Dagur - 15.03.1988, Síða 3

Dagur - 15.03.1988, Síða 3
15. mars 1988 - DAGUR - 3 Óskar Axelsson, Ásdís Jóhannesdóttir og Njörður Óskarsson með blómin og tilkynninguna uin ferðavinninginn frá Samvinnuferðum-Landsýn. Mynd: im Húsavík: Þriggja manna fjölskylda fékk Mallorcaferð á 30 krónur - frá Samvinnuferðum/Landsýn „Þetta er ákaflega gaman, ekkert okkar hefur farið í svona ferð áður en það eru mörg ár síðan við fórum að tala um að fara sumarið eftir að Njörður yrði fermdur,“ sagði Ásdís Jóhannesdóttir á föstudagskvöldið. Ásdís og fjölskylda hennar fengu þá óvænt Hildi Baldvinsdóttur, umboðsmann Samvinnuferða- Landsýnar á Húsavík í heim- sókn. Hildur færði fjölskyld- unni blómvönd og tilkynningu um að bókunarnúmer hennar hefði verið eitt af fimm númer- um sem dregin voru út 10. mars og því fengi fjölskyldan þriggja vikna Mallorcaferð fyrir 30 krónur. „Nú er ég viss um að Njörður rukkar mig um aðra fermingar- gjöf,“ sagði Ásdís. Hún og eigin- maður hennar, Óskar Axelsson voru búin að bjóða syni sínum, Nirði með sér til Mallorca í haust. Njörður á að fermast í vor og átti ferðin að vera fermingar- gjöfin frá foreldrunum. Hildur sagði að um 100 manns frá Húsavík hefðu þegar bókað ferðir með Samvinnuferðum á árinu. í tilefni af 10 ára afmæli ferðaskrifstofunnar var ákveðið að draga út tíu bókunarnúmer, fimm 10. mars og önnur fimm 10. maí. Allir þeir sem eru bókaðir á þessum númerum fá þá ferð sem þeir hafa pantað fyrir 10 krónur. Auk fjölskyldunnar á Húsavík fá nú eftirtaldir aðilar ferðir sínar á þessu ágæta verði: Tvær stúlkur úr Reykjavík, ferð til Rimini í þrjár vikur í ágúst. Tveir piltar frá Höfn í Hornafirði, ferð til Rhodos í tvær vikur í júlí-ágúst. Hjón úr Kópavogi, ferð til Rim- ini í þrjár vikur í ágúst-septem- ber og fimm manna fjölskylda frá Selfossi fær mánaðarferð í Sælu- hús í Hollandi í júní-júlí. IM Sláturhús KEA: Vinningstölur 12. mars. Heildarvinningsupphæð kr. 4.731.238.- 1. vinningur kr. 2.369.330,- Þar sem enginn fékk 1. vinning færist hann yfir á 1. vinning í næsta útdrætti. 2. vinningur kr. 709.280.- Skiptist á milli 220 vinningshafa kr. 3.224,- 3. vinningur kr. 1.652.628.- Skiptist á milli 6.718 vinningshafa sem fá 246 kr. hver. Tvöfaldur 1. vinningur laugardaginn 19. mars 1988 stefnir í 6-7 milljónir. Upplýsingasími 91-685111 Mikilvægt að bændur styðji við bakið á afurðastöðvunum í baráttu fyrir breytingu á reglum um greiðslu vaxta- og geymslugjalds Haustið 1987 var slátrað alls í sláturhúsum KEA 56.981 kind eða 50.528 dilkum og 6.453 fullorðnum kindum. Þetta er 2.367 kindum færra en haustið 1986, eða fækkun um 3,99%. Dilkum fækkaði um 1.477 og fullorðnum kindum um 890. Fjöldi slátraðra nautgripa á verðlagsárinu var 2.264 stk. Slátrun svína minnkaði en slátrun hrossa var svipuð og undanfarin ár. Innlagt kjötmagn hjá Slátur- húsi KEA var 703.325 kg af dilkakjöti og 91.911 kg kjöts af fullorðnu. Þetta er minnkun um 11,89% frá árinu áður. Meðal fallþungi dilka var 14,906 kg eða 0,252 minni en haustið áður. Segja má að kjötsalan hafi ver- ið góð allt árið. Birgðir nauta- kjöts minnkuðu verulega, og munar þar mest um að 158 tonn nautakjöts voru seld til loðdýra- fóðurs. Breyting sú sem fjármálaráðu- neytið ákvað í fyrra, á greiðslu vaxta- og geymslugjalds kemur sér mjög illa, en nú er gjald þetta greitt eftirá við sölu afurðanna þótt kostnaðurinn falli til jafn- harðan. „Óskiljanlegt er, hvernig ætlast er til að grundvöllur sé fyr- ir útborgun ársfjórðungslegra verðhækkana birgða, sem enn liggja óseldar,þegar ríkið hefur ekki innt þessi gjöld af hendi. Þá eindregnu kröfu verður að gera, að ríkið breyti þessu aftur í fyrra horf,“ segir í skýrslu kaupfélags- stjóra til félagsráðsfundar, og ennfremur að brýnt sé að bændur standi með afurðastöðvunum í baráttu fyrir sameiginlegum í haust er áætlað að lagt hafí verið slitlag á um 330 km af leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur eða um 76% leið- arinnar. í sumar verður sömu- leiðis lagt slitlag á nokkra vegakafla frá Húsavík og allt austur til Þórshafnar, hingað til hefur aðeins verið lagt slit- lag á smá vegakafla við Ásbyrgi í Kelduhverfl á þessu svæði. Á landinu öllu er áætl- að að leggja slitlag á 285 km, en á síðasta ári var lagt á 305 km. Samkvæmt uþplýsingum sem Dagur fékk hjá Hauki Jónssyni hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri á að leggja alls 49,8 kílómetra af nýrri klæðingu á Norðurlandi næsta sumar. í Ljósavatnsskarði verða lagðir 7,3 km, á Eyjafjarð- arbraut vestri frá Hvammi að hagsmunum. Til ullariðnaðar Sambandsins bárust alls 55.164 kg af ull á árinu 1987. Nánast er um óbreytt magn að ræða frá árinu 1986. ET Hrafnagili 8,2 km, á Eyjafjarð- arbraut eystri frá Leifsstöðum að Þórustöðum 3,1 km, á Aðaldals- vegi frá Syðra-Fjalli að norðaust- urvegi 5,3 km, á Kópaskeri 1 km, á norðausturvegi frá Hólsfjalla- vegi að Gilsbakkavegi 4,6 km, á norðausturvegi frá Brekku að Kópaskeri 1,5 km, á norðaustur- vegi frá Raufarhöfn að flugvelli 4,8 km, á norðausturvegi frá Hafralónsá að Þórshöfn 8 km og Mývatnsvegi frá Skógarhlíð að norðausturvegi 6 km. „Það á ekki að leggja slitlag í Öxnadalnum í ár. Þar á að fara að gera veg svo þar verður ekki lagt slitlag í okkar umdæmi fyrr en í fyrsta lagi 1989-1990. Nú á að byggja upp jafnt og þétt á 4-5 árum veginn í Öxnadalnum. Hins vegar á að leggja 12 km í Norður- árdal en það er ekki okkar umdæmi,“ sagði Haukur að lokum. VG Vegagerð: Bundið slitlag lagt á vega- kafla NA landi í sumar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.