Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - VI. 'mars 1988 Kennarar á skólabekk. Frá vinstri, Herdís Brynjólfsdóttir Laugabakka, Kristín Baldursdóttir Hvammstanga, Ing- unn Sigurðardóttir Sauðárkróki, Sigríður Guðjónsdóttir Sauðárkróki og Helena Pálsdóttir Blönduósi. Blönduós: Kennslugagnamiðstöð starfrækt í tengslum við Fræðsluskrifetofu Norðurlands vestra Á síðastliðnu hausti tók til starfa kennslugagnamiðstöð í húsnæði Fræðsluskrifstofunn- ar á Blönduósi, í gamla kvennaskólanum. Stofnunin er í tengslum við fræðsluskrifstof- una og forstöðumaður er Elín Einarsdóttir. Árið 1983 var flutt á Alþingi þingsályktunar- tillaga þess efnis að komið yrði á fót kennslugagnamiðstöðv- um í öllum fræðsluumdæmum, í tengslum við fræðsluskrifstof- urnar. Tillagan hlaut þó ekki afgreiðslu á Alþingi það árið en var endurflutt ári síðar og svo aftur 1985 en þá var sam- þykkt að fela ríkisstjórninni að kanna með hvaða hætti best yrði staðið að dreifingu kennslugagna. Niðurstöður könnunarinnar liggja nú fyrir og hefur menntamálaráðherra skipað nefnd til að vinna að uppbyggingu kennslugagna- miðstöðva, í tengslum við fræðsluskrifstofurnar. Að sögn Guðmundar Inga Leifssonar, fræðslustjóra í Norðurlands- kjördæmi vestra, var ákveðið að fara af stað, þrátt fyrir að engar sérstakar fjárveitingar væru til verkefnisins. Taldi hann að um svo mikið nauð- synjainál væri að ræða, fyrir skólana í umdæminu og fyrir kennarana að ekki yrði lengur beðið. Kennslugagnamiðstöðin á að koma öllu kjördæminu til góða og þar eru haldnir fundir þar sem kennarar úr kjördæminu koma saman til að samræma kennslu- aðferðir og leita nýjunga sem hafa komið fram á þessum vett- vangi. Kennslugagnamiðstöðinni er ætlað að styðja við bakið á skóla- söfnunum og vera leiðbeinandi við val og útvegun námsefnis. Þar verður vinnuaðstaða fyrir kennara sem vinna að sérverk- efnum og einnig geta þeir kynnt sér námsgögn og fengið þau lán- uð hjá kennslugagnamiðstöðinni. Blaðamaður Dags leit inn í kennslugagnamiðstöðina þegar þar stóð yfir fundur kennara 6 ára barna, víðs vegar úr kjör- dæminu. Starfsmenn fræðsluskrifstof- unnar, Elín Einarsdóttir, sér- kennari og Sigríður Sigurjóns- dóttir, sálfræðingur miðluðu ýmsum fróðleik til kennaranna. Elín sagði að síðastliðið ár hefði farið í að undirbúa opnun- ina og húsnæðið sem kennslu- gagnamiðstöðinni hefði verið val- ið væri mjög rúmgott og góð aðstaða þar til að vinna mikið starf. Elín sagði að stofnunin hefði verið kynnt á haustþingi kennara í Norðurlandskjördæmi vestra sem haldið var í sept. á sl. Sigríður Sigurjónsdóttir og Elín Einarsdóttir. hausti. Hún sagði að starfsemin væri fjórþætt. I fyrsta lagi yrðu þarna fræðslufundir og námskeið tyrir kennara. í öðru lagi yrðu haldnir samstarfsfundir til að tengja saman og samræma störf kennara í ákveðnum bekkjar- deildum. Þarna yrði starfræktur hugmyndabanki og dreifing á námsefni, bæði aðfengnu og eins á góðu efni sem kennarar hefðu sjálfir unnið heima í skólunum. Einnig yrðu útlán á námsgögn- um, bæði frá Námsgagnastofnun og eins á heimatilbúnu efni. Mikill munur er á aðstöðu kennara á Reykjavíkursvæðinu og úti á landsbyggðinni við að leita sér fræðslu og eins til að vinna saman og kynna sér hvers annars störf. I Reykjavík geta kennarar