Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 16
Háskólinn á Akureyri: Menntamálanefnd athugasemdir og mæltu meö sam- þykki frumvarpsins. Bandalag háskólamanna gerir þá kröfu aö tekin verði af öll tvímæli um að ekki sé verið að stofna til nýs „universitas" á íslandi, heldur öflugrar kennslu að loknu stúd- entsprófi í nánum tengslum við atvinnuvegi þjóðarinnar. Kenn- araháskóli íslands mælir með að Háskólanum á Akureyri verði ætlað vísindalegt hlutverk og það komi fram í lögunum. Að lokum kom það fram í framsögu Hall- dórs að Hið íslenska kennarafé- lag, Kennaraháskóli íslands og Háskóli íslands taka ekki beina afstöðu til þess hvort skólinn eigi að vera rannsóknarháskóli eða sérskóli á háskólastigi. Helstu breytingar sem mennta- málanefnd leggur til er að frá og með 1990 verði skólanefnd ein- göngu skipuð fólki innan veggja skólans. Menntamálaráðherra á að skipa forstöðumenn deilda til þriggja ára að fengnum tillögum rektors. Einnig skal ráðherra skipa skrifstofustjóra og bóka- vörö að fengnum tillögum háskólanefndar. Fyrri málsgrein 1. gr. laganna leggur nefndin til að hljóði þannig: „Háskólinn á Akureyri skal vera vísindaleg fræðslustofnun. Hann skal veita nemendum sínum menntun er geri þá hæfa til að sinna ýmsum störfum í atvinnulífinu og ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu eða stunda frekara háskólanám.“ Menntamálanefnd skipa Hall- dór Blöndal, Valgerður Sverris- dóttir, Elín Jóhannesdóttir, Sveinn G. Hálfdánarson, Guð- mundur Ágústsson og Danfríður Skarphéðinsdóttir. Þau tvö síð- astnefndu skrifuðu undir með fyrirvara. AP Húsavík: Fjárhags- áætlun samþykkt Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs var samþykkt á fundi Bæjarstjórn- ar Húsavíkur á þriðjudags- kvöld. Rekstrartekjur bæjar- ins eru áætlaðar tæplega 260 milljónir og rekstrarafgangur rúmlega 13,8 milljónir eða 8,07% af tekjum. Fyrirhugaðar heildarlántökur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja nema rúmlega 53 milljónum eða 20% af rekstrartekjum þeirra sem eru tæplega 266 milljónir. I fjár- hagsáætlun ársins 1987 var hlut- fall nýrra lána reiknað 13,55%. Bjarni Þór Einarsson bæjar- stjóri skýrði breytingar sem gerð- ar voru á fjárhagsáætluninni frá fyrri umræðu. Sagði hann áætlun- ina byggða á veikum forsendum, um marga óvissuþætti væri að ræða m.a. vegna breytinga á inn- heimtu bæjargjalda við stað- greiðslukerfi skatta. Frá fyrri umræðu hefur fram- lag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til bæjarsjóðs verið lækkað um rúmlega tvær milljónir. Gjöld vegna hreinlætismáía hafa verið hækkuð um 2.743 þúsund. Er þar aðallega um að ræða breyttar reglur um greiðslu söluskatts af eigin notkun á vélum tækjadeild- ar. Alls hækka rekstrargjöld um 3,7 milljónir frá fyrri umræðu en gjaldfærð fjárfesting lækkar um 9,5 milljónir. Munar þar mestu að hætt var við gatnagerðarfram- kvæmdir við Álfhól, Auðbrekku og Baughól. Framlag hitaveitu til bæjarsjóðs var hækkað um eina milljón. Miklar umræður urðu um fjár- hagsáætlunina og var þungt hljóð í bæjarfulltrúum í garð stjórn- valda. Katrín Eymundsdóttir forseti bæjarstjórnar sagði m.a. að erfitt væri að þurfa að sam- þykkja svona fjárhagsáætlun. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með sex atkæðum en þrír full- trúar G-listans sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. IM Minkur á Akureyri: Fóstrur: Uppsagnir dregnar til baka hjá hitaveitunni Veitustjórn Sauðárkróks hefur ákveðið að gera tilraun með vatnsrennslismæla hjá hitaveit- unni. Telur veitustjórnin full- víst að mikið heitt vatn fari til spillis í bænum og vill með þessu kanna neysluna. Að sögn Páls Pálssonar hita- veitustjóra verður á næstunni komið fyrir 10-20 mælum í hús- um í bænum, samkvæmt úrtaki. Páll sagði orkusóun mikla á Sauðárkróki eins og alls staðar þar sem hemlakerfi væri. Það hefði sýnt sig þar sem rennslis- mælum hafi verið komið upp og hemlakerfi voru fyrir, s.s. á Akureyri, Dalvík og í Mosfells- sveit. Á Dalvík hefði t.d. vatns- nýtingin batnað um 40%. Að- spurður hvort mælakerfið þýddi ekki hærri kyndingarkostnað sagði Páll að svo þyrfti ekki að vera. T.d. á Dalvík hefðu tekj- urnar orðið minni vegna þess að sparnaðurinn varð meiri en búist var við. -þá Með frosið silungs- seiði í kjaftinum „Á þriðjudaginn hringdi til okkar maður sem býr við Skarðshlíð og sagðist hafa séð mink í Gleránni. Við komum á staðinn og fundum aðeins slóð eftir mink,“ sagði Svanberg Þórðarson meindýraeyðir hjá Akureyrarbæ í samtali við Dag í gær eftir að hann og starfs- maður hans höfðu lagt að velli vænan mink. „Við náðum honum svo við Glerárbrúna en hann hafði ekki valdið neinum usla. Hann var við gömlu stífluna og þurftum við ekki að bíða lengi eftir að hann kæmi fram.“ Svanberg sagði ótrúlegt hversu vel hann hefur þolað kuldann. Þarna hafi minkurinn verið að usla í kaldri ánni, en úti var um 7 gráðu frost. Feldur dýrsins er greinilega vel smurður enda bar lyktin það með sér. Minkurinn var greinilega í ætisleit því í kjaftinum var hann með frosið silungsseiði. Aðspurður um hvaðan mink- urinn kæmi sagði Svanberg, að eftir slóðinni að dæma hefði hann komið úr fjörunni og farið upp með ánni. Hvort hann kæmi úr minkabúi væri ekki hægt að segja um. Nokkuð mun hafa verið hringt og tilkynnt um að sést hafi til minks, t.d. upp við Hamra. Ekki voru veiðimennirnir bún- ir að ákveða hvað yrði um hræið, en einhvers staðar mun vera hægt að fá greiðslu fyrir skottið. VG Síðasti þáttur spurningakeppni grunnskóla fór fram í Svæðisútvarpinu ■ gær. Þessir vösku piltar frá Siglufirði fóru með sigur af hólmi. Þeir heita Már Örlygsson, sem er til vinstri og Árni Þór Guðmundsson til hægri. Margrét Blöndal dagskrárgerðarmaður fylgist með. Mynd: gb Sjö fóstrur á dagvistum Akur- eyrarbæjar sem sögðu upp störfum í desember og janúar óskuðu eftir því í síðasta mán- uði að draga uppsagnir sínar til baka. Félagsmálaráð Akureyr- ar samþykkti beiðni þeirra á fundi 29. febrúar. Á fundi ráðsins 7. mars bættist áttunda fóstran í hópinn og var beiðni hennar samþykkt. Þá hef- ur félagsmálaráð samþykkt beiðni frá Magnúsi Tryggvasyni, umsjónarmanni leiguíbúða, þar sem hann óskar eftir því að draga uppsögn sína til baka. SS Svanberg Þórðarson með minkinn sem veginn var. í hægri hendi hefur Svan- berg frosna silungsseiðið sem minkurinn hafði í kjaftinum. Mynd: tlv Sauðárkrókur: Tilraun með rennslismæla skilar áliti Menntamálanefnd Alþingis lagði fram í efri deild Alþingis ■ gær ncfndarálit sitt við frum- varp til laga um Háskólann á Akureyri. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með einhverjum breytingum þó. Tveir nefndarmenn sam- þykkja það síðan með fyrir- vara. Halldór Blöndal mælti fyrir nefndarálitinu og rakti aðdrag- andann að stofnun skólans í framsöguræðu sinni. Þar næst fjallaði hann um umsagnir sem nefndinni bárust um frumvarpið. Akureyrarbær og Fjórðungssam- band Norðlendinga gerðu ekki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.