Dagur - 15.03.1988, Side 4

Dagur - 15.03.1988, Side 4
4 - DAGUR - 15. mars 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI. 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. GæðasQóm í fram- leiðslu og þjónustu „Það er ekkert eitt sem getur verið trygging fyrir því að árangur náist í gæðamálum, allra síst einn maður. Stjórnandi getur verið mikilvægur í þá veru og það eru líka alveg örugglega til aðrar leiðir heldur en að setja einn mann í slíkt hlutverk. Meginatriðið er að stjórn- endur og einnig starfsmenn tileinki sér ákveðin við- horf í átt til gæða. Þá er átt við viðhorf um að vinna hlutina rétt og láta þá ekki fara til spillis. Ef þessi við- horf ríkja þá er kominn grundvöllur fyrir því að taka upp vinnubrögð til að þessi markmið náist. í veiðum og vinnslu eru fyrirtækin oft undirmönnuð í stjórnun, þannig að það er hreinlega of mikið lagt á þá menn sem eiga að stjórna öllum þessum hlutum. Gæðastjór- inn getur verið sá sem veltir hlassinu þegar meiri krafta vantar til þess að takast á við erfið viðfangs- efni.“ Þannig kemst Gunnar H. Guðmundsson, rekstr- arráðgjafi að orði í fréttabréfi Ríkismats sjávarafurða. Gunnar fjallar hér einmitt um atriði sem oft gleymist í íslenskum iðnaði og framleiðslu — en það er gæða- stjórnun. íslendingar eru þekktir fyrir að leggja áherslu á magn en gleyma gæðunum sem kemur mönnum í koll þegar fram líða stundir. Gunnar er formaður Gæðastjórnunarfélags íslands, sem var stofnað fyrir tæpum tveimur árum. Tilgangur- inn með stofnun félagsins, eins og kemur fram í frétta- bréfinu, er m.a. að auka og efla gæðastýringu og stjórnun á öllum sviðum þjóðlífsins. Óhætt er að segja að stofnendurnir hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur - markmiðið er háleitt en jafnframt tímabært. Gunnar nefnir að félagið takist á við stjórnunarverk- efni tengd gæðamálum enda verði gæðamál, tækni og aðferðir á sviði gæðamála sífellt mikilvægari í mark- aðssetningu, framleiðni og vöruþróun. Kjarninn í þessum fræðum, segir Gunnar, er að draga fram þau atriði í hverju starfi sem skipta máli varðandi gæðin og athuga hvort rétt sé að þeim staðið. „Gæðastjórnun er hægt að beita við hvaða starfsemi sem er, hvort sem um er að ræða fiskveiðar og vinnslu, rekstur flugfélags eða framleiðslufyrirtæki. Greint er hvaða atriði fram- leiðslunnar ráða gæðum vörunnar, settar eru kröfur og skilmálar og skilgreint með þeim hætti hvernig standa ber að verki. Nauðsynlegt er að þjálfa fólk og kenna því að vinna eftir þessum stöðlum og fyrirmælum, þannig að það sé meðvitað um hvenær hlutirnir eru rétt gerðir. Þá sýnir það frumkvæði til að laga það sem úrskeiðis kann að fara því það skilur til hvers verið er að framkvæma verkið. í þjónustu beinist athyglin að fólkinu, framkomu þess o.þ.h. í iðnaði beinist athyglin að verkþjálfun, gæðaeftirliti, stöðlum fyrir vöru og skil- greiningu á því hvað gengur og hvað ekki. “ Gunnar H. Guðmundsson og félagar hans í Gæða- stjórnunarfélagi íslands eru greinilega að vinna þarft verk. Ef íslendingar ætla sér að ná t.d. árangri á er- lendum mörkuðum er þeim nauðsynlegt að huga meir að gæðamálum. Því vonar Dagur að starfsemi umrædds félags verði aukinn gaumur gefinn á næst- unni. ÁÞ. bœndur & búfé i Af hverju svínabú? Grísir eru ungviði sem mikið þarf að sinna. Yoru rekin á fjall Svínarækt í heiminum má skipta í fjögur meginsvæði þó að auðvit- að sé hún mjög víða stunduð. Þetta er Norður- og Vestur-Evr- ópa, kornbelti N.-Ameríku, Kína og Brasilía. Svín eru talin vera u.þ.b. 800 milljónir þar af um 310 millj. í Kína. Víða eru svín ekki búfénaður til nytja af trúarlegum ástæðum þó svo að önnur skilyrði hamli ekki. Þar sem kornrækt er mikil er upplagt að vera með svín því korn er meginuppistaðan af fæðu þessara dýra. Hér á landi hafa svín verið frá upphafi, en á það benda t.d. mörg örnefni og á annan tug sveitabæja draga nöfn sín af svínum. Orðið sýr merkir gylta, samanber bæjarnöfnin Sýrnes og Sýrlækur. Gömlu íslensku svínin voru rekin á fjall og látin bjarga sér eins og annar búfénaður en í gömlum lögum má sjá að slíkt var seinna bannað þar sem talið var að svínin færu illa með landið. Nú er annar svínastofn í landinu sem kom um síðustu aldamót og er það blanda af dönskum og enskum svínum. Svín