með lítilli fyrirhöfn far- ið inn í Námsgagnastofnun, þar sem þeir hafa aðgang að góðu fræðsluefni. Ef litið er á sama dæmi frá hin- um sjónarhólnum, þá verða kennarar frá Siglufirði að fara 150 km leið til að sækja sams konar fræðslu og fundi á Blöndu- ósi. Til að koma til móts við þá kennara, sem um lengstan veg þurfa að fara, til að sækja fundi í kennslugagnamiðstöðinni á Blönduósi, kvaðst Elín halda suma fundina á Hofsósi. Hún sagði að mjög misjafnt væri hvað hin ýmsu sveitarfélög legðu mik- ið af mörkum til að kosta ferðir kennaranna og iðulega sæktu kennarar fræðslufundina á eigin kostnað. Elín kvaðst stundum fá sér- menntaða kennara að sunnan til að mæta á fræðslufundina og væru ferðir þeirra þá alfarið kost- aðar af Kennaraháskóla íslands. Einn þeirra kennara sem sátu fundinn í kennslugagnamiðstöð- inni þegar blaðamaður Dags leit þar inn var Ingunn Sigurðardóttir sem kennir 6 ára börnum við Grunnskólan á Sauðárkróki. Hún kvaðst sækja fræðslufund- ina eins mikið og hún hefði tök á. Mjög gott væri að koma í kennslu- gagnamiðstöðina, til að afla sér fræðslu og upplýsinga. Hún sagði að Sauðárkróksbær greiddi kostnað af þessum ferðum hennar. Hitt væri svo annað mál að hún ætti ekki heimangengt nema því aðeins að aðrir kennar- ar bættu á sig vinnu vegna fjar- veru hennar. Hún sagði að 6 ára börn hefðu fræðsluskyldu en ekki skólaskyldu og námskrá fyrir þau væri ekki til. Vegna þess væri mjög mikil nauðsyn fyrir kennara, sem kenna 6 ára börnum, að fá aðstoð til að viða að sér nýju námsefni og að geta unnið saman að gerð kennslu- efnis. Ingunn sagði að mikill styrkur væri að því að geta leitað til kennslumiðstöðvarinnar en að sjálfsögðu nýttist hún best þeim sem næst henni byggju. Hún kvaðst vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra, sem unnu að stofnun kennslugagnamiðstöðv- arinnar. fli Aöalfundur Útflutningsráðs Mánudaginn 14. mars sl. var haldinn aðalfundur Útflutnings- ráðs íslands. Utanríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson, flutti ávarp og stýrði fundi. Formaður Útflutningsráðs, Magnús Gunn- arsson, flutti ávarp og Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri, gaf skýrslu um starfsemi ráðsins og reikninga áranna 1986 og 1987. A fundinum greindi utanríkis- ráðherra frá tilnefningu 7 manna í stjórn ráðsins, en á fundinum var 8. stjórnarmaður kosinn. í stjórn Útflutningsráðs til næstu tveggja ára eiga sæti: Tilnefndir af Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda: Magnús Gunnarsson, formaður, varamaður Sigurður Haraldsson. Tilnefndir af Félagi íslenskra iðn- rekenda: Ragnar S. Halldórsson, varaformaður, varamaður Þór- leifur Jónsson. Tilnefndir af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Friðrik Pálsson, varamaður Gylfi Þ. Magnússon. Tilnefndir af Sambandi ísl. samvinnufélaga: Jón Sigurðarson, varamaður Sigurður Markússon. Tilnefndir af Flugleiðum hf.: Sigurður Helgason, varamaður Sigfús Erlingsson. Tilnefndur af utan- ríkisráðherra: Valgeir Ársælsson, varamaður tilnefndur af sjávar- útvegsráðherra: Árni Kolbeins- son. Tilnefndur af viðskiptaráð- herra: Þórhallur Ásgeirsson, varamaður tilnefndur af iðnaðar- ráðherra: Árni Þ. Árnason. Kosnir á fundi: Haraldur Haralds- son, varamaður Ágúst Einars- son. Þjóðarflokkurinn: