Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 24. maí 1988 r " — " \ Frá 1. júní til 1. september veröur leið 5, Ráð- hústorg- Glerárhverfi, sem farin er 40 mín. yfir heilan tíma frá Ráðhústorgi, lögð niður. Á sama tíma verður breyting e.h. á leið 4, Ráð- hústorg-Glerárhverfi-Oddeyri. Leið 4 verður ekin á klukkustundar fresti frá kl. 06.30-08.30 og 09.35-23.35. Aðrar leiðir breytast ekki. Nánari upplýsingar í símum 24929 og 24020. Forstöðumaður. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við grunnskóla Reykjanesumdæmi: Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Kópavogi, meðal kennslugreina heimilisfræði, mynd- og handmennt, sérkennsla, íþróttir stúlkna, tónmennt, danska og samfé- lagsfræði, Seltjarnarnesi, meðal kennslugreina, heimilis- fræði, enska, raungreinar, smíði, leiðsögn á bókasafni og tölvufræði. Garðabæ, meðal kennslugreina íþróttir og tónmennt, Hafnarfirði, meðal kennslugreina erlend mál, sérkennsla, íslenska, saumar, heimilisfræði og íþróttir stúlkna. Bessastaðahreppi, Mosfellsbæ, meðal kennslugreina íslenska, mynd- og handmennt, erlend mál, samfélags- fræði og verslunargreinar, Keflavík, meðal kennslugreina sérkennsla, myndmennt, heimilisfræði, íþróttir, tónmennt og kennsla yngri barna, Njarðvík, meðal kennslugreina, sérkennsla og raungreinar, Grindavík, meðal kennslu- greina kennsla forskólabarna, íþróttir og saumar, Sand- gerði, meðal kennslugreina smíðar, myndmennt og raun- greinar, Garði, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, erlend mál, myndmennt, heimilisfræði og tónmennt, Stóru-Vogaskóla og Klébergsskóla, meðal kennslu- greina raungreinar, tónmennt og myndmennt. Stöður talkennara við grunnskóla í Reykjanesumdæmi. Vestf jarðaru mdæmi: Stöður skólastjóra við grunnskólana Hólmavík, Brodda- nesi og Finnbogastaðaskóla. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana ísafirði, meðal kennslugreina íþróttir, sérkennsla, myndmennt, smíðar og heimilisfræði, Bolungarvík, meðal kennslu- greina náttúrufræði, mynd- og handmennt og heimilis- fræði, Barðaströnd, Patreksfirði, meðal kennslugreina íþróttir, smíðar og málakennsla á framhaldsstigi, Tálkna- firði, meðal kennslugreina tónmennt, Bíldudal, meðal kennslugreina kennsla yngri barna og hannyrðir, Þingeyri, Flateyri, meðal kennslugreina danska, íþróttir og myndmennt, Suðureyri, meðal kennslugreina danska, Súðavík, meðal kennslugreina íslenska, erlend mál, íþróttir og handmennt, Reykjanesi, Hólmavík, Brodda- nesi og Reykhólaskóla, meðal kennslugreina enska, tónmennt, íþróttir og heimilisfræði. Austurlandsumdæmi: Staða skólastjóra við Brúarásskóla. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Seyðisfirði, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, íþróttirog sér- kennsla, Eskifirði, meðal kennslugreina íþróttir, danska í eldri deildum og líffræði, Bakkafirði, Vopnafirði, meðal kennslugreina íþróttir, raungreinar og tungumál, Eiðum, meðal kennslugreina sérkennsla, Reyðarfirði, meðal kennslugreina enska og kennsla yngri barna, Stöðvar- firði, Breiðdalshreppi,Djúpavogi, Brúarásskóla, Fella- skóla, Hallormsstaðaskóla, meðal kennslugreina danska, stærðfræði í eldri deildum, eðlisfræði, samfélags- fræði og hannyrðir og við Nesjskóla. Suðurlandsumdæmi: Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Vestmanna- eyjum, meðal kennslugreina líffræði, eðlisfræði, danska í 7.