Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 9
24. maí 1988 - DAGUR - 9
íslandsmeistaramir fengu að-
eins eitt stig í Ólafsfirði
- Leiftur og Valur gerðu markalaust jafntefli á föstudagskvöld
„Það var ágætt að fá stigið úr
þessari viðureign. Fyrri hálf-
leikur var mjög slakur hjá okk-
ur en það var góð barátta í
þeim seinni. Það vantar enn
töluvert upp á að spilið sé nógu
gott hjá okkur en það kemur
með haustinu,“ sagði Haf-
steinn Jakobsson leikmaður
Leifturs í knattspyrnu eftir
leikinn við Islandsmeistara
Vals á föstudagskvöld. Leikn-
um lauk með markalausu jafn-
tefli þrátt fyrir að bæði lið hafi
fengið mjög góð marktæki-
færi.
Valsmenn voru mun ákveðnari
í fyrri hálfleik og réðu lögum og
lofum á vellinum. Þeir létu bolt-
ann ganga vel og gáfu Leifturs-
menn þeim allt of mikinn tíma til
þess að athafna sig. Jón Gunnar
Bergs hinn stóri framherji
Valsmanna var mjög ógnandi í
vítateig Leifturs og gekk varn-
armönnum liðsins erfiðlega að
eiga við hann.
Valsmenn fengu tvö sannköll-
uð dauðafæri í fyrri hálfleik og
voru miklir klaufar að nýta þau
ekki. Sigurbjörn Jakobsson
bjargaði naumlega í horn, skoti
frá Jóni Gunnari af stuttu færi
eftir góðan undirbúning Tryggva
Gunnarssonar. Úr horninu átti
síðan Magni Blöndal skalla rétt
framhjá Leiftursmarkinu.
Skömmu síðar fengu Valsmenn
enn betra færi en á einhvern
óskiljanlegan hátt tókst þeim
ekki að nýta það. Valur Valsson
átti þá skot í þverslá og af henni
barst boltinn út í teiginn, þar
kom Bergþór Magnússon á ferð-
inni og skallaði boltann yfir tómt
Leiftursmarkið. í hálfleik var
staðan því 0:0.
Leiftursmenn byrjuðu seinni
hálfleikinn með miklum látum og
strax á 47. mín. fékk Hörður
Benónýsson mjög gott færi.
Hann fékk boltann- einn og
óvaldaður rétt utan markteigs en
skaut föstu skoti beint á Guð-
mund Baldursson markvörð
Vals. Á 56. mín. voru heima-
menn enn á ferðinni, er Guð-
mundur Garðarsson átti gott skot
að marki Vals en Bergþóri Magn-
ússyni tókst að bjarga á mark-
línu. Skömmu síðar var Steinar
Ingimundarson nærri því að
skora eftir mistök í Valsvörninni
en skot hans úr erfiðri stöðu fór
rétt yfir.
Eftir öll þessi læti, fóru Vals-
menn aðeins að bíta frá sér á ný
og leikurinn jafnaðist. Bæði lið-
in fengu þó þokkaleg færi til
viðbótar en í markið vildi boltinn
ekki og því varð markalaust jafn-
tefli staðreynd.
Leiftursmenn voru seinir í
gang og voru heppnir að vera
Akureyri:
Sigurður Oddur
fór holu
Ungur kylfíngur í Golfldúbbi
Akureyrar, Siguröur Oddur
Sigurðsson að nafni fór holu í
höggi á Jaðarsvelli á sunnu-
dag. Þessu draumahöggi allra
kylfínga náði Sigurður á 4.
braut (en hann er 14 ára) og
notaði járn númer 7.
Það er því óhætt að segja að
keppnistímabilið hafi byrjað
r ■ ■■ ■
i hoggi
skemmtilega hjá þessum unga
kylfingi. Um helgina fóru fram
þrjú mót að Jaðri og voru það
jafnframt fyrstu mótin á þessu
keppnistímabili. Fyrsta keppnin
var Flaggakeppnin á laugardag
en þar sigraði enginn annar en
Sigurður Oddur Sigurðsson sá
hinn sami og fór holu í höggi á
sunnudag.
Golfklúbbur Akureyrar:
Breyttir æfinga-
tímar unglinga
Eins og komið hefur fram í
Degi eru nú tveir þjálfarar í
fullu starfí hjá Golfklúbbi
Akureyrar. Það eru þeir David
Barnwell og Peter Stacy og eru
æfíngar hafnar hjá þeim af full-
um krafti, enda keppnistíma-
bilið rétt að hefjast.
Nokkrar breytingar hafa orðið
á æfingatímunum í unglinga-
flokki en þeir eru á eftirtöldum
dögum. Á mánudögum kl. 16 fyr-
ir þá sem eru með frá 16-27 í
forgjöf. Á þriðjudögum kl. 17
fyrir þá sem eru með 15 og lægra
í forgjöf. Á miðvikudögum kl. 16
eru æfingar fyrir byrjendur og á
fimmtudögum á sama tíma fyrir
þá sem hafa 28 í forgjöf.
Á föstudögum kl. 17 er æfingar
fyrir unglinga með forgjöf frá 16-
27 en kl. 18 á föstudögum fyrir
unglinga með 15 og lægra í
forgjöf.
ekki tveimur mörkum undir í
hálfleik. En þeir fengu síðan
ágæt færi í seinni hálfleik sem
ekki nýttust. Bestir í þessum leik
voru Gústav Ómarsson, Árni
Stefánsson og Hafsteinn Jakobs-
son.
íslandsmeistar Vals hafa
aðeins hlotið eitt stig í fyrstu
tveimur leikjum sínum. Liðið lék
þó ágætlega á köflum gegn Leiftri
en tókst ekki að nýta færi sín.
Bestir Valsmanna voru þeir Þor-
grímur Þráinsson og Magni
Blöndal Pétursson.
Baldur Scheving dæmdi leikinn
og gerði það ágætlega.
Liðin:
Leiftur: Þorvaldur Jónsson, Gústav
Ómarsson, Árni Stefánsson, Sigurbjörn
Jakobsson, Guðmundur Garðarsson,
Friðgeir Sigurðsson, Hafsteinn Jakobs-
son, Halldór Guðmundsson, Lúðvík
Bergvinsson, Hörður Benónýsson (Ósk-
ar Ingimundarson 86. mín) Steinar Ingi-
mundarson.
Valur:Guðmundur Baldursson, Þorgrím-
ur Þráinsson, Tryggvi Gunnarsson (Ottar
Sveinsson 67. mín.) Magni Blöndal Pét-
ursson, Einar Páll Tómasson, Steinar
Adolfsson, Jón Gunnar Bergs, Valur
Valsson, Ingvar Guðmundsson, Bergþór
Magnásson (Gunnlaugur Einarsson 75.
mín.) Ámundi Sigmundsson.
Friðgeir Sigurðsson leikmaður Leifturs og Einar Páll Tómasson stíga léttan dans í leik liðanna á föstudagskvöld.
Leiftursmenn hafa ekki fengið mark á sig í deildinni en hafa heldur ekki skorað mark í fyrstu tveimur leikjunum.
Mynd: TLV