Ályktar um kjaramál Fundur haldinn í málefnanefnd Þjóðarflokksins 12. og 13. mars 1988 sendir frá sér svohljóðandi ályktun. „Þar sem ekki eru fyrirsjáan- legar neinar verðhækkanir er- lendis á afurðum okkar, teljum við lausn kjaramála alfarið felast í tilfærslu fjármuna innan þjóð- félagsins. Við styðjum heils hugar bar- áttu láglaunahópanna fyrir bætt- um kjörum. Við vekjum athygli á tvískinnungshætti þeim er fram kemur hjá verkalýðsforystunni, þar sem hún annars vegar semur um lágmarkslaun sem á engan hátt geta framfært einstaklingi í okkar þjóðfélagi, á sama tíma og framfærsluvísitala samþykkt af þeim sjálfum mælir framfærslu- kostnað einstaklings rúmar 60.000 krónur á mánuði. Við viljum enn fremur vekja sérstaka athygli fólks í kjarabar- áttu á þeirri staðreynd, að þar sem ekki eru horfur á auknum tekjum útflutningsgreina, eru miklar launahækkanir í krónum, bein ávísun á verðbólgu. Kjarabót láglaunafólks verður fyrst og fremst að felast í veru- legri lækkun á daglegum rekstr- arvörum og tilkostnaði heimil- anna. Þessu markmiði má ná með því að leiðrétta Iánskjaravísitöluna. Reikna til baka of mikla hækkun undanfarinna ára, og binda svo lánskjör við gjaldeyrisvog Seðla- bankans. Þessi aðgerð hefði tvennt í för með sér. í fyrsta lagi mundi þetta lækka fjármagnskostnað atvinnu- veganna, og um leið gera þeim kleift að þola lækkun þá sem nauðsynlegt er að framkvæma. I öðru lagi, mundi þetta virka sem veruleg kjarabót fyrir mik- inn þorra launafólks þar sem fjármagnskostnaður skulda þess yrði reiknaður af réttrí upphæð höfuðstóls. Þá bendum við á að fjármagns- austur í óarðbærar framkvæmdir eins og verslunar- og þjónustu- hallir kemur niður á öllum þjóð- félagsþegnum, fjármagni þessu væri betur varið til uppbyggingar og þróunar atvinnuveganna. Áð undanförnu hefur málefna- hópur á vegum Þjóðarflokksins verið að störfum. Við erum að skoða raunhæfar leiðir til betri lífskjara og streituminna samfé- lags. Við höfum þá trú. Að með samstilltu átaki, nógu margra, sem hafa raunverulegan vilja til þess að breyta ástandinu, þá sé það vel framkvæmanlegt." (Fréttatilkynning) 1 U| Vinsældalisti linfthv/lnii inn^K 1 n ■juuuyiujui n icii - vikuna 10/3-17/3 1988 Sæti Síðast Lag Flytjandi 1. (1) Donna Los Lobos 2. (3) Come on lets go 3. (2) Turn back the clock Johnny hates jazz 4. (6) Satillite Hooters 5. (5) Here I go again Whitesnake 6. (4) La bamba Los Lobos 7. 0) When your heart is weak Cock Robin 8. (7) Sign your name Terence Trent’Darby 9. (8) Always on my mind Pet shop boys 10. (10) China in your hand T’pau 11. (12) Father figure George Michael 12. (23) Heart of gold Johnny hates jazz 13. (11) Heaven is a place on earth Belinda Carlisle 14. (14) Just like Paradise David Lee Roth 15. (13) Wonderful life Black 16. ( ) Valentine T’pau 17. (15) Manstu Bubbi 18. (16) Horfðu á björtu hliðarnar Sverrir Stormsker 19. (18) Hungryeyes Eric Carmen 20. (20) Faith George Michael 21. (17) Cold sweat Sykurmolarnir 22. (19) Crazy nights Kizz 23. (24) Need you tonight INXS 24. (22) Time of my life Bill Medley/Jennifer Warnes 25. ( ) I get weak Listinn er valinn á fimmtudögum frá kl. 16-19, sími 27715. Listinn er leikinn á laugar- dögum frákl. 17.30-19.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.