-8. bekk, myndmennt og tónmennt, Selfossi, meðal kenrislugreina myndmennt, tónmennt og stærðfræði í 7,- 9. bekk, Hvolsvelli, meðal kennslugreina íþróttir og smíðar, Hellu, Vestur-Landeyjahreppi, Djúpárhreppi, Stokkseyri, meðal kennslugreina handmennt, íþróttir og kennsla yngri barna, Villingaholtshreppi, Þorlákshöfn, Laugalandsskóla, Reykholtsskóla og Ljósafossskóla. Sérkennarastaða við grunnskólana í Suðurlandsumdæmi. Menntamálaráðuneytið. Pétur um borð í bátnum sínum Hrönn frá Akureyri. Mynd: et „Stunda þetta bara yfir sumartímann núorðið“ - segir Pétur Stefánsson frístundatrillukarl sem rær frá Grímsey í sumar „Þetta er bara eitthvert smott- erí. Ég þarf að losa um rærnar og þá er lítið mál að rétta þetta,“ sagði Pétur Stefánsson frístundatrillukarl þar sem blaðamaður rakst á hann bogr- andi yfir trillunni sinni, Hrönn EA við bryggjuna í Hrísey á dögunum. Pétur er fæddur og uppalinn Grímseyingur og hefur alla tíð stundað sjóinn í einhverjum mæli. Bátinn hefur hann átt í 20 ár og á meðan hann bjó í Gríms- ey hafði hann útgerðina að aðal- atvinnu. „Ég stunda þetta bara yfir sumartímann nú orðið. Ætli ég fari ekki fram í eyju undir mán- aðamótin. Ég ætlaði að reyna eitthvað hér fyrst en róa svo frá Grímsey í sumar eins og undan- farin ár,“ sagði hann. Pétur hefur undanfarin ár búið á Akureyri og starfað á verk- smiðjunum. Aðspurður hvort eitthvað væri græðandi á útgerð sem þessari sagðist hann ekki gera ráð fyrir miklum gróða þetta sumarið. „Á meðan maður hefur eitthvert tímakaup þá er þetta í lagi,“ sagði hann og gerði ráð fyr- iraðstundasjóinnlengienn. á góðum degi Vemm hress og glöð Pegar þessar línur eru skrifaðar, ríkir hér einstök veðurblíða og flestir eru sammála um að nú sé sumarið loksins komið í allri sinni notalegu dýrð. Fullt af fyrir- heitum um ævintýraferðalög og uppákomur. Pessi laugardagur í maí er það sem ég kalla stundum, ekta „rjómaísdagur", dagur þeg- ar fólki sem jafnvel finnst ísinn ekkert sérstaklega góður, fær sér hann samt í tilefni dagsins. En þennan sama dag sitja ráðherrar þessa lands okkur með „sveittan skallann“ og glíma við að leysa þann mikla efnahagsvanda sem hefur nú skollið á þjóð okkar og margir eru svartsýnir á að við- unnandi lausn sé í sjónmáli, með- al annars vegna þess að víða eru verkföll ekki til lykta leidd og hótanir um verkbönn af hálfu vinnuveitenda liggja jafnvel í loftinu. Við sem skrifum greinar eins og þessa erum náttúrlega aðeins leikmenn á sviði stjórn- mála en lýðræðið gefur okkur fullan rétt til að hafa skoðanir á nærri hvaða máli sem er og snerta þjóðfélagið í heild sinni. Oft heyrir maður þegar maður talar við kunningja sína um þessi mál, setningar eins og þessar: Ég hef engan áhuga fyrir stjórnmálum og mér sýnist að það sé sami söngurinn í þeim öllum og svo gengur aldrei neitt upp hjá þeim, allt situr við sama og oft miklu stærri orð en þessi heyrir maður í umræðum manna á milli, þegar pólitík ber á góma. Svo þegar umræður eru hafnar af fullum krafti