Dagur - 01.03.1988, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 1. mars 1988
1. mars 1988 - DAGUR - 9
- Dagur heimsækir „flugdellukalla“ sem eyða þúsundum klukkustunda
✓ • ’S. 1 i • rrt t , y • Kristján í flugmannssætinu og
i aö gera viö skemmda svimugu og gamlan dvrgnp v»ir ís«tin«»ndaM
O O J O iT tilbúnir til flugtaks. Talsvert er
þangað til vélin verður tilbúin.
Myndir: TLV
Hvar liggja skilin á milli þess
að hafa áhuga á einhverju og
hins að vera með dellu? Þessu
er auðvitað ekki gott að svara.
Sennilega má þó draga þetta
saman í það að áhugi sé orð-
inn að dellu þegar mestallur
frítími viðkomandi fer í það
að sinna áhugamálinu, eða
dellunni. Þeir sem úrskurðað-
ir eru með einkenni „dellu“
eru gjarnan kallaðir „dellu-
kallar“. Þetta nafn getur með
góðu móti aðeins átt við karl-
menn og líklega er ástæða
þess að sambærileg nafngift
þekkist ekki fyrir kvenfólk sú,
að karlmönnum er hættara við
að taka „bakteríuna“.
Bíladella, frímerkjadella,
íþróttadella, bókadella, flug-
della og hestadella. Allt eru
þetta vel þekktir „sjúkdóm-
ar“. Ef til vill eru þessi dellu-
nöfn öll orðin nokkuð ofnot-
uð í íslensku máli. A.m.k.
virðist oft ekki þurfa mikið til
að menn fái á sig eitt slíkt.
Peirri spurningu er í það
minnsta alltaf jafn erfitt að
svara hvenær menn eru orðnir
dellukallar.
í flugskýlum inni á Akureyr-
arflugvelli hitti blaðamaður
nýlega þrjá menn sem verða
að teljast illa haldnir af flug-
dellu. Snæbjörn Erlendsson
formaður Svifflugfélags Akur-
eyrar vinnur að því um kvöld
og helgar að gera við svifflugu
sem fyrir nokkrum árum
skemmdist verulega og í öðru
húsnæði ætla þeir Kristján
Víkingsson og Víðir Gíslason
að gera upp dýrgrip að nafni
„Tiger moth“ sem þeir keyptu
nýlega.
„Ætla að gera hana
betri en nýja“
- segir Snæbjörn Erlendsson formaður Svifflugfélags
Akureyrar um kennsluvél sem hann er að gera upp
í „félagsheimili“ svifflug-
manna á Akureyri, syðst í röð
bygginga á Akureyrarflugvelli,
er Snæbjörn nokkur Erlends-
son trésmiður og formaður
Svifflugfélagsins að vinna að
endursmíði svifflugu sem
félagið á. Um er að ræða
tveggja sæta kennsluvél sem
keypt var til Akureyrar árið
1962 til að leysa aðra eldri og
þyngri af hólmi.
Vélin er þýsk, af gerðinni
Rhönlerche. Rhön er hérað í
Pýskalandi en lerche þýðir
lævirki á þarlendri tungu. Hjá
sömu verksmiðju hafa verið
smíðaðar vélar með nafninu
Rhönadler (Örn) og fleiri fugla-
nöfnum. Hjá félögum svifflugfé-
lagsins hefur vélin aldrei verið
kölluð annað en Lerkið, þó svo
að skrokkurinn sé úr stálrörum,
klæddur með léreftsdúk en væng-
irnir séu úr furu og klæddir lér-
eftsdúk.
„Petta er búið að vera alveg
ótrúlega mikið happatæki. Hún
er svo þæg og hrekklaus og það
er alveg ótrúlegt hvernig hún
hlýðir mönnum sem vita kannski
misvel hvað þeir eru að gera.
Hún er ekki viðkvæm fyrir smá
yfirsjónum svo sem slæmum
lendingum," segir Snæbjörn um
Lerkið.
Þetta korn þó ekki í veg fyrir
það að vélin stórskemmdist í
slæmu veðri í nóvember 1983.
Vélinni hafði þá um haustið verið
flogið í bæinn framan af Mel-
gerðismelum, þar sem svifflug-
menn hafa aðstöðu sína. Þann
12. nóvember var svo ætlunin að
draga vélina frameftir aftur, en
skömmu áður en átti að leggja af
stað, gerði vindhviða sér lítið fyr-
ir og þeytti vélinni hálfa leið upp
á þak félagsheimilisins. Par lá
hún á bakinu eins og afvelta
skepna, með vinstri vænginn
brotinn.
