Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 1
Stúdentastjörnur 14 kt. gull Einnig stúdentarammar og fjölbreytt úrval annarra stúdentagjafa GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 24. maí 1988 96. tölublað Kísiliðjan í Mývatnssveit: Hagnaður rúmar tólf milljónir - Samningar við starfsfólk á döfinni Hagnaður af rekstri Kísiliðj- unnar í Mývatnssveit nam 12,2 milljónum króna á síðasta ári og afkoman nokkuð góð mið- að við aðstæður í landinu, að sögn Róberts Agnarssonar framkvæmdastjóra Kísiliðj- unnar. Verksmiðjan vinnur kísilgúr úr botni Mývatns og flytur 99,9% framleiðslunnar út og sagði Róbert að líkja mætti verksmiðjunni við flsk- vinnslufyrirtæki, enda við svip- uð vandamál að glíma. Bílaleiga Akureyrar: Minna um pantanir í sumar en oft áður „Það lítur út fyrir að verða minna um pantanir í sumar en undanfarin ár alla mánuðina nema júlí. Þetta er afleiðing af því sem er að gerast í þessu þjóðfélagi en menn gera sér enga grein fyrir en það er að erlendir ferðamenn verða að greiða jafnmikið fyrir vikuferð til Islands og 2-3 vikna ferðalag í Bandarikjunum og Kanada,“ sagði Skúli Ágústsson hjá Bíla- leigu Akureyrar. „Þetta er staðreynd sem við stöndum frammi fyrir núna, ekki einungis bílaleigurnar heldur líka hótelin og aðrir aðilar í ferða- mannaþjónustu. Það sjá allir heilvita menn að víðast erlendis er um að ræða hámarksverð- hækkanir upp á 5% milli ára meðan við erum með 25-30% hækkanir á sama tíma. Þetta gengur ekki ár eftir ár. Þegar söluskattur kemur svo ofan á öll matvæli hérlendis, sem þýðir að verð á þjónustu hótela og veitingastaða snarhækkar, geta menn ferðast miklu lengur erlendis fyrir sömu upphæð. Þetta hefur afleitar afleiðingar fyrir ferðamannaiðnaðinn og er aðeins lítið dæmi um það sem er að gerast í þjóðfélaginu og við verðum að fara að opna augun fyrir. Það verður ekki haldið áfram á þessari braut því þá lifir sá lengst sem fyrst hættir." Skúli sagði að bílaleigur á Norðurlöndunum þyrftu ekki að greiða söluskatt af innfluttum bílum, vegna þess að þeir greiddu söluskatt af þjónustunni. Islenskar bílaleigur þyrftu að greiða þennan söluskatt og einnig söluskatt af verði bílanna. Ef þessu yrði breytt væri unnt að lækka taxtann á bílaleigubílun- EHB um „Við höfum verið í mikilli sam- keppni á markaðinum sl. tvö ár og lækkun á okkar vöruverði var löngu til komin áður en fiskurinn fór að lækka. Það er hins vegar minna hlustað á okkur því við erum það lítill hluti af útflutnings- geiranum en markaðsaðstæður eru síst betri hjá okkur en í fisk- iðnaðinum,“ sagði Róbert. Hann sagði að helsti munurinn á stöðu Kísiliðjunnar og fisk- vinnslufyrirtækja væri sá að Kísil- iðjan skuldaði Iítið og þyrfti því ekki að axla þunga byrði vegna fjármagnskostnaðar. Hins vegar hefði samkeppnin aukist á mark- aðinum og framleiðsla verk- smiðjunnar dregist saman. Árið 1985 var hún 29.400 tonn en síð- an hefði framleiðslan verið 22- 23.000 tonn á ári og horfur á svip- uðu magni í ár. Framleiðsla liggur niðri í verk- smiðjunni um þessar mundir meðan unnið er að viðhaldi véla- búnaðar. Enn er ósamið við starfsfólk verksmiðjunnar en að sögn Róberts verður það gert í vikunni. „Það er búið að gefa ákveðna línu í kjarasamningum í þjóðfélaginu og ég á alls ekki von á hörðum átökum hér,“ sagði Róbert. SS Siglfirðingar héldu upp á 70 ára afmæli kaupstaðarins sl. föstudag. Við mun- um greina frá afmælinu síðar en hér má sjá börnin flykkjast á Galdrakarlinn í Oz. Mynd: SS Líklegt að Fiskmarkaður Norðurlands verði saltaður I síðustu viku var haldinn fundur í stjórn Fiskmarkaðar Norður- lands hf. Ákveðið var að halda framhaldsaðalfund fyrirtækis- ins fimmtudaginn 2. júní. Þann dag ræðst framtíö markaðarins og er talið líklegast að honum verði