Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 9
11. janúar 1988 - DAGUR - 9 Haukur Valtýsson leggur boltann fyrir félaga sinn Sigurð Arnar Ólafsson í leiknum gegn Víkingi á laugardag. Mynd: ehb Blak 1. deild karla: KA sigraði Víking í sveiflu- kenndum leik - Liðið nær öruggt í úrslitakeppnina KA hélt sigurgöngu sinni áfram á laugardag, er liðið fékk Víking í heimsókn í 1. deild karla í blaki. Leikurinn var jafn allan tímann en nokk- uð sveiflukenndur. KA-menn reyndust þó sterkari og sigruðu 3:2 og hefur liðið nú svo gott sem tryggt sér sæti í 4ra liða úrslitakeppninni í vor. KA þarf nú aðeins að vinna einn af þeim fimm leikjum sem liðið á eftir. En það voru þó gestirnir sem byrjuðu betur í leiknum í íþrótta- húsi Glerárskóla á laugardag. Víkingar unnu fyrstu hrinuna 15:9 og aðeins var jafnræði með liðunum í upphafi hrinunnar. í annarri hrinu tóku KA-menn völdin strax í upphafi og unnu mjög sannfærandi, 15:4. Víkingar snéru dæminu aftur sér í hag í þriðju hrinunni og sigr- uðu. KA hafði yfirhöndina rétt í upphafi en fljótlega tóku Víking- ar leikinn í sínar hendur og sigr- uðu af öryggi, 15:6. KA-menn höfðu yfir í fjórðu hrinunni og leiddu 10:5,12:6 og sigruðu síðan 15:8. Það þurfti því oddahrinu til lild kvenna: jthjá ígnKA leikinn var Sigurborg Gunnars- dóttir, nýkrýndur Blakmaður ársins 1987 en hún var í prófum í Háskólanum. Breiðabliksstelp- urnar mættu mjög ákveðnar til leiks og unnu fyrstu hrinuna 15:7 en aðra og þriðju hrinuna 15:6. Liðið situr því enn á toppi deild- arinnar með fullt hús stiga. þess að knýja fram úrslit og eins og gegn Þrótti fyrir jólin, höfðu KA-menn betur og sigruðu 15:9. KA komst í 3:0 og hafði yfir 8:3 er skipt var um velli. Þeir komust síðan í 13:5 en Víkingar minnk- uðu muninn í 13:8. KA-menn voru hins ekki á því að gefa sinn hlut eftir, sigruðu 15:9 og í leikn- um því 3:2. Knattspyrna: Hinrík þjálf- ar Snæfell Hinrik Þórhallsson knatt- spyrnumaður úr KA hefur ákveðið að gerast þjálfari og leikmaður 4. deildarliðs Snæ- fells í Stykkishólmi næsta keppnistímabil. Hinrik hefur leikið með KA undanfarin ár við góðan orðstír. Hann á að baki yfir 150 leiki í 1. deild með UBK, Víkingi og KA og skorað alls 32 mörk í þeim. Þá hefur hann leikið 2 A lands- leiki og 1 leik með U-18 ára landsliðinu. „Þetta leggst alveg ágætlega í mig. Annars er þetta svo nýtil- komið að ég er ekki búinn að kynna mér þetta almennilega,“ sagði Hinrik í samtali við Dag í gær. „Það er mikill hugur í mann- skapnum og stefnan að sjálf- sögðu sett á 3. deild. Ég mun hitta flesta leikmennina í fyrsta skipti á íslandsmótinu innanhúss eftir hálfan mánuð en þeir eru dreifðir víðs vegar um landið í vetur.“ - Og ætlar þú einnig að leika með liðinu? „Já ef ég kemst f liðið en það verður strangt aðhald á mönnum,“ sagði Hinrik einnig. Snæfell lék í C-riðli 4. deildar síðasta keppnistímabil og hafn- aði þar í 3. sæti. Afmælismót KA í handbolta: KA sigraði með fullu húsi stiga KA sigraði ineð miklum yfirburðum á afmælismóti félagsins í handknatt- leik sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Mótið var haldið í tilefni 60 ára afmælis félags- ins og auk KA tóku Þór og Breiða- blik þátt í mótinu og var leikin tvö- föld umferð. KA-menn léku mjög vel og unnu alla leiki sína mjög örugglega. Er greinilegt að liðið kemur vel undirbúið til leiks að loknu jólafríi. Þór-UBK Seinni umferðin í mótinu var leikin í gær og fyrst léku Þór og Breiðablik. Þórsarar sigruðu í leiknum með 27 mörkum gegn 20, eftir að Blikar höfðu haft yfir í hálfleik, 13:10. Þórsarar byrjuðu leikinn vel og höfðu yfir í byrjuri. En fyrir hlé voru Blikarnir búnir að ná yfirhöndinn og leiddu 13:10 í hálfleik. Þórsarar náðu að jafna í upphafi síðari hálfleiks og komast yfir. Þeir juku síðan forskot sitt jafnt og þétt og sigruðu 27:20. Sigurpáll Aðalsteinsson skoraði 10 mörk fyrir Þór en Sigurður Pálsson 9. Flest mörk UBK skoruðu Aðal- steinn Jónsson 7 og Hans Guðmunds- son 5. Guðmundur Lárusson og Guð- mundur