Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 9
17. mars 1988 - DAGUR - 9 Frá heimsókn stjórnarnefndar málefna fatlaðra að Bjargi. F.v.: Hafdís Hannesdóttir, félagsráðgjafi, Gréta Aðal- steinsdóttir, hjúkrunarforstjóri Reykjalundi, stjórnarformaður, Ingimar Sigurðsson, fulltrúi heilbrigðisráðuneytis, Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, Egill Olgeirsson, formaður svæðisstjórnar málefna fatlaðra á Nl. eystra, Bjarni Kristjánsson framkvæmdastjóri svæðisstjórnar og Helgi Seljan, fyrrv. alþingismaður, frá Öryrkjabandalagi íslands. S Eg er bjartsýnn á jmmtíö Sjálfobjargar - Snæbjöm Þórðarson, formaður Sjálfsbjargar á Akureyri tekinn tali Snæbjörn Þórðarson er for- maður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni. Snæbjörn hefur setið í stjórn Sjálfsbjargar í 5 ár, en jafn- framt því starfar hann sem deildarstjóri hjá Ako-plasti, sem er eitt af þeim fyrirtækjum sem Sjálfsbjörg rekur á Akur- eyri. Snæbjörn var um árabil virkur félagi í íþróttafélagi fatl- aðra, og hefur lagt íþróttum fatlaðra lið um langt skeið. Blaðamaður ræddi vítt og breitt við Snæbjörn um starf- semi Sjálfsbjargar og annað sem til þess félags heyrir. - Hvernig vildi það til að þú tókst sæti í stjórn Sjálfsbjargar og varðst síðan formaður félagsins á Akureyri? „Aðdragandi þess var, að ég hafði starfað í nokkur ár við íþróttafélag fatlaðra hér í bæ. Á sínum tíma kom uppstillingar- nefnd að máli við mig og þá var ég spurður að því hvort ég vildi taka sæti í stjórn Sjálfsbjargar. Ég svaraði þessari beiðni játandi, en varð hálf smeykur þegar ég komst að raun um að ætlunin var að gera mig að formanni félags- ins. Fyrsta árið mitt í stjórninni fór í að skoða málefni Sjálfs- bjargar og að setja mig inn í reksturinn þar sem ég var ekki mjög kunnugur þessu áður. Fyrrverandi formaður var Haf- liði Guðmundsson, en hann var þekktur hér í bæ fyrir störf sín að málefnum fatlaðra. Hafliði var orðinn sjúkur á þeim tíma sem ég tók sæti í stjórninni, og andaðist hann u.þ.b. ári eftir það.“ - Hver voru störf þín í þágu íþróttafélags fatlaðra? „Ég byrjaði sem venjulegur keppandi, en fór fljótlega í stjórn félagsins og var formaður þess um þriggja ára skeið eða svo. Ég keppti tvívegis á Ólympíuleikum fatlaðra, í fyrra skiptið í Hollandi árið 1980 og í síðara skiptið í New York 1984. Ég keppti í skriðsundi og bringusundi á þess- unt tíma, en því miður hefur dregið mikið úr sundiðkun minni vegna tímaleysis. t>ó hef ég alltaf fylgst eftir bestu getu með störf- um íþróttafélags fatlaðra, enda koma ýmis málefni félagsins inn á borð stjórnarformanns Sjálfs- bjargar.“ - Hafðir þú hugsað þér að beita þér fyrir einhverjum sér- stökum málefnum þegar þú tókst sæti í stjórn Sjálfsbjargar? „Það má segja, að ég hafi ekki haft nein stefnumarkandi mál í huga þegar ég tók við for- mennsku, enda gerðist það frek- ar óvænt. Ég hef margoft sagt á stjórnarfundum og víðar, að maður sem ekki hefur sérmennt- un á sviði rekstrar, eigi ekki að taka neinar meiri háttar ákvarð- anir á eigin spýtur, heldur verður hann að hafa náið samband við framkvæmdastjóra um slíkt. Hjá okkur er þetta þannig að fram- kvæmdastjórinn leggur ýmis mál fyrir stjórnina, sem síðan ræðir um þau og velur þær leiðir sem hentugastar eru hverju sinni.