Dagur - 17.03.1988, Blaðsíða 4
\ r
P — PHiO&ö — SP5P t í’iRrn
4 - DAGUR - 17. mars 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 60 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960),
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÚMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Samvinnustarf og
strjálbýii
Samvinnumenn standa á tímamótum hvað varðar skipulag
samvinnuverslunar og reyndar allan rekstur samvinnufé-
laga um hinar dreifðu byggðir landsins. Þessa dagana eru
að berast fréttir um rekstrarniðurstöðu hinna ýmsu kaupfé-
laga fyrir sl. ár. Þær fréttir eru í flestum tilvikum ekki upp-
byggilegar fyrir samvinnumenn né aðra sem búa á lands-
byggðinni. Það hriktir í máttarstólpum atvinnulífsins í
mörgum byggðarlögum. Aðalvandi félaganna er mjög vax-
andi rýrnun eiginfjárhlutfalls og því tengist svo síaukinn
greiðsluvandi samfara auknum fjármagnskostnaði. Orsakir
þessa eru m.a. léleg rekstrarafkoma og stöðugar fjárfest-
ingar sem fjármagnaðar hafa verið með auknum dýrum
lántökum þar sem skort hefur eðlilega fjármögnum frá
rekstri til nauðsynlegrar uppbyggingar.
Kaupfélögin í landinu eru í dag mjög illa í stakk búin til að
taka á sig verulegan hallarekstur svo ekki sé talað um önn-
ur áföll. Við þessum vanda sem nú vofir yfir, sérstaklega í
þeim byggðum landsins sem höllustum fæti standa, verður
að bregðast með einum eða öðrum hætti.
Þegar svona árar er hollt að líta fyrst til baka, því upphaf
samvinnustarfsins má rekja til þess, að menn töldu nauð-
synlegt að lækka vöruverð og stuðla að heilbrigðari verslun-
arháttum. Með afurðasölu og fjölþættum atvinnurekstri
tókst samvinnufélögum að efla og treysta byggð í landinu.
Ef vel gekk var hagnaði varið til uppbyggingar í heimahér-
aði. Um allt land sjást dæmi um það. Samvinnumenn hafa
oftast haft frumkvæði í uppbyggingu sem leiddi til framfara
og eflingar blómlegra mannlífs jafnt til sjávar og sveita.
Samgöngur hafa og batnað og verslanir samvinnumanna
hafa stækkað og því hafa þær getað boðið upp á fjölbreyttara
vöruúrval og meiri þjónustu. Um leið hefur líklega aldrei
náðst eins góður árangur frá sjónarhóli neytandans hvað
varðar lágt verð á dagvörum. En það er jafnframt hér sem
litlu dreifbýlisverslanirnar hætta að geta keppt við stór-
markaðina. Svar við þessari þróun telja sumir vera fækkun
verslana t.d. með samruna kaupfélaganna, nema því aðeins
að menn vilji greiða það verð fyrir vöruna í litlu dreifbýl-
isversluninni sem varan kostar í raun og veru. Viðhorf fólks
til þessa máls virðist oftast vera krafan um sama verð í
kaupfélagsbúðinni og lægst þekkist t.d. í reykvískum stór-
mörkuðum.
í flestum byggðarlögum eru kaupfélögin og samvinnufé-
lögin þeir máttarstólpar sem fólk treystir á. Þau eru því
mjög mikilvæg hvað varðar atvinnuöryggi og afkomu
manna almennt. Viðhorf heimamanna á hverjum stað til
þessara fyrirtækja eru því miður í dag oft þannig að þeir
taka þeim sem sjálfsögðum hlut og án þess að finna til
neinnar samkenndar eða til þess hve stór þáttur samvinnu-
félögin eru í daglegu lífi íbúanna. Hver og einn íbúi lands-
byggðarinnar verður að leiða hugann að þeirri staðreynd að
með því að færa verslun sína úr héraði þá minnka mögu-
leikarnir á því að halda uppi eðlilegri verslun og þjónustu,
sem íbúarnir gera þó kröfu um að sé til staðar ef hann þyrfti
einhvern tíma á henni að halda.
Um leið og gerð er sú sjálfsagða krafa til stjórnvalda að
þau bæti nú þegar skilyrði í þjóðfélaginu svo dreifbýlisversl-
unin geti áfram þjónað hlutverki sínu er ástæða til að minna
alla íbúa landsbyggðarinnar á að þeir bæta aðeins hag sinn
með því að stilla saman kraftana. Það gerist einna helst inn-
an samvinnufélaganna - enda eru þau í eigu íbúanna sjálfra
en ekki gróðafyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. ÁÞ.
Leikklúbburinn Saga:
„Grænjaxlar“
frumsýndir í kvöld
„Æ, láttu ekki svona pabbi.“ Gréta (Helga Hákonardóttir) reynir að banda
slompuðum föður sínum frá sér. Myndir: tlv
I kvöld frumsýnir Leikklúbb-
urinn Saga á Akureyri
„Grænjaxla“ eftir Fétur
Gunnarsson. Leikritið var
fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið
1977 og hefur notið mikilla
vinsælda síðan. Tónlistin í
verkinu er líka vel þekkt en
hún er samin af Spilverki þjóð-
anna. Arnheiður Ingimundar-
dóttir, leikari hjá Leikfélagi
Akureyrar, er leikstjóri sýn-
ingarinnar.
