Dagur - 13.01.1988, Page 4

Dagur - 13.01.1988, Page 4
4 - DAGUR - Í3. jánúar 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASI'MI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Góðærið kvaddi með gamla árinu Margt bendir til þess að nýbyrjað ár verði samdráttarár í þjóðarbúskapnum, miðað við undangengin ár. Síðastliðin þrjú ár hefur landsframleiðsla aukist jafnt og þétt, þjóðar- tekjur einnig og heldur meira en í flestum nágrannalöndum okkar. Kaupmáttur atvinnutekna á mann hefur á sama tíma auk- ist um rúmlega 35-40%. Af þessu er ljóst að við höfum búið við mikið góðæri á undanförn- um árum. Góðærið má að mestu leyti rekja til hagstæðra skilyrða í sjávarútvegi, því þrátt fyrir aflatakmarkanir hefur heildarafli fiski- skipaflotans aukist gífurlega á síðustu fjórum árum. Því miður hefur okkur skort framsýni og skynsemi til að nýta þessi góðu ár til þess að treysta stoðir efnahagslífsins og búa í hag- inn fyrir mögru árin, sem óhjákvæmilega koma öðru hverju. Ýmis teikn eru á lofti um að efnahagsfram- vindan næstu mánuði verði þjóðinni óhag- stæðari og samdrátturinn meiri en almennt var gert ráð fyrir. Þorskafli gæti orðið um 40 þúsund tonnum minni en búist var við, sem leiðir aftur til minnkandi útflutningstekna. Þegar við bætist að viðskiptakjör okkar við útlönd versna vegna slæmrar stöðu Banda- ríkjadollars og horfur í alþjóðlegum efnahags- málum eru dekkri en um árabil, er hætt við verulegum afturkipp í íslensku efnahags- og atvinnulífi. Góðærið virðist hafa kvatt með gamla árinu. Við stöndum frammi fyrir því að minna verður til skiptanna í ár en undanfarin ár, því þjóðartekjur munu væntanlega minnka. Hversu mikið er ekki vitað en 1-3% gæti verið nærri lagi. Við þetta bætist verulegur við- skiptahalli við útlönd og aukning á erlendum lántökum. Þetta er afrakstur þriggja góðra ára í röð. Augsýnilega hefði mátt vinna betur úr þeim efnivið sem var til staðar en ein- hverra hluta vegna tókst það ekki sem skyldi. Um það má svo deila hver eigi stærstu sökina. Við þessar kringumstæður eru kjarasamn- ingar lausir. Ef kröfugerðin í þeim samning- um verður óraunhæf siglum við enn á ný í strand. Þá verða samningarnir verðbólgu- samningar sem hafa ekkert með kaupmátt að gera. Mergurinn málsins er sá að við vitum nokkurn veginn hvað er til skiptanna og markmiðið hlýtur fyrst og fremst að vera það að deila því sem jafnast niður. Komandi kjara- samningar snúast um að verja kaupmátt ráð- stöfunartekna. Um það verða menn að sam- einast. Aukinn kaupmáttur verður að bíða betri tíma. BB. i viðtol dagsins p- „Fólk byggir upp sitt eigið öiyggiskerfi“ - spjallað við Steingrím Gunnarsson og Vigdísi Hjaltadóttur um nýtt öryggiskerfi sem fyrirtækið Fjölrás selur Sífellt koma fram nýjungar í hvers kyns öryggisbúnaði og þróunin á þessu sviði er ör. Kominn er á markað búnaður sem á að veita sjúkum og öldr- uðum öryggi í heimahúsum, búnaður sem oft gæti skipt sköpum. Til er mismunandi búnaður af þessu tagi, bæði búnaður sem tengdur er við stjórnstöð og búnaður sem vinnur sjálfstætt og með hon- um getur fólk byggt upp nánast sitt eigið kerfi. Á dögunum voru stödd á Akureyri þau Vigdís Hjaltadóttir og Stein- grímur Gunnarsson frá fyrir- tækinu Fjölrás hf. í Reykjavík en fyrirtækið flytur inn síðar- nefnda búnaðinn. Þau voru beðin að lýsa því hvernig þessi búnaður vinnur. „Þetta er tæki sem tengt er í síma á auðveldan hátt þ.e. með millistykki í símaklóna. Eftir að búið er að tengja bá á viðkom- andi að velja sér númer sem hann vill að síminn hringi í ef eitthvað bjátar á og hjálpar er þörf. Not- andi styður á hnapp sem best er að hafa um hálsinn þannig að sem mestar líkur séu á að hann geti stutt á hnappinn. Þessi hnappur hefur mikinn radíus sem þýðir að hann getur látið símann hringja þó svo notandinn sé staddur nokkuð langt fra síman- um, jafnvel bak við steinsteypta veggi og gólf. Þegar stutt er á hnappinn byrjar síminn að hringja í þau númer sem búið er að stimpla inn í hann og hringir í númerin eftir röð þangað til