Dagur - 13.01.1988, Síða 12

Dagur - 13.01.1988, Síða 12
Akureyri, miðvikudagur 13. janúar 1988 Tvær nætur með morgunverði á kr. 1.920 Helgargisting á Hótel Húsavík Hótel /Jf_\ ||SBKmK|É! Thr M.dn,ynu..f> Husavik sími 41220. Akureyri: Minjasafnið grotnar niður Hús Minjasafnsins á Akureyri var byggt árið 1934. Múrhúð utan á því er ónýt, giuggar eru óþéttir, húsið heldur ekki vatni og það skemmist meira með degi hverjum. Fyrir 10 árum var byggt við húsið. Sú bygging lekur einnig því þakið er ónýtt. Það er flatt og niðurföll eru svo ofarlega að ávallt er með- alstórt stöðuvatn á þaki hússins. Hvernig er hægt að geyma sögulegar minjar í hrip- lekum húsakynnum? Aðalheiður Steingrímsdóttir safnvörður sagði að nauðsynlega þyrfti að skipta um múrhúð á gamla húsinu. Mikill leki er við svalir hússins og þaðan lekur vatn niður á næstu hæð, en á húsinu eru margar svalir. Hún sagði að gluggarnir væru óþéttir og kynd- ingarkostnaður þar af leiðandi gífurlegur. Aðalheiður sagði að það myndi kosta 500-700 þúsund krónur að gera við þakið á nýrra húsinu en til viðgerða á þessu ári eru áætlaðar 150 þúsund kr. Ljóst er að viðgerðin tæki mörg ár og því hafa komið upp hug- myndir um að byggja aðra hæð ofan á húsið, en létt bygging gæti komið til með að kosta V/2 millj- ón fokheld. „Ástandið á húsunum er væg- ast sagt orðið slæmt og einnig þarf að fara að byggja við. I úttekt á húsnæði fyrir menningar- starfsemi sem gerð var á síðasta ári er gert ráð fyrir að einhverjar byggingaframkvæmdir verði við Minjasafnið um næstu aldamót og mig hryllir við þeirri tilhugsun að ekkert muni gerast fyrr en þá. En það væri kannski ráðlegt að athuga hvort ekki væri heppileg- Ólafsfjarðarmúli: Með öllu ófær í gær Snjórinn hefur svo sannarlega látið sjá sig hér á Norðurlandi. Snjó hefur kyngt niður á sum- um svæðum og vegna þess tók færð á yegum fljótlega að spillast. Olafsfjarðarmúli var með öllu ófær í gær og í fyrra- dag var vegurinn aðeins fær stórum bílum og jeppum. Búist er við að vegurinn verði ruddur strax og snjókomunni linnir. Að sögn Valdimars Stein- grímssonar, vegaeftirlitsmanns í Ólafsfirði er snjór með minna móti í Ólafsfirði þrátt fyrir snjó- komuna síðustu daga. í gær og fyrradag var nokkur skafrenning- ur í Múlanum en ekki taldi Valdi- mar neina hættu á snjóflóðum. Sem fyrr segir bíða ruðningstæki þess að veður gangi niður svo hægt verði að opna á ný. JÓH ast að byggja ofan á nýja húsið og komast þannig fyrir lekann í leið- inni,“ sagði Aðalheiður. Mikil óvissa ríkir um framtíð safnsins. Ríkið tekur ekki lengur þátt í rekstri minjasafna, en þau eiga að fá framlög úr Jöfnunar- sjóði. Minjasafnið á Akureyri er í eigu Akureyrarbæjar, Eyjafjarð- arsýslu og KEA, en samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum detta sýslunefndir út og því ekki ljóst um áframhaldandi þátttöku Eyjafjarðarsýslu. Að sögn Aðal- heiðar mun hún þó starfa út þetta ár, en hún taldi eðlilegast að Akureyrarbær yfirtæki rekstur- inn í framtíðinni. SS Aðalheiður Steingrímsdóttir safnvörður bendir hér á samskeyti nýja og gamla hússins en þar hefur vatn lekið inn og valdið miklum usla eins og sjá má. Mynd. TLV „Erum fullfærir að sjá um tækjakaupin sjálfir“ - segir Halldór Jónsson vegna röntgentækjakaupa FSA „Samkvæmt bókun bæjarráðs