Dagur - 03.03.1988, Page 11

Dagur - 03.03.1988, Page 11
3. mars 1988 — DAGUR— 11 Meðferð, skóli, vinna - markmið Krýsuvíkursamtakanna í hnotskum Húsnæði Krýsuvíkurskóla var búið að vera vandræðamál í kerfínu mjög lengi. Uppruna- lega var skólinn ætlaður sem heimavistarskóli fyrir börn, sem af ýmsum félagslegum ástæðum gætu ekki nýtt sér það skólakerfí sem væri fyrir hendi í þeirra heimabyggðum. Skólinn átti að vera rekinn í samvinnu við sveitarfélögin á Suðurnesjum. Hins vegar stóð- ust ekki kostnaðaráætlanir og ekki voru allir sammála um staðsetningu byggingarinnar. Byggingarframkvæmdum var því hætt í miðjum klíðum og stóð byggingin auð í nokkur ár. Þá var það sem Krýsuvíkur- samtökin komu inn í myndina. Þau ræddu við nefnd, sem skipuð hafði verið af yfirvöldum til að ákveða hvað ætti að gera við Krýsuvíkurskóla. Húsnæðið var augiýst til sölu og samtökin gerðu tilboð í það. Nefndin lagði til að Krýsuvíkursamtökunum yrði selt húsið og fljótlega náðist sam- komulag við menntamálaráðu- neytið og sveitarstjórnir á Suður- nesjum um kaup á húsinu. Það var síðan Sverrir Hermannsson þáverandi menntamálaráðherra sem afhenti samtökunum afsal fyrir húsinu árið 1986 og greiddu Krýsuvíkursamtökin 7,2 milljón- ir fyrir það. Húsið var þá í mikilli niður- níðslu, allar rúður brotnar og búið að stela öllum ofnum úr byggingunni. Þar að auki var búið að ræna öllum sólbekkjum úr giuggunum. Pað voru svo sannarlega ekki unglingar sem stóðu að þessum þjófnaði og ótrúlegt að fullorðnir menn skuli leggjast svona lágt. En samtökin tóku til óspilltra málanna og allt síðasta ár var unnið að endurbót- um á húsinu. Það var allt glerjað upp á nýtt, máiað bæði að utan og innan og þar að auki þurfti að leggja í dýra framkvæmd að gera við þak byggingarinnar. Nemendur bæði á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri Nú er einnig búið að innrétta kapellu í Krýsuvíkurskóla og séra Sigurður Guðmundsson sett- ur biskup vígði hana 19. desem- ber síðastliðinn. Kristin lífsvið- horf eru mikilvægur þáttur í starfsemi samtakanna og er lagt mikið upp úr því að einstaklingar notfæri sér mátt bænarinnar. Hugmyndir Krýsuvíkursam- takanna um skólann er að hann verði heimavistarskóli fyrir vímu- efnaneytendur á aldrinum 14-20 ára. Þannig er ljóst að þeir nemendur sem koma til með að stunda nám í skólanum verða bæði á grunnskólaaldri og fram- haldsskólaaldri. Af þeim sökum m.a. telja samtökin eðlilegt að Krýsuvíkurskóli verði rekinn sem einkaskóli. Gert er ráð fyrir því að há- marksfjöldi nemenda hverju sinni verði 18. Dvalartími hvers nemanda er hugsaður 1 skólaár hið minnsta og gæti farið upp í 2 skólaár. Gert er ráð fyrir 9 mán- aða skóla. Krýsuvíkursamtökin telja nauðsynlegt að gera ráð fyrir 10 kennslustundum að jafnaði á hvern nemanda eða samtals 180 kennslustundum á viku. Það samsvarar því að ráða þurfi 6 kennara til skólans, auk skóla- stjóra. Skólinn mun hafa sam- starf við aðrar menntastofnanir, eftir því sem þörf krefur í hverju einstöku tilviki. Hér er um að ræða stofnanir eins og skóla Unglingaheimilis ríkisins, Dal- brautarskóla, og ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu fræðsluskrif- stofanna, og jafnframt fram- haldsskóla í Reykjanesumdæmi og í Reykjavík. En hverjir eru þeir unglingar sem þurfa á slíkri aðstoð að halda og er þetta stór hópur? Krýsuvík- ursamtökin telja að það sé þó nokkur hópur og mun stærri en flestir geri sér grein fyrir. Þar vísa þeir í könnun Einars Gylfa Jóns- sonar sálfræðings, og núverandi forstöðumanns Unglingaheimilis ríkisins, sem hann gerði árið 1986 fyrir unglingadeild Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar. Einar náði sambandi við 86 ein- staklinga og niðurstöður könnun- arinnar voru birtar í maí árið 1987. Ofögur mynd í skýrslu Félagsmálastofnunar Þessi könnun dregur upp ófagra mynd af fjölskylduaðstæðum þeirra unglinga sem eiga eða hafa átt við vímuefnavanda að etja. Meirihluti þeirra hefur ekki alist upp með báðum kynforeldrum, aðeins brot af þeim sem verst eru staddir búa í heimahúsum, yfir- gnæfandi meirihluti þeirra á for- eldra sem teljast eiga við vanda- mál að etja, þar sem upplýsingar fengust um vandamál systkina virtust þau vera fjölbreytileg, einkum vekur athygli að 63,3% einstaklinganna eiga systkini, sem einnig teljast eiga við áfeng- is- og/eða vímuefnavanda að etja. Mikil vandamál virðast vera í samskiptum fjölskyldnanna og skal sérstaklega bent á að tæpur helmingur