svarar. Alls er hægt að setja 10 númer í símann þannig að ólík- legt er að þetta kerfi geti brugðist. Það sem er nýtt í þessum bún- aði er að starfræn rödd segir þeim sem búnaðurinn hringir í að við- komandi sé hjálpar þurfi. Þannig getur fólk verið búið að koma upp sínu eigin kerfi og tilkynnt þeim sem hringinguna fær hvað beri að gera þegar neyðartilfelli koma upp,“ segir Vigdís Hjalta- dóttir. - Nú byggir þetta kerfi ekki á öruggri vakt þannig að 100% öruggt sé að einhver svari í þeim númerum sem hringt er í. Er ein- hver stjórnstöð hér á landi sem hægt er að tengja þennan búnað við? „Það er hægt að stimpla hámark 10 númer inn í símann og síminn fer sífellt yfir röðina þangað til einhver svarar. Ég held að það sé frekar ólíklegt að þannig standi á að ekkert af þess- um tíu númerum svari. Hvað varðar stjórnstöðina þá er það að segja að engin stjórn- stöð tengd þessum búnaði hefur verið sett upp hér á landi og eina stjórnstöðin af þessu tagi er nýuppsett stöð Securitas í Reykjavík. Það er hins vegar alveg möguleiki að þeir sem eiga búnað sem þennan geti samið sjálfir við t.d. stjórnstöð Securit- as um að fá að nota þeirra þjón- ustu.“ - Þetta er innfluttur búnaður. Er marktæk reynsla kominn á hann? „Þetta er búið að vera á mark- aði í Noregi í 3-4 ár. Þar er kom- in góð reynsla á þetta kerfi og við stjórnstöð í Ósló eru 3000-4000 notendur tengdir og þar fyrir utan fjöldinn allur af notendum sem nota sín eigin númer. Þetta kerfi, sem heitir BMT- SECOM öryggiskerfið er fram- leitt í Hollandi. Þetta fyrirtæki framleiðir margar gerðir af kerf- um og árið 1984 kynntu þeir fyrstu kerfin í Noregi og hafa því á þessum 4 árum haslað sér völl á markaði þar. Þessi hönnun sem við seljum hér á landi er ein- göngu ætluð fyrir sjúka og aldr- aða.“ - Þið hafið nú verið á ferð um landið í því skyni að kynna þessi tæki. Hvernig eru undirtektirn- ar? „Undirtektir hafa verið góðar og við erum nú þegar búin að selja nokkuð af þessum tækjum. Dvalarheimilið á Húsavík hefur keypt tæki til að setja í íbúðir aldraðra sem reknar eru í tengsl- um við heimilið. Þar að auki ætla þeir að gera tilraun með að setja tæki inn á herbergin þannig að fólkið geti látið vita ef eitthvað kemur upp á,“ segir Vigdís. „Sá stóri styrkur sem ákveðið hefur verið að veita til uppbygg- ingar á öryggisvörslu af þessu tagi hér á landi nýtist að mínu mati illa og nýtist allur einungis á Reykjavíkursvæðið. Það er ákveðið að veita 40 milljónir til þessarar uppbyggingar árlega en það kerfi sem nú er verið að setja upp byggist á stjórnstöð sem vakt er á allan sólarhringinn en ein- ungis er búið að setja upp slíka stöð í Reykjavík þannig að þetta fé nýtist einungis á Reykjavíkur- svæðinu. Landsbyggðin fær hins vegar ekkert af þessu fé en gæti notið góðs af því ef fjölhæfara kerfi væri sett upp,“ segir Stein- grímur. - En getur landsbyggðarfólk á engan hátt notið góðs af þessu kerfi sem verið er að setja upp í Reykjavík? „Það er fræðilegur möguleiki á því en þá verður fólk að fara í gegnum almenna landssímakerf- ið. Þar er hins vegar tappi.og fólk getur lent í að bíða í röð þannig að ein stjórnstöð í Reykjavík get- ur alls ekki þjónað meiru en höfuðborgarsvæðinu sjálfu.“ „Mér finnst ekki fara saman að á einni hendi sé gæsla eigna og gæsla aldraðra og sjúkra. Það geta alltaf komið upp tilfelli t.d. stór- bruni þar sem þörf er á allri vakt- inni og þá er ekki víst að við slík tilfelli sé viðbragðstími við neyð- arkalli frá sjúklingi jafn stuttur og ella,“ segir Steingrímur - Hvað þarf fólk að gera ef það hefur áhuga á að kaupa sér tæki af þessu tagi? „Fólk getur haft samband við okkur og óskað efir tæki. Þetta tæki kostar 28.200 kr. til félaga- samtaka og stofnana. Þetta er einfalt í uppsetningu og leiðbein- ingar um notkun fylgja með þannig að fólk getur á auðveldan hátt byggt upp sitt eigið öryggis- kerfi," segir Steingrímur. JÓH Vigdís Hjaltadóttir og Steingrímur Gunnarsson með neyðarbúnaðinn frá Fjölrás hf.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.