Dagur - 03.03.1988, Síða 15

Dagur - 03.03.1988, Síða 15
3: mars 1988 - ÐAGUR -15 íþróttir Handbolti 1. deild: Allt gekk upp hjá FH gegn KA - sigruði með 9 marka mun, 31:22 KA-liðið varð að lúta í lægra haldi fyrir sterkum FH-ingum í Hafnarfírði í gær. Markatalan segir ekki alla söguna um leik- inn því framan af stóðu KA- strákarnir vel í Hafnfírðingun- um. LJndir lok leiksins gekk hinsvegar allt upp hjá FH en ekkert hjá KA. Lokastaðan var því 9 marka sigur FH 31:22. FH byrjaði leikinn á því að spila vörnina mjög framalega og tók það KA-liðið smá tíma að átta sig á þeirri leikaðferð. Á meðan komst FH í 4:1. En þá var komið að Erlingi Kristjánssyni og skoraði hann hvert markið á fæt- ur öðru og réðu þeir hvítklæddu ekkert við hann í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins hafði KA tekist að saxa á forskot FH og átti oftar en einu sinni mögu- leika á því að komast yfir. Á þessum tíma var KA vörnin mjög sterk og lokaði bæði á Þorgils á línunni og Héðinn í sókninni. Hitan og þungan af því báru Friðjón sem tók Þorgils Óttar og Erlingur stoppaði Héðinn. KA náði að jafna 14:14 á mjög eftirminnilegan hátt eftir að leik- tíma lauk, með lúmsku skoti hins fagurklippta Eggerts Tryggva- sonar. FH liðið kom einbeitt inn á völlinn í seinni hálfleik og skor- aði falleg mörk. Á sama tíma fór að ganga illa hjá KA-liðinu og á tímabili voru m.a. þrír KA menn reknir af velli á sama tíma. Undir lok leiksins gekk síðan allt upp hjá FH og skoruðu þeir mörk í öllum regnbogans litum. Á sama tíma gengu stangirnar og slárnar Körfubolti 1. deild: Toppslagur á Egilsstöðum - Tindastóll sækir UIA heim á laugardag Tindastóll og UÍA mætast á laugardag í 1. deildinni í körfu- bolta og fer leikur liðanna fram í íþróttahúsinu á Egils- stöðum og hefst kl. 14. Leik þessum hefur tvívegis verið frestað en allt er þegar þrennt er. Staðan í 1. deildinni er nú orð- in enn meira spennandi, því ÍS hefur einnig blandað sér af alvöru í toppslaginn. Tindastóll og UÍA eru efst og jöfn, með 20 stig að loknum 11 umferðum en ÍS er skammt undan með 18 stig að loknum jafnmörgum leikjum. ÍS vann bæði UÍA og Tindastól fyrir skömmu og komst með því af alvöru í toppbaráttu. Öll eiga þessi lið þrjá leiki eftir. UÍA og Tindastóll eiga eftir að mætast tvívegis og auk þess á Tindastóll eftir að leika gegn Reyni en UÍA gegn HSK. ÍS á hins vegar mun auðveldari leiki eftir en liðið á eftir að mæta HSK, ÍA og UMFS. Það er því mikilvægt fyrir Stólana að hefja lokabaráttuna fyrir sæti í úrvals- deild, á því að vinna UÍA á laug- ardag. íslandsmótið í kraftlyftingum á laugardag: Akureyríngar mæta með fjölmennt lið - Víkingur mættur í slaginn á ný íslandsmótið í kraftlyftingum fer fram í Garðaskóla í Garða- bæ á laugardaginn og hefst kl. 13. Þarna munu flestir bestu kraftlyftingamcnn landsins keppa og má því búast við skemmtilegu móti. Keppendur Handbolti 3. deild: Þar kom að því að Völsungar leika - mæta ÍH á Húsavík á laugardag Það verður örugglega mikil hátíð á Húsavík á laugardag en þá mun handknattleikslið Völsungs leika sinn fyrsta leik í 3. deildinni á þessu ári. Völs- Fimleikar: Dómara- námskeið Um helgina gengst Fimleika- samband íslands fyrir dómara- námskeiði á Akureyri, í ól- ympískum áhaldafímleikum. Námskeiðið sem hefst á morg- un föstudag og stendur fram á sunnudag, veitir þeim er þátt taka landsdómararéttindi í þess- um greinum fimleika. Leiðbein- endur á námskeiðinu verða Ásta ísberg og Áslaug Óskarsdóttir en þær hafa báðar alþjóðleg dóm- araréttindi. ungar hafa ekkert leikið frá því um miðjan desember og fínnst mönnum því kominn tími til þess að fara að leika á ný. Andstæðingur Völsungs að þessu sinni er ÍH úr Hafnarfirði og hefst leikur liðanna sem fram fer í íþróttahöllinni kl. 14. Völs- ungar hafa aðeins leikið 7 leiki í deildinni og eiga því aðra 7 leiki eftir. Liðinu hefur ekki gengið neitt sérlega vel og aðeins hlotið 4 stig. ÍH er í næst efsta sæti deildarinnar með 17 stig að lokn- um 11 leikjum og á því góða möguleika á að tryggja sér sæti í 2. deild að ári. Völsungar hafa aðeins unnið tvo leiki og var annar þeirra