán kemur okkur réttum meg- in framúr með tilheyrandi tónlist. 09.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir á lóttum nótum. Morgunpoppið allsráðandi, afmæliskveðjur og spjall til hádegis. Litið inn hjá fjölskyldunni á Brá- vallagötu 92. 12.00-12.10 Fróttir. 12.10-14.00 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt hádegistónlist og sitthvað fleira. 14.00-17.00 Jón Gústafsson og mánudagspoppið. Okkar maður á mánudegi mætir nýrri viku með bros á vör. 17.00-19.00 Hallgrimur Thorsteins- son í Reykjavík siðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttimar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. 18.00-18.10 Fróttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdótt- ir. Bylgjukvöldið hafið með tónlist og spjalli við hlustendur. 21.00-23.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Tónlist og spjall. 23.00-24.00 Sigtryggur Jónsson, sálfræðingur, spjallar við hlust- endur, svarar bréfum þeirra og símtölum. Símatími hans er á mánudags- kvöldum frá kl. 20.00-22.00. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. Bjami Ólafur Guðmundsson. Tónlist og upplýsingar ura flug- samgöngur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.