eru á margan hátt sérstak- ar skepnur. Lyktnæm eru þau og hafa víða verið notuð til þess að grafa upp sveppi, þá hefur þýska lögreglan gert tilraunir með svín við eiturlyfjaleit. Persónulegt bú Að Pálmholti í Reykjadal reka þau Kári Steingrímsson frá Hafn- arfirði og Sigríður Guðjónsdóttir frá Miðdalsgröf í Strandasýslu stærsta svínabú austan Vaðla- heiðar. Þau eru með 44 gyltur og 350-400 grísi í 620 m' aðstöðu. Gylturnar eru í sér álmu, en grís- irnir í stærra og nýrra húsnæði. Þau Kári og Sigríður bjuggu áður í Garðahreppi, sem þá hét, en fyrir 15 árum voru þau í leit að sumarbústaðalandi sem þróaðist í það að þau keyptu Pálmholt og var þar þá svínabú fyrir með 16 gyltum, kindum og hænsnum og ákváðu þau að slá til og halda áfram þessari tegund búskapar á jörðinni og ekki hægt að segja annað en að vel hafi gengið. Þau eru sammála um það að búskapur megi ekki vera of verk- smiðjulegur. Dýrin eru persónur sem þarf að hafa samband við og sinna svo vit sé í. Meiri tækni, svo sem sjálfgjöf og m.fl. væri auðvitað erfiðissparandi en það krefst mikils eftirlits með tækjum. í svínabúinu er venju- legur fóðurvagn og gefið með handafli. Fleiri skepnur hafa þau og stjórnar Sigríður fjárbúi upp á 50 kindur ekki síst fyrir félagsskap- inn og það að sjá árstíðirnar birt- ast með sauðburði og réttum. Hænsnabúið er líka einn hlekkur fyrirtækisins. Hvernig fer það allt fram? Gylturnar eignast grísi á öllum árstímum og segja má að það séu 2,2 got á ári. Þær eiga að meðal- tali 10-14 stykki en einstaka sinn- um verða smávægileg afföll. Hver grís vegur u.þ.b. 1,2 kg. Þeim er nauðsynlegt að fá móðurmjólkina fyrstu dagana eins og öðru ungviði og farist gylta frá grísunum nýfæddum er erfitt að láta þá lifa nema hægt sé að venja þá undir aðra gyltu nýgotna. Því fyrr sem hægt er að gefa þeim korn, því betra og vikugamlir fá þeir áhuga á því að borða. 5-6 vikna geta þeir sleppt móðurmjólk og er þá hægt að taka þá undan. Gylturnar ganga með í 114 daga en þegar grísirnir eru nýfæddir er hætta á að þær leggist á þá en í Pálmholti er því þannig komið fyrir að ekki þarf að vaka yfir þeim þegar þær eru að gjóta. Svínin eru félagar og grísirnir verða fljótt mannelskir. Þetta geta orðið ítæk gæludýr og eitt sinn ólu þau Kári og Sigríður upp grís með hvolpum og reynd- ist hann verða í frekara lagi. Skýrsluhald um innlegg og til- kostnað fer fram heima fyrir en er ekki sent suður í tölvu líkt og með skýrsluhald sauðfjár og mjólkurkúa en þó eru sumir sem hafa þann háttinn á. Fóðrið er mest kornvara en þó er heyskap- ur líka fyrir svínin því hafðir eru heimagerðir heykögglar og í þá blandað fiskimjöli og sykri. Þetta er helmingur af fóðri gyltanna í gefdstöðunni. Jafngott og betra en danskt Neysla svínakjöts hefur aukist hér á landi frá því sem áður var og hafa kjötvinnslur hér náð betri og betri árangri á því sviði, en enn mætti betur fara hvað varðar nýtingu þeirra afurða sem svínið hefur að bjóða. Danir hafa náð geysilegri tækni í allri nýtingu á svíninu en hér vantar enn nokk- uð á. Hjá Dönum er hausinn alveg nýttur svo og blóðið. Trýnið, eyru og hala flytja þeir til Kína. Þá hafa hjartalokur úr svínum verið notaðar til að græða í fólk. íslenskt svínakjöt er að bragð- gæðum talið vera jafngott og betra en danskt og reykt ísl. svínakjöt sómir sér vel á veislu- borðum. Tilraunir geta verið meiri Þau Kári og Sigríður segja að lítið hafi verið um kynbætur en síðustu tuttugu ár hefur verið reynt að bæta stofninn en ekki hefur fengist leyfi fyrir neinum innflutningi. Ekki er það gott því íslensk svín þarf að ala að meðal- tali 2 mánuðum lengur en t.d. dönsku svínin og þarf því neyt- andinn að borga meira fyrir kjötið. Danir og Norðmenn hafa fundið stofna sem sækja meira í kjöt þannig að fitulag er minna enda hafa neysluvenjur breyst í þá áttina að fitan er ekki eins eftirsótt. íslensk svín eru talin heldur feit og fengur væri í að geta bætt þetta atriði. Lengi hef- ur legið frammi umsókn frá svínabændum um að kynbæta stofninn og helsta vonin nú er flutningur frjóvgaðra eggja sem síðan yrðu grædd í gyltur. Víst er að fyrir áhugasama liggja mörg verkefni í íslenska svínastofnin- Sigríður í Pálmholti með einn sparigrísinn. TTTrr-r

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.