Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 11.01.1988, Blaðsíða 4
4 - DAdÚR - fl.^januar ^988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Slippstððin í einkaeign? Á fimmtudag í síðustu viku birti Dagur frétt þess efnis að forstjóri Slippstöðvarinnar, Gunnar Ragnars, hefði gengið á fund Jóns Baldvins Hanni- balssonar, fjármálaráðherra, og rætt við hann um hvort ríkið væri tilleiðanlegt til að selja nokkrum einkaaðilum hlutabréf þess í Slippstöðinni hf. Hlutabréf ríkisins í Slippstöðinni eru á sölulista núverandi ríkisstjórnar. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra er málið enn á „kaffibollastigi" eins og ráðherra orðaði það. Að sjálfsögðu er hér um stórmál að ræða. Slipp- stöðin hf. er eitt af grundvallarfyrirtækjum bæjar- ins auk þess að vera leiðandi í skipasmíðum landsmanna og þjónustu við skipastólinn. Á sínum tíma lenti fyrirtækið í miklum rekstrarerfiðleikum og tóku þá ríkissjóður, Akureyrarbær og Kaupfélag Eyfirðinga höndum saman og komu því á réttan kjöl. Þessir aðilar tryggðu Slippstöðinni hf. sam- henta forystu sem hefur reynst fyrirtækinu afar vel. Umræddir þrír aðilar hafa og myndað órofa heild sem hefur komið Slippstöðinni til góða. Þann- ig seldi Akureyrarbær Slippstöðinni hf. dráttar- braut bæjarins á hagstæðum kjörum. Án efa hafa þáverandi ráðamenn bæjarins haft í huga að fyrir- tækið væri og yrði áfram í samfélagslegri eign. Tæpast hafa þeir nokkurn tíma gert ráð fyrir að einkaaðilar gætu skáskotið sér inn í fyrirtækið og náð þar yfirhöndinni. Slippstöðin hf. er í hlutafélagsformi í dag og frá- leitt væri að halda því fram að fyrirtækið sé baggi á ríki eða bæ. Ef umræddir einkaaðilar halda því fram að þeir séu að gera ríkinu stóran greiða með tilboði í hlutafé þess er það hinn mesti misskilningur. Það ber að gjalda varhug við því að Slippstöðin fari úr samfélagslegri eign. Það ber að gjalda var- hug við því að ríkissjóður selji sinn hlut. En ef fjármálaráðherra telur það nauðsynlegt þá ber að leggja áherslu á að Akureyrarbær og Kaupfélag Eyfirðinga verði meirihlutaaðilar að félaginu. Hér er um að ræða fyrirtæki sem skiptir afar miklu máli fyrir atvinnulíf bæjarins og því verða bæjarbúar að hafa þar tögl og hagldir. Án efa mun stjórn Slippstöðvarinnar ræða um löngun forstjórans í hlutabréf ríkissjóðs, en það hlýtur að teljast til tíðinda ef forstjóri fyrirtækis sniðgengur stjórn þess og gerir tilraun til að kaupa fyrirtækið. Gunnar Ragnars var valinn af þeim sem eiga Slippstöðina til að annast daglegan rekstur. Sú tilraun hans að ná meirihluta í fyrirtækinu án þess að minnast á það einu orði við stjórnina veld- ur miklum vonbrigðum svo ekki sé meira sagt. ÁÞ. „Maður má ekki hika of mikið“ - segir Hrafn Hrafnsson, 25 ára verslunarstjóri og aðaleigandi Matvörumarkaðarins Nýlega fóru fram eigendaskipti á versluninni Matvörumarkað- inum í Kaupangi við Mýrar- veg. Við rekstrinum tóku fimm aðilar, ungt fólk sem á það meðal annars sameiginlegt að hafa aldrei nálægt slíkum rekstri komið. Stærsti hluthaf- inn og jafnframt verslunar- stjóri er 25 ára gamall Akur- eyringur, Hrafn Hrafnsson og tók hann við stjórnartaumun- um 1. janúar síðastliðinn. Hrafn er bifvélavirki að mennt og starfaði við þá iðn sína fram á síðasta ár þegar hann hóf störf sem sölumaður hjá heild- sölu hér í bæ. Þar með er upp- talin verslunarreynsla Hrafns sem hér er mættur í viðtal dagsins. - Er þetta ekki algjört glap- ræði og allt of stórt stökk fyrir bif- vélavirkja að fara út í rekstur matvöruverslunar? „Það verður bara að koma í ljós. Ég er tilbúinn til að fórna einhverju fyrir það að verða minn eigin herra og vildi reyna eitthvað nýtt. Ég byrjaði í bifvélavirkjuninni einfaldlega af því að mér bauðst samningur. Ég vissi í rauninni ekkert hvað ég vildi en ákvað þó að ljúka náminu fyrst ég á annað borð var byrjaður. Þcgar ég svo var búinn að vinna við þetta í átta ár þá fannst mér ég vera farinn að festast í þessu og fór þá í sölumennskuna. Það varð svo til þess að koma verulegri hreyfingu á hugann.