Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 24. maí 1988 viðtal dagsins ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að leita langt yfir skammt Það hefur ekki farið fram hjá neinum að fisk- vinnslan hefur átt í töluverðum rekstrar- örðugleikum undanfarna mánuði. Flestum er ljóst að þeir erfiðleikar hafa fyrst og fremst staf- að af rangri gengisskráningu krónunnar, kostn- aðarhækkunum innanlands og verðfalli á erlend- um mörkuðum. Þótt færa megi rök fyrir því að stöðu fiskvinnslufyrirtækja megi bæta að ein- hverju leyti með aukinni hagræðingu í rekstri og framleiðniaukningu, er fráleitt að halda því fram að einhver allsherjarlausn á vanda fiskvinnsl- unnar sé fólgin í slíkum hagræðingaraðgerðum. Það segir sig auðvitað sjálft að fiskvinnslan, sem og aðrar útflutningsgreinar, hefur engan veginn getað þrifist við þær aðstæður sem ríkt hafa í íslensku efnahagslífi undanfarna mánuði. í raun er það einkennilegt að fiskvinnslan skuli liggja undir svo ósanngjarnri gagnrýni sem raun ber vitni. Fjölmargir sjálfskipaðir „sérfræðingar" hafa skilgreint vanda atvinnugreinarinnar í fjöl- miðlum og fullyrt að hann megi leysa eins og fyrr segir, með aukinni framleiðni og rekstarhagræð- ingu. Jafnvel orð Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra Sambandsins, um að vinna megi allan afla landsmanna í 15 frystihúsum, hafa í þessari umræðu verið tekin úr samhengi og notuð sem dæmi um hversu einfalt væri að leysa rekstrar- vanda fiskvinnslunnar í landinu. Umræða á þess- um nótum er afar hæpin. Vafalaust má finna dæmi um offjárfestingu innan fiskvinnslunnar eins og annarra atvinnugreina, en menn verða að leita fanga í öðrum atvinnugreinum, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, til að finna orsakir þeirr- ar þenslu sem ríkir 1 þjóðfélaginu. Þeir, sem staðið hafa fyrir þessari ósanngjörnu gagnrýni í garð fiskvinnslunnar í landinu, ættu að hafa hugfast að til er nokkuð sem heitir rétt forgangsröð. Staðreyndin er nefnilega sú að mun brýnna og nærtækara er að auka framleiðni inn- an fjölmargra annarra atvinnugreina, áður en kemur að fiskvinnslunni. Þannig mætti eflaust, ef vilji er fyrir hendi, fækka innflutningsfyrirtækj- um og verslunum um nokkur hundruð, þ.e. ef sömu rökum er beitt og notuð hafa verið um fisk- vinnslufyrirtækin. Á sama hátt mætti fækka bönkum, sparisjóðum, tryggingafélögum, opin- berum stofnunum og þannig mætti lengi telja. Hins vegar ætti flestum að vera ljóst að svo rót- tækar aðgerðir eru alls ekki raunhæfar, né heldur æskilegar með tilliti til atvinnuástands. Fiskvinnslan nýtur engan veginn sannmælis, svo mikið er víst. Þeir sem einblína á þessa mikil- vægu atvinnugrein í leit að offjárfestingu leita svo sannarlega langt yfir skammt. BB. í „Þetta verður erfitt en að sama skapi skemmtilegt“ - segir Gísli Sigurðsson markvörður og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls Enn einu sinni er vorið gengið í garð með öllum sínum uppá- komum, þ. á m. knattspyrnu- vertíðinni sem er byrjuð, þó svo að í Islandsmótinu sé keppnin aðeins hafín í 1. deild karla. í vikunni mun svo hefj- ast keppni í annarri deild karla og upp úr því í öðrum deildum karla og kvenna og yngri aldursflokkum. Umsvifín og starfíð í kringum knattspyrn- una hafa farið stöðugt vaxandi á síðustu árum og eflaust gera margir sér ekki grein fyrir að það er heilmikið fyrirtæki að halda úti einni knattspyrnu- deild. Pau félög sem leika í annarri deild hafa oft og einatt þurft að bera mestan kostnað við þátttöku í íslandsmóti, vegna fjarlægða á milli landshluta og þar af leiðandi mikils ferðakostnaðar. Hafa sér- staklega Vestmanneyingar og ísfirðingar fengið að kenna á því. í sumar verða 4 norðanlið í fyrstu deild og ferðakostnaður þeirra norðanliða er leika í efstu deild- inni því ekki eins mikill og áður. í annarri deild leika hins vegar aðeins 2 norðanlið, Tindastóll og KS og engin lið hvorki að vestan né austan. Hvort þeirra um sig þarf því að fara 8 flugferðir suður. Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið sér framkvæmda- stjóra til að annast starfrækslu deildarinnar í sumar og er það enginn annar en markvörður Tindastólsliðsins Gísli Sigurðs- son. Dagur leit inn á skrifstofu Tindastóls í sundlaugarhúsinu um daginn til að forvitnast um umfang starfseminnar í sumar. Er svo mikið starf í kringum þetta að þörf sé fyrir sérstakan starfsmann? „Já af reynslu síðustu ára þykir það alveg nauðsynlegt. Sérstak- lega er starfinn ærinn meðan þetta er allt saman að fara af stað og það er mjög takmarkað hvað einstaka stjórnarmenn komast yfir. T.d. í fyrra bitnaði þetta mjög á aðalstarfi formanns knatt- spyrnudeildarinnar Stefáns Loga Haraldssonar, og þurfti hann af þeim sökum stundum að vinna fram á rauða nótt á sínum vinnu- stað, til að vinna upp í slæpur vegna fótboltans." Vel stutt við félagið - Er mjög kostnaðarsamt að reka eina knattspyrnudeild? „Já, mjög. Mér sýnist að heild- arútgjöld knattspyrnudeildarinn- ar á þessu ári verði á fimmtu milijón og aukist gífurlega á milli ára. Munar þar mestu um að meistaraflokkurinn leikur í ann- arri deildinni í sumar og einnig að nú verður í fyrsta skipti sent kvennalið til keppni í íslands- móti, 3. aldursflokkur. Þá eru einnig inni í þessari heildartölu tvær utanlandsferðir, en knatt- spyrnudeildin verður reyndar fyr- ir litlum útgjöldum vegna þeirra, þar sem utanlandsfararnir afla að mestu sjálfir farareyris. Þetta er Belgíuferðin sem farin var í vor og meistaraflokksmenn sjálfir öfluðu fjár til og svo þátttaka 4. aldursflokks í Norwaycup í Nor- egi í sumar. Við höfum tvisvar áður sent lið á þetta mót, sem haldið er annað hvert ár og nú sem fyrr munu strákarnir ásamt foreldrum sínum vinna að fjáröfl- un.“ - Og hvernig fer svo félagið að því að fjármagna þetta allt saman? „Það er með ýmsu móti. Með beinni fjáröflun og einnig er vel Gísli Sigurðsson. stutt við bakið á okkur, bæði af bæjarsjóði og eins fyrirtækjum og einstaklingum í bænum. Einnig brugðum við á það ráð núna að skreppa suður í höfuðborgina til að selja auglýsingar á völlinn og er ég reyndar ásamt öðrum aðila nýkominn úr þeirri ferð.“ Alltaf gaman að spila á Siglufírði - Hvernig líst þér svo á barátt- una í deildinni í sumar? „Það er alveg ljóst að þetta verður erfitt en að sama skapi skemmtilegt. Má geta að í deild- inni nú eru 6 lið sem leikið hafa í 1. deild. Markmiðið hjá okkur verður að halda sér í deildinni, að því stefna allir. Allt þar fyrir ofan verður bónus. Við vitum svo sem ósköp lítið út í hvað við erum að fara. Þetta er mjög ungt og óreynt lið. Við erum t.d. að- eins 4 sem vorum með 1984 þegar liðið lék í fyrsta skipti í annarri deildinni. En ég hef trú á strák- unum og einnig þeim nýju leik- mönnum sem bættust í hópinn í vor. Þannig að ég reikna með að þeir sem koma á völlinn fái þó nokkuð fyrir aurinn og er bjart- sýnn á að vallargestum fari veru- lega fjölgandi í sumar. Það er klárt mál að stemmningin í kring- um íþróttirnar vex eftir því sem keppnin verður harðari og metn- aðarfyllri." - Nú er fyrsti leikurinn úti á Siglufirði á laugardaginn og þú lékst einmitt eitt sumar á Siglu- firði. Verður þessi leikur kannski skemmtilegri fyrir þær sakir? „Ég veit það ekki, ég hef nú reyndar spilað með Tindastóli út frá síðan. Annars finnst mér alltaf gaman að spila á Siglufirði, þó að mölin sé síður en svo skemmti- leg. Það er ákaflega mikilvægt fyrir okkur að ná hagstæðum úrslitum úr þessum leik. Jafntefli í það minnsta, a.m.k. ekki að tapa.“ -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.