Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 16
Akureyri, mánudagur 11. janúar 1988 ^MONROEF höggdeyfar í flesta bíla - eykur afköst og vinnslu- verðmæti verulega í frystihúsi KEA í Hrísey er nú unnið að uppsetningu nýrrar vinnslulínu í frystisal, svokall- aðrar llæðilínu. Frystihúsið verður hið fyrsta á landinu til að taka upp þessa nýju aðferð við vinnslu á fiski en hluti kerf- isins hefur verið prófaður á Höfn í Hornafirði. Hið nýja kerfí felur í sér aukna vélvæð- ingu vinnslunnar og aukin alköst, betri nýtingu og meiri verðmæti aflans. Knattspyrnufélag Akureyrar 60 ára Knattspyrnufélag Akureyrar varð 60 ára síöastliðinn föstudag. Afmælisins var ininnst með margvíslegum hætti um helgina. Síðdegis á föstudaginn var opið hús í KA-heimilinu þar sem inikill fjöldi barna og fullorðinna kom og þáði kaffiveitingar. (Jin kvöldmatarleytið var glæsileg flugeldasýning á fé- lagssvæöinu við Lundarskóla en síoan var gleðskapnum haldið áfram, fram eftir kvöldi. Um helgina fór fram afinælismót KA í handknattleik en nánar er frá því sagt á íþróttasíðum blaðsins. I hádeginu á föstudaginn var haldinn sérstakur afmælisfundur yfirstjórnar KA. A fundinn mættu formenn ein- stakra deilda innan félagsins og fyrsta stjórn félagsins, en hana skipuðu þeir Tómas Steingrímsson, Helgi Schiöth og Jón Sigurgeirsson. Það er talið vera algjört einsdæmi að í sextíu ára gömlu félagi séu allir meðlimir fyrstu stjórn- arinnar lifandi og í fullu ijöri eins og þeir þremenningar. Myndin var tekin áður en hátíðarfundurinn hófst. Á henni eru standandi frá vinstri: Stefán Magnússon formaður blakdeildar, Olafur Ásgeirsson, Oðinn Óðinsson for- niaðiir júdódeildar, Jóhannes Bjarnason, Sigbjörn Gunnarsson, Aðalsteinn Jónsson formaður handknattleiksdeildar og Gunnar Garöarsson. Sitjandi frá vinstri: Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar, Helgi Schiöth, Guðmundur Heiðrcksson formaður KA, Tómas Steingrímsson fyrsti for- maðurinn, Jón Sigurgeirsson og Finnur Sigurgeirsson. Mynd: Tl.v Kvótinn loksins samþykktur á Alþingi: „Töfin hefur komið sér illa fyrir sjávarútveginn“ - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra Akureyri: Fram til þessa hefur í frystihúsi KEA í Hrísey, eins og öðrum frystihúsum á landinu verið not- ast við svokallað bakkakerfi og launakerfið falist í einstaklings- bónus. Eftir breytinguna hverfa bakkarnir og við tekur hópbón- uskerfi. Uppbygging vinnslukerfisins verður með þeim hætti að í stað þess að fiskurinn komi og fari frá vinnsluborðunum í bökkum og vigtað sé að og frá einstökum borðum, þá flyst allt yfir á færi- bönd. Frá því að fiskurinn fer í þvottakar í móttöku og þangað til hann er kominn í pakkningar þá er hann alltaf á færibandi nema meðan unnið er við skurð og snyrtingu. Inn í hið nýja kerfi verður bætt vélum þannig að eftir að fiskur- inn hefur farið í roðflettivél þá liggur leið hans í nýja kerfinu í skurðarvél sem sker flökin niður eða merkir fyrir skurðum. Þá verða settar upp nýjar stærðar- flokkunarvélar auk þess sem öll færibönd verða ný. Uppsetning kerfisins hófst strax eftir áramót og að sögn Jóhanns Þórs Halldórssonar frystihússtjóra er gert ráð fyrir að notkun þess hefjist 19. janúar. Kostnaður við uppsetningu kerf- isins er áætlaður um 5-6 milljón- ir. ET Veturinn hefur hingað til verið Norðlendingum léttbær og kemur það m.a. fram í litlum tilkostnaði vegna snjómokst- urs. Sigurður Oddsson hjá Vegagerð ríkisins segir að ef sparnaður verði eftir veturinn vegna minni snjómoksturs en gert var ráð fyrir í snjómokst- ursáætlun komi það öðrum og varanlegri framkvæmdum til góða. Að sögn Sigurðar er varla hægt að segja að snjóruðningstækjum hafi verið beitt fyrr en eftir ára- mót í vetur, en eins og íbúar á Norðurlandi vita var tíðarfar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórnun fiskveiða, kvóta- frumvarpið svokallaða, var loksins samþykkt á fundi með eindæmum milt fram til ára- móta. „Þegar veturnir koma vel út fá menn meira til almenns við- halds í staðinn. Þá verða e.t.v. fleiri krónur til skiptanna þegar til sumarviðhalds veganna kemur,“ sagði Sigurður. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort það fé sem sparaðist í snjómokstri yrði notað til að opna tilteknar leiðar oftar en gert er ráð fyrir í áætlunum, ef skyndilega yrði snjóþungt og úr- koma fleiri daga í röð. Sigurður sagði að slíkt kæmi ekki til greina, vegir yrðu aðeins opnaðir samkvæmt fastri áætlun, burtséð Alþingis aðfaranótt föstudags- ins. Dagur hafði samband við Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra og spurði hann frá því hvort eitthvað hefði spar- ast fyrr um veturinn. Nú vantar aðeins herslumun- inn á að bundið slitlag sé komið á allan veginn milli Akureyrar og Húsavíkur. í fyrra var Norður- landsvegur eystri endurbyggður á tveimur köflum, í Ljósavatns- skarði og við Birningsstaði. Eftir er að setja efra burðarlag eða jöfnunarlag á vegarspottana og síðan bundið slitlag. Þetta verður gert strax og veður leyfir í vor. Sigurður Oddsson sagði að sig hefði komið fram í veginum á nokkrum stöðum en það yrði lag- fært áður en frekari framkvæmdir hæfust. EHB hvaða afleiðingar þessi dráttur á samþykkt frumvarpsins hefði haft. „Þetta hefur komið sér illa fyr- ir sjávarútveginn í landinu," sagði ráðherrann. „Það hefur verið nokkuð um að skip hafi ekki komist til veiða vegna þess að heimild var ekki fyrir hendi. Þetta á sérstaklega við skip sem stunda dragnótaveiðar við suður- ströndina." Að sögn Halldórs er ráðuneyt- ið nú á fullu að semja reglugerð vegna hinna nýju laga. Einnig verður öllum útgerðarmönnum í landinu skrifað bréf þar sem þeir eru beðnir að velja á milli afla- og sóknarmarks. Þetta mun taka nokkurn tíma og er jþað bagalegt að sögn Halldórs Asgrímssonar sj á varútvegsráðherra. Þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í meðförum neðri og efri deildar eru að nú telst undirmálsfiskur aðeins að hluta til kvóta. Banndögum smábáta var fækkað úr 30 í 20 í desember og þeir bátar, undir 10 tonnum, sem bindandi smíða- samningur hafði verið gerður um fyrir gildistöku laganna skulu fá veiðileyfi og kvóta. AP Framtíð skó- gerðarinnar - í deiglunni Framtíðarmál skógerðarinnar á Akureyri, sem er undir stjórn verslunardeildar SÍS, hafa verið til athugunar undan- farnar vikur í kjölfar rekstrar- erfiðleika. Mikil hlýindi í vetur og lítill snjór hafa haft mjög neikvæð áhrif á sölumöguleika verksmiðjunnar á kuldaskóm, af eðlilegum ástæðum, og því hafa birgðir hlaðist upp. Gunnar Kjartansson, forstöðu- maður fatadeildar verslunar- deildar, er staddur á Akureyri um þessar mundir, en hann og Úlfar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri skógerðarinnar, eru nú að athuga möguleika á endurskipu- lagningu fyrirtækisins. Að sögn Gunnars hefur m.a. komið til tals að fá nýja aðila að rekstri skó- gerðarinnar, og hefur verið rætt við menn á Akureyri af þessu tilefni. Ekkert hefur verið ákveð- ið ennþá um framhaldið en að sögn Gunnars er hann bjartsýnn á að farsæl lausn finnist á málinu. EHB Sparnaður í snjómokstri: Kemur öðmm framkvæmdum Vegagerðarinnar til góða Frystihús ÚKE Hrísey: Flæðilína í stað bakkakerfis

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.