„Það var alveg ótrúlegt að sjá
hana takast allt í einu á loft og
upp á þakið,“ segir Víðir Gísla-
son sem varð vitni að atvikinu.
Vélinni hefur verið flogið í um
7.400 flug og flestir félagar Svif-
flugfélagsins hafa numið fluglist-
ina á gripinn. Vélin var helsta
kennsluvél félagsins í 21 ár eða
frá því að hún var keypt og þang-
að til óhappið varð. Það var ein-
mitt Snæbjörn sem flaug vélinni
framan af Melgerðismelum, í síð-
asta fluginu. Flugið var númer
1699 í röðinni hjá honum en það
er sama talan og númerið á flug-
skírteininu hans. Snæbjörn ætlar
sér að fara í fyrsta flugið eftir við-
gerð vélarinnar og tengja þannig
saman fyrra og síðara skeiðið í
flugsögu TF-SBE.
í Svifflugfélagi Akureyrar eru
nú um 50 félagar og segir Snæ-
björn þá gjarnan mega vera
fleiri. A veturna er félagsstarfið
einkum fólgið í viðgerðum og
viðhaldi á vélum félagsins sem nú
eru fimm talsins. Viðgerðin á
Svona lítur svifflugan hins vegar út í heilu lagi. Myndina tók Gylfl Magnús-
son á Melgerðismelum.
ar- og hliðarstýri. Að sögn kunn-
ugra er um algjöra „tannstöngla-
vinnu“ að ræða en Snæbjörn
segir: „Ég ætla helst að gera hana
betri en nýja.“
Aðspurður hvort hann ætli að
fljúga vélinni í sumar, segir
hann að til þess þurfi hann að
skrópa alveg í vinnunni eða
lengja sólarhringinn því í verkið
fari a.m.k. 1000 klukkustundir.
„Ætli ég reyni ekki að ljúka
þessu vorið 1989 og fljúga henni
þá um sumarið,“ segir hann.
Mynd: Árni Magnússon.
HHHHHHHHIHHHBHIi
TF-SBE hálf uppi á þaki félagsheimilisins 12. nóvember 1983.
Snæbjörn Erlendsson við vængbrotið.
„lerkinu" hófst í desember síð-
astliðnum, fjórum árum eftir
„slysið“. Mesta vinnan er fólgin í
því að skeyta saman aðal burðar-
bitann í vængnum en hann kurl-
aðist í sundur eins og myndirnar
sýna glögglega. Þarna er að sögn
kunnugra um mikið vandaverk
að ræða. Bitinn verður að halda
upphaflegum styrkleika sínum og
gæta verður þess að ekki komi á
hann neinn vindingur. Auk þessa
er talsverð vinna fólgin í að yfir-
fara alla aðra hluta svo sem hæð-
dregill alveg út á flugbraut“
- þegar Víðir Gíslason og Kristján Víkingsson
hafa lokið við að gera upp dýrgrip að nafni Tiger Moth
Innan um spegilgljáandi vél-
ar í hinu nýja flugskýli Vél-
flugfélags Akureyrar er ein
sem muna má fifíl sinn fegri.
Vélin er af gerðinni De Havil-
land Tiger Moth og hún er í
eigu þeirra Kristjáns Víkings-
sonar og Víðis Gíslasonar.
„Þetta er dýrgripur. Sjáðu
Iínurnar maður,“ segir Krist-
ján án þess að blikna, þar sem
hann heldur á rifnu og óásjá-
legu stéli vélarinnar. Kristján
hefur lengi verið veikur fyrir
þessum vélum og á meðal ann-
ar flugmódel af þessari gerð.
Styttra er síðan Víðir fékk dell-
una fyrir „Motharanum“.
í tímaritinu FLUGsagan þar
sem fjallað er um Tigermothana
segir að alls hafi þeir verið 7 tals-
ins sem til íandsins komu
skömmu eftir stríð. Vélarnar
voru keyptar frá Kanada þar sem
breski flugherinn notaði þær við
þjálfun flugmanna.