“ - Hvernig er eignaraðild Sjálfsbjargar háttað að Bjargi og fleiri rekstrareiningum á vegum félagsins? „Bjarg er sjálfseignarstofnun í eigu Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra. Innan hússins að Bugðu- síðu 1 eru þrjú fyrirtæki; Endur- hæfingarstöðin, Plastiðjan Bjarg verndaður vinnustaður, og síðast en ekki síst Vegg-boltinn, íþrótta- hús með fjórum veggboltasöl- um, sem tekið var í notkun laug- ardaginn 12. mars s.l. Fyrir utan þetta rekum við Ako-plast. Það má segja, að innan stjórn- ar Sjálfsbjargar og félagsins almennt hafi verið skiptar skoðanir um hvort rétt væri að fara út í svo umfangsmikinn rekstur. Kraftar stjórnarinnar fara að verulegum hluta í ákvarð- anatöku vegna stjórnarstarfa og annað sem þarf að sinna vegna fyrirtækjanna, ekki síst peninga- mál af ýmsu tagi. Ég álít að félagslífið hafi liðið nokkuð fyrir þetta. Upphaflega voru félagslíf og tómstundastarf aðaláhugamál félags fatlaðra en þetta hefur mikið breyst. Forverum mínum í þessu starfi fannst á sínum tíma að atvinnutækifæri fyrir fatlaða væru mjög af skornum skammti á Akureyri, og töldu þeir því eðli- legt að Sjálfsbjörg beitti sér fyrir stofnun fyrirtækis, sem hefði að markmiði að veita fötluðum atvinnu. Þetta var hugmyndin að bygg- ingu Plastiðjunnar Bjargs, sem tekin var í notkun haustið 1968 í húsi við Hvannavelli. Nokkru síðar, um 1970, var byggt við það hús viðbótarrými fyrir endurhæf- ingu. Fyrsta skóflustungan að húsinu við Bugðusíðu var tekin í ágúst 1976, en framkvæmdir hóf- ust ári seinna. Þegar Bjarg var tekið í notkun um 1979-80 gjör- breyttist öll aðstaða Sjálfsbjargar í bænum.“ - Ekki er hægt að segja annað en að gífurlegur vöxtur hafi verið í umsvifum Sjálfsbjargar, því ekki eru nema 30 ár liðin frá stofnun félagsins næsta haust. „Já, það er rétt. Sjálfsbjörg átti að vísu húseignina við Hvanna- velli skuldlitla. Á þessum árum voru líka í gildi svonefnd endur- hæfingarlög, en samkvæmt þeirn átti Erfðafjársjóður að leggja fram tvöfalt framlag á móti því fé sem Sjálfsbjörg tókst að safna. Helmingur framlagsins var óend- urkræfur en afgangurinn var lán til 15 ára. Á þessum árum voru menn kappsfullir að safna pen- ingum unt allt Norðurland, og sendu okkur mörg framlög. Við gátum síðan þrefaldað þetta fé í meðförunt. Endurhæfingarlögin voru felld niður um áramótin 1983-4, og í stað þeirra komu lög um málefni fatlaðra. Þá lokaðist þessi leið til þreföldunar framlaga, og eftir- leiðis verðum við að sækja allt opinbert fé í sérstakan sjóð, sent heitir Framkvæmdasjóður fatl- aðra. Framlag til Framkvæmda- sjóðs fatlaðra er á fjárlögum hvers árs, auk framlags úr Erfða- fjársjóði, og í fyrstunni var fram- lag á fjárlögum vísitölutryggt. Síðari árin hefur þó ekki verið staðið við vísitölutryggingar, og hefur þaö bitnað á sjóðnum vegna verðbólgu á sarna tíma.