Dagur - 03.03.1988, Page 6

Dagur - 03.03.1988, Page 6
6 - ÐAGUR— 3. mars 1988 Jörð í Eyjafirði Til sölu er bújörö I ca. 12 km fjarlægð frá Akureyri. Jörðin selst með vélum og bústofni. Laus 1 .-15. maí. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofunni. FASIHGNA& fj SKIPASALAlS&r NORÐURLANDS O Amaro-húsinu 2. hæð Sími 25566 Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri, Pétur Jósefsson, er á skrifstofunni virka daga kl. 14-18.30 Heimasími hans er 24485. Til sölu glæsilegt einbýlishús við Jörvabyggð. (búð 207 m2 með bílskúr 46,5 m2. Upplýsingar og teikning- ar á skrifstofunni hjá sölumanni. Fasteignatorgið Geislagötu 12, stmi 21967, heimasími sölumanns 24990. Rabbfundir L.F.K. í kjördæminu Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir rabbfundum í kjördæminu í samvinnu við konur á hverjum stað. Norðurland eystra Fundir verða sem hér segir: Akureyri. Fimmtud. 3. mars kl. 20.30 í Hafnarstræti 90. Húsavík. Laugard. 5. mars kl. 2 í Félagsheimilinu. Allar velkomnar. L.F.K. BARNASKÓLI AKUREYRAR Forfallakennsla Vegna forfalla vantar kennara eða leiðbeinendur til starfa næstu vikur eða til vors. Hálft eða heilt starf eftir samkomulagi og daglegur vinnutími einnig. Ef ekki rætist úr mun okkur tæplega takast að halda uppi fullu starfi með öllum nemendum og nauðsyn- leg stuðnings- og sérkennsla verður ekki framkvæmd. Við leitum að góðu fólki sem er reiðubúið til sam- starfs um uppeldi og menntun barna. Upplýsingar gefa skólastjóri Benedikt Sigurðarson og yfirkennari Birgir Sveinbjörnsson í símum 24172 og 24449. Afgreiðslumaður Afgreiðslumaður óskast á bensínstöð. Upplýsingar í síma 23636 og 24185. Okkur vantar starfsmann í hreinlætisdeild Sjafnar. Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri í síma 21165. Efnaverksmiðjan Sjöfn. Greinargerð um rafmagns- verð Landsvirkjunar „Undanfarið hafa á opinberum vettvangi komið fram ýmsar rangar og villandi fullyrðingar um rafmagnsverð Landsvirkjun- ar til almenningsrafveitna. Hefur einkum borið á því að látið sé að því liggja eða beinlínis staðhæft ranglega að hækkanir á sl. ári á rafmagnsverði í smásölu eigi fyrst og fremst rót sína að rekja til hækkana á heildsöluverði Lands- virkjunar og að verðhækkanir Landsvirkjunar séu gífurlegar miðað við hækkanir á verði ann- arrar opinberrar þjónustu. Jafn- framt hefur í umræðunni borið á þeirri skoðun að skortur á verð- jöfnun hjá Landsvirkjun sé ástæðan fyrir breytilegu smásölu- verði rafmagns milli landshluta. Hér er að sjálfsögðu um misskiln- ing að ræða því lögum samkvæmt selur Landsvirkjun rafmagn sam- kvæmt sömu gjaldskrá á öllum afhendingarstöðum í öllum landshlutum. Um þróun gjald- skrárverðsins er hins vegar rétt að eftirfarandi staðreyndir komi fram, sem tala sínu máli og leið- rétta þann ranga og villandi mál- flutning, sem getið er um hér að framan. Þróun rafmagnsverðs Landsvirkjunar 1984-1987 í samanburði við gjaldskrárhækkanir annarra opinberra fyrirtækja Af neðangreindri töflu má sjá að á árinu 1987 er gjaldskrárhækkun Landsvirkjunar alls 28,3%. Með- altalshækkun þeirra opinberu aðila, sem taflan tekur til er hins vegar 33,7% og mesta hækkunin 85,0%. Yfir tímabilið 1984-1987 er samansöfnuð hækkun Lands- virkjunar 57,6% samanborið við 209,7% hjá þeim aðila, sem á mestu hækkunina og við 88,4%, sem er meðaltalshækkunin á fyrr- nefndu árabili hjá hlutaðeigandi fyrirtækjum og stofnunum. Tímabil Samtals Fyrirtæki 1984-'86 1987 hækkun Hitav. Reykjav. 55,7 34,4 109,3 1) Póstur 50,0 20,5 80,8 1) Sími 10,0 20,5' 32,6 2) Afnotagj. RUV 67,4 85,0- 209,7 Rafm.v. Reykjav. 17,0 31,1 53,4 Rafm.v. ríkisins 27,5 40,0 78,5 Sementsv. ríkisins 68,9 9,8 85,5 Landsvirkjun 22,8 28,3 57,6 Meðaltalshækkun 39,9 33,7 88,4 1) Póst- og símagjöld hækkuðu til viðbótar um 20% 15. janúar 1988. 