„Margir eiga um hana góðar
endurminningar og vildu nú
muna fífil hennar fegri, en því
miður voru menn ekki svo fram-
sýnir hér fyrrum. Enginn Tiger-
moth er nú til hérlendis iengur
utan einn sem enginn veit hver á
og enginn þorir að snerta við,“
segir í inngangi áðurnefndrar
greinar. Þetta eintak sem enginn
þorði að snerta við liggur nú í
pörtum í flugskýlinu nýja og bíð-
ur þess að þeir félagar taki til
hendinni.
TF-KBD var skrásett á íslandi
TF-KBD. Myndinu tók Snorri Snorrason árið 1945. I baksýn má meðal annars sjá Landspítalann.
„Sjáðu línurnar maður“ segir Kristján þar sem hann heldur á stélinu.
árið 1945 eins og flestar vélanna
sjö. Kaupandinn var flugskólinn
Cumulus sem Jóhannes Snorra-
son, Magnús Guðmundsson og
Smári Karlsson áttu og ráku. I
þeim skóla hófu margir af núver-
andi flugstjórum Flugleiða feril
sinn þannig að líklega er óhætt að
taka undir orðin hér á undan með
að margir eigi um vélina góðar
minningar.
„Upp úr 1960 var litið á þessar
vélar sem algjört drasl og það
hafði enginn maður áhuga á að
eiga þetta. Vélarnar voru notað-
ar hjá slökkviliðinu á Reykjavík-
urflugvelli til að æfa sig á og ég
veit til þess að þegar flugvöllur-
inn var stækkaður þá voru ein-
hverjar leifar þeirra notaðar í
uppfyllingu undir flugbrautir,“
segir Víðir og hugsar sjálfsagt
með hryllingi til þess ef farið
hefði eins fyrir þeirri einu sem
eftir er, TF-KBD.
Eftir að vélin var afskráð árið
1955 var hún geymd í Reykjavík
og síðan í skýli Svifflugfélags
íslands á Sandskeiði. Þaðan fór
hún svo aftur tii Reykjavíkur þar
sem inargir hafa falast eftir henni
nú á tímum söfnunaráráttu. Eig-
andinn hefur hins vegar ekki vilj-
að láta hana fyrr en hann lét und-
an þeim Kristjáni og Víði. Vélin
var jólagjöf þeirra félaga því þeir
greiddu hana á aðfangadag.
Verðið er leyndarmál.
„Það þarf að yfirfara hvert ein-
asta stykki í henni. Mótorinn er
alveg í tætlum og við ætlum ekki
að reyna að gera hann upp heldur
fá einn nýuppgerðan frá Bret-
landi,“ segir Víðir. Skrokkinn
segir hann hins vegar vera í all-
góðu ástandi. í honum er stál-
grind klædd með striga en í
vængjunum er grindin úr timbri.
Vélin er tvíþekja og eru vængirn-
ir stagaðir saman með stálvírum.
Hönnun þessi mun vera frá því
um 1931 cn vélin er smíðuð árið
1942.
Til þess m.a. að eiga auðveld-
ara með að nálgast varahluti í
gripinn hafa þeir Kristján og Víð-
ir gerst félagar í breskum klúbbi
áhugamanna um Moth-vélarnar.
Klúbburinn heldur árlega svo
kallaða „flugkomu" þar sem
menn hittast íklæddir föturn frá
þessum „gullárum", og spjalla
um þetta helsta áhugamál sitt. í
heiminum eru nú líklega um 800
eintök af vélinni, þar af um 250 í
flughæfu ástandi.
Aðspurður hvort ætlunin væri
að fljúga gripnum eða bara hafa
hann upp á punt segir Víðir að
svo sannarlega eigi að fljúga
honum. „Það er ekkert gaman að
þessu öðruvísi," segir hann.
Gera má ráð fyrir að 2000
klukkustundir fari í viðgerð á vél-
inni. Kannski er rétt að tala um
smíði á vélinni því taka þarf
hvert einasta stykki fyrir eins og
Víðir sagði. Stefnan hefur verið
sett á að ljúka verkinu árið 1992,
á fimmtíu ára afmæli vélarinnar.
„Það verður lagður rauður dregill
alveg út á flugbraut," segir
Kristján og horfir dreymandi
augum út í loftið, hugsandi um
það að svífa um loftin blá í þess-
ari glæsilegu vél, hlusta á vindinn
hvína í stálvírum vængjanna og
horfa með viðeigandi lítilsvirð-
ingu niður á nýlegar vélar sem
klæddar eru með venjulegum
álplötum og aka um á nefhjóli.
ET