Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 2
2 - ft'AöUR -17. mars 198Ö Aðalfundur Flugbjörgunarsveitin á Akureyri heldur aðalfund sinn í Galtalæk sunnudaginn 20. mars kl. 14.00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. V. Stjórnin. A J LETTIH | , r >>J Ismót I.D.L ískappreiðar sem frestað var um síðustu helgi, verða n.k. laugardag kl. 19.00 og hefjst kl. 14.00. Keppt verður í: Tölti unglinga. Tölti fulloröinna. 150 m skeiði. 200 m skeiði. 300 m skeiði. Skráningar frá síðustu viku gilda enn. Ef menn vilja bæta við skráningum er það hægt á fimmtu- dag og föstudag í Hestasporti. Skráningargjald kr. 200.- greiðist fyrir nýjar skráningar. Þetta er ungt og leikur sér . . . sem betur fer! Mynd tlv Launasjóður rithöfunda: mmm Nefndin. Fundur um hrossarækt verður haldinn á Hótel KEA föstudaginn 18. mars kl. 20.30. Framsögumenn: Þorkell Bjarnason og Kristinn Huga- son, hrossaræktarráðunautar. Myndasýning. Almennar umræður. Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga. Sjötíu rithöfundar hlutu starfslaun Lokið er úthlutun starfslauna úr Launasjóði rithöfunda fyrir árið 1988. í lögum og reglu- gerð sjóðsins segir að árstekj- um hans skuli varið til að greiða íslenskum rithöfundum starfslaun samsvarandi byrjun- arlaunum menntaskólakennara. Þessi laun eru nú kr. 56.382 á mánuði. Starfslaun eru veitt samkvæmt umsóknum. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun til þriggja |:|l Blartdaíp;||ii|í| í heildósum og hálfdósum. Perur í heildósum og hálfdósum. ★ Verðið hreint ótrúlegt ★ Athugið! Tilboðið stendur aðeins í dag fímmtudag og á morgun föstudag. Kjörbúð KI A Ránargötu 10 mánaða eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfs- launa. Tveggja mánaða starfs- laun má veita vegna verka sem birst hafa á næsta almanaksári á undan og þeim fylgir ekki kvöð um að gegna ekki fastlaunuðu starfi. Alls bárust stjórninni að þessu sinni umsóknir frá 163 höfundum og sóttu þeir um því sem næst 878 mánaðarlaun auk mánaðarlauna til ótiltekins tíma frá 3 þeirra. Fjárveiting til sjóðsins nam hins vegar 266 mánaðarlaunum, en það er 38 mánaðarlaunum færra en úthlutað var sl. ár. Starfslaun til sex mánaða hlutu að þessu sinni 18 rithöfundar, fjögurra mánaða laun hlutu 15 höfundar, þriggja mánaða laun hlutu 24 höfundar og tveggja mánaða laun hlutu 13 höfundar. Alls hefur því verið úthlutað starfslaunum til 70 rithöfunda. 6 mánaða starfslaun hlutu: Birgir Sigurðsson, Einar Bragi, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Fríða Á. Sigurðardótt- ir, Guðbergur Bergsson, Gyrðir Elíasson, ísak Harðarson, Pétur Gunnarsson, Sigurður A. Magn- ússon, Stefán Hörður Grímsson, Steinunn Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Gímsdóttir, Þorgeir Þor- geirsson, Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn Eldjárn. 4 mánaða starfslaun hlutu: Björn Th. Björnsson, Böðvar Guðmundsson, Guðmundur Steinsson, Jóhann Hjálmarsson, Kristján Jóhann Jónsson, Krist- ján Karlsson, Nína Björk Árna- dóttir, Ólafur Gunnarsson, Ólaf- ur Haukur Símonarson, Ómar Þ. Halldórsson, Sigfús Bjart- marsson, Sigfús Daðason, Sigur- jón B. Sigurðsson (Sjón), Svein- björn I. Baldvinsson og Þórunn Valdimarsdóttir. 3 mánaða starfslaun hlutu: Auður Haralds, Ásta Berglind Gunnarsdóttir, S. Birgir Engil- berts, Birgir Svan Símonarson, Einar Ólafsson, Erlingur E. Hall- dórsson, Geirlaugur Magnússon, Guðlaug Richter, Guðmundur Ólafsson, Ingibjörg Haraldsdótt- ir, Jón Óskar, Kristín Ómars- dóttir, Kristján Árnason, Krist- ján H. Kristjánsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Oddur Björnsson, Pjetur Hafstein Lárusson, Ragn- heiður Sigurðardóttir (Ragna), Rúnar Ármann Arthússon, Sig- rún Eldjárn, Stefán Jónsson, Steinar Sigurjónsson, Sveinbjörn Þorkelsson og Valdís Óskardótt- ir. 2 mánaða starfslaun hlutu: Árni Ibsen, Gísli Ágúst Gunn- laugsson, Guðmundur Páll Ólafs- son, Ingibjörg Sigurðardóttir, Játvarður Jökull Júlíusson, Jóhannes Óskarsson (Jóhamar), Kjartan Ólafsson, Magnea J. Matthíasdóttir, Magnús Þór Jónsson, Njörður P. Njarðvík, Stefán Snævarr, Steinunn Jóhannesdóttir, Trausti Einars- son. Sveitakeppni UMSE: Tvær umferðir eftir Einungis tveimur umferðum er nú ólokið í Sveitakeppni U.M.S.E. í bridds. Spilað er í tveimur riðlum og eru sjö sveitir í A-riðli en fimm í B- riðli. Staðan fyrir síðustu umferðirn- ar er þessi:. A-riðill: 1. A-sveit Umf. Skriðuhrepps: 91 stig 2. A-sveit Umf. Vorboðans: 89 stig 3. Umf. Svarfdæla: 81 stig 4. A-sveit Umf. Æskunnar: 80 stig 5. B-sveit Umf. Skriðuhrepps: 79 stig 6. A-sveit Umf. Dagsbrúnar: 76 stig 7. B-sveit Umf. Dagsbrúnar: 40 stig B-riðill: 1. C-sveit Umf. Dagsbrúnar: 72 stig 2. A-sveit Umf. Reynis: 51 stig 3. Umf. Öxndælir: 46 stig 4. B-sveit Umf. Æskunnar: 35 stig 5. B-sveit Umf. Vorboðans: 23 stig Næst síðustu umferð þarf að vera lokið fyrir 21. mars n.k. en síðasta umferðin fer fram í Hlíð- arbæ fimmtudaginn 24. mars.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.