er staðfest að Akureyrarbær mun sjá um að taka lánið og greiða vextina af því. Málið snýst um það að okkur norðan heiða fínnst við vera fullfærir um að sjá um innkaup tækj- anna og sjá um útboðið, sér- staklega þegar það er lagt á sveitarfélagið að útvega fjár- magnið og standa straum af vöxtum og kostnaði,“ sagði Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Halldór sagði að framkvæmda- deild Innkaupastofnunar væri yfirleitt umsjónaraðili með slík- um útboðum en þá væri búnaður til sjúkrahúsanna greiddur með fé af fjárlögum á hverjum tíma, en ekki í tilvikum eins og hér um ræðir, þar sem væntanleg röntgen- tæki væru keypt fyrir lánsfé. Lán- ið er endurgreitt af ríkissjóði á næstu 3 árum, að vöxtum undan- skildum. - En gæti verið að um annars konar tækjakaup yrði að ræða ef Innkaupastofnun sæi um þau en ekki alfarið norðanmenn? „Ég hef í sjálfu sér ekki ástæðu til að ætla það. Ákvörðun um kaup á slíkum tækjum hefur ver- ið tekin í samráði við heima- menn, en sjálfsagt gæti skoðana- munur eða ágreiningsmál ein- hvern tíma hafa komið upp um hvers konar búnað ætti að kaupa. Ég hef þó ekki ástæðu til að ætla að sú staða kæmi upp nú. Við þurftum að kaupa rönt- gentæki í eina stofu hjá okkur á síðasta ári, en sú stofa var í rekstri og því ekki nýbygging. Við gerðum þetta á eigin vegum án þess að leita til annarra, það gekk allt saman vel fyrir sig. Við erum með aðila hér innanhúss sem er fullfær um að útbúa útboðsgögn þannig að ég tel að við séum ekki síður í stakk búnir til að ganga frá tækjakaupunum en Innkaupastofnun, án þess að ég vilji kasta rýrð á þá stofnun, sagði Halldór. EHB Svalbakur EA: Endurheimti fyrsta sætið - heildarafli togara ÚA um 18.250 tonn árið 1987 Á síðasta ári veiddu togarar Útgerðarfélags Akureyringa 18.252 tonn í 112 veiðiferðum. Þetta er nokkru minna en árið áður en þá var heildarafli togaranna 19.816 tonn. Heild- artjöldi úthaldsdaga á síðasta ári var 1454 á móti 1648 árið 1986. Svalbakur endurheimti aftur fyrsta sætið hvað afla- magn snertir. Forskotið á afla- hæsta skipið frá árinu 1986 er þó ekki nema 16 tonn. í 28 veiðiferðum veiddi Sval- bakur 4.982 tonn á síðasta ári. Harðbakur aflaði 4.966 tonna í jafn mörgum veiðiferðum og tví- burabróðir hans Kaldbakur 4.779 tonna í 27 veiðiferðum. Afla- verðmæti Svalbaks og Kaldbaks er það sama, 100,8 milljónir króna en Harðbakur er með 103,5 milljónir. Fjórði togari félagsins, sem geröur var út allt árið, Hrímbakur, veiddi í 26 veiðiferðum 3.060 tonn að verð- mæti 73,8 milljónir. Harðbakur er með mestan afla á veiðidag, 18,5 tonn, Svalbakur og Kaldbakur um 17,7 tonn og Hrímbakur með um 12,4 tonn. Togararnir tveir sem eftir eru, Sléttbakur og Sólbakur fóru ekki á veiðar fyrr en seint á árinu. Sléttbakur fór eina veiðiferð og veiddi 379 tonn sem skiluðu sér í 180 tonnum af frystum afurðum að verðmæti 24,4 milljónir. Sól- bakur fór tvær veiðiferðir og veiddi í þeirn 85 tonn að verð- mæti 2,3 milljónir. Sé litið á meðalverð á kíló af veiddum afla þá er það auðvitað mest hjá frystiskipinu Sléttbaki, 64,42 krónur. Hjá ísfisktogurun- um er verðmætið mest hjá Sólbak 27,37 krónur, Hrímbakur er með 24,13 króna meðalverð en hinir þrír með verð á bilinu 20-21 krónu á kíló. ET

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.