Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, fímnitudagur 17. mars 1988 54. tölublað Venjuiegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Örlítil hugarleikfími í morgunsárið. Fyrir iesendur sem ekki eru vel vaknaðir skal það upplýst, að hér er um að ræða handfang á hjólhesti með bjöllu og tilheyrandi. Mynd tl.v Norðlenskir vinnuveitendur: Geta greitt hærri —segir Þóra Hjaltadóttir formaður AN, en fyrsti samningafundurinn BKNE: „Stjómvöld ábyrg“ - ef kennarar verða neyddir til verkfalis „Þetta var mjög góður fundur og mættu töluvert á annað hundrað manns,“ sagði Ragn- hildur Skjaldardóttir kennari í samtali við Dag, en í fyrradag var haldinn fjölmennur fundur Bandalags kennara á Norður- landi eystra á Akureyri. Að sögn Ragnhildar ríkti mikill einhugur á fundinum og var gerður góður rómur að ræðu- mönnum sem allir voru fylgjandi verkfallsheimild. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundin- um: „Starfskjaranefndir kenn- arafélaganna, menntamálaráðu- neytisins og fjármálaráðuneytis- ins skiluðu á síðasta hausti áliti og tillögum um hvernig efla megi skólastarf í landinu. Þar er megináhersla lögð á bætt kjör kennara. Nú hafa samningaviðræður staðið yfir frá því í desember og ekkert miðað í samkomulagsátt. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um kjarabætur til kennara og bætt skólastarf liggur nú fyrir tilboð sem gengur í þveröfuga átt. Fundurinn harmar afstöðu ríkisvaldsins í þessum samninga- viðræðum og átelur stjórnvöld harðlega fyrir að etja kennurum enn einu sinni út í verkfalls- aðgerðir sem koma til með að bitna á þeim er síst skyldi. Fund- urinn lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þeirrar röskunar sem verður á skóla- starfi ef kennarar verða neyddir til verkfalls.“ VG „Ef ég heföi ekki bæöi trú og von, gæti ég bara hætt þessu,“ sagði Þóra Hjaltadóttir for- maður AN aðspurð um hvort hún væri bjartsýn á komandi kjarasamningaviðræður, en fyrsti fundur í kjaradeilu vinnu- veitenda og Alþýðusambands Norðurlands verður haldinn á mánudaginn, 21. mars, klukk- an 13.30 í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Ljóst er, að eftir þann fund ættu línur að skýrast um hvort viðræður halda áfram, eða hvort boðað verður til verkfalls. Þóra sagði aðspurð, að ný kröfu- gerð byggði á nýgerðum Verka- mannasambandssamningi nema að kaupkröfur væru hærri. Með því væri verið að gera tilraun til að halda kaupmætti síðasta árs, ná fram sömu starfsaldurshækk- unum og annað ófaglært fólk fékk á síðasta ári gegnum fast- launasamninga og að halda því eina yfirvinnuálagi sem VMSÍ samdi um, án þess að þurfa að breyta vinnutímanum. Hún var sömuleiðis spurð, hvort meira fengist út úr samning sem gerður væri á Norðurlandi og sagðist hún ekki í vafa um það. „Hér ættu norðlenskir vinnuveitendur að vera að semja við norðlensk verkalýðsfélög. Því ættum við að vera betur stödd en aðrir á landinu því samningar fyr- ir fiskvinnslu eru miðaðir við 7. umferö alþjóðlega skákmótsins á Akureyri: Margeir vann Gurevich - spennan magnast á toppnum Slippstöðin hf.: Yfirvinnu- bann enn í gildi Uppsagnir á yfirvinnu starfs- manna í Slippstöðinni hf. á Akureyri hafa enn ekki verið dregnar til baka, en Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, vonast til að samkomulag þar að lútandi geti tekist á næstu dögum. Yfirvinna var felld niður hjá ' fyrirtækinu þann 29. febrúar sl. og átti það að gilda um alla starfs- mennina þótt einhver misbrestur muni hafa orðið á því. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að breyta því ástandi þannig að allir færu að vinna yfirvinnu, en við eigum von á því að það gerist innan skamms," sagði Hákon. SS laun verður á mánudaginn ýkveðið meðaltal afkomu frysti- húsanna. Ef Norðurland er tekið út, verður meðaltalsafkoma mun hærri og lít ég svo á að norð- lenskir vinnuveitendur ættu þar af leiðandi að að geta greitt mun hærri laun.“ Nú hafa vinnuveitendur tekið skýrt fram, að alls staðar verði samið um það sama og sagði Þóra að í því sambandi vildi hún vitna í orð Gísla Konráðssonar í Degi í gær. „Hann sagði að þeir gætu ekki án verkafólks verið, en það er hlutur sem allir gera sér grein fyrir. Þess heldur hlýtur það að vera þeirra hagur eins og okkar að samið sé sem fyrst. Þeir hljóta því að láta af þessum kjána- skap,“ sagði Þóra að lokum. VG Skinnauppboð í Danmörku: Verð á minkaskinnum svipað og í febrúar „Þetta er æðisleg skák,“ var meðal þess sem heyrðist hvísl- að á meðan fylgst var með skák þeirra Adorjans og Jóhanns í 7. umferð alþjóðlega skákmótsins á Akureyri í gær. Skákin var mjög tvísýn og er óhætt að segja að áhorfendur hafi iðað í sætum sínum því Jóhann hafði lengi mjög slaka stöðu. Henni lauk með jafn- tefli eftir 53 Ieiki en þá var Jóhann kominn með þráskák. Skák Margeirs og Gurevich var sömuleiðis spennandi en henni lauk með sigri Margeirs eftir 61. leik. Margeir tefldi mjög vel og töluðu skákskýrendur um stíl- hreina skák. Af öðrum skákum er það að segja, að Tisdall vann Ólaf eftir 30 leiki. Karl Þorsteins og Dolmatov sömdu um jafntefli og hafði Karl heldur betri stöðu þeg- ar skákinni lauk. Polugaevski vann Helga og tefldi Polugaevski rólega en traust. Hann skipti drottningu fyrir tvo hróka og þegar hann var að vinna riddara, gafst Helgi uþp. Jón Garðar gafst frekar óvænt upp fyrir Jóni L. Jón Garðar tefldi mjög vel en lenti í tímahraki. Eftir 41 leik gafst hann upp, að því er virtist án þess að gefa sér tíma til að líta á stöðuna á borðinu. Biðskák Margeirs og Helga var tefld í gær, en fór aftur í bið eftir 60 leiki. Þeir tefla því áfram í dag. Margeir virðist reyna að tefla til sigurs en Helgi ætti að geta haldið jafntefli. í kvöld verður 8. umferðin tefld. Þar mun athyglin beinast helst að skákum Margeirs og Polugaevski, og Gurevich og Jóhanns. Þar verður hart barist, en þessir fjórir skipa efstu sæti mótsins og eru allir með fjóra og hálfan vinning. Þarna verður teflt til sigurs á báðum borðum. Um helgina er von á Friðriki Ólafssyni til Akureyrar. Hann mun fylgjast með skákunum og jafnframt vera með skákskýring- ar fyrir áhorfendur. Viðræður standa yfir við fleiri þekkta skák- skýrendur sem e.t.v. munu láta sjá sig á Akureyri um helgina. VG Polugaevski sigraði Helga í gær og er einn af fjórum í efsta sæti mótsins. Mynd: GB í gær voru boðin upp minka- skinn í uppboðshúsi danska loðdýrasambandsins í Kaup- mannahöfn. Ekki er enn Ijóst hversu mikill hluti afskinnun- um var frá Islandi en það verð- ur Ijóst þegar uppboðum verð- ur lokið. Á febrúaruppboði hækkuðu minkaskinn í verði um allt að 10% og svo virðist sem verð sé mjög svipað á marsuppboðinu. í dag verður seinni uppboðsdagur minkaskinna á marsuppboðinu í Kaupmannahöfn. Á uppboðinu í gær var mest selt af pastelskinnum en boðin voru upp rúmlega 145.276 högna- skinn og 147.720 læðuskinn. Meðalverð fyrir högnaskinnin var 216 danskar krónur en 156 danskar krónur fyrir læðuskinn. Hæsta verð fyrir högnaskinn var 270 kr. danskar en hæst var greitt 220 kr. danskar fyrir læðuskinn- in. Að sögn starfsmanns hjá Sam- bandi íslenskra loðdýraræktenda er verð fyrir minkaskinn nú svip- að og á febrúaruppboði en þó lægra í sumum tegundum en aftur á móti nokkuð hærra í öðr- um tegundum. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.