“ - Eru laun bifvélavirkja það góð að þau standi undir fjár- mögnun svona fyrirtækis? „Nei það er nú aldeilis ekki. Þetta er allt meira og minna á lánum og það verða bara árin sem skila því inn.“ - Hvernig gekk að fjármagna þetta dæmi? „Það gekk bara nokkuð vel og raunar mun betur en ég átti von á. Það hjálpaði okkur mikið að við gengum inn í samninga fyrri eigenda og einnig hafa heildsalar verið okkur mjög liðlegir.“ - Var langur aðdragandi að þessum kaupum? „Nei hann var mjög skammur. Þetta kom fyrst á borðið hjá okk- ur um miðjan október og við skrifuðum undir í lok þess mán- aðar.“ - Fyrri eigendur hafa ekki ver- ið að selja vegna erfiðleika í rekstri? „Ekki virtist dæmið líta þannig út þcgar við skoðuðum það niður í kjölinn. Við fengum aðgang að bókhaldi fyrirtækisins og það virtist ganga ágætlega." - Höfðu aðrir möguleikar komið til greina en rekstur þesar- ar tilteknu verslunar? „Já ég hef verið að velta ýmsu fyrir mér undanfarin ár. Mér leist vel á það þegar þetta kom skyndilega til og lét slag standa. Ég hafði eiginlega aldrei fyrr velt fyrir mér svona rekstri en kannski meira hugsað um að hefja sjálfstæðan rekstur í mínu fagi.“ - Hvernig líst þér svo á starfið eftir fyrstu tíu dagana eða svo? „Mér líst mjög vel á þetta enn sem komið er. Vöruskortur hefur að vísu háð okkur nokkuð bæði vegna þess að heildsalarnir hafa ekki átt nóg til af vörum og eins að lítið var til á lager þegar við tókum við þessu. Þá var verslun- in fyrstu dagana líka meiri en við áttum von á og við höfðum ekki undan að fylla upp. En þetta er nú allt að komast í lag. Þetta er hins vegar talsvert meiri vinna en ég hafði gert mér hugmyndir um.“ - Hvað er margt starfsfólk í versluninni? „Það eru fimm manns í fullu starfi og svo tvær stúlkur við afgreiðslu á kvöldin." - Koma nýir eigendur til með að breyta rekstrinum verulega? „Við ætlum að reyna að auka vöruúrval eins og við getum. Við erum nýbúin að setja upp ávaxta- torg, höfum gert samning við G. Ben. á Árskógssandi um að sjá okkur fyrir nýjum fiski daglega og einnig reynum við að bæta kjötborðið. Þjónustuna ætlum við að bæta og þá ber kannski fyrst að nefna að við ætlum að taka upp heim- sendingarþjónustu fyrir ellilífeyr- isþega. Vöruverði ætlum við að halda eins mikið niðri og við getum.“ - Ertu ekkert hræddur við að risarnir tveir „kæfi“ ykkur? „Þetta er fyrst og fremst svæðisverslun og ef okkur tekst að halda vöruverði niðri og vera með gott vöruúrval þá tel ég að þessi verslun muni ganga.“ - Hvernig líst þér þá á aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar þessa dag- ana? „Mér líst ákaflega illa á þessar breytingar og ekki síst það hvað þetta fer hratt í gegnum þingið. Þó að búið væri að samþykkja söluskattshækkun um miðja síð- ustu viku þá var ekki hægt að fá nákvæmlega upp gefið hvað myndi hækka. Mér finnst þessar hækkanir alveg út í hött og ekki eiga neinn rétt á sér.“ - Ertu annars pólitískur maður? „Nei ég er algjörlega hlutlaus. Mitt brölt í pólitík hefur gert það að verkum að ég er orðinn alveg hlutlaus." - Hefurðu nokkurn tíma til annars þessa dagana en að sinna starfinu? „Nei það er alveg útilokað mál. Undanfarna daga hef ég verið að frá því klukkan átta á morgnana til miðnættis og það má búast við að svo verði ein- hverjar fyrstu vikurnar.“ - Hvað með önnur áhugamál. Eru þau einhver? „Það er þá fyrst og fremst hestamennskan. Eg á góða kunn- ingja sem sjá um hirðingu hest- anna á meðan þetta gengur yfir.“ - Ertu mjög bjartsýnn maður? „Ég tel mig alltaf hafa verið heldur bjartsýnan og ég hef lítið hikað við að taka smá áhættu. Lífið væri ekki þess virði að lifa því ef maður tæki aldrei sénsa. Maður má ekki hika of mikið,“ sagði Hrafn að lokum. ET Hrafn við kjötborðið í versluninni. Þarna virðist úrvalið vera í góðu lagi en Hrafn segist þó ætla að bæta það enn TLV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.