Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 15. mars 1988 Sólarlandaferðir eru vinsælar meðal íslendinga, og er það vel skiljanlegt með tiiliti til veðráttunnar á Fóni. Æ fleiri beina augunum til Grikklands sem ákjósanlegs áfangastaðar slíkrar ferðar. Það er engin tilviljun, því Grikkland hefur upp á flest það að bjóða, sem hægt er að hugsa sér í slíkri ferð. Þar er glampandi sólskin 10-13 stundir á dag frá maí fram í október og meðalhitinn er frá 25° upp í 33° þessa mánuði. Strandlífið er að sama skapi litskrúðugt og skemmtanalífið fjörugt. En það sem er e.t.v. mest heillandi við Grikkland eru allar þær fornminjar og iistaverk, sem þar er að finna og vitna um hvers mannskepnan var megnug fyrir þúsundum ára. Það er fróðlegt að skoða þessar merku minjar um menningu fornaldarinnar og mjög eftirminnilegt. Inn á milli og allt um kring má síðan flatmaga í sólinni á baðströndunum. Enn sem komið er mun það algengara að íslendingar, sem halda á þessar slóðir, dvelji á Rhodos, enda hafa eyjarnar löngum verið vinsælar til sumarleyfisdvalar. En Rho- dos er ekki eini áfangastaður íslensku ferðaskrifstofanna í Grikklandi. Annar staður, minna þekktur, er Voli- agmeni. Á síðustu árum hafa fjölmargir íslendingar lagt þangað leið sína á vegum Samvinnuferða/Landsýnar. Voliagmeni er tæplega 40 kílómetra sunnan við höfuð- borgina Aþenu. Þetta er til- tölulega lítill staður sem stendur við fallega vík. Þar er mikill fjöldi hótela og veitingastaða, enda er staður- inn byggður upp með það fyr- ir augum að taka á móti ferða- mönnum. Voliagmeni er því næsta líflaust yfir vetrartím- ann. Framan af voru Grikkir í miklum meirihluta þeirra sem eyddu sumarleyfinu í Voli- agmeni en á síðustu árum hafa erlendir ferðamenn van- ið þangað komur sínar í stór- auknum mæli. Voliagmeni er vel í sveit sett og því hentugt að fara þaðan í ýmsar áhugaverðar skoðunarferðir, lengri og styttri. Meðal styttri skoðun- arferða má nefna hálfsdags- ferð um miðborg Aþenu, þar sem m.a. er farið upp á Akro- pólishæð auk þess sem Seifs- hofið er skoðað svo og íþróttaleikvangurinn þar sem Ólympíuleikarnir voru endur- vaktir eftir 1500 ára hlé. Einn- ig má nefna kvöldferð upp í sveit, þar sem hlustað er á Það voru þó nokkrir íslendingar á ströndinni í Voliagmeni, þegar þessi mynd var tekin. Allir stunduðu sömu iðju, ef iðju skal kalla; nefnilega að baka sig í sólinni... Horft út á Saroníska flóann. Appolóliofið í Delfí. Mikil vinna hefur verið lögð í að endur- byggja hin sögufrægu mannvirki, sem víða er að finna í Grikklandi, svo sem sjá má á myndinni. Meginhluti hofsins er þó svo sannarlega kominn til ára sinna. Anddyrið á Hótel Ar nokkra hugmynd um A-flokki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.