kemur í ljós að allflestir hafa kosið og bera þar með nokkra ábyrgð á hverjir taka hin- ar mikilvægu ákvarðanir þegar í harðbakkann slær og eru jafnvel hvað æstastir í umræðunni. Þetta sannar það að við erum öll ábyrg hvort vel eða illa fer þegar á hólminn er komið. Vafalaust hafa ráðherrar mikil laun, en það er örugglega ekki létt verk eins og málin standa í dag t.d. að ákveða hve mikið á að lækka gengi hinnar íslensku krónu. Það þarf að vera nógu mikil lækkun til að bjarga út- flutnings atvinnuvegunum ekki síst fiskvinnslunni, en svo á hinn bóginn má ekki gengið lækka það mikið að erlendu skuldirnar kaf- færi okkur. Fyrir utan þetta þurfa að koma alls konar hliðarráðstaf- anir til þess að framkvæmd stjórnvalda komi að einhverju gagni. Þegar þessi grein mín kemur í blaðinu verður búið að taka ákvarðanir um flest þessi mál og það er líklegra en frá þurfi að segja að ekki muni allir verða ánægðir með útkomuna. Ég held að við getum þó glaðst yfir að ekki skulu vera ólíkari stjórnar- flokkar við stjórn en raun ber vitni um, sem sagt ekki miklir öfgaflokkar, að mínu mati allir ekki mjög fjarri miðju. Aftur á móti ef við gæfum okk- ur það að í ríkisstjórninni sætu þrír flokkar t.a.m. Flarðlínu- kommúnistar, sem vilja helst skattleggja þá sem einhvern atvinnurekstur stunda og halda þar með uppi atvinnu í landinu, skattleggja þá svo hart að þeir hreinlega gæfust upp á rekstri og fjöldauppsagnir verkafólks kæmu í kjölfarið og svo frjálshyggju- flokkur líkur þeim sem Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „agiterar" sem mest fyrir, þar sem flest á að vera leyfilegt aðeins ef einstaklingurinn vill, nú ef svo þriðja aflið væri hin marg- umtöluðu kvennasamtök, að vísu stendur í góðri bók að viska kvennanna reisi húsið og er ég því fyllilega sammála að konur stjórni ekki síður vel en karl- menn en því miður virðist þessi flokkur, eða svo ég noti rétt orð, samtök, byggjast upp af skarp- gáfuðum, vinstrisinnuðum ef ekki sósíalískum konum sem mundi vafalítið ekki styðja mjúk- lega við bakið á þeim sem halda uppi atvinnunni í landinu, en enginn skyldi vanmeta styrk þeirra og ef þær halda þessu mikla fylgi sem þær hafa í dag eru þær öruggar um að þurfa að halda um stjórnvöl þjóðar- skútunnar eftir næstu kosningar. Þrátt fyrir það sem er að ske hér á þessu landi í dag, megum við ekki gleyma að við erum með ríkustu þjóðum heims og þó að fjármálaráðherra vilji senda okkur, hverju og einu reikning upp á u.þ.b. 300 þús. krónur inn um bréfalúguna, vegna erlendu skuldanna mundum við krefjast margvíslegra afsala um leið. Dæmi: 5,6 metra af hringveg- inum. Á tíu manna fjölskyldu yrðu þetta 56 metrar af þessu mikla mannvirki. Nú t.d. Seðla- bankinn er eign allra landsmanna með brunabótamat ca. einn milljarð, síðan allar virkjanir o.s.frv. Sannarlega erum við rík ef við lítum á heildina. Það sem er okkar mein er að „þjóðarkök- unni“ þarf að skipta jafnar og síðast en ekki síst láta Stór- Reykjavíkursvæðið ekki soga allt fjármagn og arð til sín, meðan t.d. Útgerðarfélag Akureyringa skilar hagnaði upp á 131,5 millj- ónir króna. Verum hress og glöð með hækkandi sól. AB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.