lokað og hugmyndin sölt- uð um óákveðinn tíma. Hluthafar virðast hafa um þrjár leiðir að velja á fundinum. Sú sem talin hefur verið líklegust til þessa er að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota og gert upp. Ýmsir munu hins vegar telja að þessi málalok yrðu mikill álitshnekkir fyrir Akureyri og Norðlendinga. Annar möguleikinn er að endurreisa markaðinn. Slíkt myndi krefjast rnikils fjármagns en þó fyrst og fremst breyttra aðstæðna eða hugarfarsbreyting- ar hjá norðlenskum útgerð- armönnum sem hingað til hafa ekki séð sér hag í að selja fisk á markaðinum. Loks hefur sú hugmynd komið upp að frysta hugmyndina og loka fyrirtækinu um óákveðinn tíma, eða þangað til aðstæður breytast. Þessi leið mun eiga nokkru fylgi að fagna innan stjórnarinnar. Ákvörðunarvaldið er hins vegar í höndum hluthaf- anna sem koma saman 2. júní. ET Akureyri: Innbrot og þjófnaðir verðmætum stolið í Shell-nesti og hjá Stefni Aðfaranótt hvítasunnudags var brotist inn í Shell-nesti við Hörgárbraut á Akureyri og þaðan stolið 40-50 kg þungunt peningaskáp með umtalsverð- um verðmætum í. Sömu nótt var brotist inn í verslun Bif- reiðarstöðvarinnar Stefnis við Óseyri og höfðu þjófarnir tölu- vert af fjármunum á brott með sér. Málin eru í rannsókn hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri. Að sögn Daníels Snorrasonar, fulltrúa hjá rannsóknarlögregl- unni á Akureyri, var tilkynnt um innbrotið í Shell-nesti síðla nætur. Lögreglan mætti á staðinn og í ljós kom að peningaskápur hafði verið fjarlægður. Engin vitni hafa gefið sig fram en lögreglan hefur lýst eftir hvítri bifreið sem sást á ferð eftir Hlíð- arbraut um klukkan fimm um nóttina. Daníel sagði að nú áliti rannsóknarlögreglan hins vegar að atburðurinn hefði átt sér stað fyrr, sennilega um þrjúleytið. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri biður alla þá sem hafa orðið varir við mannaferðir í kringum þessa staði umrædda nótt eða geta gefið einhverjar upplýsingar að láta vita, enda getur sérhver ábending reynst mikilvæg. Pétur Bjarnason í Shell-nesti sagði að í peningaskápnum hefði ekki verið mikið af peningum en hins vegar töluvert af ávísunum, greiðslukortanótum, víxlum og skjölum sem ekki koma neinum að gagni nema honum sjálfum. Hann var búinn að skrifa aftan á ávísanirnar og því getur enginn annar notað þær. „Þetta er fyrst og fremst pers- ónulegt tjón og ég vil líka benda á það að ef reynt verður að opna peningaskápinn með logsuðu- tækjum þá brennur allt sem í honum er. Þetta hef ég fengið staðfest hjá fyrirtækinu sem selur þessa skápa og ég fæ ekki séð að þjófarnir geti opnað skápinn öðruvísi né haft nokkurt gagn af innihaldinu. Þetta nýtist engum nema mér,“ sagði Pétur. SS Hvítasunnuhelgin: Mikil ölvun á Akureyri Umferðin gekk slvsalaust fyrir sig á Norðurlandi um hvíta- sunnuhelgina en lögreglan hafði víða í ýmsu að snúast. Mikil ölvun var á Akureyri og töluvert um óspektir en ferða- menn höfðu slegið upp tjöld- um á tjaldstæðinu, þótt ekki hafi það verið opnað ennþá, og einhverjir munu hafa brugðið sér í sundlaugina að næturlagi. „Það var mikill straumur af yngra fólki frá suðvesturhorninu og töluvert um læti í bænum. Þá voru nokkrir teknir fyrir meinta ölvun við akstur, en við höfum engar spurnir haft af slysum og þykir það vel sloppið,“ sagði varðstjóri hjá lögreglunni. Slökkvilið Akureyrar var kall- að að Dvalarheimili aldraðra í Skjaldarvík í gær. Þar hafði kom- ið upp eldur í baðherbergi en slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út og urðu skemmdir því litlar. Á föstudaginn varð harður árekstur á Mývatnsöræfum. Tveir bílar skullu saman og skemmdust mikið en fólkið í þeim slapp án teljandi meiðsla. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.