ein- mitt gegn ÍH í fyrri umferðinni og ætla Hafnfirðingarnir sér örugglega að hefna ófaranna. Völsungar verða engin lömb að leika við á laugardaginn enda er leikmenn liðsins farið að hungra í að spila og verða sjálfsagt band- óðir. eru 31 og verður keppt í flokki karla, kvenna og unglinga. Akureyringar hafa jafnan ver- ið atkvæðamiklir á lyftingamót- um og þeir munu að sjálfsögðu fjölmenna suður á laugardag. Víkingur Traustason sem hafði lagt skóna á hilluna, hefur ákveð- ið að taka þá niðui aftur og kepp- ir á mótinu. Auk hans munu þeir Kári Elíson, Flosi Jónsson, Rún- ar Friðriksson, Kjartan Helgason og Kristján Falsson mæta til leiks. Torfi Ólafsson ætlar hins vegar ekki að keppa en verður liðsstjóri Akureyringanna. „Hjalti „Úrsus“ Árnason frá Reykjavík, hefur verið í miklu stuði á æfinguin að undanförnu og bíða menn spenntir eftir því hvað hann gerir á mótinu. Víkingur Traustason hefur tekið fram iyftingaskóna á ný og keppir á íslandsinótinu. í lið með FH-ingum og KA menn náðu varla að skora mark síðustu mínúturnar. Það er engin skömm að tapa á móti jafn sterku liði og FH á heimavelli. Liðið er mjög jafnt og flestir leikmenn liðsins geta skorað mörk. Þeirra besti maður í þessum leik var Óskar Ármannsson en einnig var Þor- gils Óttar drjúgur á línunni. Bestur KA manna var Erlingur Kristjánsson og átti hann stórleik í fyrri hálfleik. í seinni hálfleik hafði FH sérstakar gætur á hon- um og ekki tókst öðrum leik- mönnum liðsins að taka upp hanskann fyrir hann í marka- skoruninni. Erlingur Kristjánsson iék mjög vel með KA í gærkvöld og þá sérstak- lega í fyrri hálfleik. Hann skoraði alls 11 mörk í leiknum. Mörk KA : Erfingur Kristjánsson 11/4, Axel Björnsson 3, Eggert Tryggvason 2, Pétur Bjarnason 2, Friðjón Jónsson 2, Guðmund- ur Guðmundsson 2. Mörk FH: Óskar Ármannsson 7/ 3, Þorgils Óttar Mathiesen 6, Guðjón Árnason 6/3, Héðinn Gilsson 6, Gunnar Beinteinsson 4, Einar Hjaltason 2. Dómarar voru þeir Sigurður Baldursson og Björn Jóhannes- son og dæmdu þeir þokkalega. Þó voru dómar þeirra oftar en ekki hliðhollir heimamönnum. AP íþróttir fatiaðra: Hængsmótiö á laugardag Hængsmótiö, opid íþróttamót fyrir fatlaða verður haldið í Iþróttahöllinni á Akureyri á laugardaginn og hefst keppni kl. 9.00. Það er Lionsklúbbur- inn Hængur sem sér um fram- kvæmd mótsins í samvinnu við íþróttafélag fatlaðra á Akur- eyri. Keppendur á mótinu verða um 100 og koma þeir frá 8 félögum víðs vegar af landinu. Meðal keppenda verður Haukur Gunn- arsson úr Reykjavík en hann var valinn íþróttamaður ársins 1987 úr röðum fatlaðra. Keppt verður í boccía, borðtennis, lyftingum og bogfimi. Heiðursgestur mótsins verður enginn annar en hinn síkáti Ómar Ragnarsson og mun hann skemmta mótsgestum af sinni alkunnu snilld. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Gunnar skorar á Ólaf Búa Ekki tókst Bernharði Haraldssyni skólameistara VMA neitt sér- lega vel upp í getraunaleiknum um helgina. Hann steinlá fyrir Gunnari Jónssyni og er því úr leik. Gunnar var með 5 leiki rétta en Bernharð aðeins 2. Engu að síöur unnu lið þeirra beggja sæta sigra um helgina, þ.e. Derby og Wolves. Gunnar heldur því áfram í keppninni og hann hefur skorað á Ólaf Búa Gunnlaugs- son sem einnig starfar við VMA. Ólafur Búi er Leeds aðdáandi en hann hefur ekki fylgst mjög náið með ensku knattspyrnunni nú síðustu ár. Hann telur sig engu að síður geta lagt Gunnar að velli um næstu helgi. En það kemur í Ijós um helgina hvor hefur betur og þannig er spá þeirra: Gunnar: Óláfur Búi: Arsenal-Tottenham 1 Coventry-Chelsea x Derby-Charlton 1 Norwich-Man.United 2 Q.P.R.-Liverpool 2 Sheff.Wed.-Nott.Forest x Watford-Southampton 1 West Ham-Oxford 1 Wimbledon-Luton 2 Birmingham-Bradford x Stoke-Blackburn 1 W.B.A.-Middlesbro x Arsenal-Tottenham 1 Coventry-Chelsea 1 Derby-Charlton 1 Norwich-Man.United x Q.P.R.-Liverpool x Sheff.Wed.-Nott.Forest 2 Watford-Southampton x West Ham-Oxford 1 Wimbledon-Luton 1 Birmingham-Bradford 1 Stoke-Blackburn 2 W.B.A.-Middlesbro 2 Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fímmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.