Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 5
17. mars 1988 - DAGUR - 5 Ætlar Hagkaup að endur- greiða neytendum Kringluna? Gunnlaugur Juliusson: Ætlar Hagkaup að niðurgreiða kjúklinga fyrir neytendur? Peirri spurningu er varpað fram æ ofan í æ upp á síðkastið hvort ekki væri ódýrast fyrir neytendur að flytja egg og kjúklinga til landsins og leggja alla fram- leiðslu innanlands niður sökum óhagkvæmni. í þessari umræðu hefur verið velt upp ýmsum tölum þegar menn vilja sanna mál sitt, eða auka gildi þess sem sett er fram. Nú síðast lætur forstjóri Hag- kaups, Jón Ásbergsson, taka við sig viðtal í DV þann 29. febrúar þar sem hann fullyrðir að matar- reikning neytenda megi lækka um rúman milljarð króna ef inn- flutningur á kjúklingum og eggj- um verði gefinn frjáls. f>ar af vegi kjúklingar 3/4 eða um 750 millj- ónir og hefur margan munað um minna. Þetta er svo ítrekgð af blaðamanni DV í blaðinu í dag (8.3.) þar sem reiknað er áfram og farið að reikna áhrif þessa innflutnings inn í framfærsluvísi- töluna. Það er oft þannig og eru til um það fræg dæmi að með því að endurtaka hlutina nægjanlega oft, þá verða þeir smám saman að staðreyndum í huga fólks, óháð því hversu mikið rugl þeir annars eru í upphafi. Þessi umræða um verðlagningu á innfluttum kjúklingum er að verða dæmi um slíka hluti. Mér sýnist að sé þetta dæmi reiknað í fullu samræmi við raunveruleik- ann þá sé hér á ferðinni tilraun Hagkaupsmanna til að laga samviskuna og endurgreiða í matarbuddu alinennings hluta af því fé sem neytendur hafa greitt fyrir fjárfestingu í Kringlunni. Framleiðslukostnaður í Danmörku í DV þann 17.2. sl. var lagður fram útreikningur Neytenda- samtakanna á kostnaði við fram- leiðslu á kjúklingum í Dan- mörku, sem byggðist á skýrslu frá danska landbúnaðarráðuneytinu og „Landsudvalget for fjerkræ“. Þar kemur fram eftirfarandi: Framleiðslukostnaður í Dan- mörku pr. kg kjúklings er kr. 62,00. Sláturkostnaður í Danmörku pr. kg kjúklings er kr. 49,50, samtals kr. 111,50. Þetta eru tölur sem NS hafa fengið frá virtum aðilum í Dan- mörku, og sé ég ekki ástæðu til að rengja þær, þrátt fyrir að af hverju kílói er bóndanum ein- ungis ætluð ein króna í laun og launatengd gjöld. Kjúklingar í Danmörku eru ódýrir, enda skipulagning á kyn- bótum, útungun eggja, fram- leiðslu og slátrun fugla mjög góð þar í landi og á við það sem gerist best. Því er þessi verðlagning hæf til viðmiðunar sem lágt verð. Flutningur yflr hafíð Samkvæmt upplýsingum frá Eim- skipafélagi íslands þá myndi flutningur á um 2500 tonnum af kjúklingum á ári vera á bilinu 7-9 kr. pr kg. Erfitt er að gefa upp eina tölu sem er algild, en hér er reiknað með 8 kr. á kg og er inni í henni flutningur, uppskipunar- gjald og vörugjald. Dreifingarkostnaður Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum þá hefur dreifing- arkostnaður verið u.þ.b. 10% af heildsöluverði. Hér er reiknað með 325 kr. heildsöluverði en frá því hafa framleiðendur gefið 10- 15% afslátt í stórmarkaðina. Nú er varla ódýrara að dreifa erlend- um kjúklingum en innlendum, nema ef einungis á að selja þá örfáum ákveðnum stórmörkuð- um í Reykjavík og kannski Akureyri og Keflavík, þá má efalaust lækka þennan lið. Miðað við að hér yrði innflutningur á einni hendi (eða fárra), þá væri hægt að ná þessum lið eitthvað niður, og því er hann reiknaður á kr. 20 hér. Þó fer þetta allt eftir