Stefánsson dæmdu leikinn illa. KA-Þór Næst léku KA og Þór og gerðu KA- menn út um leikinn strax í fyrri hálf- leik. Þórsarar voru mjög þungir eftir leikinn við UBK og KA-menn skoruðu flest mörk sín úr hraðaupphlaupum. í hálfleik var staðan 22:7 KA í vil. Þórs- arar hresstust örlítið í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í 12 mörk fyr- ir leikslok. Lokatölur leiksins urðu 30:18 fyrir KA. Pétur Bjarnason skoraði 7 mörk fyr- ir KA og Axel Björnsson 6. Flest mörk Þórs skoruðu Ólafur Hilmarsson og Kristján Kristjánsson, 4 mörk hvor. Stefán Arnaldsson og Ólaf- ur Haraldsson dæmdu leikinn ágæt- lega. KA-UBK Síðasti leikur mótsins var á milli KA og Breiðabliks. KA-menn höfðu þegar unnið mótið en léku engu að síður af krafti í byrjun og unnu öruggan sigur. Úrslitin urðu 35:26 eftir að KA hafði liaft yfir 17:8 í hálfleik. Blikarnir áttu Úrslit og lokastaöa Úrslit leikja á afmælismóti KA I hand- bolta um helgina urðu þessi: Þór-KA 15:20 Þór-UBK 21:31 KA-UBK 35:26 Þór-UBK 27:20 Þór-KA 18:30 KA-UBK 35:26 Lokastaðan varð þessi: KA 4 4-0-0 120:85 8 UBK 4 1-0-3 103:118 2 Þór 41-0-3 81:101 2 Markahæstir: Hans Guðmundsson UBK 30 Friðjón Jónsson KA 26 Sigurpáll Aðalsteinsson Þór 26 Pétur Bjarnason KA 24 Axel Björnsson KA 21 aldrei möguleika í leiknum og spurn- ingin var aðeins hversu stór sigur KA yrði. Mestur varð munurinn 15 inörk, 31:16 en úrslitin urðu 35:26 sem fyrr sagði. Friðjón Jónsson skoraði 10 mörk fyrir KA og Pétur Bjarnason 9. Hans Guðmundsson skoraði 9 mörk fyrir UBK og Aðalsteinn Jónsson 4. Guðmundur Lárusson og Guðmundur Stefánsson dæmdu leikinn var þetta besti leikur þeirra á mótinu. Iriðjón Jónsson lék mjög vel með KA á afmælismótinu um helgina. Myndi EHB Dómaramir í aðalhlutverki - í fyrsta leik mótsins KA sigraöi Þór með 20 mörkum gegn 15 í fyrsta leiknum á afmælis- móti KA í handbolta sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri um helg- ina. Auk KA og Þórs keppti Breiða- blik á mótinu en unglingalandsliðið lét ekki sjá sig eins og til stóð. Leik- in var heil umferð á laugardag og önnur á sunnudag. Það voru dómar- ar leiksins sem voru í aðalhlutverki í viðureign KA og Þórs í þessum fyrsta leik mótsins. Nafnarnir Guð- mundur Lárusson og Stefánsson dæmdu leikinn og var frammistaða i þeirra vægast sagt hörmuleg, þótt það hafi ekki bitnað á öðru liðinu frem- ur en hinu. Þórsarar skoruðu fyrsta mark leiks- ins en síðan náðu KA-menn yfirhönd- inni og héldu henni til leiksloka. í hálf- leik var staðan 9:5 og í síðari hálfleik hélst þessi munur að mestu og úrslitin sem fyrr sagði 20:15. Friðjón Jónsson skoraði flest mörk KA eða 5 og Axel Björnsson skoraði 4. Hjá Þór var Sigurpáll Árni Aðalsteins- son markahæstur með 8 mörk. Þór-UBK Annar leikur mótsins var á milli Þórs og Breiðabliks og er skemmst frá því að segja að Blikarnir unnu með 10 marka mun, 31:21. Þórsarar byrjuðu leikinn mjög vel og höfðu yfir 6:3 snemma í fyrri hálfleik. Blikarnir jöfnuðu 6:6 en Þórsarar kom- ust í 8:6. Næstu 7 mörk voru frá Blik- unum, þeir komust yfir 13:8 og leiddu 15:9 í hálfleik. Þórsarar náðu að minnka muninn í þrjú mörk. 16:19 um miðjan síðari hálfleik en nær komust þeir ekki. Blikarnir tóku öll völd á ný í lokin og juku muninn í 10 mörk áður en yfir lauk og sigruðu 31:21. Sigurður Pálsson og Sigurpáll Árni skoruðu 5 mörk hvor fyrir Þór en hjá UBK voru þeir Hans Guðmundsson og Þórður Davíðsson atkvæðamestir með 6 mörk hvor. KA-UBK Þriðji og síðasti leikurinn fyrri keppn- isdaginn var viðureign KA og Breiða- bliks. KA-menn léku á als oddi í leiknum og sigruðu mjög örugglega 35:26, eftir að hafa haft yfir 18:12 í hálfleik. Brynjar Kvaran var í miklu stuði og varði alls 15 skot í leiknum. Friðjón Jónsson skoraði 8 mörk fyrir KA, Éggert Tryggvason 7 og Axel Björnsson 6. Hjá UBK skoraði Hans Guðmunds- son langmest eða 10 mörk. Stefán Arnaldsson og Ólafur Har- aldsson dæmdu tvo seinni leikina og stóðu sig með prýði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.