Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 3
13. janúar 1988 - DAGUR - 3 Nýja tollskráin: Hofsóshreppur: Fær 25% minna inn fyrri hluta ársins en í fyrra „Eflaust mun þetta koma hart niður á þeim sveitarfélögum sem hafa haft gott innheimtu- hlutfall, en hjá hinum breytir þetta kannski ekki svo miklu,“ sagði Ofeigur Gestsson sveit- arstjóri á Hofsósi í tilefni þess að fyrri hluta þessa árs mun Hofsóshreppur aðeins fá 32% áætlaðs útsvars í stað 57% sem hann fékk á fyrri hluta síðasta árs. Ófeigur sagði ekki laust við að stöðugt væri kreppt að sveitarfé- lögunum. T.d. hefði hreppurinn nú fyrir áramótin ekki fengið nema 37% af aukaframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem honum bæri samkvæmt lögum. Vegna skerðingar á framlögum til sjóðsins við gerð fjárlaga ’86 og eins því að félagsmálaráðu- neytið og Samband sveitarfélaga komu sér saman um að dreifbýl- issveitarfélögin fengju fullt auka- framlag úr sjóðnum, en blönduð og þéttbýlissveitarfélög ekki. Og þegar litið væri á aukaframlög jöfnunarsjóðs til Hofsóshrepps á árunum ’83-’87 kæmi í ljós að hreppurinn hefði verið skertur um alls 7 milljóna framlag, á núvirði. „Það er ekki hægt að segja að maður sé neitt sérstaklega bjart- sýnn um þessar mundir og ljóst að framkvæmir hér á þessu ári verða alvcg í lágmarki eða næst- um engar. En við höfum verið með tiltölulega miklar fram- kvæmdir undanfarin ár," sagði Ófeigur. -þá Nýtt ítarlegra tollnúmerakerfi - matarliður vísitölufjölskyldunnar hækkar um 7% eða 1800 krónur á mánuði Um áramótin tóku gildi ný lög um tollafgreiðslu. Ný tollskrá er því komin út sem felur í sér ýmsar breytingar. Þær helstu eru þær, að nýtt tollnúmera- kerfi var tekið í notkun, þar sem öll tollaflokkun er mun ítarlegri. Tollar lækka almennt og verða ekki hærri en 30%, að tóbaki og bensíni undan- skildu. Vörugjald sem áður var 24% og 30% lækkar og verður 17,5% í raun við innflutning. Þó Verða lögð innflutningsgjöld á sumar vörur sem lækka í tolli, t.d. fá vélsleðar sem áður höfðu 70% toll, sem lækkar nú í 10%, 60% innflutningsgjald, svo álagningin er í raun sú sama. Sömu sögu er að segja um fjórhjólin. Þorsteinn Pétursson sagði í samtali við Dag, að þótt nýja toll- skráin sé ítarlegri en sú gamla, þýddi það ekki að hún væri flókn- ari. „Hún verður kannski einfald- ari fyrir bragðið því skorið er úr um tvíræð atriði." Hann sagði að kerfisbreytingin gerði ráð fyrir að tollkerfið verði í stórum dráttum byggt á tveimur tekjustofnum, almennum tollum og vörugjaldi, í stað margra smærri tekjustofna. Þá er gert ráð fyrir að tollar á matvælum verði nær undantekningarlaust felldir niður en hámarkstollar á þeim eru nú 40%. Þessi breyt- ing hefur í för með sér talsverða röskun á verðhlutföllum hér innanlands. Þess eru jafnvel dæmi, að einstakar vörutegundir lækki um meira en helming í verði á meðan aðrar hækka um 15-20%. Talið er að þessar breytingar valdi ekki hækkun á fram- færsluvísitölu, þótt ljóst sé, að matvælaliður vísitölufjölskyld- unnar gæti hækkað um 7% að meðaltali, eða sem svarar um 1800 króna útgjaldaaukningu á mánuði. Þorsteinn sagði að helsta breyting sem orðið hafi við sjálfa tollafgreiðsluna sé að nú þarf ein- göngu að skila ljósriti af reikn- ingi, en ekki er lengur skilyrði fyrir tollafgreiðslu að reikningur sé bankastimplaður. „Nú er það hætt í reynd, að ríkið sé að fylgj- ast með því hvort innflytjandi hafi greitt vöruna sem hann flytur inn. Farmflytjandi mun væntan- lega taka þetta eftirlit í sínar hendur,“ sagði Þorsteinn að lokum. VG Bændur — Varaafl RAFÁLAR DRÁ TTARVÉLARAFALAR mmmiúsM RAFVERKTAKAR FURUVÖLLUM 13-600 AKUREYRI SÍMAR (96)25400 & 25401 Alhliða rafverk og rekstur verslunar Önnumst m.a. húsarafmagn, skiparafmagn, bílarafmagn, töflusmíði og hönnun byggingastaðatafla. ■ BÍLARAFMAGN ■ HÚSARAFMAGN ■ SKIPARAFMAGN Akureyri - Nágrenni Tökum að okkur alla raflagnavinnu Nýlagriir, viðgerðir 3&afmar V\ VffSLm™* Frá Öldungadeild Menntaskólans á Akureyri Innritun á vorönn fer fram á skrifstofu skólans dagana 14.-21. janúar. Skólameistari. V______________________________________/ -------------------------------------------------------------------ð AKUREYRARBÆR Akureyringar Eigendum þeirra númerslausu bifreiöa sem fjarlægðar hafa veriö, af hálfu Heilbrigöiseftirlits Eyjafjarðar, af götum og opnum svæðum Akur- eyrarbæjar áriö 1987, er hér með gefinn loka- frestur til 23. janúar 1988 til aö leysa þær út gegn áföllnum kostnaöi. Aö þeim tíma liðnum mun bifreiðunum verða hent. Heilbrigðisf ulltrúi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.