Það var glatt á hjalla hjá leik-
klúbbnum er við fylgdumst með
æfingu á „Grænjöxlum“ og
greinilegt að verkefnið féll í
kramið hjá unglingunum. Þess-
uni lífsglaða hópi var stjórnað af
Arnheiði Ingimundardóttur og
var hún fengin í stutt spjall af
þessu tilefni:
- Segðu mér Heiða, er þetta
frumraun þín sem leikstjóri?
„Já, þetta er í fyrsta skipti sem
ég leikstýri, enda er ég nýlega
komin úr námi. Ég kann mjög vel
við þetta starf og þótt ég sé
kannski dálítið óstyrk þá eru
unglingarnir svo opnir og tilbúnir
að taka áhættu að þeir drífa
mann áfram. Það er afskaplega
gaman að vinna með þeim.“
- Er þetta dæmigert unglinga-
leikrit?
„Það er a.m.k. alveg upplagt
fyrir unglingahópa að setja
leikritið upp því það fjallar um
unglinga, innbyrðis samskipti
þeirra og samskipti við foreldr-
ana. Tildrög leikritsins voru ein-
mitt þau að leikhópurinn fór í
skólana og ræddi við unglingana
um þeirra málefni og þetta leikrit
Péturs Gunnarssonar er árangur-
inn. En í stórum dráttum þá fjall-
ar leikritið um börn og viðhorf
þeirra til þjóðfélagsins. Börnin
eldast og verða að unglingum og
margt breytist. Krakkarnir fara
að fikta við áfengi og fara út á líf-
ið og hugsa mikið um kynlíf. Þá
koma upp ýmis skopleg vanda-
mál.“
- Hvernig fellur leikhópnum
við þetta leikrit?
„Mjög vel. Þetta er létt og
fjörug skemmtun, mikil tónlist,
og verkið höfðar greinilega mjög
til krakkanna, t.d. húmorinn.
Unglingarnir hafa ekkert breyst á
þessum árum, viðbrögð hópsins
sanna það. Leikritið sýnir okkur
hvernig unglingarnir eru og
áhugamál þeirra, s.s. ást og
kynlíf, eru þau sömu í dag og
þegar leikritið var skrifað.“
- Að lokum, ferðu einhverjar
nýjar leiðir í þessari uppfærslu?
„Það er reyndar ekki gott að
segja því að í handritinu eru eng-
ar leiðbeiningar um uppsetningu
eða sviðsmynd. Við förum þá
leið að hafa sviðið mjög hrátt,
bara svört tjöld á veggjum og sex
kassa. Hins vegar mynda krakk-
arnir sjálfir umgjörð um sýning-
una því alls eru 15 leikendur í
verkinu og flestir á sviðinu allan
tímann."
Já, 15 unglingar bregða sér í
ein 50 hlutverk í sýningunni.
Aðalpersónurnar eru 4 krakkar
sem við fylgjumst með frá
leikskólaaldri þar til þau verða
16-17 ára. Upphaflega voru að-
eins 4 leikendur í verkinu, auk
þess sem Spilverk þjóðanna tók
virkan þátt í því. Af vissum
ástæðum hefur leikritið „Græn-
jaxlar" ekki verið sett oft upp
síðan '11 og mun skýringin vera
sú að erfitt hefur verið að fá leyfi
til að flytja tónlist Spilverksins.
Leikhópar hafa jafnvel brugðið á
það ráð að semja aðra tónlist við
verkið en sem betur fer tókst
Leikklúbbnum Sögu að fá leyfi til
flutnings á tónlistinni, en mörg
laganna komu út á plötunni
„Sturlu" sem naut mikilla vin-
sælda. Við fáum því lifandi
tónlist, gítar, bassa og áslátt,
með sýningunni og er það mikið
happ.
Of langt mál yrði að telja upp
alla þá sem nálægt sýningunni
koma en Skúli Gautason hannaði
lýsinguna og Magnús Sigurólason
stjórnar henni. Krakkana fjóra
leika þau Friðþjófur Sigurðsson
(Kári), Ásta Júlía Theodórsdótt-
ir (Lára), Gunnar Gunnsteinsson
(Dóri) og Helga Hákonardóttir
(Gréta). Foreldra Kára leika þau
Rebekka Þráinsdóttir (Guð-
björg) og Þráinn Brjánsson (Har-
aldur).
Sýningar verða í Dynheimum
og hefst frumsýningin kl. 20.30 í
kvöld. Næstu sýningar verða
laugardaginn 19. mars kl. 17.00
og þriðjudaginn 22. mars kl.
20.30. SS
Gunnar Gunnsteinsson (Dóri), Friöþjófur Sigurðsson (Kári), Helga Hákon-
ardóttir (Gréta) og Ásta Júlía Theodórsdóttir (Lára).
„Læknir. IVlér flnnst ég vera með svo lítið tippi.“ Þráinn Brjánsson og Frið-
þjófur Sigurðsson í hlutverkum sínum.