Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 15
janúar Í9t88 -HiaAGUR wí15 Minning: Þórhildur Frímannsdóttir Fædd 1. nóv. 1912 - Dáin 24. des. 1987 Nauðungaruppboð á fasteigninni Óseyri 8, Akureyri, þingl. eigandi Norðurverk hf., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 15. jan. ’88 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Iðn- lánasjóður. Bæjarfógetinn á Akureyri. Pví hvað er ástar og hróðrardís og hvað er engill íparadís hjá góðri og göfugri móður? Þessar ljóðlínur séra Matthías- ar komu upp í huga minn þegar mér var sagt að Þórhildur í Ar- gerði væri dáin. Hún var svo sannarlega góð móðir. Að morgni 24. desember lést hún á sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða og gekk undir aðgerð fyrir rúmu ári, sem heppnaðist vel og var heilsa hennar eftir öllum vonum. En skyndilega veiktist hún heima, rúmri viku fyrir jól og var flutt á sjúkrahúsið. Eg veit að jólin hefur hún verið búin að undirbúa og hef ég verið að hugsa um það af hverju sá sem öllu ræður lofaði ekki þessari elskulegu konu að halda heilaga jólahátíð með eiginmanni sínum í fallega litla húsinu þeirra og fjölskyldum, sem allar búa á Sandinum, en fæ það svar að eng- inn getur ráðið sínum næturstað og að henni hafi verið ætlað stærra hlutverk handan tjaldsins mikla þar sem henni verður ábyggilega vel fagnað. Þórhildur ólst upp á Ytri-Vík ásamt 5 systkinum sínum hjá ástríkri fjölskyldu. Oft talaði hún um Víkina og saknaði að mörgu leyti æskuheimilis síns, fyrst í stað og hvergi fannst henni eins fallegt og þar. Þegar hún var á unga aldri veiktist Þórhildur af berkl- um og þurfti að fara á Kristnes- hæli. Þar dvaldi hún um nokkurt skeið og mun aldrei eftir það hafa fengið fulla heilsu, en engum sem til hennar kom gat dottið það í hug að hún gengi ekki heil til skógar, því að heimilið var allt fágað og prýtt, svo og öll hennar handavinna, dúkar, myndir og allt sem hún gerði af sérstakri vandvirkni. Þann 13. maí 1937 gekk hún að eiga Guðmund Benediktsson ætt- aðan af góðu fjölhæfu fólki af Ströndum. Það var hennar stærsta gæfuspor og eftir 50 ára hjúskap var kærleikur þeirra hjóna jafn innilegur. Fyrst bjuggu þau á Ytri-Vík og þar fæddust drengirnir þeirra Hermann, Svavar og Ingvar. Þar gerði faðir þeirra út trillu en þar var engin bryggja og óhægt um vik hvað sjósókn snerti. Fluttu þau út á Sand og keyptu Árgerði árið 1948. Þar átti faðir Guð- mundar heima, nýlega orðinn ekkjumaður og dvaldi hann hjá þeim af og til á meðan hann lifði. Nokkur ár gerði Guðmundur út trillu við gömlu bryggjuna á Sandinum þá var beitt lína og gekk Þórhildur í beitinguna eins og önnur verk og kvartaði aldrei um tímaleysi. Hún sá um að mjólka og gera því til góða, þá áttu þau nokkrar kindur, sem líka þurfti að sinna, sérstaklega á vorin þegar mest var að gera við sjóinn, það gerði Þórhildur af nákvæmni, hún sagði stundum við mig eftir að þau hættu með kindurnar að hún saknaði. þeirra, sérstaklega litlu lambanna. Sannarlega var hún vorsins barn, hún vildi hlúa að öllu, garð- urinn þeirra, litla gróðurhúsið fullt af ilmandi rósum og dásam- legum blómum og svo stofublóm- in báru þess vitni að hugur og mildar hendur hlúðu að þeim. Guðmundur átti líka sinn þátt í að gera heimilið vistlegt. Hann er þúsund þjala smiður og sá alltaf eitthvað sem betur mátti fara jafnt innan húss sem utan og hjálpaði konu sinni enda sagði hún oft: „Hann Guðmundur minn gerði nú þetta.“ Gestrisni þeirra Árgerðishjóna var með eindæmum allir jafn velkomnir og bakaði Þórhildur allt sitt góða brauð og sá um að heimilið vant- aði aldrei neitt, nýtni og reglu- semi voru ríkir þættir í fari hennar. Þegar börnin mín voru í línu hjá þeim þá 10-12 ára dreif Þórhildur þau oft í mat til sín svo þau þyrftu ekki að labba heim, oft tala þau um það hvað það hafi verið gaman að vinna þarna í skúrnum við litlu bryggjuna og koma við hjá Þórhildi, sem oft færði þeim eitthvað gott út á tröppur ef þau komu ekki inn. Ef veikindi eða eitthvað amaði að á mínu heimili fylgdist hún með hvernig liði eins og við værum henni nákomin og var eins og hún vissi þá hvað okkur best kom. Hugsunin var alla tíð sú sama og margt ber okkur að þakka þegar leiðir skilja um sinn. Síðastliðinn vetur þann 31. mars urðu þau hjónin fyrir þeirri þungu sorg að Svavar sonur þeirra fórst í ofsaveðri þegar hann var að reyna að bjarga bát sínum og var öllum harmdauði sem hann þekktu. Synir þeirra hjóna urðu allir duglegir sjómenn enda byrjuðu þeir að róa með föður sínum inn- an við fermingu, konur þeirra eru allar frá Akureyri myndarlegar ágætis stúlkur. Kærleikur sona og tengdadætra til Þórhildar var mjög til fyrirmyndar, þau öll reyndu að létta undir með henni þegar heilsan fór að bila og var hún elskuð og virt af öllum í fjöl- skyldunni. Oft lá leið þeirra heim í Árgerði. Hún sá barnabörnin vaxa úr grasi og verða fullorðið myndar- og dugnaðarfólk og svo voru langömmubörnin henni kær- kominn. Guðmundur og synir stofnuðu fyrirtækið G. Ben. sent er nú stórútgerð og vinnur þar margt fólk allt árið og má