2) Afnotagjöld RÚV hækkuðu til viðbótar um 15% 1. janúar 1988. Rafmagnsverð og vísitala framfærslukostnaðar Þá er það athyglisvert að frá í febrúar 1984 til og með febrúar 1988 hefur liðurinn „rafmagn“ í vísitölu framfærslukostnaðar aðeins hækkað um 36%. Er hér um að ræða minnstu hækkun samanborið við aðra liði vísitöl- unnar, en vísitalan hækkaði alls um 135% á þessu tímabili. Jafn- framt hefur hlutur rafmagns í framfærslukostnaði lækkað á sama tíma úr 2,6% í 1,5% sbr. meðfylgjandi súlurit á mynd 1. Raunverðslækkun Meðalverð Landsvirkjunar lækk- aði að raungildi um 5,6% á árinu 1987 frá 1986 og um 31,0% á árunum 1984-1987 eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti á mynd 2. Rafhitun Gjaldskrárverð Landsvirkjunar miðað við 5300 klst. meðalnýt- ingartíma almenningsrafveitna var kr. 1,37 á kWst í árslok 1986, en kr. 1,76 á kWst í árslok 1987. Er hækkunin 28,3%. Á sama tíma hækkaði taxti RARIK vegna heimilisnotkunar, svo að samanburðardæmi sé tekið, úr kr. 4,73 á kWst í kr. 6,44 á kWst eða um 36,2%, óniðurgreiddur taxti RARIK vegna rafhitunar úr kr. 1,73 á kWst í kr. 2,42 á kWst eða um 39,9% og niðurgreiddur taxti RARIK vegna rafhitunar úr kr. 1,10 á kWst í kr. 1,79 á kWst eða um 62,7%. Af þessu sést að hiri tiltölulega mikla hækkun á hinum niður- greidda rafhitunartaxta RARIK á árinu 1987 á fyrst og fremst rót sína að rekja til þess að RARIK hefur hækað sína taxta mun meir en Landsvirkjun og þar að auki hefur RARIK hækkað rafhitun- artaxta sinn meir en taxta vegna almennrar notkunar. Ennfremur vegur það þungt í hækkun hins niðurgreidda rafhitunartaxta RARIK að niðurgreiðslur hafa lækkað að raungildi á árinu 1987, þar sem þær voru óbreyttar á því ári frá 1986 eða kr. 0,63 á kWst. Húshitun með olíu áætlast kosta í dag kr. 1,46 á kWst miðað við núverandi olíuverð, í saman- burði við kr. 1,79 á kWst í rafhit- un eins og að framan greinir. Hefði niðurgreiddur rafhitunar- taxti RARIK hins vegar ekki hækkað um meir en 28,3% á árinu 1987 eins og gjaldskrárverð Landsvirkjunar mundi rafhitun í dag kosta kr. 1,41 á kWst eða vera kr. 0,05 ódýrari en húshitun með olíu. Sem dæmi um marklítinn sam- anburð á hitunarkostnaði má taka frétt í Degi hinn 19. febrúar sl. um kostnað við húshitun á Hofsósi höfð eftir sveitarstjóra staðarins. Par er t.d. aðeins reiknað með breytilegum kostn- aði, en hvorki fastagjaldi í rafhit- un né föstum kostnaði af raf- magnsnotkun við olíukyndingu. Pá er ennfremur reiknað með mun meiri raforkunotkun og minni olíunotkun en venja er í svona reikningum. Hér á eftir er þetta sýnt nánar og notaðar sömu forsendur og iðnaðarráðuneytið hefur notað: Samanb. Venjul. Dags samanb. Stærð húsnæðis m 400 400 Raforkunotkun kWst/m 100-125 82 þús. kWst/ár 40-50 33 Rafm.kostnaður þús. kr./ár 60-77 59 Olíunotkun l/m 10,5 13,5 1/ár 4200 5400 Heildarkostn. þús.kr./ár 35-40 50 í þessum sérstaka samanburði ber þó að hafa í huga að í könnun, sem gerð var fyrir nokkrum árum kom í ljós að orkunotkun í rafhituðum húsum á Hofsósi var óvenju mikil eða um 15% yfir landsmeðaltali. Eins og hér hefur komið fram er rafhitunarverð RARIK kr. 1,79 á kWst að teknu tilliti til niðurgreiðslna. Hefði hinn niður- greiddi rafhitunartaxti RARIK ekki hækkað um 62,7% á árinu 1987, eins og raun varð á, heldur um aðeins 28,3% eins og gjald- skrárverð Landsvirkjunar muni áætlaður rafhitunarkostnaður 400 m’ húsnæðis á viðurkenndum samanburðargrundvelli lækka úr kr. 59.000 á ári í kr. 46.500 á ári og verða kr. 3.500 lægri en olíu- hitunarkostnaður í dag, sem áætlast kr. 50.000 á ári fyrir hús- næði af sömu stærð að meðtöld- um kostnaði vegna rafmagns og viðhalds. Niðurstaðan er því óvéfengj- anlega sú að raunverð Lands- virkjunar hefur lækkað verulega á undanförnum árum, sem hefur stuðlað að því að hlutur raf- magnsverðs í vísitölu framfærslu- kostnaðar hefur minnkað jafnt og þétt eða um 40% frá í febrúar 1984. Þetta skiptir meginmáli í allri umræðu um rafmagnsverð- ið.“ (Fréttatilkynning frá Landsvirkjun.) Meðalverð til almenningsrafveitna Raungildi sem hlutfall af meöalveröi 1984 miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1984 1985 1986 1987

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.