“ - Hver er skoðun þín á því fyrirkomulagi, sem upp var tekið með nýju lögunum? „Það er ekkert launungarmál að fyrst eftir lagabreytinguna stöðvuðust öll framlög til okkar. Áður fyrr voru ntenn svo dugleg- ir að safna fé til starfsins að við fengum mjög ríflega þau framlög sem okkur bar miðað við höfða- tölu. Innan vébanda Sjálfsbjarg- Snæbjörn Þórðarson við nýju plastprentvélina. Með honum er Sao Ku Wu, vélvirki frá verksmiðjunum á Taiwan. arfélagsins á Akureyri eru lang- mestu eignirnar á landsvísu, ef miðað er við eignir þeirra 14 Sjálfsbjargarfélaga sem starfandi eru á íslandi. Flest félögin eiga litlar eignir en félagið á Akureyri rekur og á nokkur fyrirtæki, og það er einsdæmi hér á landi hjá slíku félagi. Landssamband Sjálfsbjargarfélaganna á og rekur húsin við Hátún í Reykjavík, en Sjálfsbjörg í Reykjavík á ekki miklar eignir, að frátöldu félags- heimili. Þó eru þeir að fara út í atvinnurekstur á næstunni." - Af hverju varð starfsemi Sjálfsbjargar svona blómleg á Akureyri miðað við aöra staði á landinu? „Ég tel að það hafi gerst vegna einstaklinganna, sem stóðu að þessari uppbyggingu. Þeir voru geysilega áhugasantir og formað- urinn sem þá var, Heiörún Steingrímsdóttir, sent var í 14 ár í forsvari fyrir Sjálfsbjörg, lagði mikið af mörkum til þessarar þró- unar, ásamt öðrum sem sátu í stjórnunum. Sem dæmi urn þann stórhug sem ríkti á þessum árum er t.d. sú stóra lóð sem við höfum yfir að ráða hér við Bugðusíðu." - Hefur orðið viðhorísbreyt- ing til fatlaðra á þeim 30 árum sem liðin eru frá stofnun félagsins á Akureyri? „Já, og hún er mikil. Það er eitt af stefnuatriðum félagsins að fatlaðir fái vinnu við sitt hæfi, og ennfremur að aðgengi fatlaðra að opinberum byggingum og vinnu- stöðum sé samkvæmt lögum. Fatlaðir eiga að njóta sambæri- legra launakjara og aðrir lands- menn fyrir sömu vinnu, og reynsla flestra atvinnurekenda af fötl- uðu starfsfólki er mjög góð. Fatl- aðir eru flestir injög samvisku- samir í vinnu og reyna að standa sig vel því þeir vita hvers virði það er að hafa atvinnu. í dag er málum þannig háttað að flestallt fatlað fólk, sem hefur aðstöðu og getu til að vinna, fær vinnu viö sitt hæfi, sem belur fer. En ég verð að segja að einkafyrirtæki hafa e.t.v. staðið sig betur nteð tilliti til þess að ráða fatlaða starfsmenn en ríkisrekin fyrir- tæki.“ - Hvernig standa fyrirtækin að vígi í dag? „Það er mikill vaxtarbroddur í Ako-plasti, en Plastiðjan Bjarg er í föstum farvegi nteð sína frantleiðslu, og það er dýrt að breyta verksmiðjunni í þá veru að láta hana framleiöa aðrar gerðir af vörunt en hún gerir í dag. Plastiðjan er að sjálfsögðu í miklum tengslum við byggingar- iðnaðinn, og við fundum fyrir því þegar framkvæmdir duttu niður hér í bænum upp úr 1980. Við keyptum Ako-verksmiðj- una í júlí 1986, og höfunt rekið hana síðan. Mér líst mjög vel á framtíðina í þeint rekstri, og við erum vissir um að markaðurinn hérlendis er nægilega stór fyrir okkur þannig ,að við keyptum vélasamstæðu frá Taiwan, eina vél til að prenta á plast og þrjár pokavélar. Þessa dagana erum við að koma þessu í gang, og með því aö ráða sölumann að fyrir- tækinu ætlum við okkur að kom- ast inn á ntarkaðinn. Þarna munu vinna allt að tíu ntanns, en sem stendur vinna átta þarna. Með þessu viljum við auka atvinnu- tækifæri fyrir fatlaða á Akur- eyri." - Hver eru tengsl Sjálfsbjargar og Svæðisstjórnar málefna fatl- aðra?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.