Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 7
1 f.'jáhúanSBfit-OÍÍfciOA- 7 * Annars er kisa besti vinur Drellis. Hún klórar Drelli á maganum með loppunum, og það þykir honum svo gott, að hann veltir sér á bakið með lapp- irnar upp í loft. Svo fá þau sér miðdegislúr saman, vefja sig hvort upp að öðru. Drellir er lyktnæmur og forvit- inn og fljótur að læra, og hann er afburðagóður varðgrís. Það kem- ur enginn ókunnugur til hennar Birgittu án þess að Drellir taki á móti honum í garðinum eða for- stofunni og þá drynur í honum eins og blásið sé í lúður. Það er h'elst, að einhver snurða hlaupi á þráðinn, þegar Drelli verður það á að éta matinn frá kisu. En þá jafnar hún metin með því að fara og drekka kakómjólk- ina hans. Drellir er ekkert svín í þeirri merkingu, að hann sé sóði. Hann kemur ilmandi og nýbaðaður til dyra, og hann lætur vita, þegar hann þarf út að gera stykkin sín. .lá, hún Birgitta segir að hann sé vinsæll fjölskyldumeðlimur. Sambýlismaöur hennar var ekki ýkja hrifinn í fyrstu og óttaðist að heimilið yrði að svínastíu. Nú er hann ekki siður hrifinn af Drelli. Allt frá því Birgitta var ung stúlka hefur hún verið með ein- hver dýr í kringum sig. Skjald- bökur, gullhamstrar, hvítar mýs, kanínur og hundar hafa löngum fylgt henni. En nokkur síðustu árin eru það grísir, sem hafa stað- ið hjarta hennar næst. (Lausl. þýtt. - Þ.J.) | af erlendum vetfvangi Grísinn minn viil sofa undir sæng og fá svolítið horn af koddanum inínuni Fyrir tíu árum varð Birgitta Dolving til að bjarga lífinu hjá litlum grís. Gylta nágrannans hafði eignast nokkra smágrísi, en einn í hópnurn var að dauða kominn og hjartað hætti að slá. - Ég bjargaði honum með hjartahnoði og munn-við-munn aðferðinni, segir Birgitta. - Eftir það leit hann á mig sem móður sína . . . En við þetta kviknaði ást Birg- ittu á smágrísum. Fyrir ekki löngu sá hún dvergvaxinn grís í fjölleikahúsi og fann strax, að einn slíkan yrði hún að eignast. Og hún eignaðist Drelli. Það er kanadískur grís af smávöxnum stofni. Hann er hlýðinn eins og hundur og afar námfús. Pegar hann þarf út sinna erinda rýtir hann og úti á lóðinni lætur hann gjarna í sér heyra í vinalegum tón. Birgitta Dolving er yfir sig hrifin. Hún er 36 ára hjúkrunarkona og býr í litlu þorpi í sænsku smá- löndunum ásamt sambýlismanni sínum og 17 ára syni. Og svo Drelli! Drellir er minigrís, sem rýtir glaðlega og tiplar á eftir matmóð- ur sinni innandyra og utan. Hann er 25 sentimetrar á hæð og 6 kílóa þungur. Komi það fyrir, að hann fari einn út, er auðvelt að finna gripinn með því að ganga á hljóðið. En Drellir heldur sig mest hjá Birgittu. Meðan hún er að sinna eldhússtörfum leikur hann sér að gúmmíkanínu og smábolta á gólfinu. Pegar að því kemur aö horfa á sjónvarpið, stekkur hann upp í kjöltu Birgittu til að láta klóra sér og til að kíkja á Dynasti. Þcgar að háttatíma kemur lallar hann að svefndýnunni sinni við eldhús- borðið. Þetta gerir hann þó ekki alveg án andmæla, því að helst vill hann sofa í rúminu hjá Birg- ittu. Þá vill hann líka láta breiða ofan á sig og fá svolítið horn af koddanum. Grísir eru svolítið mannlegir líka. Vandætinn er Drellir ekki. Hann gerir sér að góðu flesta þá afganga, sem til falla, en kannski eru borðsiðir hans ekki eins og þeir gerast fínastir. Hann smjatt- ar hástöfum, þegar hann fær súkkulaði eða annað sælgæti, sem honum þykir gott. Annars eru hafragrautur og eplamauk uppá- haldsfæðan. Á hverjum degi fara þau Drell- ir og Birgitta í gönguferð gegnum skóginn og niður að vatni. Þá er Drellir fullkomlega hamingju- samur. En á eftir er hann svo þreyttur, að hann nennir ekki einu sinni að leika sér við kisu. UTIHURDIR B C D E F G Trésmiðjan Fjalar hf. Húsavík Pósthólf 50. Simi 96-41346. XJtsalan hefst í dag mámidag 20-50% afsláttur á: Peysum, pilsum, kjólum, jogginggöllum, jogg- ingpeysuin, náttsloppum og fleiru. *«»Yerslunin Takið eftir! Framvegis verður opið JMMfl QQ á laugardögum ff M/wmkj frá kl. 10-16. M lilf If f Sunnuhlíð 12, sími 22484. fugla- föður 1000gi: Fæst í kjörbúðum KEA og víðar! III FRAMSÓKNARMENN AKUREYRI Baejarmálafundur verður mánudaginn 11. janúar kl. 20.30 að Hafnarstrœti 90. Fundarefni: Dagskré bæjarstjórnar n.k. þriðjudag. Félagar fjölmennið. S-tjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.