segja að þeir hafi að nokkru leyti byggt upp Sandinn. Þórhildur fylgdist með vexti þess og hvernig gekk í sveit og við sjó. Þórhildi fannst hún standa í þakkarskuld við allt og alla. Svo- leiðis hugarfar er sérstakt, en framúrskarandi fórnfýsi, velvild og góðar gáfur hafa átt sinn þátt í þessu, sem hún hélt til dauða- dags. Fjölskylda mín sendir Guð- mundi, sonum og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Karolína Gunnarsdóttir. Nýtt fjárfestingar- félag stofnaö Mánudaginn 21. desember sl., var formlega stofnað nýtt fjár- festingarfélag að frumkvæði Iðnþróunarsjóðs, sem heitir Fjárfestingarfélagið Draupnir hf. Markmið þess er að stuðla að þróun hlutabréfamarkaðar hérlendis. Félagið er fjárfest- ingarfélag, þar sem Iðnþróun- arsjóður verður meirihlutaeig- andi í upphafi, en ætlunin er að það fyrirkomulag gildi að- eins fyrstu ár starfseminnar. Hlutafé hins nýja félags er 150 milljónir króna, en stjórn félagsins hefur heimild til að auka það um aðrar 150 m.kr. og opna það fyrir þátttöku annarra. Markmiðið með stofnun Fjár- festingarfélagsins Draupnis hf. er eins og fyrr segir, að stuðla að þróun hlutabréfamarkaðar á ís- landi. Þessum tilgangi hyggst félagið m.a. ná með þeim hætti að festa kaup á hlutabréfum, skuldabréfum og öðrum verð- bréfum atvinnufyrirtækja, sem líkleg eru til þess að skila góðum arði miðað við áhættu. Félagið mun stefna að því að stunda kaup og sölu á hlutabréfum, eða vera eins konar viðskiptavaki. Megin- áhersla verður lögð á fjárfestingu í hlutabréfum í stafandi fyrir- tækjum, þar sem engar hömlur eru lagðar á viðskipti með hlutabréf. Fjárfest verður í hlutabréfum og verðbréfum með skráð markaðsvirði. Jafnframt verður fjárfest í óskráðum bréfum, þegar verulegar líkur benda til að þau komi til skrán- ingar innan fárra ára. Nýja félag- ið mun gera kröfur um að sam- þykktir þessara fyrirtækja sam- rýmist þessari stefnu. Á vegum Seðlabanka íslands er nú unnið að reglum um skrán- ingu hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands. Þá fer einnig fram fyrir tilstuðlan Seðlabankans og Iðn- þróunarsjóðs athugun á stöðu hlutabréfaviðskipta hér á landi og með hvaða hætti megi örva viðskipti með hlutabréf. Niður- stöður þessara athugana munu liggja fyrir næsta vor og verða þær m.a. hafðar til hliðsjónar við mótun framtíðarstefnu félagsins. Á stofnfundinum voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn: Ragnar Önundarson, bankastjóri Iðnað- arbanka íslands hf., Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðnaðar- bankans hf. og Tryggvi Pálsson, framkvæmdastióri Fjármálasviðs Fandsbanka Islands. Eigendur hins nýja fjárfestingarfélags eru: Iðnþróunarsjóður, sem á fyrst í stað yfir 90% hlutafjárins, Félag íslenskra iðnrekenda, Fandssam- band iðnaðarmanna, Iðnlána- sjóður og Verðbréfamarkaður Iðnaðarbanka íslanda hf. Nauðungaruppboð á fasteigninni Skarðshlíð 24e, Akureyri, þingl. eigandi Torfi Sverrisson, ferfram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 15. jan. '88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Jón Kr. Sólnes hrl., Gunnar Sólnes hrl., Ásmundur Jóhannsson hdl., Þorsteinn Eggertsson hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Skarðshlíð 25a, Akureyri, þingl. eigandi Þor- steinn Sigurbjörnsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnar- stræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 15. jan. '88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnaðarbanki íslands hf., Jón Ingólfs- son hdl. og innheimtumaður ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Áshlíð 7, Akureyri, þingl. eig- andi Friðrik Friðriksson, fer fram í dómsal embættisins Hafn- arstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 15. jan. ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Landsbanki íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Gráriufélagsgötu 19, e.h, Akureyri, þingl. eigandi Selma Jóhannsdóttir, fer fram í dóm- sal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 15. jan. ’88 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Litluhlíð 2c, Akureyri, þingl. eigandi Haukur Guðmundsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 15. jan. ’88 kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Innheimtustofnun sveitarfélaga. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Skarðshlíð 22e, Akureyri, þingl. eigandi Jóhanna Valgeirsdóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 15. jan. '88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Sunnuhlíð 12, G-hl„ Akureyri, þingl. eigandi Huld sf„ fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 15. jan. ’88 kl. 13.45. Uppboösbeiðendur eru: Iðnaðarbanki (slands hf. og irin- heimtumaður ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Hafnarstræti 97, Akureyri, þingl. eigandi Huld Jóhannesdóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 15. jan. ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurður G. Guðjónsson hdl„ Iðnað- arbanki íslands hf. og Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.