unglinganna er talinn búa við vanrækslu heima fyrir og tæpur fjórðungur býr við ofbeldi. Tæpir % heildarhópsins eru taldir vera í slæmum eða engum tengsl- um við fjölskyldur sínar. í könnuninni kemur einnig fram að meirihluti unglinganna, sem könnunin náði til, hætti áður en skyldunámi lauk. Rúmlega helm- ingur þeirra sem ekki luku skyldunámi hætti í 8. bekk. í ljós kemur einnig að 81,9% hópsins eiga við námserfiðleika að etja, tæpir % eru sagðir eiga í félags- legum erfiðleikum í skóla og rúmur helmingur er sagður eiga í hegðunarerfiðleikum. Það eru þrír þættir í markmið- um Krýsuvíkursamtakanna sem skera þau frá öðrum meðferðar- samtökum; þessir þættir eru meðferð, skóli og vinna. Burðar- ásinn í þessu er skólastarfið og er stefnan að einstaklingar ljúki grunnskólaprófi. Ekki er stefnan hjá samtökunum að sjá sjálf um fyrstu meðferð eða afeitrun ein- staklinga. Það væri of dýrt og sjúkrahúsin eru vel í stakk búin að sjá um þann þátt. Krýsuvík- ursamtökin myndu síðan taka við þessum unglingum eftir þessa afeitrun, en það er fyrst þá sem hin raunverulega meðferð sam- takanna getur hafist. Einstaklingurinn ber ábyrgð á sjálfum sér Meðferð í Krýsuvík verður byggð á þeirri trú að skjólstæð- ingarnir geti lifað án vímuefna og lært að njóta hæfileika sinna; að þeir geti tekið ábyrgð á sjálfum sér, vaxið og þroskast og myndað starfhæf tengsl við uniheiminn. Hlutverk meðferðarinnar verður að hjálpa skjólstæðingun- um að ná tveim langtímamark- miðum: a) Að lifa án vímuefna og b) að bæta líf sitt. Þetta spannar að sjálfsögðu alla ævi einstaklingsins, og meðferðin verður aldrei annað en upphaf þess sem vonandi verður stöðug viðleitni til að lifa vímuefnalausu og hamingjusömu lífi. Þó er hægt í meðferðinni að meta nokkra áfanga á þessari leið. Ef eftirfar- andi skammtímamarkmiðum er náð, bendir það til nokkurs ár- angurs á leiðinni að langtíma- markmiðunum. Fyrsta markmiðið er að hjálpa skjólstæðingnum til að viður- kenna sjúkdóm sinn og einkenni hans. Afneitun er óaðskiljanleg- ur hluti sjúkdómsins ásamt öðr- um varnaraðferðum, sem gera sjúklingnum ókleift að sjá raun- verulega stöðu sína og afleiðing- ar hennar. Fyrstu aðgerðir verða að beinast að því að hjálpa skjól- stæðingnum að sjá vímufíkn sína í réttu ljósi og að skoða hver áhrif hún hefur haft á persónu- leika sinn. Þetta verður gert með ýmiss konar fræðslu og við- talstækni. Viðurkenning á vandamálinu er fyrsta skrefið, en hún er ekki nóg, síðan þarf að finna hvöt til að gera fleira. Næsta markmið er að hjálpa skjólstæðingunum til að skilja að þeir þarfnist hjálpar og síðan að gera sér grein fyrir því að þeir geti náð bata. Þeir þurfa að skilja og sætta sig við að þeir gangi með ólæknandi sjúkflóm, en í stað þess að berj- ast stöðugt gegn þessari stað- reynd geti þeir valið að lifa með sjúkdómnum á jákvæðan hátt. Samstaða með öðrum sem eins er ástatt fyrir og eru á sömu leið er einnig lykilatriði. Þriðja markmiðið er að hjálpa skjólstæðingnum til að sjá hvað það er sem hver og einn þarf að breyta hjá sjálfum sér til að geta lifað með vandanum á jákvæðan hátt. Skjólstæðingnum er með ýmsum aðferðum hjálpað til að skoða tilfinningar sínar, afstöðu, gildismat, hegðun og tilfinninga- sambönd, og til að ákveða hvern- ig hver einstakur af þessum þátt- um er þeim hættulegur, að því leyti að þeir gætu truflað þá í að lifa vímuefnalausu lífi. Þess utan á þetta sjálfsmat að fela í sér mat á eiginleikum og hæfileikum sem hægt er að nýta sér á leiðinni til bata. Til að ná bata verða skjól- stæðingarnir að gera fleira en að skilja vanda sinn og meta hann. Fjórða markmiðið er að hjálpa þeim til að færa þennan skilning yfir í framkvæmdir; þ.e. að breyta lífsháttum sínum. Til þessa þarf rótfasta ákvörðun um að breyta til; að bæta neikvæða hegðun; að vera ábyrgir gerða sinna; að stefna að einlægni og heiðarleika; að bæta samskiptin við aðra; að taka á neikvæðum tiifinningum á jákvæðan hátt; að gera raunhæfar áætlanir og ákveða að framfylgja þeim. Við- leitni til að gera slíkar breytingar er mikilvæg, bæði í meðferðinni og í framtíðinni til að koma í veg fyrir föll. Einnig stuðlar hún að þroska einstaklingsins í víðasta skilningi þessa orðs. AP Fyrir framan skólahúsið. T.v. er Bragi Þórðarson staðarráðsmaður og Snorri Welding, starfsmaður Krýsuvíkur- samtakanna. Myndir; ap Snorri Welding bendir á gróðurhús þar sem framleitt verður grænmeti.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.