því, eins og áður segir hvort á að selja kjúklingana í örfáum stór- mörkuðum, eða í öllum matvæla- verslunum. Einnig skiptir máli í hve stórar einingar kjúklingunum er pakkað og sá tími sem varan liggur í geymslum. Einnig ber að huga að því hvort erlendir selj- endur væru tilbúnir til að „gefa“ eins langan greiðslufrest og fram- leiðendur innanlands hafa gert. Smásöluálagning Eins og áður segir þá hefur verð- ið upp á síðkastið verið miðað við 325 kr. sem heildsöluverð. Frá því er gefinn 10-15% afslátt- ur í stærri verslunum, mismun- andi eftir hve þýðingarmikið er fyrir einstaka framleiðendur að halda sölu þar. Miðað við 15% afslátt er heild- söluverð komið niður í 276 kr. (325x0,85=276). Smásöluverð er ca. 420 kr./kg. Þar af er greiddur 24% söluskattur. Smásöluverð án söluskatts er því 339 kr. Því er mismunur á heildsöluverði með afslætti (276 kr.) og smásöluverði fyrir söluskattsálagningu (339 kr.) eftirfarandi: 339-276=63 krónur = (smá- söluálagning). Hér er kannski um hámarks- mismun að ræða þar sem gengið er út frá hámarksafslætti. Því er reiknað með að smásöluálagning sé kr. 50 á hvert kíló að jafnaði, hvort sem um innlendan eða erlendan kjúkling er að ræða því varla getur verið ódýrara að selja innflutta kjúklinga en innlenda. Tafla 1 Hvað kostar innfluttur kjúklingur? Hér á undan hefur verðmyndun ímyndaðs kjúklings verið rakin út frá staðreyndum hvað varðar verð til framleiðenda í Dan- mörku og sláturkostnað þar ytra (ekki er reiknað með að flytja þá inn lifandi), flutningskostnað, dreifingarkostnað og smásölu- álagningu. Þá lítur dæmið þannig út: (Sjá töflu 1) Hér liggur niðurstaðan fyrir „í grófum dráttum" eins og sagt er þegar ákveðnir fyrirvarar eru hafðir. Umhyggja Hagkaups fyrir neytendum Jón Ásbergsson segist ætla að selja kjúklingana á kr. 100 út úr sinni búð. Til þess að geta gert það þarf hann að gera eftirfar- andi: (Sjá töflu 2) Hann hefur reiknað með 2500 tonna sölu á ári, og ekki efa ég að þeir útreikningar standist miðað við gefnar verðforsendur, því mun endurgreiðsla Hagkaups til neytenda nema eftirtalinni upphæð: 2500 tonn x 122,44 kr. pr. kg eða samtals á ári rúnium 300 millj. kr. Endurgreiðslu á Kringlunni yrði því væntanlega lokið með þessum hætti á 10-15 árum (fer eftir hve háir vextir væru reikn- aðir). Þess ber að geta að lokum að hér er gengið út frá að einungis sé innflutt fyrsta flokks vara því ekki ætla ég Hagkaupsmönnum svo illt að reikna með að þeir hafi í hyggju að flytja inn annars flokks kjúklingadrasl sem hefur ekki selst innan tilskilins tíma og því varla talinn mannamatur erlendis. Slík vara er víða til sölu á stórlega niðursettu verði í borg- um Evrópu, eftir því sem kunn- ugir segja en það er annar hand- leggur. Gunnlaugur Júlíusson kr. kr. Verð til framleiðenda í Danmörku: 62,00 Sláturkostnaður í Danmörku: 49,50 - VASK í Danmörku (22%); -20,1! 91,39 Flutningur yfir hafið: 8,00 Dreifingarkostnaður: 20,00 Smásöluálagning: 50,00 Ófyrirséð (5%): 10,00 88,00 Söluskattur24%: 43,05 Samtals kr. 222,44 a) selja þá án álagningar kr. 50,00 b) greiða söluskattinn úr eigin vasa kr. 43,05 c) niðurgreiða þá niður í kr. 100 kr. 29,39 Samtals endurgreiðsla til neytenda kr. 122,44 Electric Theater í Sjallanum föstudags- og laugardagskvöld ásamt Hljómsveit Ingimars Eydal. Glæsilegur þríréttaður matseðill. Tafla 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.